Aðsend Arna Rut O. Gunnarsdóttir
Aðsend

Flaug suður og tók tíu vaktir á níu dögum á gjörgæsludeild

Þegar hjúkrunarfræðingurinn Arna Rut O. Gunnarsdóttir sá bakvarðasveit heilbrigðiskerfisins auglýsta ákvað hún strax að skrá sig. Arna er fjögurra barna móðir, búsett á Akureyri og var beðin að koma sem fyrst til vinnu á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík. „Þetta var alveg svakalegt ástand, satt best að segja,“ segir hún um fyrstu vinnulotuna sem stóð í níu daga.

Nei þú vaktir mig ekki, en ég er reyndar nývökn­uð,“ segir Arna Rut O. Gunn­ars­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ingur þegar hún svarar í sím­ann laust eftir hádegi. Það var þó hvorki leti né væru­kærð sem dró hana að rúm­inu á þessum tíma sól­ar­hrings. Þvert á móti. Hún er í bak­varða­sveit heil­brigð­is­kerf­is­ins, var á vakt á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans í Foss­vogi nótt­ina áður og flaug svo beint eft­ir hana heim til Akur­eyr­ar. Hún hafði því aðeins náð þriggja tíma dúr í rúm­in­u sínu í fyrsta sinn í langan tíma. „Ég er búin að vinna tíu vaktir á níu dög­um. Svo já, ég neita því ekki að ég er lúin. Ég þurfti aðeins að kúpla mig út og ­sjá börn­in.“

Arna Rut er ­fædd, upp­alin og búsett á Akur­eyri. Hún útskrif­að­ist úr hjúkr­un­ar­fræði árið 2008 og hóf þegar störf á gjör­gæslu­deild Sjúkra­húss­ins á Akur­eyri. Tveimur árum ­síðar fór hún í fram­halds­nám í svæf­inga­hjúkrun sem hún lauk árið 2012. Næst­u árin vann hún á svæf­inga­deild sjúkra­húss­ins en einnig á gjör­gæsl­unni þegar á þurfti að halda.

Í lok árs­ins 2018 lét hún af störfum á spít­al­anum og fór í árs leyfi. Er því lauk hafði hún­ ­gert upp hug sinn: Hún ákvað að skipta um starfs­vett­vang – að minnsta kost­i ­tíma­bund­ið. Hún hóf störf hjá fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu Tengir þar sem hún starfar enn í dag. 

Auglýsing

Nokkrir þættir urðu til þess að Arna hætti að vinna sem hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur.

Hún og eig­in­maður henn­ar, lög­reglu­mað­ur­inn Ólafur Tryggvi Ólafs­son, eiga fjóra syn­i. Sá yngsti er með litn­ingagalla sem hefur áhrif á hann bæði lík­am­lega og and­lega. Hann sefur mjög oft illa vegna verkja og Arna segir það oft hafa ver­ið erfitt að mæta vansvefta til vinnu eða eiga ekki kost á að leyfa honum að sof­a ­lengur eftir erf­iða nótt. „Svo hafði ég tæki­færi á annarri vinnu með meiri sveigj­an­leika og betri laun­um. Auð­vitað spil­aði það líka inn í.“

Arna var ­stödd ásamt fjöl­skyldu sinni á Tenerife í mars er ljóst varð að grípa þyrft­i til mik­illa aðgerða víða um heim vegna útbreiðslu nýju kór­ónu­veirunn­ar, með­al­ ann­ars á Íslandi. „Mað­ur­inn minn er lög­reglu­maður og við erum því bæði mennt­uð til að vera í fram­línu­sveit­inni, eins og það er kallað núna. Það var þarna komið í ljós að margir sjúk­lingar þyrftu að fara á önd­un­ar­vélar og að smit­hættan væri mjög mik­il. Þannig að okkur þótti lík­legt að álag á sjúkra­hús­ið ­fyrir norðan myndi aukast veru­lega.“

Arna og eiginmaður hennar, Ólafur Tryggvi Ólafsson, á Tenerife fyrr á árinu.
Aðsend

Stuttu eft­ir að þau voru komin heim til Íslands sá Arna frétt um að stofnuð hefði ver­ið bak­varða­sveit heil­brigð­is­kerf­is­ins vegna far­ald­urs­ins. „Ég skráði mig strax án ­mik­illar umhugs­un­ar. Svo lét ég pabba vita en hann er fram­kvæmda­stjór­inn í fyr­ir­tæk­inu sem ég vinn hjá. Ég sagði honum að mér þætti sið­ferð­is­lega rétt, ef það vant­aði hjúkr­un­ar­fræð­inga sem kynnu á önd­un­ar­vél­ar, að svara því kall­i. Hann var auð­vitað alveg sam­mála því. Verk­efni í vinn­unni minni gætu beðið um ­tíma.“

Þegar fólk ­skráir sig í bak­varða­sveit­ina getur það valið hvar á land­inu það býður fram ­starfs­krafta sína og hvort að það vilji sinna COVID-smit­uðum sjúk­lingum eða ekki. Arna var til­búin í hvað sem var, að vinna hvar sem væri og að sinna hverjum sem á þyrfti að halda. „Svo var hringt í mig mjög fljót­lega og ég beð­in að koma til vinnu fyrir sunn­an.“

Nauð­syn­leg­t var að þre­falda mönn­un­ina á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans þegar ákveðið var að ­fjölga rúmum úr sex í átján. „Mað­ur­inn minn er líka í vakta­vinnu svo að við ­urðum að und­ir­búa pössun fyrir börnin okkar á meðan ég færi suður og hann væri að vinna. Allir voru boðnir og búnir að hjálpa okk­ur. Það eru fleiri en við heil­brigð­is­starfs­fólk sem hafa svarað kall­in­u!“

Arna Rut, Ólafur Tryggvi og synirnir fjórir: Veigar Bjarki, Ágúst Óli, Kári Gunnar og Ólafur Darri.
Aðsend

Hringt var í Örnu á fimmtu­degi og hún beðin að koma að vinna strax kom­andi helgi. „Þannig að það var bara pantað flug og ömmur og afar ræst út til að sinna börn­un­um.“

Arna seg­ist ekki almenni­lega hafa vitað hvað hún væri að fara út í, hverju hún ætti von á. Hún hafi ekki hugsað mikið út í það. Hún vissi að á gjör­gæsl­unni í Foss­vog­i væri annað tölvu­kerfi en hún átti að venj­ast á Sjúkra­hús­inu á Akur­eyri og fleira í skipu­lagi og öðru var ólíkt fyrir sunn­an. En það átti ekki eftir að koma að sök. Koma hennar til starfa var vel und­ir­bú­in, hún fékk strax sím­töl frá deild­ar­stjóra gjör­gæsl­unnar og mannauð­steym­inu. „Ég fann það frá fyrst­u ­stundu að það var rosa­lega vel tekið á móti mér.“

Til stóð að Arna yrði í aðlögun á deild­inni fyrstu tvær vakt­irnar þar sem hún starf­aði með­ ­reyndum gjör­gæslu­hjúkr­un­ar­fræð­ingi sem þekkti deild­ina. Hún fór því um leið í hlífð­ar­fatn­að­inn og inn á gólf til veik­ustu sjúk­ling­anna. „En þetta var ó­trú­lega lítið mál, ég náði fljótt átt­um. Það var búið að segja mér að vinnu­brögðin væru í vöðva­minn­inu og það reynd­ist rétt. Ég skellti mér því bein­t í djúpu laug­ina og það gekk lygi­lega vel.“ 

Arna við störf á gjörgæsludeildinni í Fossvogi.
Þorkell Þorkelsson/Landspítalinn

Gjör­gæslu­deild­inn­i var umturnað á fyrstu dögum Örnu í starfi. Hún stækk­aði jafnt og þétt. Í hvert s­inn sem hún mætti á vakt var búið að breyta, stækka og stúka af ný svæði frá­ því hún var á þeirri síð­ustu.

„En þetta var alveg svaka­legt ástand, satt best að segja,“ segir hún. Sjúk­lingum á gjör­gæslu og í önd­un­ar­vél hafði fjölgað hratt á fáum dög­um. Og hún vann tíu vaktir á níu dög­um. Álagið var það mikið að hún þurfti tvisvar sinnum að fram­lengja veru sína í Reykja­vík og breyta flug­mið­anum norð­ur.

Hvíld á milli vakta­lota var því kær­kom­in. En Arna ætlar aðeins að taka sér nokk­urra daga hvíld. Hún mun vinna á gjör­gæsl­unni alla pásk­ana. 

„Ég hef mjög gaman að því að vinna við bráða­að­stæður og vera í „act­ion“ segir Arna. „Ég ­starf­aði í lög­regl­unni í nokkur ár áður en ég byrj­aði á gjör­gæslu og fór svo í svæf­ing­arnar því þar þarf sann­ar­lega að geta haft hraðar hend­ur. Þannig að ég ­sæki dálítið í þetta krefj­andi lands­lag.“

Auglýsing

En hvern­ig er að vinna á gjör­gæslu­deild í miðjum þessum far­aldri?

„Álagið er auð­vitað mjög mik­ið,“ segir hún. „Bara það að vinna í þessum hlífð­ar­bún­ing­um, ­sem eru úr plasti, er erfitt. Manni verður svo heitt og svitnar en svo kóln­ar ­manni og verður kalt. Við reynum að vera ekki mikið lengur en þrjár klukku­stund­ir í bún­ingnum í einu, fáum þá afleys­ingu til að fara fram í smá stund og skipta í þurr föt ef þörf er á. Þetta er lík­am­lega erfitt ofan á allt ann­að. Stundum fær ­maður köfn­un­ar­til­finn­ingu og verður að kom­ast út. Við erum með maska og gler­aug­u eða plast­skildi fyrir and­lit­unum að sinna sjúk­ling­un­um, svo við þekkjum illa hvert annað ef við skrifum ekki nafnið okkar á fötin með tús­spenna. Ef sjúk­ling­arnir eru ekki sof­andi geta þeir ómögu­lega þekkt okkur í sundur svo það hlýtur að vera óþægi­legt fyr­ir­ þá. Aðstand­endur fá ekki að koma og vera hjá veikum ást­vinum sínum og við starfs­fólkið reynum að hitta sem fæsta utan vinnu. Þetta er allt svo óeðli­legt.“

Erfið og löng með­ferð

Gjör­gæslu­hjúkr­un er ein sú erf­ið­asta sem fyr­ir­finnst. Að fylgj­ast stöðugt með fólki í önd­un­ar­vél, vita hvernig eigi að bregð­ast við ef eitt­hvað kemur upp á er þó eitt­hvað sem Arna hefur mikla reynslu og þekk­ingu á. „Gjör­gæslu­með­ferð er mjög flók­in, ekki síður þegar sjúk­ling­arnir eru smit­aðir af COVID. Þetta er erf­ið ­með­ferð og hún getur tekið langan tíma.“

Arna þreytt og sveitt eftir vakt á gjörgæsludeildinni. Gríman er þétt á andlitinu og skilur eftir sig far.
Aðsend

Þegar fólk er í önd­un­ar­vél getur ýmis­legt komið upp á sem þarf að bregð­ast við strax. Það þarf því nán­ast einn hjúkr­un­ar­fræð­ing á hvern þann sem er í slíkri vél. Sum­ir þola slöng­una sem þrædd er ofan í önd­un­ar­veg­inn illa og fara að hósta. Þá er ­nauð­syn­legt að hafa þjálf­aðan hjúkr­un­ar­fræð­ing til taks til að aðstoða.

Sjúk­lingur í önd­un­ar­vél er algjör­lega háður því að stöðugt sé fylgst með hon­um, segir Arna. Hann fær ýmis lyf í æð, meðal ann­ars verkja­lyf og svæf­ing­ar­lyf, og er með slöng­u ofan í háls­inn sem tengd er önd­un­ar­vél­inni. „Það er fylgst með hverj­u­m and­ar­drætti og still­ingar á svæf­inga­vél­inni end­ur­metnar stöðugt eftir ástand­i ­sjúk­lings. Og það er ekki þannig að allir sjúk­lingar séu það djúpt sof­andi að þeir hreyfi sig ekki neitt. Dýpt svæf­ingar og verkja­still­ingar er stýrt eft­ir á­standi hvers sjúk­lings. Stundum eru þeir létt sof­andi og geta opnað aug­un, fundið óþæg­indi frá slöng­unni og þá þarf að tala við þá og róa nið­ur. Það er margt sem getur komið skyndi­lega upp á.“

Snúa sjúk­lingum á grúfu

Af því að um nýjan sjúk­dóm er að ræða er ýmis­legt verið að prófa í með­ferð sjúk­ling­anna sem ­þykir hafa gefið góða raun ann­ars stað­ar. Læknar leita stöðugt til kollega ­sinna erlendis eftir nýj­ustu upp­lýs­ing­um, m.a. um hvaða lyf virð­ast vera að hjálpa. Eitt af því sem gert hefur verið tölu­vert af á gjör­gæsl­unni er að snú­a ­sjúk­lingum í önd­un­ar­vél á grúfu snemma í ferl­inu. „Það eru allir að prófa sig á­fram og reyna að finna sem bestu með­ferð fyrir sjúk­ling­ana,“ segir Arna. 

Arna í varnarbúningnum, tilbúin í að sinna sjúklingum með COVID-19 á gjörgæslunni.
Aðsend

Arna hef­ur verið í vinn­unni á gjör­gæslu­deild­inni þegar sjúk­lingar með COVID í önd­un­ar­vél hafa farið að sýna góð bata­merki og verið teknir úr henni. En hún hefur lík­a verið í vinn­unni þegar dauðs­föll hafa orðið á deild­inni. „Góðu tíð­indin eru þau að við höfum náð að útskrifa fólk af gjör­gæsl­unni. Og mér skilst að okkur gang­i betur í því en mörgum öðrum þjóð­um. Svo það er vissu­lega gleði­leg­t.“

Þakkar stuðn­ing­inn

Mikið álag er á hjúkr­un­ar­fræð­ingum og öðru heil­brigð­is­starfs­fólki almennt. En núna er það gríð­ar­legt, miklu meira en venju­lega, segir Arna. „Það er erfitt að sjá að í sumum löndum í kringum okkur er verið að borga álags­auka en það er ekki gert hér. Þó að kjara­mál hjúkr­un­ar­fræð­inga séu mikið í fréttum þessa dag­ana og við ­finnum fyrir miklum stuðn­ingi víða þá höfum við ekki sam­þykkt kjara­samn­inga í mörg ár. Það er ekki eins og við höfum verið að ýta kjara­málum okkar að sér­stak­lega núna, eins og sumir virð­ast halda, þetta er ástand sem hefur verið við­var­and­i ­leng­i.“

Hún seg­ir alla hjúkr­un­ar­fræð­inga mjög þakk­láta fyrir stuðn­ing almenn­ings síð­ustu daga og vikur en á sama tíma séu margir reiðir að sá stuðn­ingur virð­ist ekki skila sér­ til þeirra sem fara með vald­ið. Líkt og allir vonar hún að nú verði það ljóst öllum sem vilja sjá hversu mik­il­vægt starf hjúkr­un­ar­fræð­inga er. Tími sé kom­inn til að borga laun í sam­ræmi við það.

Auglýsing

Í gegn­um árin hefur Arna notið þess að koma til Reykja­víkur til að hitta vini og ætt­ingja, fara út að borða, á kaffi­hús og að versla. Dvölin fyrir sunnan nún­a er alls ólík því sem hún á að venj­ast. „Bara það að fara að kaupa í mat­inn er eitt­hvað sem maður setur spurn­ing­ar­merki við. Ég vil ekki fá sýk­ingu og ber­a hana inn á gjör­gæsl­una. Það eina sem ég hef að gera er að vinna og vinna svo að­eins meira. Sofa svo á milli.“

Spurð hvort það komi til greina að halda áfram að starfa við hjúkrun eftir að far­aldr­in­um lýkur seg­ist Arna telja það ólík­legt. „Nei, ég held að þetta verði bara ­tíma­bundið að svo stöddu. Það getur auð­vitað verið að ég snúi alfarið aftur til­ ­starfa í heil­brigð­is­kerf­inu seinna og ég vona það, því þetta er það sem ég hef á­stríðu fyrir að gera, kann og hef sér­þekk­ingu í. 

Ég sakna þess oft að starfa ­sem svæf­inga­hjúkr­un­ar­fræð­ingur og vera hluti af grænu fjöl­skyld­unni á Sjúkra­hús­in­u á Akur­eyri. Ég vona að þró­unin verði þannig að hjúkr­un­ar­fræð­ingar með­ ­sér­fræði­menntun verði nýttir meira og betur í íslenska heil­brigð­is­kerf­inu líkt og gert er í nágranna­lönd­un­um. Það hefur sýnt sig að það eykur skil­virkni og ­starfs­á­nægju og dregur úr kostn­aði. Það er ýmis­legt sem mætti breyta og bæta.“

Fjölskyldan á góðri stund. Synirnir fjórir sýna því mikinn skilning að Arna þurfi að fara frá þeim og vinna á spítalanum fyrir sunnan.
Aðsend

Þegar Arna er fyrir sunnan að vinna saknar hún fjöl­skyld­unnar fyrir norðan en veit að syn­irn­ir fjórir eru í góðum höndum hjálp­samra ætt­ingja.

„Und­ir­ venju­legum kring­um­stæðum þegar ég eða mað­ur­inn minn erum að heiman hafa ­syn­irnir tak­mark­aðan skiln­ing á fjar­veru okk­ar, hvort sem hún stafar af vinn­u eða öðru,“ segir hún. „Hins vegar er áber­andi núna að þeir eru mjög áhuga­sam­ir og sýna þessu mik­inn skiln­ing, átta sig á mik­il­vægi starfa okkar og alvar­leika á­stands­ins, enda höfum við rætt þetta mjög opin­skátt og haldið þeim vel ­upp­lýst­um. Þeirra til­vera er mjög óvenju­leg þessa dag­ana eins og flestra.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal