Líður eins og íþróttamanni með stuðningsmenn á hliðarlínunni

Hún ætlaði að verða snyrtifræðingur en það þurfti aðeins einn góðan kennara til að vekja áhuga hennar á sjúkraliðun. Síðasta vor útskrifaðist hún sem sjúkraliði og stúdent og hóf í haust nám í lögfræði. „En svo kom kórónuveiran,“ segir Ásta Marteinsdóttir sem sleppti lokaprófunum, skráði sig í bakvarðasveitina og klæðist nú „einkennisbúningi“ framlínufólksins okkar inni á smitsjúkdómadeild Landspítalans.

Ég var að koma af vakt­inn­i,“ segir Ásta Mart­eins­dótt­ir, sjúkra­liði og lög­fræði­nem­i. Vaktin var á smit­sjúk­dóma­deild Land­spít­al­ans í Foss­vogi sem er nú alfarið lögð undir COVID-­sjúk­linga. „Dag­ur­inn var nokkuð góð­ur. Álagið var minna en dag­ana á und­an. En dag­arnir eru reyndar flestir góðir á deild­inni þó að það sé erfitt að vinna í gall­an­um. Þannig að ég er alveg vel þreytt eftir hverja vakt.“

Gall­ann ætt­u allir Íslend­ingar að vera farnir að þekkja: Græn hlífð­ar­föt, gler­aug­u, and­lits­grímur og hansk­ar. „Ein­kenn­is­bún­ing­ur“ fram­línu­fólks­ins okkar í kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um.

Ásta vinn­ur á þrí­skiptum vökt­um. Í fyrra­dag var hún til dæmis á kvöld­vakt á spít­al­anum en ­mætti svo beint á morg­un­vakt­ina í gær. „Þannig að ég fékk svona sex eða sjö ­tíma til að sof­a,“ segir hún. „Ég var ennþá þrútin í and­lit­inu eftir síðust­u vakt þegar ég setti á mig grímuna í morg­un.“

Auglýsing

Gríman sem fram­línu­fólkið þarf að bera til að forð­ast smit við störf sín er strekkt mjög þétt upp að vit­un­um. Það getur verði óþægi­legt, sér­stak­lega til lengd­ar. Fólki verður heitt innan undir öllum hlífð­ar­bún­að­inum og það svitn­ar. Sjúkra­liðar á smit­sjúk­dóma­deild­inni eru yfir­leitt ekki í göll­unum lengur en einn og hálf­an ­tíma í einu. Að þeim tíma loknum fara þeir út af sjúkra­stof­unum og úr ­bún­ing­unum en eru svo mættir aftur inn á gólf í þeim tvisvar eða þrisvar í við­bót á hverri vakt.

Planið hjá Ástu var upp­runa­lega að verða snyrti­fræð­ing­ur. Hún hóf nám við ­Fjöl­brauta­skól­ann í Breið­holti og þar kvikn­aði áhug­inn á sjúkra­lið­un. Á­kvörð­un­ina um að leggja snyrti­fræð­ina á hill­una má rekja til kenn­ara í skól­an­um. Áður en hún gat hafið nám í snyrtifræði þurfti hún að taka grunn­á­fanga og einn af þeim var í líf­færa- og líf­eðl­is­fræði. „Þann áfanga ­kenndi Karen Júlía Júl­í­us­dóttir og hún kveikti mik­inn áhuga hjá mér fyr­ir­ klínísku starfi. Og svo ákvað ég að taka sjúkra­lið­ann.“

Ásta út­skrif­að­ist sem sjúkra­liði og stúd­ent síð­asta vor frá Fjöl­brauta­skól­anum í Breið­holti. Námið lá vel fyrir henni og hún var með hæstu ein­kunn á sjúkra­liða­braut­inni og sem­idúx skól­ans. 

Planið hjá Ástu var upprunalega að verða snyrtifræðingur.
Aðsend

Síð­asta ­sumar starf­aði hún á bráða- og lyf­lækn­inga­deild Land­spít­al­ans en í haust hóf hún nám í lög­fræði við Háskól­ann í Reykja­vík. Hún segir það lengi hafa stað­ið til enda telur hún sjúkra­liða­mennt­un­ina koma að góðu gagni í fram­tíð­ar­starf­i ­sem lög­fræð­ing­ur. „Ég á eftir að sjá hvert lög­fræðin tekur mig en það eru mörg ­svið innan hennar þar sem hægt verður að nýta þekk­ingu af sjúkra­lið­un.“

Laga­nám­ið ­gekk frá upp­hafi vel og Ásta náði mjög góðum ein­kunn­um. „En svo kom kór­ónu­veiran,“ segir hún, „og það var óskað eftir sjúkra­liðum í bak­varða­sveit­ina. Ég skráði mig strax en sagð­ist ekki getað byrjað fyrr en eftir loka­prófin í vor.“

Og nú standa loka­prófin yfir. En Ásta er ekki að þreyta þau.

„Eftir að ég ­skráði mig í bak­varða­sveit­ina kom tölvu­póstur frá Háskól­anum í Reykja­vík þar ­sem fram kom að þeir sem væru búnir að ná við­un­andi árangri  í verk­efnum og prófum til þessa á önn­inn­i ­gætu fengið það met­ið. Í stað loka­prófa og ein­kunnar myndi þá standa „stað­ist“. Ég sá að ef ég myndi ekki þurfa að liggja yfir und­ir­bún­ingi fyrir loka­próf hefði ég meiri tíma og breytti umsókn­inni minni í bak­varða­sveit­ina og sagð­ist ­geta komið strax til starfa.“

Auglýsing

Skortur var á sjúkra­liðum á spít­al­anum fyrir far­aldur COVID-19 og því fékk Ásta sím­tal strax dag­inn eft­ir. Hún var beðin að koma til vinnu sem fyrst. Fyrsta dag a­pr­íl­mán­aðar var hún því mætt á vakt á smit­sjúk­dóma­deild­ina í Foss­vogi.

„Ég fékk t­vær vaktir í aðlögun og fylgdi þá reyndum sjúkra­liða eft­ir,“ segir Ásta. „Ég þekki þessa vinnu vel, hún er ekki ósvipuð þeirri sem ég hef sinnt áður á spít­al­anum – fyrir utan þennan galla auð­vit­að.“

Hún­ við­ur­kennir að fyrst þegar hún mætti inn á sjúkra­stofu til sjúk­linga, klædd varn­ar­bún­aði frá hvirfli til ilja, hafi hún orðið and­stutt og hugsað hvað hún­ væri eig­in­lega búin að koma sér út í. „En þessi hræðsla gufaði fljótt upp­. Ótt­inn við að vera að setja sig í hættu­legar aðstæður hvarf. Ég treyst­i gall­anum mínum og aðlag­að­ist ástand­inu mjög fljótt.“ 

Ásta í varnarbúningnum með mynd af sjálfri sér á bringunni svo að sjúklingarnir viti hvernig hún lítur út undir grímunni.
Aðsend

En hvað ­fellst í starfi sjúkra­liða?

„Sjúkra­lið­ar­ ­sinna nær­hjúkr­un  með áherslu á að ­upp­fylla grunn­þarfir sjúk­ling­anna,“ útskýrir Ásta. „Störf hjúkr­un­ar­fræð­inga og ­sjúkra­liða skar­ast oft en þeir vinna líka mjög náið sam­an. Á smit­sjúk­dóma­deild­inni og víðar á spít­al­anum vinna hjúkr­un­ar­fræð­ingur og ­sjúkra­liði saman í teymi. Við erum hönd í hönd í gegnum þetta allt sam­an. Við ­setjum okkur mark­mið í hjúkr­un­inni og skipu­leggjum hvernig við ætlum að fram­kvæma hana.“

Sjúkra­lið­ar­ eru því ávallt í mik­illi nánd við sjúk­ling­inn. Þeir sjá um böð­un, að sjúk­ling­ar ­borði og fleira en einnig hafa þeir stöðugt eft­ir­lit með þeim.

Í starf­in­u þurfa sjúkra­liðar að fylgj­ast vel með lífs­mörk­um, þekkja byrjun á þrýst­ings­sárum og fram­kvæma alls konar rann­sókn­ir, svo sem hjarta­línu­rit og ­taka þvag­sýni.

Stór hlut­i af starfi sjúkra­liða fellst svo í að hlúa að líðan sjúk­ling­ana, tala við þá og hug­hreysta. Fólk sem þarf að leggj­ast inn á spít­ala líður oft illa and­lega og ekki síst núna þegar það er með nýjan sjúk­dóm sem getur verið lífs­hættu­leg­ur. „­Fyrst þegar sjúk­lingar leggj­ast inn á deild­ina þá líður mörgum þeirra ekki vel,“ ­segir Ásta. 

Ásta segir að þrátt fyrir mikið álag séu dagarnir á smitsjúkdómadeildinni góðir. Hún hafi meiri tíma núna en áður til að tala við sjúklingana.
Aðsend

Allt heil­brigð­is­starfs­fólkið er með grímur fyrir vitum og gler­augu fyrir aug­un­um. „Og það getur verið vont fyrir sjúk­linga að geta ekki séð brosið mitt og al­menni­lega greint svip­brigðin mín. Það skiptir máli þegar maður þarf að ná ­per­sónu­legum tengsl­um. En við höfum verið að reyna að hugsa í lausnum og nún­a límum við mynd af okkur framan á bún­ing­inn þannig að fólk getur þá séð hvern­ig við lítum út undir grímunni. Sjúk­ling­arnir geta þá líka þekkt okkur í sundur – svo að við séum ekki öll bara grænar geim­ver­ur.“

Hefur meiri tíma til að tala við sjúk­ling­ana og vera hjá þeim

Fjölg­að hefur tölu­vert í starfs­lið­inu á smit­sjúk­dóma­deild­inni frá því að far­ald­ur­inn skall á enda þarf fleiri til að sinna COVID-smit­uð­um, m.a. vegna þess að skipta þarf starfs­lið­inu upp í hópa til að fara inn á stof­urn­ar. „Það sem mér finn­st hafa breyst frá því að ég vann á spít­al­anum síð­asta sumar er að þó að ég fram­kvæmi öll þau verk­efni sem ég ber ábyrgð á þá hef ég meiri tíma í nær­veru, þetta ­spjall. Þetta skiptir sjúk­ling­ana enn meira máli núna en áður því að þeir geta ekki fengið fjöl­skyldu og vini í heim­sókn. Þannig að við höfum meiri tíma til­ að tala við fólk og vera hjá því og reyna þannig að koma í veg fyrir van­líð­an.“

Hún segir það sína upp­lifun að það rói fólk og geri því lífið örlítið létt­ara. „Mér finn­st þetta hjálpa. Og ég verð að segja að núna finnst mér nógu vel mannað til að ­maður geti sinnt öllum sjúk­lingum vel. Þannig að mér líður vel í mínu starfi og finnst ég ná að gera það sem ég á að gera og ætla mér.“

Auglýsing

Spurð hvort að vinnan á spít­al­anum muni skerða náms­lánin seg­ist Ásta sann­ar­lega vona að svo verði ekki. „Ef bak­vörður sem hleypur til í ástandi sem þessu, kemur til­ að­stoðar í far­aldri, þarf svo að end­ur­greiða hluta náms­lána sinna eða fær þau ekki, þá er það eitt­hvað sem þarf heldur betur að skoða.“

Ásta seg­ist ­lítið annað gera þessa dag­ana en að vinna og vera með fjöl­skyldu sinni, mann­i sínum Mar­inó Fló­vent Mar­inós­syni og tíu ára dóttur sinni Evu Rós. Hún mun í sumar þegar álag vegna COVID-19 minnkar starfa sem sjúkra­liði á bráða­lyf­lækn­inga­deild og að því loknu tekur lög­fræði­námið aftur við.

Sjúkra­liðar aldrei fengið vakta­á­lags­auka

Það mætt­i ­segja að him­inn og haf séu á milli þess sem lög­fræð­ingur getur haft í laun og þess sem sjúkra­liði hef­ur. Kjara­bar­átta sjúkra­liða hefur verið áber­andi síðust­u ár og skortur á slíku fag­fólki við­var­andi á sama tíma.

Kjara­samn­ing­ar voru loks sam­þykktir fyrr á þessu ári og eiga umsamdar launa­hækk­anir sam­kvæmt þeim að taka gildi í þrepum til árs­ins 2022. Ásta segir að í hinum nýja ­samn­ingi sé kveðið á um að þegar unnið er undir miklu álagi, eins og ­sjúkra­liðar og annað heil­brigð­is­starfs­fólk gerir þessa mán­uð­ina, sé heim­ild til­ ­sér­stakrar greiðslu af þeim sök­um. 

„Mér finnst að það eigi hik­laust að virkja þessa heim­ild nún­a,“ segir Ásta, „sjúkra­liðar hafa aldrei fengið vakta­á­lags­auka eins og sumar aðrar stéttir heil­brigð­is­starfs­fólks. Núna hefur verið tek­in á­kvörðun um að fram­lengja álags­auka til hjúkr­un­ar­fræð­inga sem er ekk­ert annað en eðli­legt og skilj­an­legt. En sjúkra­liðar fá ekk­ert slíkt og mér­ finnst vanta rökin fyrir því að skilja okkur eft­ir.“

Ásta telur ríkt tilefni nú til að virkja heimild í nýjum kjarasamningum sjúkraliða sem kveða á um álagsgreiðslur vegna óvenjulegra aðstæðna.
Aðsend

Hún bend­ir einnig á að sjúkra­liðar vinna þrí­skiptar vaktir og ekki er hægt að vinna í 100 ­pró­sent starfi án þess að brjóta reglur um hvíld­ar­tíma á milli vakta. „Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar ­fengu álags­auka með þessum rökum og þeim að fjölga þyrfti í þeirra hópi á spít­al­an­um. Allt þetta á líka við um sjúkra­liða.”

Ásta seg­ir að langar vaktir í bún­ingnum heita séu erf­iðar og hún sé þreytt eftir þær. „En peppið frá sam­fé­lag­inu er gíf­ur­lega gef­andi. Manni líður pínu­lítið eins og ­í­þrótta­manni með stuðn­ings­menn á hlið­ar­lín­unni. Að finna þennan stuðn­ing er ­virki­lega hvetj­andi. Sama gildir um allt sam­starfs­fólk­ið, við erum öll í sama lið­inu og erum dug­leg að styðja og hvetja hvert annað áfram. En það skal ­segj­ast eins og er að það vantar upp á þessa hvatn­ingu frá stjórn­völdum og að hún skili sér í bættum kjör­u­m.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal