43 nýir virkjanakostir lagðir til

Samanlagt uppsett afl þeirra virkjanahugmynda sem komnar eru inn á borð verkefnisstjórnar fjórða áfanga rammaáætlunar er 3.675 MW. Í þriðja áfanga áætlunarinnar, sem ítrekað hefur frestast að afgreiða á þingi, er 1.421 MW í nýtingarflokki.

Áhugi er á að reisa 34 vindorkuver á Íslandi. Eitt vindorkuver er hér nú þegar, sem telur tvær vindmyllur Landsvirkjunar.
Áhugi er á að reisa 34 vindorkuver á Íslandi. Eitt vindorkuver er hér nú þegar, sem telur tvær vindmyllur Landsvirkjunar.
Auglýsing

Orku­stofnun hefur að ósk verk­efn­is­stjórnar fjórða áfanga ramma­á­ætl­unar sent henni gögn um 43 nýja virkj­un­ar­kosti, sem bæt­ast þar með við þá kosti sem skil­greindir voru í þriðja áfanga. Kallað var eftir gögnum frá­ að­ilum í tveimur áföng­um. Fyrsti hlut­inn með gögnum um tólf kosti var sendur í febr­úar og sá síð­ari með gögnum um 31 kost nú í apr­íl.

Af þessum 43 virkj­un­ar­kostum eru sjö í vatns­afli, tveir í jarð­hita og 34 í vind­orku. Sam­an­lagt afl allra þess­ara virkj­ana­hug­mynda er um 3.675 MW en til sam­an­burðar þá er Kára­hnjúka­virkj­un, langstærsta virkjun lands­ins, 690 MW að afli.

Níu vind­orku­ver eru fyr­ir­huguð af fyr­ir­tæk­inu Quadran Iceland Develop­ment, HS orka áformar þrjú vind­orku­ver, sex hug­myndir að slíkum verum eru skráð undir nafni Langa­nes­byggðar og tíu eru á vegum fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr Iceland.

Lands­virkjun fyr­ir­hugar stækkun á þremur virkj­unum sín­um, eins og fjallað var um í Kjarn­anum nýverið sem og eitt vind­orku­ver.

Auglýsing

Í yfir­liti Orku­stofn­unar um virkj­ana­kost­ina 43 er greint frá­ t­veimur virkj­ana­á­formum á svip­uðum slóðum sem „úti­loka hvor aðra“ eins og það er orð­að. Þar er um að ræða hug­mynd Orku­bús Vest­fjarða, Tröll­ár­virk­un, og hug­mynd Vest­ur­verks, Hvann­eyr­ar­dals­virkj­un.

Vest­ur­verk sæk­ist eftir því að reisa þrjár virkj­an­ir; ­fyrr­nefnda Hvann­eyr­ar­dals­virkj­un, Skúfna­vatna­virkjun og vind­orku­ver sem nefn­t er Nón­borgir í yfir­liti Orku­stof­unn­ar.

Orku­veita Reykja­víkur óformar eina nýja virkj­un, jarð­hita­virkjun í Ölf­us­dal.

Staðsetning þeirra virkjanakosta sem Orkustofnun hefur sent verkefnisstjórn rammaáætlunar gögn um. Mynd: Orkustofnun

Átján kostir í nýt­ing­ar­flokki: 1421 MW

Þriðji áfangi ramma­á­ætl­unar var afgreiddur frá­ verk­efn­is­stjórn með loka­skýrslu í ágúst árið 2016, fyrir rúm­lega fjórum árum ­síð­an. Þings­á­lykt­un­ar­til­laga byggð á þeirri nið­ur­stöðu hefur í tvígang ver­ið lögð fram á Alþingi en vegna end­ur­tek­inna stjórn­ar­slita er hún enn óaf­greidd. Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, hugð­ist leggja ­til­lög­una fram í þriðja sinn nú á vor­þingi og í óbreyttri mynd en af því verð­ur­ ekki vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Í þriðja áfang­anum lagði verk­efn­is­stjórnin til að átta nýir ­virkj­un­ar­kostir bætt­ust í orku­nýt­ing­ar­flokk áætl­un­ar­inn­ar; Skrokköldu­virkj­un, Holta­virkj­un, Urriða­foss­virkj­un, Aust­ur­gils­virkj­un, Aust­urengjar, Hvera­hlíð II, Þver­ár­dalur og Blöndu­lund­ur.

Um er að ræða fjórar vatns­afls­virkj­anir með upp­sett afl upp á alls 277 MW, þrjár jarð­hita­virkj­anir með upp­sett afl allt að 280 MW og eitt vind­orku­ver með upp­sett afl allt að 100 MW. Ekki voru lagðar til breyt­ingar á flokkun þeirra virkj­un­ar­kosta sem fyrir voru í orku­nýt­ing­ar­flokki en þeir eru alls tíu tals­ins. Sam­tals var því lagt til að átján virkj­un­ar­kostir yrð­u ­flokk­aðir í orku­nýt­ing­ar­flokk og hafa þeir sam­tals 1421 MW upp­sett afl.

Með sjálf­bæra þróun að leið­ar­ljósi

Verk­efn­is­stjórn fjórða áfanga ramma­á­ætl­unar var skipuð af ­Björt Ólafs­dótt­ur, þáver­andi umhverf­is­ráð­herra, í apríl árið 2017. For­maður er Guð­rún Pét­urs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Stofn­unar Sæmundar fróða. Hlut­verk verk­efn­is­stjórnar er að veita umhverf­is­ráð­herra ráð­gjöf um vernd og orku­nýt­ing­u land­svæða.

Auglýsing

Sam­kvæmt lög­unum um ramma­á­ætlun ber verk­efn­is­stjórn­inni að ­sjá til þess að „… nýt­ing land­svæða þar sem er að finna virkj­un­ar­kosti bygg­is­t á lang­tíma­sjón­ar­miðum og heild­stæðu hags­muna­mati … með sjálf­bæra þróun að ­leið­ar­ljósi.“

Verk­efn­is­stjórnin hefur tvö verk­færi til að sinna þess­ari ­skyldu sinni: Hún sækir ráð­gjöf til svo­kall­aðra fag­hópa sem skip­aðir eru ­sér­fræð­ingum á ýmsum sviðum og hún leitar sam­ráðs við hags­muna­að­ila, stofn­an­ir hins opin­bera, almenn­ing og frjáls félaga­sam­tök á ýmsum stigum vinn­unn­ar.

Vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun tekur til land­svæða og ­virkj­un­ar­kosta sem verk­efn­is­stjórn hefur fjallað um og hafa upp­sett rafafl 10 MW eða meira eða upp­sett varma­afl 50 MW eða meira.

Frestur fram­lengur um óákveð­inn tíma

Sam­kvæmt frétt Orku­stofn­unar í októ­ber á síð­asta ári var frestur til mót­töku virkj­un­ar­hug­mynda í fjórða áfanga settur 1. mars  í ár. Í ljósi þess að Alþingi mun ekki taka 3. á­fanga ramma­á­ætl­unar til afgreiðslu á yfir­stand­andi þingi telur Orku­stofnun að ­fyrri áætl­anir um end­an­leg tíma­mörk fyrir skil á virkj­un­ar­kostum í fjórða á­fanga ramma­á­ætl­unar þarfn­ist end­ur­skoð­un­ar. Því hefur Orku­stofnun ákveðið að fram­lengja frest til mót­töku virkj­un­ar­hug­mynda, að sinni um óákveð­inn tíma.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Forseti Kína, Xi Jinping.
Hvers vegna gengur svona vel í Kína?
Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?
Kjarninn 19. október 2020
Karna Sigurðardóttir
BRAS – ÞORA! VERA! GERA!
Kjarninn 19. október 2020
Rósa Bjarnadóttir
#HvarerOAstefnan?
Kjarninn 19. október 2020
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar