43 nýir virkjanakostir lagðir til

Samanlagt uppsett afl þeirra virkjanahugmynda sem komnar eru inn á borð verkefnisstjórnar fjórða áfanga rammaáætlunar er 3.675 MW. Í þriðja áfanga áætlunarinnar, sem ítrekað hefur frestast að afgreiða á þingi, er 1.421 MW í nýtingarflokki.

Áhugi er á að reisa 34 vindorkuver á Íslandi. Eitt vindorkuver er hér nú þegar, sem telur tvær vindmyllur Landsvirkjunar.
Áhugi er á að reisa 34 vindorkuver á Íslandi. Eitt vindorkuver er hér nú þegar, sem telur tvær vindmyllur Landsvirkjunar.
Auglýsing

Orkustofnun hefur að ósk verkefnisstjórnar fjórða áfanga rammaáætlunar sent henni gögn um 43 nýja virkjunarkosti, sem bætast þar með við þá kosti sem skilgreindir voru í þriðja áfanga. Kallað var eftir gögnum frá aðilum í tveimur áföngum. Fyrsti hlutinn með gögnum um tólf kosti var sendur í febrúar og sá síðari með gögnum um 31 kost nú í apríl.

Af þessum 43 virkjunarkostum eru sjö í vatnsafli, tveir í jarðhita og 34 í vindorku. Samanlagt afl allra þessara virkjanahugmynda er um 3.675 MW en til samanburðar þá er Kárahnjúkavirkjun, langstærsta virkjun landsins, 690 MW að afli.

Níu vindorkuver eru fyrirhuguð af fyrirtækinu Quadran Iceland Development, HS orka áformar þrjú vindorkuver, sex hugmyndir að slíkum verum eru skráð undir nafni Langanesbyggðar og tíu eru á vegum fyrirtækisins Zephyr Iceland.

Landsvirkjun fyrirhugar stækkun á þremur virkjunum sínum, eins og fjallað var um í Kjarnanum nýverið sem og eitt vindorkuver.

Auglýsing

Í yfirliti Orkustofnunar um virkjanakostina 43 er greint frá tveimur virkjanaáformum á svipuðum slóðum sem „útiloka hvor aðra“ eins og það er orðað. Þar er um að ræða hugmynd Orkubús Vestfjarða, Tröllárvirkun, og hugmynd Vesturverks, Hvanneyrardalsvirkjun.

Vesturverk sækist eftir því að reisa þrjár virkjanir; fyrrnefnda Hvanneyrardalsvirkjun, Skúfnavatnavirkjun og vindorkuver sem nefnt er Nónborgir í yfirliti Orkustofunnar.

Orkuveita Reykjavíkur óformar eina nýja virkjun, jarðhitavirkjun í Ölfusdal.

Staðsetning þeirra virkjanakosta sem Orkustofnun hefur sent verkefnisstjórn rammaáætlunar gögn um. Mynd: Orkustofnun

Átján kostir í nýtingarflokki: 1421 MW

Þriðji áfangi rammaáætlunar var afgreiddur frá verkefnisstjórn með lokaskýrslu í ágúst árið 2016, fyrir rúmlega fjórum árum síðan. Þingsályktunartillaga byggð á þeirri niðurstöðu hefur í tvígang verið lögð fram á Alþingi en vegna endurtekinna stjórnarslita er hún enn óafgreidd. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hugðist leggja tillöguna fram í þriðja sinn nú á vorþingi og í óbreyttri mynd en af því verður ekki vegna kórónuveirufaraldursins.

Í þriðja áfanganum lagði verkefnisstjórnin til að átta nýir virkjunarkostir bættust í orkunýtingarflokk áætlunarinnar; Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Austurgilsvirkjun, Austurengjar, Hverahlíð II, Þverárdalur og Blöndulundur.

Um er að ræða fjórar vatnsaflsvirkjanir með uppsett afl upp á alls 277 MW, þrjár jarðhitavirkjanir með uppsett afl allt að 280 MW og eitt vindorkuver með uppsett afl allt að 100 MW. Ekki voru lagðar til breytingar á flokkun þeirra virkjunarkosta sem fyrir voru í orkunýtingarflokki en þeir eru alls tíu talsins. Samtals var því lagt til að átján virkjunarkostir yrðu flokkaðir í orkunýtingarflokk og hafa þeir samtals 1421 MW uppsett afl.

Með sjálfbæra þróun að leiðarljósi

Verkefnisstjórn fjórða áfanga rammaáætlunar var skipuð af Björt Ólafsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra, í apríl árið 2017. Formaður er Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða. Hlutverk verkefnisstjórnar er að veita umhverfisráðherra ráðgjöf um vernd og orkunýtingu landsvæða.

Auglýsing

Samkvæmt lögunum um rammaáætlun ber verkefnisstjórninni að sjá til þess að „… nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati … með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.“

Verkefnisstjórnin hefur tvö verkfæri til að sinna þessari skyldu sinni: Hún sækir ráðgjöf til svokallaðra faghópa sem skipaðir eru sérfræðingum á ýmsum sviðum og hún leitar samráðs við hagsmunaaðila, stofnanir hins opinbera, almenning og frjáls félagasamtök á ýmsum stigum vinnunnar.

Verndar- og orkunýtingaráætlun tekur til landsvæða og virkjunarkosta sem verkefnisstjórn hefur fjallað um og hafa uppsett rafafl 10 MW eða meira eða uppsett varmaafl 50 MW eða meira.

Frestur framlengur um óákveðinn tíma

Samkvæmt frétt Orkustofnunar í október á síðasta ári var frestur til móttöku virkjunarhugmynda í fjórða áfanga settur 1. mars  í ár. Í ljósi þess að Alþingi mun ekki taka 3. áfanga rammaáætlunar til afgreiðslu á yfirstandandi þingi telur Orkustofnun að fyrri áætlanir um endanleg tímamörk fyrir skil á virkjunarkostum í fjórða áfanga rammaáætlunar þarfnist endurskoðunar. Því hefur Orkustofnun ákveðið að framlengja frest til móttöku virkjunarhugmynda, að sinni um óákveðinn tíma.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar