43 nýir virkjanakostir lagðir til

Samanlagt uppsett afl þeirra virkjanahugmynda sem komnar eru inn á borð verkefnisstjórnar fjórða áfanga rammaáætlunar er 3.675 MW. Í þriðja áfanga áætlunarinnar, sem ítrekað hefur frestast að afgreiða á þingi, er 1.421 MW í nýtingarflokki.

Áhugi er á að reisa 34 vindorkuver á Íslandi. Eitt vindorkuver er hér nú þegar, sem telur tvær vindmyllur Landsvirkjunar.
Áhugi er á að reisa 34 vindorkuver á Íslandi. Eitt vindorkuver er hér nú þegar, sem telur tvær vindmyllur Landsvirkjunar.
Auglýsing

Orku­stofnun hefur að ósk verk­efn­is­stjórnar fjórða áfanga ramma­á­ætl­unar sent henni gögn um 43 nýja virkj­un­ar­kosti, sem bæt­ast þar með við þá kosti sem skil­greindir voru í þriðja áfanga. Kallað var eftir gögnum frá­ að­ilum í tveimur áföng­um. Fyrsti hlut­inn með gögnum um tólf kosti var sendur í febr­úar og sá síð­ari með gögnum um 31 kost nú í apr­íl.

Af þessum 43 virkj­un­ar­kostum eru sjö í vatns­afli, tveir í jarð­hita og 34 í vind­orku. Sam­an­lagt afl allra þess­ara virkj­ana­hug­mynda er um 3.675 MW en til sam­an­burðar þá er Kára­hnjúka­virkj­un, langstærsta virkjun lands­ins, 690 MW að afli.

Níu vind­orku­ver eru fyr­ir­huguð af fyr­ir­tæk­inu Quadran Iceland Develop­ment, HS orka áformar þrjú vind­orku­ver, sex hug­myndir að slíkum verum eru skráð undir nafni Langa­nes­byggðar og tíu eru á vegum fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr Iceland.

Lands­virkjun fyr­ir­hugar stækkun á þremur virkj­unum sín­um, eins og fjallað var um í Kjarn­anum nýverið sem og eitt vind­orku­ver.

Auglýsing

Í yfir­liti Orku­stofn­unar um virkj­ana­kost­ina 43 er greint frá­ t­veimur virkj­ana­á­formum á svip­uðum slóðum sem „úti­loka hvor aðra“ eins og það er orð­að. Þar er um að ræða hug­mynd Orku­bús Vest­fjarða, Tröll­ár­virk­un, og hug­mynd Vest­ur­verks, Hvann­eyr­ar­dals­virkj­un.

Vest­ur­verk sæk­ist eftir því að reisa þrjár virkj­an­ir; ­fyrr­nefnda Hvann­eyr­ar­dals­virkj­un, Skúfna­vatna­virkjun og vind­orku­ver sem nefn­t er Nón­borgir í yfir­liti Orku­stof­unn­ar.

Orku­veita Reykja­víkur óformar eina nýja virkj­un, jarð­hita­virkjun í Ölf­us­dal.

Staðsetning þeirra virkjanakosta sem Orkustofnun hefur sent verkefnisstjórn rammaáætlunar gögn um. Mynd: Orkustofnun

Átján kostir í nýt­ing­ar­flokki: 1421 MW

Þriðji áfangi ramma­á­ætl­unar var afgreiddur frá­ verk­efn­is­stjórn með loka­skýrslu í ágúst árið 2016, fyrir rúm­lega fjórum árum ­síð­an. Þings­á­lykt­un­ar­til­laga byggð á þeirri nið­ur­stöðu hefur í tvígang ver­ið lögð fram á Alþingi en vegna end­ur­tek­inna stjórn­ar­slita er hún enn óaf­greidd. Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, hugð­ist leggja ­til­lög­una fram í þriðja sinn nú á vor­þingi og í óbreyttri mynd en af því verð­ur­ ekki vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Í þriðja áfang­anum lagði verk­efn­is­stjórnin til að átta nýir ­virkj­un­ar­kostir bætt­ust í orku­nýt­ing­ar­flokk áætl­un­ar­inn­ar; Skrokköldu­virkj­un, Holta­virkj­un, Urriða­foss­virkj­un, Aust­ur­gils­virkj­un, Aust­urengjar, Hvera­hlíð II, Þver­ár­dalur og Blöndu­lund­ur.

Um er að ræða fjórar vatns­afls­virkj­anir með upp­sett afl upp á alls 277 MW, þrjár jarð­hita­virkj­anir með upp­sett afl allt að 280 MW og eitt vind­orku­ver með upp­sett afl allt að 100 MW. Ekki voru lagðar til breyt­ingar á flokkun þeirra virkj­un­ar­kosta sem fyrir voru í orku­nýt­ing­ar­flokki en þeir eru alls tíu tals­ins. Sam­tals var því lagt til að átján virkj­un­ar­kostir yrð­u ­flokk­aðir í orku­nýt­ing­ar­flokk og hafa þeir sam­tals 1421 MW upp­sett afl.

Með sjálf­bæra þróun að leið­ar­ljósi

Verk­efn­is­stjórn fjórða áfanga ramma­á­ætl­unar var skipuð af ­Björt Ólafs­dótt­ur, þáver­andi umhverf­is­ráð­herra, í apríl árið 2017. For­maður er Guð­rún Pét­urs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Stofn­unar Sæmundar fróða. Hlut­verk verk­efn­is­stjórnar er að veita umhverf­is­ráð­herra ráð­gjöf um vernd og orku­nýt­ing­u land­svæða.

Auglýsing

Sam­kvæmt lög­unum um ramma­á­ætlun ber verk­efn­is­stjórn­inni að ­sjá til þess að „… nýt­ing land­svæða þar sem er að finna virkj­un­ar­kosti bygg­is­t á lang­tíma­sjón­ar­miðum og heild­stæðu hags­muna­mati … með sjálf­bæra þróun að ­leið­ar­ljósi.“

Verk­efn­is­stjórnin hefur tvö verk­færi til að sinna þess­ari ­skyldu sinni: Hún sækir ráð­gjöf til svo­kall­aðra fag­hópa sem skip­aðir eru ­sér­fræð­ingum á ýmsum sviðum og hún leitar sam­ráðs við hags­muna­að­ila, stofn­an­ir hins opin­bera, almenn­ing og frjáls félaga­sam­tök á ýmsum stigum vinn­unn­ar.

Vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun tekur til land­svæða og ­virkj­un­ar­kosta sem verk­efn­is­stjórn hefur fjallað um og hafa upp­sett rafafl 10 MW eða meira eða upp­sett varma­afl 50 MW eða meira.

Frestur fram­lengur um óákveð­inn tíma

Sam­kvæmt frétt Orku­stofn­unar í októ­ber á síð­asta ári var frestur til mót­töku virkj­un­ar­hug­mynda í fjórða áfanga settur 1. mars  í ár. Í ljósi þess að Alþingi mun ekki taka 3. á­fanga ramma­á­ætl­unar til afgreiðslu á yfir­stand­andi þingi telur Orku­stofnun að ­fyrri áætl­anir um end­an­leg tíma­mörk fyrir skil á virkj­un­ar­kostum í fjórða á­fanga ramma­á­ætl­unar þarfn­ist end­ur­skoð­un­ar. Því hefur Orku­stofnun ákveðið að fram­lengja frest til mót­töku virkj­un­ar­hug­mynda, að sinni um óákveð­inn tíma.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar