Ný virkjun í neðri hluta Þjórsár í forgangi hjá Landsvirkjun

Landsvirkjun hefur sett fimm virkjanahugmyndir í forgang. Ein þeirra er Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Tvær virkjanir til viðbótar eru svo fyrirhugaðar í ánni. Fyrirtækið áformar auk þess stækkun þriggja virkjana á hálendinu.

Hvammsvirkjun er fyrirhuguð í neðri hluta Þjórsár. Myndað yrði lón í farvegi árinnar.
Hvammsvirkjun er fyrirhuguð í neðri hluta Þjórsár. Myndað yrði lón í farvegi árinnar.
Auglýsing

Lands­virkjun er með að minnsta kosti sextán virkj­ana­kosti til skoð­un­ar, ýmist stækk­anir á eldri virkj­unum eða nýj­ar. Í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar eru átta hug­mynd­ir Lands­virkj­unar í nýt­ing­ar­flokki og fimm í bið­flokki. Að auki áformar fyr­ir­tæk­ið ­stækkun þriggja virkj­ana á hálend­inu og hafa gögn þar um verið send verk­efn­is­stjórn fjórða áfanga áætl­un­ar­innar til með­ferð­ar.

Af mögu­legum fram­tíð­ar­kostum hefur Lands­virkjun skil­greint fimm for­gangs­verk­efni og eru þeir lík­legir sem næstu virkj­un­ar­fram­kvæmd­ir ­fyr­ir­tæk­is­ins. Í nýrri árs­skýrslu fyr­ir­tæk­is­ins kemur fram að í for­gang hafi verið settar hug­myndir að Hvamms­virkjun í Þjórsá, virkj­anir í Blöndu­veitu, end­ur­hönn­un ­Búr­fellslund­ar, aflaukn­ing Kröflu- og Þeista­reykja­virkj­ana og stækk­un Þeista­reykja­virkj­un­ar.

Vilja stækka þrjár ­virkj­anir á hálend­inu

Orku­stofnun hefur sent verk­efn­is­stjórn fjórða áfanga ramma­á­ætl­unar um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða tólf virkj­ana­hug­myndir sem ekki hafa áður verið teknar til með­ferð­ar. Um er að ræða eina jarð­varma­virkj­un, fimm vatns­afls­virkj­anir og sex vind­orku­ver. Stækkun þriggja virkj­ana Lands­virkj­un­ar eru meðal þess­ara hug­mynda. Stofn­unin hyggst senda verk­efn­is­stjórn­inni fleiri nýjar virkj­ana­hug­myndir í apr­íl.

Auglýsing

Sam­an­lagt upp­sett afl sjö virkj­ana Lands­virkj­unar á Þjórs­ár- og Tungna­svæð­inu er 1.037 MW. Fyr­ir­tækið áformar nú að stækka þrjár þeirra; Hraun­eyja­foss­stöð, Vatns­fells­stöð og Sig­öldu­stöð. Með því að bæta við einni vél í þeim öllum yrði afl þeirra sam­an­lagt aukið um 210 MW án þess að til stækk­un­ar lóna, breyt­inga á stíflum og leng­ingu aðrennsl­is- og frá­rennsl­is­skurða þyrft­i að koma. Þá yrðu teng­ingar við flutn­ings­kerfið einnig óbreyttar sem og vegir um ­svæð­in. Stöðv­ar- og inn­taks­hús yrðu hins vegar stækkuð og þrýsti­pípum bætt við.

Lands­virkjun rekur nítján virkj­anir um allt land og er ­upp­sett afl þeirra 2.155 MW. Sú stærsta, Fljóts­dals­stöð (Kára­hnjúka­virkj­un) er 690 MW, en sú minnsta er vinda­fls­stöðin Haf­ið, 1,9 MW. Um 80% orku­fram­leiðslu fyr­ir­tæk­is­ins er seldur til orku­freks iðn­aðar og eru stærstu við­skipta­vin­irnir m.a. Alcoa, El­kem, Norð­ur­ál, Rio Tinto og PCC BakkiSil­icon.

­Sala Lands­virkj­unar til gagna­vera jókst um 50% á milli­ ár­anna 2018 og 2019. Við­skipta­vinir fyr­ir­tæk­is­ins í þeim geira eru nú fjór­ir: Reykja­vík­ DC, Etix Everywhere Iceland, Advania Data Centers og Verne Global. Í lok síð­asta árs var svo skrifað undir nýjan raf­magns­samn­ing upp á 12 MW við Reykja­vík DC, nýtt gagna­ver í Reykja­vík í eigu Opinna kerfa, Sýn­ar, Reikni­stofu bank­anna og Korpu­torgs.

Í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar, sem byggir á nið­ur­stöðum loka­skýrslu verk­efn­is­stjórn­ar, og til stendur að leggja fram á Alþingi til afgreiðslu í þriðja sinn nú á vor­þingi, eru þrettán virkj­ana­hug­myndir Lands­virkj­unar í orku­nýt­ing­ar- eða bið­flokki. Flestar myndu nýta vatns­afl en sumar jarð­hita eða vind­orku. Í nýt­ing­ar­flokki eru átta hug­myndir og sam­an­lagt afl þeirra áætlað 706 MW. Í bið­flokki eru fimm ­fyr­ir­hug­aðar virkj­anir og sam­an­lagt afl þeirra 522 MW.

Ásýnd tæki miklum breyt­ingum

Lagt er til að þrjár hug­myndir að nýjum virkj­unum í Þjórs­á fari í orku­nýt­ing­ar­flokk: Hvamms­virkj­un,  Ur­riða­foss­virkjun og Holta­virkj­un. Allar eru þær í byggð og allar voru þær í bið­flokki ann­ars áfanga áætl­un­ar­inn­ar. Hvamms­virkjun var hins vegar færð í nýt­ing­ar­flokk með sér­stakri þings­á­lyktun um mitt ár 2015. 

Í áliti Skipu­lags­stofn­unar frá árinu 2018 vegna frum­mats­skýrslu um Hvamms­virkjun sagði að um væri að ræða fram­kvæmd sem sam­an­stæði af mörgum fram­kvæmda­þátt­um, s.s. stíflu­mann­virkj­um, varn­ar­görð­um, vegum og lóni í far­vegi Þjórs­ár. Fram kom að ljóst væri að ásýnd og yfir­bragð á stóru svæði komi til með að taka miklum breyt­ingum með til­komu Hvamms­virkj­un­ar. Áhrifa­svæðið ein­kenn­ist af land­bún­aði og að mestu ósnort­inni nátt­úru. Þá væri virkj­unin fyr­ir­huguð í mik­illi nálægð við byggð.

Sam­an­lögð afl­geta virkj­ana­þrenn­unnar yrði 290 MW. Yrðu þær allar að veru­leika myndu virkj­anir Lands­virkj­unar á Þjórs­ár- og Tungna­svæð­in­u verða tíu.

Meðal ann­arra virkj­ana­hug­mynda Lands­virkj­unar sem lagt er til­ að fari í nýt­ing­ar­flokk er Skrokkalda, virkjun á hálend­inu milli Hofs­jök­uls og Vatna­jök­uls. Fleiri virkj­ana­kostir fyr­ir­tæk­is­ins eru einnig á hálend­inu, s.s. 150 MW jarð­varma­virkjun við Hágöng­ur. Sú hug­mynd er í bið­flokki.

Þá er lagt til að 26 virkj­ana­hug­myndir fari í vernd­ar­flokk ramma­á­ætl­un­ar, þar með talið hug­myndir að fjórum virkj­unum í Skjálf­anda­fljót­i. Einnig er lagt til að Kjalöldu­veita, hug­mynd Lands­virkj­unar að virkjun í efri­ hluta Þjórs­ár, fari í þann flokk.

Heim­ilt að hafa nýjar virkj­anir innan þjóð­garðs

Sam­hliða þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að ramma­á­ætlun hyggst um­hverf­is­ráð­herra leggja fram á vor­þingi frum­varp um hálend­is­þjóð­garð. Í drög­um frum­varps­ins er lögð til ákveðin stefna fyrir virkj­ana­kosti innan þess svæð­is ­sem til stendur að frið­lýsa. Sam­kvæmt þeim verður heim­ilt að ráð­ast í þær ­virkj­ana­hug­myndir sem falla munu í nýt­ing­ar­flokk í 3. áfanga nú að und­an­gengn­u mati á umhverf­is­á­hrifum og lög­bundnum leyf­is­veit­ing­um, þó með þeim for­merkj­u­m að þær virkj­anir hafi lág­marks rask í för með sér og lág­marks sýni­leika á yf­ir­borði.

Að sama skapi verður sam­kvæmt drög­unum leyfi­legt að þær hug­myndir sem enda í bið­flokki nú geti verk­efna­stjórn tekið til skoð­unar í næstu áætl­unum sín­um.

„Við erum með þessar leik­reglur sem ramma­á­ætl­unin er og Al­þingi hefur sett,“ sagði Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í jan­ú­ar. „Við erum sam­kvæmt henni að flokka í nýt­ingu og vernd og svo í bið þær hug­myndir sem við þurf­um frek­ari upp­lýs­ingar um. Við þurfum hins vegar þegar um þjóð­garð er að ræða að ­draga ein­hverja línu í sand­inn. Við getum ekki til fram­tíðar litið alltaf ver­ið að skoða nýja virkj­ana­kosti innan þessa svæð­is. Þess vegna er í frum­varps­drög­unum gert ráð fyrir því að lína verði dregin í sand­inn við þenn­an 3. áfanga ramma­á­ætl­un­ar­[.]“

Ekki allir virkj­ana­kostir verða að veru­leika

Gangi allar þær hug­myndir Lands­virkj­unar eft­ir, sem lagt er til að verði í nýt­ing­ar- eða bið­flokki 3. áfanga ramma­á­ætl­unar sem og stækk­an­ir ­virkj­ana sem verk­efn­is­stjórn fjórða áfanga hefur nú fengið til umfjöll­un­ar­, ­myndi virkj­unum fyr­ir­tæk­is­ins fjölga um þrettán og þrjár eldri stækka og ­upp­sett afl þar með aukast sam­tals um rúm­lega 1.400 MW.

Í nýrri árs­skýrslu Lands­virkj­unar kemur fram að til að mæta „orku­þörf fram­tíð­ar­innar á hverjum tíma sé fjöl­breytt úrval virkj­un­ar­kosta til­ ­skoð­un­ar“. Tekið er fram að ein­ungis hluti þeirra kosta sem séu skoð­aðir verð­i að veru­leika.

Einnig er bent á að und­ir­bún­ingur virkj­ana sé langt ferli ­sem spanni oft mörg ár og jafn­vel ára­tugi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar