Aðsend

Koma gangandi inn á gjörgæslu eftir að hafa verið marga daga í öndunarvél

Fyrrverandi skjólstæðingar gjörgæsludeildar Landspítalans í Fossvogi hafa undanfarið komið þangað í heimsókn. Þetta er fólk sem veiktist alvarlega af COVID-19 og þurfti sumt hvert að vera í öndunarvél dögum saman. „Það hefur verið ótrúlegt að sjá þau koma gangandi inn á deildina eftir allt sem á undan er gengið,“ segir Þóra Gunnlaugsdóttir, aðstoðardeildarstjóri deildarinnar, í samtali við Kjarnann.

Á gjör­gæslum dvelja aðeins þeir sem eru alvar­lega veik­ir. Oft mjög alvar­lega. Eru jafn­vel í lífs­hættu. Sér­hæft starfs­fólk sinnir þeim, fólk sem er vant að fást við erfið og flókin verk­efni á borð við hópslys. Í kór­ónu­veiru­far­aldr­inum var gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans í Foss­vogi helguð þeim sem höfðu sýkst af veirunni og veikst af algjör­lega nýjum sjúk­dómi: COVID-19. Allir þurftu að læra hratt – nýjar upp­lýs­ingar bár­ust nán­ast dag­lega. Þeir sem lögð­ust inn voru hrædd­ir. Höfðu heyrt frétt­irnar að utan um örlög margra sem þurftu að fara í önd­un­ar­vél.  

Nú er tölu­vert síðan að síð­asti sjúk­ling­ur­inn sem fékk COVID-19 var útskrif­aður af deild­inni. Í nógu hefur þó áfram verið að snú­ast – eins og venjan er á gjör­gæslu­deild.

„Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu,“ segir Þóra Gunn­laugs­dótt­ir, aðstoð­ar­deild­ar­stjóri gjör­gæsl­unnar í Foss­vogi, spurð um hvernig ástandið hafi verið á hennar vinnu­stað er far­ald­ur­inn stóð sem hæst. Vinnu­dag­arnir voru langir, oft­ast vann Þóra sex daga í viku í 10-12 tíma í senn. Hún fór nokkrum sinnum í hlífð­ar­bún­ing­inn mikla og inn á stofur til sjúk­ling­anna en aðal­lega var hún í skipu­lagn­ingu á starfi deild­ar­innar á þessum óvenju­legu tím­um. „Ég kom að því að opna í raun­inni aðra gjör­gæslu­deild þegar ákveðið var að fjölga rúm­um. Dag­lega var ég svo í því hlut­verki að passa að allir starfs­menn fengju sína hvíld og leysti þá af á með­an.“



Auglýsing

Uppúr stendur hvað allir lögðu sig fram. Hvað allir stóðuð sam­an. Og hvað allir voru ákveðnir í að gera sitt besta og kom­ast í gegnum þetta. „Það voru allir starfs­menn í ákveðnum bar­átt­ugír,“ rifjar Þóra upp. „Við stóðum saman í þessu. Fólk mætti til­búið í slag­inn á hverjum degi – til­búið í hvað sem var. Þannig var stemn­ingin í hópn­um. Hún var mjög sér­stök.“

Með góðu og öfl­ugu skipu­lagi tókst að sögn Þóru að manna vaktir þó að nokkra daga hafi deildin verið yfir­full. Á sama tíma var nýtt fólk úr bak­varða­sveit­inni að hefja störf og þurfti aðlögun og vanir hjúkr­un­ar­fræð­ingar urðu því að vera lengur í hlífð­ar­bún­ingnum en ákjós­an­legt var. „En þessa daga komu lækn­arnir sterkir inn og leystu hjúkr­un­ar­fræð­ing­ana, sem alla jafna eru meira við sjúkra­rúm­in, af þegar þurft­i,“ segir Þóra. „Þeir pössuðu líka upp á það að við fengjum næga hvíld. Það voru hrein­lega allir sam­taka í öllu.“



Þóra var aðallega í skipulagsvinnu á deildinni í faraldrinum en þurfti einnig stundum að fara í hlífðarbúninginn og sinna sjúklingum með COVID-19.
Aðsend

Þetta var ný veira, nýr sjúk­dómur og mikil óvissa. Það þurfti að stækka deild­ina og bæta við starfs­fólki með hraði. En að mati Þóru tókst þetta allt vel. „Allir sem lögðu hönd á plóg stóðu sig vel, hvor sem það voru smið­irn­ir, raf­virkjarn­ir, ræst­ing­ar­fólk­ið, lyfja­tækn­arnir og lyfja­fræð­ing­arn­ir, sjúkra­þjálf­ar­ar, þeir sem sáu um birgða­mál­in... All­ir!“

Örvænt­ing í augum fólks

Þegar síð­asti sjúk­ling­ur­inn var útskrif­aður af gjör­gæslu­deild­inni í lok apríl var haldið upp á tíma­mótin með vöfflu­kaffi. Þóra stóð þá við vöfflu­járnið og fann fyrir tölu­verðum létti. „En ég held að við séum flest enn á þeim stað að gera okkur grein fyrir að þetta er ekki endi­lega alveg búið. Það gætu lagst inn fleiri vegna COVID. Auð­vitað vona allir að svo verði ekki. Vegna fólks­ins sem veik­ist. Þessi sjúk­dómur er alvar­leg­ur. Ég sá oft örvænt­ing­una í aug­unum á sjúk­ling­unum sem vissu að þeir voru að fara í önd­un­ar­vél. Það voru svo hræði­legar fréttir búnar að ber­ast að utan um örlög fólks sem þurfti á þannig með­ferð að halda. Eitt af því sem ég minn­ist sér­stak­lega þegar ég lít til baka er hvað allir voru hrædd­ir. Það var og er svo mikil óvissa með þennan sjúk­dóm.“



Þóra bakar vöfflur til að fagna þeim tímamótum að síðasti sjúklingurinn sem fengið hafði COVID var útskrifaður.
Aðsend

Tíu hafa lát­ist hér á landi vegna COVID-19. Sjö þeirra lét­ust á Land­spít­al­anum . 27 voru lagðir inn á gjör­gæslu­deild með sjúk­dóm­inn og þurftu fimmtán að fara í önd­un­ar­vél. „Miðað við þær upp­lýs­ingar sem við höfðum fengið frá Kína, Ítalíu og víðar þá und­ir­bjuggum við okkur undir það versta. Við héldum að þetta yrði erf­ið­ara – að fleiri myndu deyja. En svo voru svo margir sjúk­lingar okkar sem komust í gegnum þetta. Og þeir hafa nokkrir komið að heim­sækja okk­ur.“

Venju sam­kvæmt eru þeir sem dvalið hafa á gjör­gæslu­deild boð­aðir í við­töl eftir útskrift. Þeim er þá einnig boðið að skoða deild­ina. „Og nú höfum við fengið til okkar í heim­sókn fólk sem veikt­ist af COVID, fólk sem var fleiri daga í önd­un­ar­vél. Það hefur verið ótrú­legt að sjá þau koma gang­andi inn á deild­ina eftir allt sem á undan er geng­ið.“

Þóra segir það alltaf til­finn­inga­þrungna stund þegar fyrr­ver­andi skjól­stæð­ingar koma í heim­sókn en núna gekk yfir heims­far­aldur og til­finn­ing­arnar jafn­vel enn sterk­ari en oft áður. „Þetta var svo óvenju­legt – að öllu leyti. Að sjá þetta fólk sem hefur náð sér eftir þessi alvar­legu veik­ind­i... það er bara magn­að.“



Þóra í flutningshylki sem notuð voru til að flytja sjúklinga með COVID-19. Hún þurfti að fara á námskeið um notkun þess.
Aðsend

Í miðjum far­aldr­inum voru í gangi kjara­við­ræður milli rík­is­ins og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Stéttin fann mik­inn með­byr og stuðn­ing alls staðar að úr sam­fé­lag­inu enda hlut­verk þeirra í fram­línu­sveit­inni aug­ljóst. Samn­ingar náð­ust en þeir voru síðar felldir í atkvæða­greiðslu. Áfram héldu við­ræður en til verk­falls var boðað og átti það að hefj­ast síð­asta mánu­dag. Um helg­ina sam­þykktu samn­inga­nefnd­irnar hins vegar miðl­un­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara og verk­falli var í kjöl­farið aflýst. Í til­lög­unni felst að gerð­ar­dómur mun úrskurða um launa­lið kjara­samn­ings­ins. En áður en að til þess kemur þurfa félags­menn Félags íslenskra hjúkr­un­ar­fræð­inga að greiða atkvæði um til­lög­una. Og sú atkvæða­greiðsla stendur nú yfir. 

Enn að hugsa málið

Þóra seg­ist enn vera að gera upp við sig hvernig hennar atkvæði muni falla. „Mér finnst aug­ljóst að ríkið vill ekki leið­rétta okkar laun í sam­ræmi við aðrar háskóla­mennt­aðar stéttir sem hjá því vinna,“ segir hún og vísar þar til útreikn­inga kjara­ráðs stétt­ar­fé­lags­ins um að laun hjúkr­un­ar­fræð­inga séu um 10 pró­sent lægri en ann­arra stétta með sam­bæri­lega mennt­un. „Þegar birtar eru fréttir um okkar laun eru það oft með­al­tals­laun stétt­ar­innar með öllum auka­vöktum og jafn­vel stjórn­endur hafðir þar með. Það gefur auð­vitað ekki skýra mynd af dag­vinnu­laun­um, hjá til dæmis hjúkr­un­ar­fræð­ingum sem vinna á göngu­deildum og heilsu­gæslu­stöðv­um. Hjá fólki sem hefur ekki kost á yfir­vinnu. Það á ekki að vera þannig að fólk þurfi að stóla á yfir­vinnu til að eiga í sig og á.“



Þóra með börnunum sínum á dýrmætum frídegi í miðjum faraldri.
Aðsend

Þóra hefur rætt málið við sína sam­starfs­menn og segir skiptar skoð­anir á stöð­unni sem upp er kom­in. Hjúkr­un­ar­fræð­ingar hafa verið samn­ings­lausir lengi. Og vinnu­fyr­ir­komu­lag þeirra er mis­jafnt. Margir hverjir vinna mikla vakta­vinnu – á dag­inn, kvöld­in, nótt­unni og um helg­ar. Það kom glögg­lega í ljós í far­aldr­in­um. 

Hún bendir á að hjúkr­un­ar­fræð­ingar á Norð­ur­lönd­unum hafi fyrir tals­vert löngu náð fram stytt­ingu vinnu­vik­unnar en sam­bæri­leg kjara­bót hafi ekki enn náðst hér á landi. Hún vill að þung vakta­vinna á borð við þá sem hjúkr­un­ar­fræð­ingar á mörgum deildum Land­spít­al­ans vinna verði end­ur­met­in.



Þó að engir sjúk­lingar með COVID-19 liggi nú á Land­spít­al­anum eru verk­efnin mörg og ærin. „Í umræð­unni fyrir verk­fallið var fyrst og fremst rætt um sýna­tök­ur. Eins og það væri okkar mik­il­væg­asta starf að taka sýni af ferða­mönn­um. Það næstum því gleymd­ist allt hitt sem við ger­um.“



Auglýsing

Þóra er búsett í Hafn­ar­firði. Hún lauk námi í hjúkr­un­ar­fræði árið 2006 og fór svo í meist­ara­nám í stjórnun í heil­brigð­is­þjón­ustu við Háskól­ann á Bif­röst. Því lauk hún árið 2010. Í haust hefur hún starfað á gjör­gæslu­deild­inni í Foss­vogi í fjögur ár. „Land­spít­al­inn er mik­ill lær­dómsvinnu­stað­ur. Þar er maður aldrei einn í erf­iðum aðstæð­um. Það leggj­ast allir á eitt í verk­efn­un­um, hjálp­ast að við að finna lausn­ir. Þessi sam­staða og sam­vinna sýndi sig svo vel í far­aldr­in­um. Þá vorum við að læra eitt­hvað nýtt á hverjum ein­asta degi.

  Núna er ég að kom­ast aðeins yfir þetta og ég var að byrja í sum­ar­fríi. Ég er fegin að vera komin í frí. Þetta hefur verið erf­iður vet­ur. Allt frá jan­úar til maí var erfitt.“

Hún ætlar að reyna að slaka vel á í frí­inu – þótt hún fari ekki til Spánar eins og til stóð. „Gjör­gæslan er þung deild,“ útskýrir hún, spurð um álagið á deild­inni í sum­ar. „Það tekur margar vikur fyrir afleys­inga­fólk að koma sér inn í starf­ið. Föstu starfs­menn­irnir þurfa því að hlaupa hraðar á meðan sam­starfs­menn taka sín frí.“



Þóra og Gígja Hrund hjúkrunarfræðingur á gjörgæslunni skömmu áður en fyrsti sjúklingurinn með COVID var fluttur þangað.
Aðsend

Vinnu­á­lagið í far­aldr­inum fór mis­jafnt í starfs­fólk­ið. Starfs­fólkið sem þó er vant að takast á við erfið og flókin verk­efni – eins og hópslys og far­sóttir á borð við svínaflensu. Sér­stakt teymi innan spít­al­ans, stuðn­ings- og ráð­gjafateymið, sem hefur það hlut­verk að gæta að líðan starfs­manna, hélt fundi með þeim og einnig var hverjum og einum boðið að koma í ein­stak­lings­við­tal. „Vakt­irnar voru mis­erf­iðar og það gat verið erfitt fyrir fólk að vera í hlífð­ar­bún­ingn­um,“ svarar Þóra spurð hvort að hún telji að ein­hver eft­ir­köst verði af álag­inu í kringum hápunkt far­ald­urs­ins. „Það gæti orðið erfitt fyrir marga að fara aftur í bún­ing­inn, ef til þess kem­ur. Þá gætu vaknað ein­hverjar til­finn­ing­ar. Við höfum vissu­lega unnið í mjög erf­iðum aðstæðum áður en þessar voru svo sér­stak­ar.“

Bún­ing­arnir ennþá til taks

Gjör­gæslan ber þess enn sýni­leg merki að hafa verið þunga­miðjan í með­höndlun sjúk­linga með COVID hér á landi. Þar eru enn uppi milli­veggir sem not­aðir voru til að stúka deild­ina af. Ekki stendur til að taka þá niður alveg strax. Starfs­fólkið er enn undir það búið að taka á móti fleiri sjúk­lingum með sjúk­dóm­inn. „Við erum ekki búin að pakka öllu sam­an,“ segir Þóra. „Við erum með hlífð­ar­bún­að­inn allan til taks.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal