Mynd: Bára Huld Beck

Íslendingar með tekjur í öðrum gjaldmiðlum geta ekki fengið íslensk húsnæðislán

Á tímum þar sem fjarvinna hefur sannað gildi sitt er unnið markvisst að því að gera Íslendingum og/eða erlendum ríkisborgurum sem vinna alþjóðleg fyrirtæki að setjast að á Íslandi. Einn stór steinn er þó í götu þeirra: þeir sem eru með tekjur í erlendum gjaldmiðlum geta ekki fengið íslensk húsnæðislán.

Íslend­ingar sem eru með tekjur í öðrum gjald­miðli en íslenskri krónu, eða eru búsettir erlend­is, geta ekki fengið hús­næð­is­lán hjá íslenskum bönk­um. Ástæð­una er að finna í því að lögum um fast­eigna­lán til neyt­enda var breytt árið 2017 með þeim hætti að lán tengd erlendum gjald­miðlum voru skil­greind sér­stak­lega. Ein skil­grein­ingin á þeim er að slík lán telj­ist lán sem eru „bundið öðrum gjald­miðli en tekjur neyt­anda og eign­ir, sem hann ætlar til end­ur­greiðslu láns­ins.“ 

Þessi skil­grein­ing virkar í báðar átt­ir. Hún meinar þeim sem eru með tekjur í íslenskum krónum að taka hús­næð­is­mál í öðrum gjald­miðl­um, en hún meinar sömu­leiðis þeim Íslend­ingum sem vinna fyrir erlend fyr­ir­tæki, og eru með tekjur í öðrum gjald­miðlum en krónu, eða öðrum áhuga­sömum erlendum aðilum með slíkar tekj­ur, og vilja kaupa sér hús­næði á Íslandi, að fá lán fyrir því í íslenskum krón­um.

Lög­unum var nýverið breytt á ný til að taka á þess­ari stöðu. Þær breyt­ingar voru sam­þykktar 9. júní síð­ast­lið­inn. Á meðal þeirra breyt­inga sem þar voru sam­þykktar voru á ákvæði um lán sem tengj­ast erlendum gjald­miðlum þannig að neyt­endum standi til boða að taka lán til kaupa á fast­eign hér á landi þótt tekjur þeirra séu í öðrum gjald­miðli en íslenskri krónu.

Auglýsing

Þrátt fyrir þessa breyt­ingu standa slík lán ekki til boða hjá stóru bönk­unum þrem­ur. Tveir þeirra eru að athuga hvort þeir muni breyta þeirri afstöðu í ljósi nýlegu laga­breyt­ing­anna. Sá þriðji segir hins vegar að eins og staðan sé í dag sé hann ekki „tækni­lega til­bú­inn“ í að veita slík lán.

Von­ast til að lánin verði veitt

Þegar frum­varp um breyt­ingar á lög­unum var lagt fram af Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í febr­úar síð­ast­liðn­um, kom fram í grein­ar­gerð að lán tengd erlendum gjald­miðlum eru ekki hluti af vöru­fram­boði íslenskra við­skipta­banka og líf­eyr­is­sjóða. Yrði frum­varpið að lögum stæðu vonir til að sú staða breyt­ist. Að minnsta hvað varði „lán í íslenskum krónum til neyt­enda til kaupa á fast­eignum hér á landi í þeim til­vikum sem tekjur þeirra sem ætl­aðar eru til end­ur­greiðslu láns­ins eru í erlendum gjald­miðli. Einnig er von­ast til að til­lag­aðar breyt­ingar bæti aðgengi neyt­enda hér á landi með erlendar tekj­ur, og neyt­enda sem eru búsettir erlend­is, t.d. náms­manna, að neyt­enda­lánum í íslenskum krón­um.“

Kjarn­inn leit­aði svara hjá Íslands­banka, Lands­bank­anum og Arion banka um hvort að til stæði að fara að bjóða fólki með tekjur í öðrum gjald­miðli en íslenskum krónum upp á hús­næð­is­lán, í ljósi þess að ofan­greint frum­varp er orðið að lögum og vilji stjórn­valda með sam­þykkt þess skýr. 

Íslandsbanki telur sig ekki geta uppfyllt nokkrar íþyngjandi skyldur sem krefjist mikillar forritunar og tæknilegrar vinnu.
Mynd: Íslandsbanki

Íslands­banki, sem er að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins, segir í sínu svari að þótt lög geri ráð fyrir að hægt sé að veita lán tengd erlendum gjald­miðlum þá sé bank­anum ekki skylt að veita slík lán. „Með nýlegri laga­breyt­ingu var aðeins slakað á kröf­unum sem varða lán tengd erlendum gjald­miðlum og þarf því að upp­fylla færri skyldur en áður var. Lög­gjaf­inn gekk þó ekki jafn langt og við höfðum óskað eft­ir. Eftir standa því nokkrar íþyngj­andi skyldur sem bank­anum er ekki unnt að upp­fylla. Þær krefj­ast mik­illar for­rit­unar og tækni­legrar vinnu sem þyrfti að vera lokið áður en slík lán yrðu veitt. Eins og staðan er í dag erum við því ekki tækni­lega til­búin í að veita slík lán.“

Eru með lánin til athug­unar

Í svari Lands­bank­ans, sem einnig er í eigu íslenska rík­is­ins, kemur fram að bank­inn hafi hingað til ekki talið sig geta upp­fyllt öll ákvæði lag­ana um veit­ingu erlendra fast­eigna­lána, svo sem upp­lýs­inga­skildu um geng­is­breyt­ing­ar. „Ný­lega voru gerðar breyt­ingar á lögum um fast­eigna­lán til neyt­enda, m.a. á ákvæði sem teng­ist veit­ingu erlendra fast­eigna­lána. Í kjöl­farið hófst athugun innan bank­ans á því hvort breyt­ingin valdi því að við getum veitt slík lán.“

Auglýsing

Arion banki, eini stóri bank­inn á Íslandi sem keppir á hús­næð­is­lána­mark­aði sem er í einka­eigu, segir í sínu svari að almennt sé hann ekki að veita hús­næð­is­lán til ein­stak­linga sem eru með tekjur í öðrum gjald­miðli en íslenskri krónu. „Við erum hins vegar að skoða að bjóða upp á slík lán. Neyt­enda­stofa setur regl­urnar varð­andi utan­um­hald og gætu þær orðið íþyngj­andi. Bank­inn vill því bíða og sjá hvernig reglu­verkið verður á þessum lánum áður en það verður farið að bjóða upp á þau.“

Vilja lokka sér­fræð­inga í fjar­vinnu til lands­ins

Málið er áhuga­vert í öðru sam­hengi. Þór­­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir ferða­­mála-, iðn­­að­­ar- og nýsköp­un­­ar­ráð­herra, sagði fyrr í þessum mán­uði, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, að áhuga­verð tæki­­færi hafi skap­­ast fyrir Íslands veg COVID-19 far­ald­­ur­s­ins og allrar fjar­vinn­unnar sem far­aldr­inum fylg­­ir. 

Nú væri unnið að því að gera erlendum rík­­is­­borg­­urum sem starfa fyrir fyr­ir­tæki erlendis auð­veld­­ara að setj­­­ast hér að og vinna fjar­vinnu.

Tækn­i­­fyr­ir­tæki á borð við Twitt­er, Face­book og fleiri hafa gefið það út að fjar­vinnan hafi gefið svo góða raun í far­aldr­inum að héðan í frá verði starfs­­mönnum algjör­­lega frjálst að vinna að heim­­an. Sem opnar nýja mög­u­­leika fyrir lönd eins og Ísland að lokka hingað þetta starfs­fólk. 

Hug­myndin er sú að sér­fræð­ing­arnir myndu halda áfram að starfa fyrir þau alþjóð­legu fyr­ir­tæki sem þeir starfa fyrir í dag, en búa á Íslandi. Hagur íslensks sam­fé­lags yrði margs­kon­ar. Krist­inn Árni L. Hró­bjarts­son, rit­stjóri nýsköp­un­ar­vefs­ins Northstack, benti til að mynda á það í við­tali í Kjarn­anum í maí að eitt stærsta vanda­mál okkar væri að það búi mjög fáir á land­inu og til þess að búa til hag­kerfi fram­tíð­ar­innar þurfi fólk með rétta þekk­ingu og rétta reynslu. „Það eru tvær leiðir til þess að búa það til, annað hvort að senda það í gegnum háskóla eða flytja það inn. Háskóla­kerfið annar bara ákveðið miklu á ári og fljót­leg­asta leiðin væri að flytja inn fullt af fólki. Það er stóra pæl­ing­in.“ Með auknum fjölda aðfluttra fjar­vinn­andi sér­fræð­inga væri hægt að efla frum­kvöðla­sam­fé­lagið hér á landi veru­lega. 

Margar hindr­anir eru í veg­inum fyrir því að sér­fræð­ing­ar, hvort sem þeir eru íslenskir að upp­runa eða erlend­ir, sem vilja búa á Íslandi en starfa áfram fyrir erlendan atvinnu­rek­anda geri slíkt. Ein sú helsta er að sem stendur geta þeir geta ekki tekið hús­næð­is­lán.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar