Skrifstofa forsetans greiddi einnig fyrir ferð embættismanns með Elizu

Forsetaskrifstofan greiddi fyrir annan embættismann sem fór með Elizu Reid forsetafrú í ferð hennar til Rússlands á heimsmeistaramótið í knattspyrnu þar sem hún fylgdist með leik íslenska landsliðsins til Argentínu.

Eliza Reid landsliðið
Auglýsing

Forsetaskrifstofan greiddi fyrir embættismann með Elizu Reid forsetafrú í ferð hennar til Rússlands á heimsmeistaramótið í knattspyrnu þar sem hún fylgdist með leik íslenska landsliðsins til Argentínu. Þetta kemur fram í svari forsetaskrifstofunnar við fyrirspurn Kjarnans.

Greint var frá því í síðustu viku að ferð Elizu, þar sem hún fór með sonum sínum og Guðna Th. Jóhannessonar eiginmanns hennar og forseta Íslands, hafi verið kostuð af embætti forseta Íslands. Þrátt fyrir það leit forsetaembættið ekki svo á að hún hafi verið á leiknum sem opinber embættismaður.

Í tilkynningu frá ríkisstjórn Íslands þann 26. mars var því lýst yfir að íslenskir ráðamenn yrðu ekki viðstaddir HM í Rússlandi til að mótmæla meintri efnavopnaárás Rússa í breska bænum Salisburygegn Sergei Skrípal, rússneskum njósnara, og dóttur hans. Þessar aðgerðir stjórnvalda voru liður í þátttöku í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna árásarinnar sem talin er alvarlegt brot á alþjóðalögum og ógn við öryggi og frið í Evrópu.

Auglýsing

„Eliza Reid er ekki embættismaður, fer ekki til Rússlands í opinberum erindagjörðum og mun ekki eiga fundi með þarlendum ráðamönnum. Ferð hennar fellur hins vegar undir verkefni hennar og verksvið sem forsetafrú, meðal annars átakið “Team Iceland”. För hennar er því greidd af skrifstofu forseta Íslands eins og gildir um aðrar utanlandsferðir af svipuðu tagi,“ sagði í svari skrifstofu forseta við fyrirspurn Vísis.

Verksvið maka forsetans hvergi skilgreint

Kjarninn spurði forsetaskrifstofuna um hvort verkefni og/eða verksvið maka forseta Íslands væri skilgreind einhvers staðar formlega? Í svari kom fram að staða maka forseta Íslands sé hvergi skilgreind formlega, „og rétt að hafa í huga að ekki hafa allir forsetar átt maka. Eigi forseti maka er jafnan til þess ætlast að hann taki eftir föngum þátt í viðburðum og verkefnum sem lúta að störfum forseta Íslands. Um líf og hlutverk maka forseta á síðustu öld, og verk þeirra og verksvið um þá daga, má m.a. fræðast um í ævisögum forsetanna og BA-ritgerðinni „Bankað upp á að Bessastöðum“.“

Kjarninn spurði einnig að því hvernig það samrýmist það að mati embættis forseta Íslands þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá 26. mars síðastliðnum,. að íslenskir ráðamenn sæki ekki heimsmeistaramótið í Rússlandi, að forsetafrúin fari á kostnað ríkisins á mótið? Sú afstaða embættisins að maki forseta Íslands sé ekki embættismaður var ítrekuð í svari skrifstofunnar.

„Ákvörðun ríkisstjórnar 26. mars s.l. nær ekki til maka forseta enda hefur maki forseta enga stjórnskipulega stöðu. Þá eru það engin tíðindi að forsetafrú sé viðstödd viðburði, sem embætti forseta Íslands stendur straum af kostnaði við, án þess að forseti sé með í för. Má þar nefna Eyrarrósina, viðurkenningu sem veitt er menningarstofnun eða -starfi ár hvert á landsbyggðinni, ráðstefnu á Ísafirði um tungumál og fjölmenningu, útskrift á Akureyri og þar fram eftir götunum. Erlendis má til dæmis nefna ráðstefnu í Kanada um ríkisborgararétt, ferðalag til flóttamannabúða í Jórdaníu og ráðstefnu á vegum UNESCO í Óman. Til fróðleiks mætti nefna að frá síðustu mánaðamótum hefur Eliza í krafti sinnar óformlegu en augljósu stöðu á Bessastöðum verið viðstödd setningu Listahátíðar í Reykjavík, setið styrktarkvöldverð á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, verið við minningarathöfn og messu á Sjómannadegi, flutt opnunarávarp á tungumálaráðstefnu í Veröld – húsi Vigdísar og annað ávarp á norrænu geðlæknaþingi, lesið inn á fræðslumyndband fyrir Norræna húsið, átt fund með Kokkalandsliði Íslands sem verndari þess, sótt verðlaunahátíðina Grímuna og flutt ávörp við útskrift í skólum. Er þá ekki allt talið og nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu forsetaembættisins, www.forseti.is.,“ segir í svari forsetaskrifstofunnar. Þá segir að allir þessir viðburði falli undir verksvið og verkefni forsetafrúar, á sama hátt og hún hafi haldið til Moskvu og sýnt þannig í verki nú sem endranær „stuðning forsetaembættisins við landslið Íslands í knattspyrnu karla og frábæra frammistöðu þess, án þess að gengið hafi verið á svig við þá ákvörðun og ósk ríkisstjórnarinnar að háttsettir ráðamenn sæki ekki Heimsmeistaramótið í knattspyrnu og leiki Íslands þar.“

Þá spurði Kjarninn að því hvort aðrir embættismenn hefðu farið með forsetafrúnni í ferðina til Moskvu, í hvaða erindagjörðum og með hvaða hætti þeirra ferðalag hafi verið greitt. Fram kom í svarinu að einn starfsmaður skrifstofu forseta Íslands hafi verið í för með forsetafrúnni, „ eins og venja er í ferðum forsetafrúar af þessu tagi. Í þetta sinn var Árni Sigurjónsson skrifstofustjóri með í för og stóð skrifstofan að sjálfsögðu straum af kostnaði við för hans.”

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar