Næsta mál: Nígería í Volgograd

Eftir frækinn „sigur“ á Argentínu þar sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gerði jafntefli við lið Argentínu í gær í ótrúlegum fyrsta leik liðsins á þessu stærsta sviði knattspyrnunnar í heimi er komið að því að einbeita sér að næsta verkefni.

Nígería HM
Auglýsing

Eftir frækinn „sigur“ á Argentínu þar sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu gerði jafntefli við lið Argentínu í gær í ótrúlegum fyrsta leik liðsins á þessu stærsta sviði knattspyrnunnar í heimi er komið að því að einbeita sér að næsta verkefni.

Liðið mætir landsliði Nígeríu í borginin Volgograd næstkomandi föstudag. Verkefnið, þrátt fyrir að lið Nígeríu sé í töluvert lægra styrkleikaflokki en hið argentínska, er ekki auðvelt og mun ekki síður krefjast kænsku og skipulags en það sem fram fór í gær með hinum glæsta árangri.

Auglýsing
Nígeríska liðið

Mynd: FIFALið Nígeríu er í 48. sæti á styrkleikalista FIFA á meðan hið íslenska er í því 22. Til samanburðar er lið Argentínu í því 5. og lið Króata í 20. sæti.

Nígeríska liðið laut í lægra haldi fyrir því króatíska í gær, 2-0, í nokkuð jöfnum leik, þrátt fyrir að að honum loknum hafi sigur Króata verið nokkuð sannfærandi. Bæði lið sóttu ágætlega, en sérfræðingar Fótbolta.net telja í leikgreiningu sinni að dagskipun Króata hafi verið að la´ta reyna á hinn 19 ára gamla Francis Uzoho í marki Nígeríu.

Fyrra markið var sjálfsmark á 32. mínútu eftir skalla frá Mandzukic í leikmanninn Oghenekaro Etebo og þaðan rataði boltinn í markið. Seinna markið kom úr vítaspyrnu sem fyrirliðinn Luka Modric nýtti með öruggum hætti. Vítið var dæmt eftir hornspyrnu á 70. mínutu en William Troost-Ekong braut á Mandzukic með því að bókstaflega halda utan um hann og halda honum þannig niðri. Troost-Ekong fékk að launum dæmt á sig vítið sem og gult spjald.

Nígeríumenn reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn það sem eftir lifði leik sem tókst ekki. Króatar sitja því á toppi riðilsins eftir fyrstu umferðina en Nígeríumenn eru stigalausir í því neðsta.

Mynd: FIFATækifæri Íslendinga virðast liggja í föstum leikatriðum, sem Nígeríumenn áttu í erfiðleikum með í gær, enda hafa styrkleikar íslenska liðsins sannarlega legið þar undanfarin misseri.

Telja má líklegt að Nígeríumenn mæti nokkuð ákveðið til leiks, enda mikilvægt fyrir þá að fá eitthvað út úr leiknum gegn Íslandi, annars verða þeir úr leik.

Fótbolti.net greinir frá því að Nígeríumenn hafi prófað að spila með þriggja manna vörn í aðdraganda HM og Rohr segir möguleika á að hann stilli upp í slíkt kerfi gegn Íslandi á föstudaginn. „Hver leikur er mismunandi. Við vitum að við getum spilað með þrjá miðverði en þetta var ekki góður dagur til þess í dag," sagði Rohr eftir leikinn gegn Króatíu í gær.

Nígería

Nígería er fjölmennasta land Afríku, þar sem búa tæplega 180 milljónir manna.

Fólksfjöldi.

Nígería er sjöunda fjölmennasta land heims. Olíulindir við ósa Níger hafa fært landinu mikil auðæfi. Nígería er tólfti stærsti eldsneytisframleiðandi heims og aðili að Samtökum olíuframleiðsluríkja frá 1971. Olíuafurðir mynda um 40% af útflutningi landsins. Alþjóðabankinn skilgreinir Nígeríu sem nývaxtarland og býst við því að landið taki við af Suður-Afríku sem stærsta hagkerfi álfunnar. Nígería er í Afríkusambandinu sem og Breska samveldinu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiInnlent