Tíu staðreyndir um strákana okkar

Strákarnir okkar hafa vakið mikla athygli á heimsmeistaramótinu í Rússlandi, hvort sem er fyrir glæsilega frammistöðu, miðað við og án höfðatölu, útlit Rúriks eða skemmtilega aðdáendur. Kjarninn tók saman tíu tölulegar staðreyndir um strákana okkar.

Ísland
Auglýsing

1.

Íslenska karlalandsliðið keppir nú á HM í knattspyrnu í Rússlandi í fyrsta sinn í sögunni. Ísland er fámennasta þjóð sem nokkru sinni hefur leikið á heims­meist­ara­móti í knatt­spyrnu með okkar 350.710 lands­menn. Næst fámennasta ríkið sem keppt hefur á HM er Trinidad og Tobago sem hélt á metinu áður en Ísland tryggði sér þáttökurétt, en þar búa 1,3 milljónir manna. Norður-Írland kemur þar á eftir með sína 1,4 milljón íbúa.

2.

Næst fjöl­menn­asta þjóðin sem nú keppir á HM er Úrúgvæ með tíu sinnum fleiri íbúa en á Íslandi eða tæplega 3,5 milljónir. Í Níger­íu, sem er með Íslandi í riðli, búa um 186 millj­ónir manns, að minnsta kosti. Það þýðir að til eru 530 Níger­íu­búar fyrir hvern Íslend­ing.

3.

Ísland er í 22. sæti á styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins en þar trónir á toppnum Þýskaland, Í öðru sæti er Brasilía og Belgar verma þriðja sætið. Af okkar mótherjum er Argentína er í fimmta sæti listans, Nígería í 47. sæti og Króatía því átjánda á styrkleikalistanum. Ísland hefur efst farið í 18. sæti á styrkleikalistanum, en það var í febrúar á þessu ári.

Auglýsing

4.

Gylfi Sigurðsson miðjumaður hjá íslenska landsliðinu og leikmaður Everton er dýrasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar eftir að liðið keypti hann á meira en 44 milljónir punda frá velska félaginu Swansea City. Gylfi er lang launahæsti leikmaður landsliðsins, með um 660 milljónir króna í árslaun í fyrra, miðað við laun fyrir skatta samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins. Af leikmönnum landsliðsins er Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, næst launahæstur með 180 milljónir króna og bæði Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson með í kringum 170 milljónir króna á ári.

5.

Eiður Smári Guðjohnsen var áður dýrasti knattspyrnumaður Íslands, þegar hann var keyptir til Barcelona á Spáni frá Chelsea árið 2006 fyrir tæpar 11 milljónir punda, og sló hann þá eigið met frá því sex árum áður þegar Chelsea keypti hann frá Bolton á tæpar 7 milljónir punda.

6.

Kári Árnason, varnarjaxl, sem nýverið gerði samning við íslenska Pepsi-deildarliðið Víking í Fossvogi, sem er einnig uppeldisfélag Kára, er ásamt Hannesi Þór Halldórssyni markmanni og leikmanni Randers í Danmörku, launalægstur byrjunarliðsmanna íslenska landsliðsins. Kári mun vera með um 40 milljónir króna í árslaun, en hann þar til í maí á mála hjá skoska liðinu Aberdeen. Hannes Þór mun vera með um 30 milljónir króna í árslaun. Miðað við frammistöðu beggja leikmanna í leiknum á móti Argentínu er alls ekki ólíklegt að einhver lið séu tilbúin að bjóða betur.

7.

Flestir leikmanna íslenska 22 manna hópsins, eða sex, spila í deildum í Bretlandi. Þrír eru í Danmörku og jafnmargir spila fyrir liðið Rostov í Rússlandi. Þá eru einnig þrír leikmenn á mála hjá íslensku liðunum, Val, Fylki og Víkingi. Tveir leikmanna íslenska liðsins spila í Þýskalandi en aðrir leikmenn eru einir í löndum liða sinna. Einn leikmaður spilar í Noregi, einn í Búlgaríu, einn í Belgíu, einn á Ítalíu og að lokum einn í Hollandi.

8.

Íslenska liðið spilar í búningum frá ítalska íþróttamerkinu Errea. Fyrstu búningar íslenska landsliðsins voru framleiddir af breska íþróttavörumerkinu Umbro. Ári síðar skipti liðið yfir í búninga frá hinu vinsæla þýska íþróttamerki Adidas sem sá liðinu fyrir fatnaði fram til ársins 1991. Þá tók við fjögurra ára tímabil þar sem liðið lék í búningum frá ítölskum framleiðanda, ABM og síðar í fimm ár í búningum frá Reusch. Ísland gerði samning árið 2002 við Errea og hefur haldið tryggð við merkið allar götur síðan.

9.

Í leik íslenska landsliðsins gegn Argentínu síðastliðna helgi átti Lionel Messi, leikmaður Barcelona, ellefu skot á mark íslenska liðsins. Eins og kunnugt er rataði ekkert þeirra í netið en leikmaður hefur ekki reynt svo oft að skjóta á mark andstæðinganna í leik á heimsmeistaramótinu frá árinu 1970 án árangurs. Þá var það ítalski landsliðsmaðurinn Luigi Riva sem reyndi 13 sinnum að skjóta á mark andstæðinga sinna, bæði í leikjum gegn Svíþjóð og Ísrael, einnig án árangurs.

10.

Eitt af þessum skotum frá Messi varði Hannes frá vítapunktinum. Hannes Þór Halldórsson markmaður íslenska liðsins er nefnilega svokallaður vítabani. Vítaskyttur hafa klikkað á 15 af síðustu 24 vítaspyrnum á móti Hannesi. Hannes hefur varið tíu af þessum vítaspyrnum en fimm hafa farið framhjá, í stöng, framhjá eða yfir markið. Aðeins níu vítanna hafa því endað í markinu. Vítaskyttur hafa þannig aðeins nýtt 37,5 prósent af síðustu 24 vítum sínum á móti Hannesi. Tölfræði Hannesar er enn betri á stórmótum en þar hafa vítaskyttur aðeins nýtt 1 af 3 vítum sínum. Þar er prósentutalan því komin niður í 33 prósent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar