Tíu staðreyndir um strákana okkar

Strákarnir okkar hafa vakið mikla athygli á heimsmeistaramótinu í Rússlandi, hvort sem er fyrir glæsilega frammistöðu, miðað við og án höfðatölu, útlit Rúriks eða skemmtilega aðdáendur. Kjarninn tók saman tíu tölulegar staðreyndir um strákana okkar.

Ísland
Auglýsing

1.

Íslenska karla­lands­liðið keppir nú á HM í knatt­spyrnu í Rúss­landi í fyrsta sinn í sög­unni. Ísland er fámenn­asta þjóð sem nokkru sinni hefur leikið á heims­­meist­­ara­­móti í knatt­­spyrnu með okkar 350.710 lands­­menn. Næst fámenn­asta ríkið sem keppt hefur á HM er Trini­dad og Tobago sem hélt á met­inu áður en Ísland tryggði sér þát­töku­rétt, en þar búa 1,3 millj­ónir manna. Norð­ur­-Ír­land kemur þar á eftir með sína 1,4 milljón íbúa.

2.

Næst fjöl­­menn­asta þjóðin sem nú keppir á HM er Úrúgvæ með tíu sinnum fleiri íbúa en á Íslandi eða tæp­lega 3,5 millj­ón­ir. Í Níger­­íu, sem er með Íslandi í riðli, búa um 186 millj­­ónir manns, að minnsta kosti. Það þýðir að til eru 530 Níger­­íu­­búar fyrir hvern Íslend­ing.

3.

Ísland er í 22. sæti á styrk­leika­lista FIFA, alþjóða­knatt­spyrnu­sam­bands­ins en þar trónir á toppnum Þýska­land, Í öðru sæti er Brasilía og Belgar verma þriðja sæt­ið. Af okkar mótherjum er Argent­ína er í fimmta sæti list­ans, Nígería í 47. sæti og Króa­tía því átj­ánda á styrk­leika­list­an­um. Ísland hefur efst farið í 18. sæti á styrk­leika­list­an­um, en það var í febr­úar á þessu ári.

Auglýsing

4.

Gylfi Sig­urðs­son miðju­maður hjá íslenska lands­lið­inu og leik­maður Everton er dýr­asti knatt­spyrnu­maður Íslands­sög­unnar eftir að liðið keypti hann á meira en 44 millj­ónir punda frá velska félag­inu Swan­sea City. Gylfi er lang launa­hæsti leik­maður lands­liðs­ins, með um 660 millj­ónir króna í árs­laun í fyrra, miðað við laun fyrir skatta sam­kvæmt úttekt Við­skipta­blaðs­ins. Af leik­mönnum lands­liðs­ins er Jóhann Berg Guð­munds­son, leik­maður Burn­ley, næst launa­hæstur með 180 millj­ónir króna og bæði Birkir Bjarna­son og Emil Hall­freðs­son með í kringum 170 millj­ónir króna á ári.

5.

Eiður Smári Guðjohn­sen var áður dýr­asti knatt­spyrnu­maður Íslands, þegar hann var keyptir til Barcelona á Spáni frá Chel­sea árið 2006 fyrir tæpar 11 millj­ónir punda, og sló hann þá eigið met frá því sex árum áður þegar Chel­sea keypti hann frá Bolton á tæpar 7 millj­ónir punda.

6.

Kári Árna­son, varn­ar­jaxl, sem nýverið gerði samn­ing við íslenska Pepsi-­deild­ar­liðið Vík­ing í Foss­vogi, sem er einnig upp­eld­is­fé­lag Kára, er ásamt Hann­esi Þór Hall­dórs­syni mark­manni og leik­manni Rand­ers í Dan­mörku, launa­lægstur byrj­un­ar­liðs­manna íslenska lands­liðs­ins. Kári mun vera með um 40 millj­ónir króna í árs­laun, en hann þar til í maí á mála hjá skoska lið­inu Aber­deen. Hannes Þór mun vera með um 30 millj­ónir króna í árs­laun. Miðað við frammi­stöðu beggja leik­manna í leiknum á móti Argent­ínu er alls ekki ólík­legt að ein­hver lið séu til­búin að bjóða bet­ur.

7.

Flestir leik­manna íslenska 22 manna hóps­ins, eða sex, spila í deildum í Bret­landi. Þrír eru í Dan­mörku og jafn­margir spila fyrir liðið Rostov í Rúss­landi. Þá eru einnig þrír leik­menn á mála hjá íslensku lið­un­um, Val, Fylki og Vík­ingi. Tveir leik­manna íslenska liðs­ins spila í Þýska­landi en aðrir leik­menn eru einir í löndum liða sinna. Einn leik­maður spilar í Nor­egi, einn í Búlgar­íu, einn í Belg­íu, einn á Ítalíu og að lokum einn í Hollandi.

8.

Íslenska liðið spilar í bún­ingum frá ítalska íþrótta­merk­inu Err­ea. Fyrstu bún­ingar íslenska lands­liðs­ins voru fram­leiddir af breska íþrótta­vöru­merk­inu Umbro. Ári síðar skipti liðið yfir í bún­inga frá hinu vin­sæla þýska íþrótta­merki Adi­das sem sá lið­inu fyrir fatn­aði fram til árs­ins 1991. Þá tók við fjög­urra ára tíma­bil þar sem liðið lék í bún­ingum frá ítölskum fram­leið­anda, ABM og síðar í fimm ár í bún­ingum frá Reusch. Ísland gerði samn­ing árið 2002 við Errea og hefur haldið tryggð við merkið allar götur síð­an.

9.

Í leik íslenska lands­liðs­ins gegn Argent­ínu síð­ast­liðna helgi átti Lionel Messi, leik­maður Barcelona, ell­efu skot á mark íslenska liðs­ins. Eins og kunn­ugt er rataði ekk­ert þeirra í netið en leik­maður hefur ekki reynt svo oft að skjóta á mark and­stæð­ing­anna í leik á heims­meist­ara­mót­inu frá árinu 1970 án árang­urs. Þá var það ítalski lands­liðs­mað­ur­inn Luigi Riva sem reyndi 13 sinnum að skjóta á mark and­stæð­inga sinna, bæði í leikjum gegn Sví­þjóð og Ísra­el, einnig án árang­urs.

10.

Eitt af þessum skotum frá Messi varði Hannes frá víta­punkt­in­um. Hannes Þór Hall­dórs­son mark­maður íslenska liðs­ins er nefni­lega svo­kall­aður víta­bani. Víta­skyttur hafa klikkað á 15 af síð­ustu 24 víta­spyrnum á móti Hann­esi. Hannes hefur varið tíu af þessum víta­spyrnum en fimm hafa farið fram­hjá, í stöng, fram­hjá eða yfir mark­ið. Aðeins níu vít­anna hafa því endað í mark­inu. Víta­skyttur hafa þannig aðeins nýtt 37,5 pró­sent af síð­ustu 24 vítum sínum á móti Hann­esi. Töl­fræði Hann­esar er enn betri á stór­mótum en þar hafa víta­skyttur aðeins nýtt 1 af 3 vítum sín­um. Þar er pró­sentu­talan því komin niður í 33 pró­sent.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar