Sjöunda viðureign Íslands og Króatíu

A-landslið Íslands í fótbolta mun mæta Króatíumönnum í kvöld, í sjöunda skiptið á 13 árum.

Kári Árnason, leikmaður íslenska landsliðsins.
Kári Árnason, leikmaður íslenska landsliðsins.
Auglýsing

Ísland mætir Króatíu í kvöld í þriðju umferð riðlakeppninnar í HM karla í fótbolta. Þetta verður sjöundi A-landsliðsleikur liðanna tveggja, en leikirnir hafa endað í einum sigri, einu jafntefli og fjórum töpum.

Liðin tvö mættust fyrst á Maksimir stadium í Zagreb í mars 2005, en þá lentu liðin saman í riðli í undankeppni HM ári seinna. Leikurinn endaði 4-0 Króötum í vil. Kári Árnason er eini leikmaður núverandi liðsins sem var í hóp gegn Króötum í þessum leik, en var á bekknum allan tímann.

Í september sama ár mættust liðin aftur á Laugardalsvelli. Leikurinn endaði 3-1 Króötum í vil, en Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir í byrjun leiks áður en mörkum Króata rigndi inn í seinni hálfleik. 

Auglýsing

Þriðji leikur Íslands og Króatíu var svo átta árum seinna, þann 15. nóvember 2013 , en liðin voru í umspili um sæti á HM 2014. Þar fékk Ólafur Ingi Skúlason rautt spjald, en leikurinn endaði með 0-0 jafntefli. Fjórum dögum síðar mættust liðin aftur í Zagreb, en þar unnu Króatar 2-0.

Í undankeppni HM í ár lentu strákarnir okkar svo aftur með Króatíu í riðli og kepptu við þá aftur í Zagreb í nóvember 2016. Leikurinn endaði líkt og sá síðasti, 2-0 fyrir Króatíu. Þrátt fyrir sömu markaniðurstöðu sagði Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður mikinn mun vera á leikjunum tveimur. Strákarnir væru komnir lengra og búnir að upplifa ótrúlega hluti, en þeir voru þá nýkomnir frá EM-ævintýrinu í Frakklandi fyrr sama ár. Gylfi Þór Sigurðsson bætti í  og sagði fólboltastrákana eiga fullt erindi í að vinna Króatana, sérstaklega á heimavelli.

Gylfi virðist hafa haft nokkuð til síns máls, en strákarnir okkar unnu Króatana í sjöttu viðureign liðanna í nóvember í fyrra, 1-0. Þar skoraði Hörður Björgvin Magnússon úr horni á síðustu mínútu leiksins.

Samanlögð markatala Íslands og Króatíu stendur því nú í 2-11, Króötum í vil. Vonandi jafnast hún út að einhverju leyti eftir leik dagsins, en flautað verður til leiks í Rostov Arena klukkan sex í kvöld. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar