Plastbarkamálið enn og aftur til skoðunar

Ný skýrsla Karolinska-stofnunarinnar liggur nú fyrir og munu Landspítalinn og Háskóli Íslands fara yfir hana í kjölfarið, sem og önnur gögn sem fram hafa komið. Tómas vísar því alfarið á bug að hafa vísvitandi sett fram staðhæfingar gegn betri vitund.

Tómas Guðbjartsson
Tómas Guðbjartsson
Auglýsing

Rektor Karol­inska-­stofn­un­ar­innar hefur úrskurðað að 7 ein­stak­lingar séu ábyrgir fyrir vís­inda­legu mis­ferli í sex vís­inda­greinum sem sneru að plast­barka­mál­inu og er Tómas Guð­bjarts­son, pró­fessor við HÍ og yfir­læknir á Land­spít­ala, einn af þeim. Í til­viki Tómasar varðar það aðild hans að grein í hinu virta vís­inda­tíma­riti Lancet sem byggð var á fyrstu plast­barka­ígræðsl­unn­i. 

­Sjúk­ling­ur­inn sem í hlut átti var Andemariam Tekles­en­bet Beyene, Eretr­íu­maður sem var sendur á vegum íslenska heil­brigð­is­kerf­is­ins til Karol­inska-há­skóla­sjúkra­húss­ins, þar sem hann und­ir­gekkst þar ígræðslu plast­barka í júní árið 2011. 

Í grein­inni í Lancet var plast­barka­ígræðslan í Beyene kynnt sem sönnun á gildi (proof-of-concept) þess­arar nýstár­legu skurð­að­gerð­ar. Beyne lést árið 2014 og áður hafði annar sjúk­lingur sem gekkst undir plast­barka­ígræðslu lát­ist. Sama ár til­kynntu fjórir læknar á Karol­inska-há­skóla­sjúkra­hús­inu grun­semdir sínar um að vís­inda­legt mis­ferli hefði átt sér stað í greinum Macchi­ar­in­is. Í kjöl­farið var Bengt Gerdin, pró­fessor við Upp­sala-há­skóla, feng­inn að beiðni Karol­inska-­stofn­un­ar­innar til að fram­kvæma rann­sókn á störfum Macchar­inis og með­höf­unda og komst hann að þeirri nið­ur­stöðu að um vís­inda­legt mis­ferli hafi verið að ræða í öllum sex vís­inda­greinum sem höfðu birst um plast­barka­ígræðslur í ýmsum vís­inda­tíma­rit­u­m. Þá­ver­andi rektor Karol­inska-­stofn­un­ar­inn­ar, And­ers Hamsten, hreins­aði hins vegar Macchi­ar­ini af öllum ásök­unum og það var ekki fyrr en Bosse Lindquist, frétta­maður hjá SVT í Sví­þjóð, gerði þætt­ina Experimenten að málið var skoðað á ný, meðal ann­ars hér­lendis af Land­spít­ala og Háskóla Íslands.

Auglýsing

Fals­aðar nið­ur­stöður í Lancet-­grein­inni

Tekið er fram í úrskurði Karol­inska-­stofn­un­ar­innar að mjög alvar­legar rang­færslur hafi verið í Lancet-­grein­inni Tracheo­bornchial trans­planta­tion with a steam-cell-­seeded bioartificial nanocomposite: a proop-of-concept stu­dy, um ástand Beyene, bæði fyrir og eftir plast­barka­ígræðsl­una, sem hafi verið vill­andi og einnig er tekið fram að leyfi frá vís­inda­siða­nefnd hafi ekki verið til stað­ar. Enn fremur að rann­sóknir sem skapa grund­völl fyrir fram­kvæmd plast­barka­ígræðslu hafi skort en Macchi­ar­ini full­yrti að hann hefði gert til­raunir á dýrum til að und­ir­búa aðgerðir sínar á mönn­um. Þá hafi vantað full­nægj­andi upp­lýst sam­þykki sjúk­linga

Munu fara yfir nið­ur­stöð­urnar

Í svari við fyr­ir­spurn um hvaða þýð­ingu nið­ur­stöð­urnar hefðu fyrir Háskóla Íslands og Tómas Guð­bjarts­son, pró­fessor við stofn­un­ina, sagði Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Háskóla Íslands: „Karol­inska Institu­tet hefur núna úrskurðað um vís­inda­þátt plast­barka­máls­ins. Háskóli Íslands hefur áður tekið þann þátt fyrir og svar­aði 5. apríl með hlið­sjón af nið­ur­stöðum í skýrslu óháðrar nefndar Háskól­ans og Land­spít­ala um mál­ið. Land­spít­ali og Háskóli Íslands munu saman og í sitt hvoru lagi fara yfir þessa nýju skýrslu Karol­inska Institu­tet eins og önnur gögn sem fram hafa komið í þessu erf­iða og flókna máli.“

Fengu neitun frá NEJM vegna þess að ekk­ert leyfi var frá vís­inda­siða­nefnd

Lækn­arnir sem komu að plast­barka­að­gerð Beyene höfðu í upp­hafi sent vís­inda­grein­ina um aðgerð­ina til New Eng­land Journal of Med­icine en þar var henni hafn­að, m.a. á þeirri for­sendu að til­skilin leyfi vant­aði frá Vís­inda­siða­nefnd. Engu að síður sendu lækn­arnir grein­ina til Lancet sem sam­þykkti að birta hana. Ole Petter Ott­er­sen, rektor Karol­inska-­stofn­un­ar­inn­ar, segir að málið hafi verið mjög vand­lega rann­sak­að. „Þessi ákvörðun hefur verið tekin eftir nákvæmar rann­sóknir í máli sem hefur haft mikil áhrif á Karol­inska-­stofn­un­ina, á vís­inda­sam­fé­lagið í heild sinni og á traust almenn­ings á lækn­is­fræði­legum rann­sókn­um.“

Vilja koma í veg fyrir að slíkt ger­ist aftur

Ott­er­sen segir að málið hafi haft alvar­legar afleið­ingar fyrir sjúk­linga, aðstand­endur þeirra, Karol­inska-­stofn­un­ina og vís­inda­sam­fé­lagið allt. „Einkum hefur málið haft hörmu­legar afleið­ingar fyrir sjúk­linga og ætt­ingja þeirra, sem ég harma mjög. Karol­inska-­stofn­unin mun nú halda áfram að hrinda í fram­kvæmd þeim ráð­stöf­unum sem nauð­syn­legar eru til að koma í veg fyrir að eitt­hvað þessu líkt ger­ist aft­ur,“ sagði Ott­er­sen í löngum og ítar­legum rök­stuðn­ingi en stofn­unin hefur dregið allar fræði­grein­arnar til baka.

Íslensku lækn­arn­ir, Tómas Guð­bjarts­son og Óskar Ein­ars­son, sem voru meðal höf­unda Lancet-­grein­ar­innar títt­nefndu eru báðir sagðir hafa van­rækt skyldu sína að gera athuga­semdir við rang­færslur grein­ar­innar en Tómas var í for­svari fyrir með­ferð Beyene hér á landi og Óskar fram­kvæmdi berkju­spegl­anir á honum fyrir og eftir til­rauna­að­gerð­ina. Þá voru lækn­is­fræði­legar for­sendur sagðar ekki nægar til að ráð­ast í aðgerð sem plast­barka­að­gerð­irnar voru og sjúk­lingar voru látnir und­ir­gang­ast eins og kom fram í grein­inni Bera íslenskar stofn­anir ábyrgð í gervi­barka­mál­inu.

Hópur sér­fræð­inga á sviði vís­inda­mis­ferlis innan sænsku siða­nefnd­ar­innar (Centrala etik-prövn­ings­nämnden) sendi frá sér yfir­lýs­ingu 30. okt, 2017 þess efnis að Macchi­ar­ini og allir með­höf­undar hans hafi gerst sekir um mis­ferli í tengslum við birt­ingu vís­inda­greina um plast­barka­að­gerð­irn­ar. Veiga­mesta greinin birt­ist í hinu virta lækn­is­fræði­tíma­riti Lancet eins og áður grein­ir. 

Í októ­ber 2017 hafði And­ers Tor­dai sak­sókn­ari kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að ekki væru nægar sann­anir til að sak­fella Macchi­ar­ini fyrir dauða Beyene og var tekið fram að plast­barka­að­gerð­irnar hefði jafn­vel lengt líf ein­stak­ling­anna sem und­ir­geng­ust aðgerð­irn­ar. Þetta var harð­lega gagn­rýnt í Sví­þjóð og beðið var eftir úrskurði Karol­inska-­stofn­un­ar­innar sem nú hefur komið fram. 

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis mun halda áfram með málið

Plast­barka­mál­inu er því langt í frá lok­ið, enda eitt alvar­leg­asta mál sem komið hefur upp í lækn­is­fræði síð­ustu ára­tugi. Ljóst er að ábyrgð íslenskra stofn­ana er tölu­verð eins og fram kom í nið­ur­stöðu rann­sókn­ar­nefndar sem skipuð var af HÍ og Land­spít­ala. Þrátt fyrir að báðar stofn­anir hafi brugð­ist við nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar virð­ist Alþingi áfram líta málið alvar­legum augum því Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hefur ákveðið að taka það til umfjöll­unar að nýju (fund­ar­gerð frá 30. maí sl.).

Tómas ósáttur við nið­ur­stöð­una

Tómas Guð­bjarts­son, pró­fessor og yfir­lækn­ir, segir á Face­book-­síður sinni í morgun að hann sé afar ósáttur við nið­ur­stöður Karol­inska-­stofn­un­ar­inn­ar: „Nið­ur­staða rekt­ors Kar­ólínsku stofn­un­ar­innar byggir á rann­sókn sænsku vís­inda­siða­nefnd­ar­innar (CEPN) frá því í fyrra sem margir gagn­rýndu fyrir óná­kvæm vinnu­brögð. Engin ný efn­is­at­riði virð­ast hafa komið fram í mál­inu og í umsögn rekt­ors­ins um þátt minn í umræddri vís­inda­grein gætir óná­kvæmni og mér eru hrein­lega eign­aðir hlutir sem ég hafði aldrei aðkomu að. Ég fékk heldur ekki tæki­færi til að fylgja eftir þeim gögnum sem ég afhenti nefnd­inni, þvert á gefin lof­orð. Það eru mér mikil von­brigði að vera á grund­velli slíkra vinnu­bragða sak­aður um vís­inda­legt mis­ferli – ákvörðun sem ekki er hægt að áfrýja.“

Þá segir Tómas að margt hefði betur mátt fara í plast­barka­mál­inu sem hefði ekki komið í ljós fyrr en eftir á. Hann seg­ist vísa því alfarið á bug að hafa í grein­inni í Lancet vís­vit­andi sett fram stað­hæf­ingar gegn betri vit­und. Hann hafi á starfsævi sinni skrifað 210 vís­inda­greinar og aldrei fengið ámæli fyrir þau vís­inda­störf.

Kæru face­book vin­ir Enn á ný er ég til umfjöll­unar í fjöl­miðlum vegna plast­barka­máls­ins - nú síð­ast í gær þegar rekt­or...

Posted by Tomas Gudbjarts­son on Tues­day, June 26, 2018


Koma svo!
Koma svo!
Koma svo – Það eru engir töfrar
Kjarninn 12. desember 2018
Aflaverðmæti jókst um 13 prósent milli ára
Aflaverðmæti íslenskra skipa í ágúst 2018 nam tæpum 11,9 milljörðum króna. Á 12 mánaða tímabili, frá september 2017 til ágúst 2018, nam aflaverðmæti úr sjó rúmum 125 milljörðum króna sem er 13 prósent aukning miðað við sama tímabil á síðasta ári.
Kjarninn 12. desember 2018
Stórt bil á milli kaupgetu og kaupverðs
Í nýrri hagsjá Landsbankans kemur fram að stórt bil sé á milli kaup­getu þeirra sem eigi við erfiðleika að etja í hús­næðismál­um og kaup­verðs nýrra íbúða. Leigjendur reikna með að kaupa íbúð undir 45 milljónum en ný meðalíbúð kostar 54 millj­ón­ir.
Kjarninn 12. desember 2018
Íbúðalánasjóður stofnar opinbert leigufélag
Nýtt leigufélag hefur fengið nafnið Bríet og mun það taka við flestum þeim fasteignum sem eru á hendi Íbúðalánasjóðs í dag og reka hagkvæma leiguþjónustu með sérstaka áherslu á landsbyggðina.
Kjarninn 12. desember 2018
Ragnar Þór Ingólfsson
Misskipting, ójöfnuður og óréttlæti eru engin náttúrulögmál
Leslistinn 12. desember 2018
Funda um sendiherramálið í janúar
Samkvæmt formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar mun nefndin funda um hið svokallaða sendiherramál í janúar. Ekki var hægt að fjalla um málið í nefndinni í dag þar sem Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mættu ekki.
Kjarninn 12. desember 2018
Guðbrandur Sigurðsson hringir kauphallarbjöllunni þegar viðskipti hófust með bréf í Heimavöllum fyrr á þessu ári.
Heimavellir höfðu hug á að gefa út skuldabréf fyrir 12 milljarða
Heimavellir, stærsta íbúðaleigufélag landsins, standa í endurfjármögnun á lang­­tíma­skuldum sínum. Félagið stefndi að því að gefa út skuldabréf fyrir allt að tólf milljarða króna en félaginu tókst aðeins að selja skuldabréf fyrir fjórðung þeirra upphæðar
Kjarninn 12. desember 2018
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Stýrivextir óbreyttir og verða áfram 4,5 prósent
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.
Kjarninn 12. desember 2018
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar