Niðurstaða komin í plastbarkamálið í Svíþjóð

Paolo Macchiarini verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Fyrsti sjúklingurinn sem hann framkvæmdi plastbarkaaðgerð á Karolinska-sjúkrahúsinu var á vegum íslenskra heilbrigðisyfirvalda.

Paolo Macchiarini
Paolo Macchiarini
Auglýsing

Paolo Macchiarini, ítalski skurðlæknirinn sem græddi plastbarka í þrjá einstaklinga á Karolinska-sjúkrahúsinu, verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Þetta eru niðurstöður sænskra dómstóla sem birtar voru í gærmorgun. Maccharini var sá eini sem hafði stöðu sakbornings í þessu umdeilda máli. Rannsóknin tók eingöngu til þeirra aðgerða sem framkvæmdar voru á Karolinska-sjúkrahúsinu. Fyrsti sjúklingurinn til að undirgangast slíka aðgerð var Eretríumaðurinn Andemariam Beyene sem var á vegum íslenskra heilbrigðisyfirvalda og var sendur af þeim tilraunaaðgerðina. Áður hafði Macciharini gert aðgerðir með barka úr látnum gjöfum sem allar mistókust.

Saksóknarar komust að þeirri niðurstöðu að ekki væru nægar sannanir til að krefjast sakfellingar Macchiarini á dauða BeyeneMacciharini hafi þó sýnt mikla vanrækslu, eins og Anders Tordai, saksóknari orðaði það. Macciharini græddi einnig plastbarka á árunum 2011-2013 í tvo aðra einstaklinga, Bandaríkjamann og konu frá Tyrklandi en allar aðrar ákærur verða látnar niður falla og rannsóknir á málunum sömuleiðis. Dómsniðurstöður ná ekki til vísindalegra þátta í þessu máli.

Tilraunaaðgerðir á fólki 

Andemariam Beyene var greindur með illkynja æxli í hálsi og eftir að meinið hafði tekið sig upp var talið að engin hefðbundin meðferð myndi gagnast honum og hann því sendur í plastbarkaígræðsluna til að lengja líf hans. Anemariam Beyene voru gefnar vonir um að geta lifað í átta ár með plastbarkann en hann lifði tæp þrjú ár. Innan við ári eftir tilraunaaðgerðina var búið að setja stoðnet í plastbarka hans til að öndunarvegurinn félli ekki saman þar sem aðgerðin mistókst. Sú aðgerð var gerð í Svíþjóð og var Macciharini viðstaddur hana. Beyene var illa haldinn og leið kvalir síðasta árið, eftir því sem eiginkona hans hefur lýst í þætti Bosse Lindquists í sænska sjónvarpinu.

Auglýsing

Aðgerðin á Beyene var tilraunaaðgerð og ekkert sem lá fyrir um að hún myndi heppnast. Þessi nýstárlega aðgerð byggðist á meðhöndlun plastbarka sem var baðaður í stofnfrumum sem einangraðar höfðu verið úr sjúklingnum í um 36 klst. og átti þetta að leiða til myndunar öndunarfæravefs í barkanum. Þar með átti barkinn að vera sveigjanlegur,og því sem næst eðlilegur.  Hann ætti jafnframt að starfa eðlilega. 

Kostnaðurinn við aðgerðina hefur ekki fengist uppgefinn en Tryggingastofnun  ríkisins segir að aðgerðin sjálf hafi ekki verið greidd af þeim. Eins og fram kom í grein í Kjarnanum hafði Maccharini ekki staðfest tilskilin leyfi, hvorki til að nota plastbarkann né að gera aðgerðina og hann hafði heldur ekki gert þær tilraunir á dýrum sem hann fullyrti að hann hefði gert áður en hann gerði aðgerð á lifandi einstaklingi. 

„Við Íslendingar verðum að skoða vel okkar eigin aðkomu að þessu máli“

„Við verðum að hafa í huga að hér er um að ræða mjög alvarlegt mál sem felur í sér grun um óboðlega og lífshættulega læknismeðferð, rannsóknir á fólki þar sem ekki var gætt tilhlýðilegrar varúðar og jafnframt ásakanir um misferli eða jafnvel svik í rannsóknum sem hafa hugsanlega haft alvarlegar afleiðingar og jafnvel leitt til þess að fjöldi manns hefur látist. Þetta mál teygir anga sína til fjölmargra landa og er mjög flókið,“ segir Ástríður Stefánsdóttir, læknir og dósent í hagnýtri siðfræði.

Vísindasiðfræðilegur þáttur þessara aðgerða hefur verið harðlega gagnrýndur en rannsókn hefur staðið yfir hér á landi á vegum Landspítala og Háskóla Íslands og er Páll Hreinsson hæstaréttardómari formaður nefndarinnar sem vinnur að henni. Í grein í hinu virta læknisfræðitímariti Lancet voru jákvæðar niðurstöður aðgerðarinnar á fyrsta sjúklingnum, Beyene, sem fékk ígræddan plastparka kynntar en greinin var svokölluð „Proof of concept“-grein sem þýðir að niðurstöðurnar ráða miklu um hvort um framhald verður að ræða  eða ekki. Frekari aðgerðir Macciharini byggðu á meintum jákvæðum niðurstöðum sem kynntar voru í Lancet-greininni. Tveir íslenskir læknar eru meðhöfundar greinarinnar og hafa þeir hafa báðir óskað eftir að nöfn þeirra verði fjarlægð af greininni en ekki fengið það samþykkt.

Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við HÍ, sagði í viðtali við Kjarnanní fyrra að Íslendingar þurfi að ræða þær siðferðilegu spurningar sem þessi tilraunameðferð veki. Vilhjálmur sagði jafnframt: „Sú umræða þarf bæði að snúast um breytni heilbrigðisstarfsmanna og þau kerfi eða ferli sem við búum yfir til að hafa eftirlit með meðferð og rannsóknum. Þetta þarf að gera óháð því hverjar niðurstöður rannsóknarmálsins um ábyrgð einstakra starfmanna eða stofnana verða. Þetta er hörmulegt mál þar sem virðist hafa verið brotið gegn grundvallaratriðum í vísindasiðferði.“ 

Rannsóknarnefndin á vegum Landspítala og Háskóla Íslands mun senda frá sér skýrslu um þetta mál á næstu vikum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar