Bera íslenskar stofnanir ábyrgð í gervibarkamálinu?

Gervibarki.
Gervibarki.
Auglýsing

Mál­inu um ígræðslu gervi­barka í Eritíu­mann­inn Andemariam Beyene, sem var fyrsti mað­ur­inn á heims­vísu til að und­ir­gang­ast slíka aðgerð, er hvergi nærri lok­ið. Sam­kvæmt því sem fram hefur komið þá eru gögn frá Íslandi talin vera lyk­il­gögn í rann­sókn á mis­ferli og svikum ítalska pró­fess­ors­ins Paolo Macchi­ar­ini sem gerði til­rauna­að­gerðir á barka­ígræðslu í fólk við Karol­inska-­sjúkra­húsið í Stokk­hólmi, en hann hefur nú verið rek­inn. Ástæðan er að hann hafði aldrei til­skilin leyfi til að gera aðgerð­irnar eða nota gervi­bark­ann. Þá hafi hann grafið undan trausti almenn­ings á Karol­inska-­sjúkra­hús­inu með hátt­erni sínu og gerst sekur um van­rækslu en Macchi­ar­ini sinnti í engu eft­ir­liti með sjúk­lingum sínum eða upp­lýsti þá um mögu­legar hlið­ar­verk­anir gervi­barka­að­gerð­anna. 

Rík­is­stjórn Sví­þjóðar hefur nú sett á stofn nefnd til að skipa nýja yfir­stjórn yfir Karol­inska-­stofn­un­ina í kjöl­far þessa hneyksl­is­máls. 

For­ráða­menn Karol­inska-­stofn­un­ar­innar halda því fram að Íslend­ingar hafi ekki greint rétt frá ástandi Beyene og varð það kveikjan að rann­sókn máls­ins. Þá eru ásak­anir um að vill­andi upp­lýs­ingar um ástand Beyene, bæði í hinu virta lækn­is­fræði­tíma­riti Lancet og á mál­þingi sem haldið var í Háskóla Íslands, sem hafi orðið til þess að fleiri und­ir­geng­ust gervi­barka­ígræðslu með hörmu­legum afleið­ingum en flestir þeir sjúk­lingar eru látn­ir. 

Auglýsing

Um er að ræða alþjóð­legt hneyksl­is­mál sem teng­ist Íslandi, en málið er með­höndlað sem saka­mál og er til rann­sóknar í Sví­þjóð.

Ef ásak­anir á hendur Paolo Macchar­ini og Karol­inska-­stofn­un­inni reyn­ast á rökum reistar er vís­ast um að ræða eitt­hvert stærsta hneyksl­is­mál í sögu lækna­vís­ind­anna á síð­ustu ára­tug­um, og kann að leiða til þungrar refs­ing­ar.

Á meðan stofn­anir hér­lend­is, Land­spít­ali (LS­H), Sjúkra­trygg­ingar Íslands (SÍ) og Háskóli Íslands (HÍ) sjá ekki ástæðu til að hefja rann­sókn á þessu mik­il­væga máli, jafn­vel þótt fyrsti sjúk­ling­ur­inn til að und­ir­gang­ast til­rauna­að­gerð­ina hafi komið héðan og til­skilin leyfi hafi ekki verið fyrir hendi, þá logar allt vís­inda­sam­fé­lagið bæði í Sví­þjóð og víða á Vest­ur­löndum vegna máls­ins.

Saga máls­ins

Erít­reu­mað­ur­inn Andemariam Beyene var við meist­ara­nám í Háskóla Íslands (HÍ) þegar hann gekkst undir gervi­barka­ígræðslu sem var til­rauna­með­ferð á Karol­inska-­sjúkra­hús­inu í Stokk­hólmi í júlí 2011. Hann var álit­inn vera með ólækn­andi krabba­mein í hálsi og hafði læknir hans, Tómas Guð­bjarts­son, leitað ráða bæði í Boston og síðar hjá Karol­inska-­sjúkra­hús­inu um hvað væri hægt að gera fyrir Beyene. Þaðan kom upp­á­stunga um að Beyene geng­ist undir gervi­barka­ígræðslu hjá Paolo Macchar­ini, pró­fessor við Karol­inska-­stofn­un­ina, og sú varð raun­in. 

Þessi nýstár­lega aðgerð byggð­ist á með­höndlun gervi­barka með stofn­frumum sem áður höfðu verið ein­angr­aðar úr sjúk­lingnum sem átti að leiða til mynd­unar önd­un­ar­færa­vefs og ef allt hefði verið með felldu hefði bark­inn átt að vera sveigj­an­leg­ur. Bark­inn yrði þannig því sem næst eðli­legur og eft­ir­gef­an­legur og ætti að starfa eðli­lega.

Hvernig Beyene vegn­aði eftir aðgerð­ina hefur orðið að ágrein­ings­efni og hafa komið fram vís­bend­ingar um að ástand barka hans hafi verið miður gott þegar hann gekkst undir berkju­speglun á LSH fáeinum mán­uðum eftir ígræðsl­una, eða um það leyti er grein sem lýsti aðgerð­inni sem árang­urs­ríkri birt­ist í hinu virta lækn­is­fræði­tíma­riti Lancet. 

Tveir virtir íslenskir læknar hafa sog­ast inn í atburð­ar­rás þessa hneyk­l­is­máls. Í frétta­flutn­ingi hér á landi hefur kast­ljósið að miklu leyti beinst að þeirra þætti í þessu sorg­lega máli. 

Vill­andi upp­lýs­ingar í Lancet og mál­þing í HÍ ruddu braut­ina fyrir fleiri aðgerðir

Í grein sem birt­ist í Lancet ein­ungis fimm mán­uðum eftir til­rauna­að­gerð­ina kom fram að hún hefði tek­ist vel, að bark­inn væri „næstum eðli­leg­ur“. Lancet-­greinin hefur enn ekki verið dregin til baka og hlýtur það að þýða að höf­undar hennar telja upp­lýs­ing­arnar þar vera rétt­ar. Íslensku lækn­arnir eru báðir með­höf­undar hennar og eru því sam­á­byrgir fyrir því sem þar stend­ur. Greinin ásamt mál­þingi sem haldið var í HÍ þar sem kynntar voru jákvæðar nið­ur­stöður til­rauna­að­gerð­ar­inn­ar, ruddu braut­ina fyrir Macchar­ini til að hefja fleiri aðgerðir á fólki með hörmu­legum afleið­ing­um, fólki sem jafn­vel lifði ágætu lífi fyr­ir. 

Lækna­deild HÍ kom að mál­þing­inu sem var haldið í til­efni þess að ár var liðið frá til­rauna­að­gerð­inni, þáver­andi for­seti lækna­deild­ar, Andemariam og nokkrir pró­fess­orar við lækna­deild­ina voru þar. Paolo Macchar­ini var meðal ræðu­manna á mál­þing­inu, Tómas Guð­bjarts­son, læknir Beyene og einn þeirra þriggja manna sem komu að aðgerð­inni, er pró­fessor í skurð­lækn­ingum við HÍ og yfir­læknir við LSH. Tómas sagði að aðgerðin væri aðeins eitt skref á langri leið. Þörf fyrir líf­færi væri mikil í heim­inum og verið væri að vinna að rann­sóknum á gervi­líf­færum með hjálp stofn­frumna. 

Anemariam Beyene voru gefin 8-10 ár með gervi­bark­ann en hann lifði tæp 3 ár. Á innan við ári eftir til­rauna­að­gerð­ina og áður en mál­þingið var haldið í HÍ var búið að setja stoð­net í plast­barka hans til að önd­un­ar­veg­ur­inn félli ekki saman þar sem stofn­frumu­með­ferðin mistókst. Sú aðgerð var gerð í Sví­þjóð og var Macchar­ini við­staddur hana. Beyene var illa hald­inn og leið kvalir síð­asta árið, eftir því sem eig­in­kona hans hefur lýst í þætti Bosse Lindquists í sænska sjón­varp­inu, með aðskota­hlut í önd­un­ar­vegi sínum en bólgur og sýk­ingar eru algengur fylig­fiskur slíkra aðskota­hluta í lík­ama fólks.

Lyk­il­stofn­anir þegja þunnu hljóði   

Háskóli Íslands.Lítið verið horft til ábyrgðar íslenskra heil­brigð­is­yf­ir­valda og lyk­il­stofn­ana eins og LSH og SÍ í mál­inu allt frá því að ákvörðun var tekin um að Andemariam Beyene geng­ist undir hina mis­ráðnu plast­barka­ígræðslu. Engar fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar lágu fyrir um að  til­rauna­að­gerðin væri lík­leg til að heppn­ast og ekki lágu fyrir stað­fest til­skilin leyfi fyrir aðgerð­inni eða að nota gervi­bark­ann. 

Í ljósi alvar­leika máls­ins, þá hlýtur að telj­ast eðli­legt að fram fari rann­sókn á ábyrgð allra hlut­að­eig­andi. Þáttur Íslands er þar engan veg­inn und­an­skil­inn og bein­ist ekki ein­ungis að LSH og SÍ heldur einnig að HÍ. Á mál­þing­inu í HÍ voru kynntar jákvæðar nið­ur­stöður til­rauna­að­gerð­ar­innar og meintur vís­inda­legur ávinn­ingur henn­ar.

Mögu­lega hefði mátt miðla upp­lýs­ingum um alls­endis ófull­nægj­andi útkomu barka­ígræðsl­unnar til Karol­inska-­stofn­un­ar­innar og vís­inda­sam­fé­lags­ins og koma þannig í veg fyrir að sjö ein­stak­lingar til við­bótar færu í gervi­barka­að­gerð hjá Macchar­ini.

Stór hluti þeirra hefur síðan látið lífið eða sex af átta manns, mun fyrr en ann­ars hefði ver­ið. Ekki hafa feng­ist upp­lýs­ingar um hvað íslensku lækn­arnir létu fara í skýrslu um Beyene, varð­andi ástand hans eftir aðgerð­ina ytra og þar stendur hníf­ur­inn í kúnn­i. 

Heil­brigð­is­yf­ir­völd hafa lítið vilja tjá sig um mál­ið, raunar verj­ast bæði SÍ og LSH allra frétta en ljóst er að fyr­ir­komu­lag þessa máls hlýtur að vera á þeirra ábyrgð. 

Í svari frá SÍ til Kjarn­ans kemur fram að SÍ hafi ekki greitt fyrir barka­ígræðslu­að­gerð­ina sjálfa heldur hafi kostn­að­ur­inn fallið á Karol­inska-­sjúkra­húsið þar sem um til­rauna­að­gerð hafi verið að ræða en reglur SÍ kveða skýrt á um að stofn­unun greiði ekki fyrir slíkar aðgerð­ir. SÍ hefur samt sem áður enn ekki viljað gefa upp upp­hæð­ina sem stofn­unin greiddi eða fyrir hvað og segja það vera vegna per­sónu­vernd­ar­á­kvæða. En SÍ greiddu allt annað en til­rauna­að­gerð­ina sjálfa og einnig eft­ir­með­ferð. Beyene fór m.a. til Sví­þjóðar eftir aðgerð­ina þar sem hann dvaldi á Karol­inska-­sjúkra­hús­inu og gekkst undir aðra aðgerð á barka. 

Um þetta segir Ingi­björg Þor­steins­dótt­ir, lög­fræð­ingur hjá SÍ, í svari til Kjarn­ans: „Sjúkra­trygg­ingar Íslands (SÍ) greiddu ekki fyrir barka­ígræðsl­una, heldur féll kostn­að­ur­inn á Karol­inska sjúkra­húsið í Sví­þjóð. Þar sem hér er um við­kvæmar per­sónu­upp­lýs­ingar að ræða geta SÍ ekki tjáð sig að öðru leyti um þetta mál, s.s. um annan kostnað sem féll á SÍ vegna þessa sjúk­lings, né afhent gögn sem snerta hann.“ 

Er hægt að aðskilja til­rauna­að­gerð­ina frá öðrum þáttum með­ferð­ar­inn­ar?

Ætla mætti að aðgerðin væri hluti af til­rauna­með­ferð­inni og ein­kenni­legt ef hægt er að aðskilja þessa þætti. Gera má ráð fyrir viða­miklu ákvörð­un­ar­ferli af hálfu SÍ sem greiddu kostnað sem af til­rauna­með­ferð­inni hlaust, ekki síst þar sem reglur stofn­un­ar­innar (sigl­inga­nefnd), kveða á um að hún taki ekki þátt í kostn­aði við slíka með­ferð. Hvert ein­stakt mál verður sigl­inga­nefnd­ar­mál ef með­ferð er ekki í boði hér á landi en ef brýn nauð­syn er fyrir þann sem er sjúkra­tryggður að fá hana, sækir læknir við­kom­andi til sigl­inga­nefndar um að hún ann­ist og meti umsókn­ina til með­ferð­ar. Sé hún sam­þykkt er greiddur með­ferð­ar­kostn­að­ur, ferða- og uppi­halds­kostn­aður ásamt kostn­aði vegna fag­fylgdar eða ann­arrar fylgdar sem læknir vottar að nauð­syn­leg sé, sbr. reglu­gerð nr. 712/2010 en hún fjallar um mál sjúk­lings.

 „Sjúkra­tryggður ein­stak­lingur sem hyggst fara erlendis í lækn­is­með­ferð þarf að huga að ýmsu áður en lagt er af stað. Skoða þarf undir hvaða mála­flokk við­kom­andi lækn­is­með­ferð flokkast, hvaða skil­yrði þurfa að vera upp­fyllt og hvaða gögnum þarf að skila.“

Landspítalinn.Ástríður Stef­áns­dótt­ir, læknir og dós­ent í sið­fræði við HÍ, segir þessa afstöðu SÍ end­ur­spegla tví­skinn­ung sem birt­ist víða í mál­inu. Í Sví­þjóð hafi mikið verið rætt um að skýra þyrfti betur þá aðgrein­ingu sem gera þurfi á milli vís­inda­til­raunar á fólki ann­ars vegar og lækn­is­með­ferðar hins veg­ar. „Nú þegar hefur starfs­hópur verið skip­aður þar til að fara sér­stak­lega ofan í þann þátt máls­ins í Sví­þjóð. Svo virð­ist sem þessi skil hafi verið óljós í afgreiðslu SÍ,“ segir Ástríð­ur.

Ferlið sem mál hvers sjúk­lings und­ir­gengst þegar leitað er eftir fram­væmd aðgerðar erlend­is, er bæði langt og ítar­legt og regl­urnar sem gilda um slík mál skýr­ar. 

Helgi Guð­bergs­son, yfir­læknir hjá SÍ, minnir á að þagn­ar­skylda varð­andi mál ein­stak­linga sem hann og starfs­menn SÍ séu bundnir og að hann geti því ekki annað en svarað spurn­ing­unni almennt um hvort hægt sé að aðskilja til­rauna­að­gerð­ina frá með­ferð­inni. Það gildi einnig eftir að sjúk­lingar séu látnir eins og í því til­felli sem hér um ræð­ir. Því verði hann að svara spurn­ing­unni almennt. Í því sam­bandi segir Helgi. „Það er ófrá­víkj­an­leg regla að SÍ ­tekur ekki þátt í greiðslu kostn­aðar ef um er að ræða ein­hvers konar til­rauna­með­ferð, hvort sem lækn­inga­til­raun­irnar eru hluti af akademískt við­ur­kenndu ferli, eða ekki. Sam­kvæmt lögum eiga SÍ að standa undir kostn­aði við með­ferð erlendis þegar um gagn­reynda með­ferð er að ræða. Ef mynd­lík­ing er notuð má segja að þegar um gagn­reynda með­ferð er að ræða sé verið að vinna á hvítu svæði. Þegar um með­ferð er að ræða, sem lækn­is­fræðin hefur sýnt fram á að er gagns­laus, sé verið að vinna á svörtu svæði og þegar óvissa er um árang­ur, sé verið að vinna á gráu svæði. Það er bein­línis hlut­verk háskóla­sjúkra­húsa og rann­sókn­ar­stofn­ana að vinna á þessu gráa svæði, þar sem ella yrði engin fram­þróun í lækn­is­fræði og þar með í með­ferð sjúk­dóma.“

Þessi orð Helga eru athygl­is­verð í ljósi þess aðgerðin á Beyene var fram­kvæmd án und­an­geng­inna rann­sókna sem sýndu fram á að með­ferðin gæti borið árangur og án til­skil­inna leyfa. Beyene var í raun „til­rauna­við­fang­ið“. 

Helgi segir jafn­framt að túlkun sigl­inga­nefndar SÍ á þeim lögum og regl­um, sem sett hafa verið um með­ferð erlend­is, sé sú að það sé ekki hlut­verk SÍ sam­kvæmt lög­um, að taka þátt í vinnu á þessu gráa svæði með því að kosta ferðir sjúkra­tryggðra ein­stak­linga með erf­iða sjúk­dóma í rann­sóknir og með­ferð, þegar með öllu er óljóst hvaða með­ferð kunni að vera í boði. „SÍ telja að stofn­un­inni sé bein­línis óheim­ilt að taka þátt í slíkum kostn­aði. Háskóla­stofn­anir birta, að loknum rann­sóknum sínum og til­raunum með nýja með­ferð, nið­ur­stöð­urnar í rit­rýndum alþjóð­legum lækn­is­fræði­ritum og þá hafa aðrir lækn­ar, þar á meðal sér­fræði­læknar hér á landi, í hönd­unum upp­lýs­ingar um með­ferð, sem hægt er að byggja á.“

 „Í því til­viki sem þú spyrð um voru þessar reglur hafðar í heiðri af hálfu SÍ,“ segir Helgi.

Nauð­syn­legt að við­kom­andi stofn­anir hefji rann­sókn á mál­inu

Ástríður Stef­áns­dóttir telur nauð­syn­legt að þær íslensku stofn­anir sem komu að máli Beyene, þekki til þess í heild, rann­saki sér­stak­lega sinn þátt í mál­inu. Það sé bein­línis nauð­syn­legt. „Best er að þær skipi óháða utan­að­kom­andi sér­fræð­inga til að vinna mál­ið. Slík rann­sókn þjón­aði þeim til­gangi að skoða málið sér­stak­lega út frá þeim spurn­ingum sem vakna hér á Íslandi tengum mál­inu. Eng­inn annar en við getur svarað þeim spurn­ing­um. Jafn­framt þurfum við og munum þurfa að eiga sam­tal við erlendar rann­sókn­ar­stofn­anir um þessa hörmu­legu atburða­r­ás,“ útskýrir hún.

Ástríður tekur einnig fram að til þess að geta rann­sakað atburða­rás­ina með við­un­andi hætti þurfum við að þekkja málið frá sjón­ar­hóli okk­ar. Það sé ótækt fyrir Íslend­inga ef okkar stofn­anir séu það veik­burða að þær geti ekki sjálfar sinnt eft­ir­lits­skyldu með þessum hætti. Slíkt grafi undan almennu trausti á stofn­un­um. 

Eins og málið horfir við nú virð­ast lækn­arnir tveir, Tómas Guð­bjarts­son, læknir Beyene, og Óskar Ein­ars­son, sem gerði berkju­speglun á Beyene eftir ígræðslu­að­gerð­ina úti, vera á eigin vegum í þessu máli, þrátt fyrir að þeir séu starfs­menn LSH og þar af leið­andi íslensku heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar, auk þess sem annar starfar við HÍ.

Vænt­an­lega hefur sú stóra ákvörðun að þekkj­ast boð Karol­inska-­sjúkra­húss­ins að fram­kvæmd yrði fyrsta plast­barka­ígræðsla í heimi á sjúk­lingi í þjón­ustu LSH verið tekin eftir umfangs­mikið ákvörð­un­ar­ferli sér­fræð­inga og yfir­manna þar sem allar upp­lýs­ingar þar að lút­andi lágu fyr­ir. Slíkt ferli hlýtur að hafa falið í sér vand­aða yfir­ferð yfir rann­sóknir sem áður höfðu verið fram­kvæmdar og lágu til grund­vallar því að reyna aðgerð­ina á mann­eskju.

Fram­kvæmda­stjóri lækn­inga á LSH, Ólafur Bald­urs­son, hefur lýst fullu trausti á lækn­ana tvo sem komu að máli Beyene og sagt að rann­sókn, svokölluð rót­ar­grein­ing, sem nær yfir með­ferð­ina sem Beyene var veitt þar, hafi leitt í ljós að aðgerðin hafi bæði bjargað lífi hans og lengt það. Rót­ar­grein­ingin var gerð um fag­leg vinnu­brögð á LSH og störf lækn­anna af utn­að­kom­andi fag­að­ilum en blaða- og frétta­menn hafa ekki fengið aðgang að henni. Rót­ar­grein­ingin er ekki gagn­sæ, hún er und­an­þegin upp­lýs­inga­lögum og getur því ekki hjálpað til við að upp­lýsa almenn­ing eða efla traust hans á LSH og starfs­mönnum hans í þessu alvar­lega máli. Ólafur hefur ekki viljað tjá sig frekar um málið en sagði í við­tali við Vísi 1. sept 2015. „Lær­dóm­ur­inn í þessu til­felli er að við þurfum að bæta verk­lags­reglur þegar sjúk­lingar eru sendir til útlanda og það má líka alltaf bæta skrán­ingu. En þessar miklu ásak­anir sem sér­stak­lega lækn­arnir urðu fyr­ir, þær eiga ekki við rök að styðj­ast hvað varðar með­ferð­ina á Land­spít­al­an­um." 

Paolo Maccharini, prófessor við Karolinska-stofnunina.Á hinn bog­inn má túlka orð Reynis Arn­gríms­son­ar, for­manns lækna­ráðs Land­spít­ala, á þann veg að lækna­ráð vilji að málið verði upp­lýst. Hann segir að lækna­ráð hafi ekki haft beina aðkomu að gervi­barka­mál­inu en stjórn þess hafi reynt að kynna sér mála­vexti og fylgj­ast með fram­vindu þess eins og frekast sé kost­ur. Málið sé nú komið í ákveð­inn far­veg hjá sænskum stjórn­völdum og þeim stofn­unum sem hlut eigi að máli. „Stjórn lækna­ráðs Land­spít­ala er þeirra skoð­unar að mik­il­vægt sé að allir þættir þess séu upp­lýstir og hvetur til vand­aðr­ar, mál­efna­legrar og hleypi­dóma­lausrar umfjöll­un­ar,“ segir Reyn­ir. 

Vil­hjálmur Árna­son, pró­fessor í heim­speki við HÍ, telur líkt og Ástríður að Íslend­ingar þurfi að ræða þær sið­ferði­legu spurn­ingar sem þessi til­rauna­með­ferð veki. „Sú umræða þarf bæði að snú­ast um breytni heil­brigð­is­starfs­manna og þau kerfi eða ferli sem við búum yfir til að hafa eft­ir­lit með með­ferð og rann­sókn­um. Þetta þarf að gera óháð því hverjar nið­ur­stöður rann­sókn­ar­máls­ins um ábyrgð ein­stakra starf­manna eða stofn­ana verða. Þetta er hörmu­legt mál þar sem virð­ist hafa verið brotið gegn grund­vall­ar­at­riðum í vís­indasið­ferð­i,“ segir Vil­hjálmur um gervi­barka­mál­ið.

Vís­inda­siða­reglur dög­uðu uppi í mennta­mála­ráðu­neyt­inu

Vil­hjálmur bendir á að sjálfur hafi hann starfað í vinnu­hópi á vegum Rannís til að móta vand­aða starfs­hætti í vís­ind­um. Vinu­hóp­ur­inn skil­aði starfi sínu í drögum að siða­reglum árið 2011 til mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins en þar hafa siða­regl­urnar legið og ekk­ert verið gert til að koma þeim á lagg­irn­ar. Í drög­unum er m.a. tekið fram að sér­stök siða­nefnd fjalli um mál af því tagi sem um ræð­ir, þ.e. til­rauna­með­ferð­ir, og e.t.v. hefðu þessar reglur haft ein­hverja þýð­ingu í að forða mis­ferli í vís­indum eins því sem gerð­ist í gervi­barka­mál­inu ef þær hefðu kom­ist í fram­kvæmd. Við fyr­ir­spurn Kjarn­ans til mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins um hvers vegna áður­nefnd drög komust aldrei á lagg­irn­ar, segir Þor­geir Ólafs­son, upp­lýs­inga­full­trúi í mennta­máls­ráðu­neyt­inu. „Eftir að ráðu­neytið fékk málið til með­ferðar og byrjað var að rýna í það var nið­ur­staðan sú að rétt væri að siða­regl­urnar ættu sér stoð í lögum og það kallar á breyt­ingar á lögum um opin­beran stuðn­ing við vís­inda­rann­sóknir nr. 3/2002. Slíkar breyt­ingar taka langan tíma, ekki síst þegar önnur aðkallandi og brýn mál­efni eru ofar í for­gangs­röð­inni. Þar að auki kalla breyt­ingar af þessu tagi á víð­tækt sam­ráð við marga aðila. Staðan núna er sú að hafin er vinna við gerð til­lagna um breyt­ingar á fram­an­greindum lögum og er grein um siða­nefnd vís­inda­mála hluti af þeirri vinnu. Gert er ráð fyrir að til­lögur verði lagðar fyrir ráð­herra á þessu ári.“

Vís­inda­sam­fé­lagið þarf að skoða þetta mál 

Ástríður Stef­áns­dóttir telur ekki vafa leika á að Íslend­ingar þurfi að bera ábyrgð og skoða þetta mál og gang­ast við því ef mis­tök hafa verið gerð. „Vís­inda­sam­fé­lagið í heild þarf tví­mæla­laust að skoða þetta mál. Við þurfum einnig að útskýra hvernig fyr­ir­hugað er að koma í veg fyrir að slíkt end­ur­taki sig. Að öðrum kosti er ekki hægt að ætl­ast til þess að vís­inda­sam­fé­lag­inu og til­heyr­andi stofn­unum sé treystand­i.“ Hún bendir einnig á í þessu sam­bandi áður­nefnd drög að góðum starfs­háttum í rann­sóknum sem Rann­sókn­ar­ráð Íslands samdi og hafa aldrei litið dags­ins ljós heldur dög­uðu uppi í mennta­mála­ráðu­neyt­inu. Þar er m.a. lagt til að setja skuli á fót siða­nefnd sem fjallað gæti um mál eins og gervi­barka­mál­ið. „Ef sú siða­nefnd væri starf­andi þá ætti hún að vera einn þeirra aðila hér­lendis sem skoða ætti málið og álykta um það. Sú nefnd mynda heyra undir mennta- og menn­ing­ar­málaráð­neyti. Þar sem hún er ekki til þá er vel hugs­an­legt að mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið ætti að finna til sinnar ábyrgðar og skipa óháða nefnd til að fara ofan í mál­ið,“ segir Ástríð­ur. 

Eft­ir­lits­stofnun heilsu- og félags­mála í Sví­þjóð taldi aðgerðir Macchar­ini ólög­legar og að bæri að líta á þær sem til­raunir á mönn­um. Sænska vís­inda­siða­nefndin taldi aðgerð­irnar hneyksli og að ekki hefði verið sýnt fram á að aðgerð­irnar hefðu verið gerðar í lækn­inga­skyni. Á þeim tíma taldi Karol­inska-­stofn­unin að Macchar­ini væri ekki sekur um vís­inda­legt mis­ferli. 

Eftir að málið var tekið upp á ný hefur Karol­inska-­stofn­unin haldið því fram að upp­lýs­ingar frá Íslandi um ástand Andemariam Beyene eftir aðgerð­ina og þar til Lancet-­greinin leit dags­ins ljós hafi verið lyk­il­gögn í rann­sókn í hneyksl­is­mál­inu og í því að Macchar­ini varð ákærð­ur. Þessar upp­lýs­ingar hafa reynst mjög dýr­keyptar og urðu til þess að kallað var eftir afsögn rekt­ors Karol­inska-­stofn­un­ar­inn­ar, And­eres Hamsten, sem sagði af sér í febr­úar síð­ast­lið­inn. 

Við rann­sókn á Macchar­ini kom í ljós að hann hafði aldrei gert þær til­raunir með stofn­frumur á dýrum sem hann sagð­ist hafa gert, heldur óð hann beint í lif­andi fólk og gerði það að til­rauna­við­fangs­efnum sín­um. Hann hafði heldur ekki til­skilin leyfi til að gera aðgerð­irnar eða nota gervi­bark­ana. Þá reynd­ust upp­lýs­ingar frá Íslandi vill­andi skv. því sem Svíar segja og enn óljóst í hvað stóð í íslensku gögn­unum um Beyene sem rataði í Lancet-­grein­ina. 

Magnús Karl Magn­ús­son, for­seti lækna­deildar HÍ, hefur ekki séð ástæðu til að gera óháða rann­sókn á mál­inu og rektor HÍ, Jón Atli Bene­dikts­son, hefur lýst því yfir að hann muni bíða eftir nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­innar í Sví­þjóð en HÍ hefur verið til­bú­inn til að veita aðstoð með því að láta gögn af hendi. Hann hefur ekki lýst yfir stuðn­ingi við starfs­mann sinn, Tómas Guð­bjarts­son pró­fess­or, líkt og LSH hefur gert. 

Um ábyrgð HÍ á þátt­töku íslenskra vís­inda­manna í sam­starfi sem þessu sem að stórum hluta fer fram erlend­is, segir rekt­or, dr. Jón Atli Bene­dikts­son. „Al­mennt séð taka vís­inda­menn þátt í rann­sókn­ar­verk­efnum á eigin ábyrgð, hvort sem þessi verk­efni eru unnin inn­an­lands eða utan. HÍ er í fæstum til­vikum beinn þátt­tak­andi í ein­stökum verk­efn­um, heldur er aðkoma skól­ans í flestum til­vikum í gegnum starfs­fólk hans. Um þátt­töku starfs­fólks í rann­sókn­ar­verk­efnum gilda reglur skól­ans, þ.á m. siða­reglur. Sumar rann­sóknir eru leyf­is­skyldar og þá þarf að sækja um leyfi fyrir fram­kvæmd þeirra til þar til bærra aðila, svo sem Vís­inda­siða­nefnd­ar.“

Siða­regl­ur:

Vand­virkni og heil­indi

2.1.3 Kenn­ar­ar, sér­fræð­ingar og nem­endur eru gagn­rýnir á sjálfa sig og vanda dóma sína. Þeir falsa ekki eða afbaka upp­lýs­ing­ar, gögn eða nið­ur­stöður rann­sókna. Þeir gæta þess að birtar nið­ur­stöður veiti ekki ein­hliða og vill­andi mynd af við­fangs­efn­inu. Þeir forð­ast hvers kyns mis­tök og villur í rann­sókn­ar­starf­inu. Verði þeim á mis­tök við­ur­kenna þeir þau og gera það sem þeir geta til að bæta fyrir þau.

Jón Atli segir enn fremur að verk­efnið sem hér um ræðir hafi verið unnið innan veggja LSH og hjá Karol­inska og að eft­ir­lit með fram­gangi þess hafi því verið í höndum þeirra stofn­anna en ekki HÍ. Hann segir að mál­þingið sem haldið var ári eftir umrædda aðgerð og skipu­lagt af HÍ, hafi byggst á grunni upp­lýs­inga sem þá lágu fyr­ir. „Ég tel ekki rétt að tjá mig um málið á þessu stigi. HÍ mun ekki bregð­ast við fyrr en að lok­inni þeirri rann­sókn sem þegar er farin af stað í Sví­þjóð hjá óháðri rann­sókn­ar­nefnd. Skól­inn hefur þegar sett sig í sam­band við rann­sókn­ar­nefnd­ina og heitið fullri sam­vinnu við að upp­lýsa málið eftir því sem efni standa til,“ segir rekt­or.

Heil­brigð­is­yf­ir­völd hafa eins og áður segir varist fregna en ljóst er að aðkoma okkar Íslend­inga að þessu verk­efni hlýtur að vera á þeirra ábyrgð. SÍ hefur ein­göngu sagt að íslensk heil­brigð­is­yf­ir­völd hafi komið að kostn­aði í kringum aðgerð­ina á Beyene í Sví­þjóð en að Svíar hafi greitt fyrir sjálfa aðgerð­ina. Heil­brigð­is­yf­ir­völd hljóta þó að vera ábyrgð fyrir að Beyene fór í til­rauna­að­gerð­ina. Ábyrgðin í þessu máli liggur fyrst og fremst þar.

„Við verðum að hafa í huga að hér er um að ræða mjög alvar­legar ásak­anir sem fela í sér grun um óboð­lega og lífs­hættu­lega lækn­is­með­ferð, rann­sóknir á fólki þar sem ekki var gætt til­hlýði­legrar var­úðar og jafn­framt ásak­anir um mis­ferli eða jafn­vel svik í rann­sóknum sem hafa hugs­an­lega haft alvar­legar afleið­ingar og jafn­vel leitt til þess að fjöldi manns hefur lát­ist. Þetta mál teygir anga sína til fjöl­margra landa og er mjög flók­ið. Það er því ljóst að sú rann­sókn sem nú er byrjuð í Sví­þjóð mun einnig verða gerð í fleiri löndum og mun hugs­an­lega taka mörg ár. Við Íslend­ingar verðum að skoða vel okkar eigin aðkomu að þessu máli. Við getum þar ekki ein­ungis treyst á aðkomu ann­arra stofn­ana í öðrum löndum og að þau skýri fyrir okkur hvað gerð­ist, við verðum líka að gera okkar eigin rann­sókn. Vand­inn sem við glímum við nú er m.a. sá að málið er for­dæma­laust hér­lendis og við virð­umst ekki hafa fyrir það skýra far­veg­i,“ segir Ástríður Magn­ús­dóttt­ir.

Mik­il­vægt er að fram­kvæmd verði ítar­leg skoðun á öllu ferl­inu í kringum hina afdrifa­ríku til­rauna­með­ferð hér á landi og hlut­verki og ábyrgð íslensku stofn­an­anna. Sænska rann­sóknin mun lík­lega ekki ná til þátta íslensku stofn­an­anna en mik­il­vægt er að við getum lært af þessu máli eins og fram hefur kom­ið. Samt sem áður virð­ist það vera skoðun for­ráða­manna þeirra stofn­ana sem komu að mál­inu að ekki sé ástæða til sér­stakrar rann­sóknar á aðkomu þeirra hér á land­i. 

Fjöl­miðlar hafa ekki sýnt þessu máli mik­inn áhuga ef frá eru taldir Stundin og RÚV. Fálæti fjöl­miðla vekur upp spurn­ingu um hvort mál­inu hefði verið sýndur meiri áhugi ef ein­stak­ling­ur­inn sem var sendur héðan í til­rauna­að­gerð­ina sem mis­heppn­að­ist hefði verið íslensk­ur. 

Við­bót klukkan 07:00 27. mars 2016:

Ályktun um að ekki hafi verið farið eftir siða­reglum starfs­manna HÍ í mál­inu hefur verið fjar­lægð úr frétta­skýr­ing­unni eftir að aðfinnslur bár­ust. Það liggur ekki fyrir að svo sé og er það hér með leið­rétt. Beðist er vel­virð­ingar á þessu. 

Þá skal árétta að þótt fram komi í frétta­skýr­ing­unni að for­seti Lækna­deildar hafi ekki séð ástæðu til að fram­kvæmda óháða rann­sókn á gervi­barka­mál­inu hér­lendis þá er ekki verið að halda því fram að Lækna­deild HÍ vilji ekki óháða rann­sókn. Fyrir liggur að Lækna­deildin styðji rann­sókn óháðra aðila í Sví­þjóð. Við­mæl­endur höf­undar grein­ar­innar telja hins vegar að gera verði eigin rann­sókn á Íslandi og draga af henni lær­dóm.

Hægt er að lesa aðsenda grein Magn­úsar Karls Magn­ús­son­ar, for­seta Lækna­deildar HÍ, vegna frétta­skýr­ing­ar­innar hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
Kjarninn 4. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None