Þarftu nokkuð nótu?

Fjórir af hverjum tíu Dönum kaupa svarta vinnu. Og hinir efnameiri sækja frekar í slíka þjónustu en þeir sem hafa minna á milli handanna.

Peningar
Auglýsing

Flest­ir, ­sem kaupa vöru og þjón­ustu, kann­ast lík­lega við þessa spurn­ingu og hafa kannski margoft verið spurð­ir. Spurn­ingin er ekki borin upp til að spara pappír og af umhyggju fyrir umhverf­inu og nátt­úr­unni. Spurn­ingin felur í sér að sá sem ­spurður er, og svarar að ekki þurfi nótu, sleppi við að borga sölu­skatt sem hækk­ar ­reikn­ings­upp­hæð­ina um fjórð­ung. Þarna er því iðu­lega um veru­lega fjár­muni að ræða og það freistar margra.  En það er ekki endi­lega umhyggja fyrir buddu við­skipta­vin­ars­ins sem er efst í huga ­selj­and­ans. Ef við­skiptin sem um er að ræða eru ekki skráð og fara ekki í gegnum sjóð­vél (sem flestir kalla pen­inga­kassa) eru þau nefni­lega hvergi til­. Það þýðir að sú umbun sem selj­and­inn fær kemur ekki fram og það þýðir aftur að þegar kemur að skatt­fram­tal­inu eru þessar tekjur selj­and­ans ein­fald­lega ekki til og því eng­inn skattur sem greiða þarf, ekk­ert gefið upp. Þetta fyr­ir­komu­lag ­gengur undir nafn­inu svört vinna” og þekk­ist í mörgum lönd­um.

Regl­urnar

Verk sem ­kostar meira en tíu þús­und (tæpar 190 þús­und íslenskar) skal greiða með­ ra­f­rænum hætti, þessi regla var tekin upp í árs­lok 2010. Fyr­ir­tækjum eða ein­stak­lingum er skylt að gefa tekjur upp til skatts. Vin­ar­greiðar (hjálp­a kunn­ingja að skipta um krana í eld­hús­inu) eru ekki fram­tals- og skatt­skyld­ir. En, ef kunn­ing­inn flytur (í stóra bílnum sín­um) þvotta­vél í stað­inn fyr­ir­ við­vikið með kran­ann kall­ast það skipti­vinna og hún er skatt­skyld. Allir sjá í hendi sér að þótt regl­urnar séu skýrar er þó allt annað en auð­velt að fylgjast ­með að þeim sé fram­fylgt, nán­ast úti­lok­að.

Fjórir af hverjum tíu Dönum kaupa svarta vinnu

Danski Rockwool rann­sókna- og vís­inda­sjóð­ur­inn gerði árið 2010, og aftur árið 2014 ­at­hugun á afstöðu Dana til svartrar vinnu. Tæp­lega fjögur þús­und manns vor­u ­spurðir í hvort skipti. Helm­ing­ur­inn hvort þeir hefðu keypt svarta vinnu, hinn helm­ing­ur­inn hvort þeir hefðu unnið svart. Líka var spurt hvort þeim  þætti allt í lagi að kaupa eða selja svart ­burð­séð frá því hvort við­kom­andi hefði sjálfur gert slíkt. Árið 2010 sagð­ist rúm­ur helm­ingur aðspurðra hafa keypt svarta vinnu en fjórum árum síð­ar, 2014, hafð­i hlut­fallið lækkað í fjöru­tíu pró­sent. Fjöldi þeirra sem hafði unnið svart var nokkurn veg­inn sá sami í báðum könn­un­um, rúm­lega tutt­ugu og tvö pró­sent, tekj­urn­ar ­vegna svörtu vinn­unnar höfðu hins­vegar lækkað í könn­un­inni 2014 frá fyrri könn­un­inni.

Auglýsing

Sér­fræð­ing­ur Rockwool sjóðs­ins segir að regl­urnar um raf­ræna greiðslu og rýmri heim­ild­ir skatts­ins til bók­halds­rann­sókna hafi lík­lega orðið til að draga úr áhuga fólks ­fyrir að vinna, og kaupa, svart. Sér­fræð­ing­ur­inn benti líka á að almenn­ing­ur ­líti ekki á það sem skatt­svik að ætt­ingjar og vinir geri hverjir öðrum greiða. Slíkt hafi tíðkast um aldaraðir og þyki sjálf­sagt.

Þeir betur settu vilja helst kaupa svart

Það vakti athygli sér­fræð­ing­anna sem gerðu könn­un­ina að efna­meira fólk vill frekar ­borga svart en hinir efna­minni. Skýr­ing­in, að mati sér­fræð­ing­anna, kann að ver­a sú að hinir efna­meiri kaupi margs konar þjón­ustu umfram þá efna­minni. Könn­un­in ­segi ekk­ert um hug­ar­far. Sér­fræð­ing­arnir nefndu enn­fremur að sú heim­ild sem skatt­ur­inn fékk árið 2010 til að fara inn á einka­lóðir og sjá hvort, og þá hvaða, fram­kvæmdir væru þar í gangi hefði nú verið felld nið­ur. Fróð­legt yrð­i að sjá hvort þetta myndi ein­hverju breyta. Þeir sem vilja gjarna vinna svart eru lang­flestir úr hópi hinna efna­minni, til­búnir að vinna á kvöldin og um helgar til að hleypa laun­unum upp.

 

Það svarta er borgað með seðl­um, jafn­vel svörtum seðlum

Þeg­ar ­spurt var um greiðslu­máta fyrir svörtu vinn­una kom fram að í lang­flest­u­m til­vikum væri greitt í bein­hörðum pen­ing­um. Skýr­ingin liggur í augum uppi, seðl­ar ­sem fara úr einu veski í annað skilja ekki eftir sig neina slóð. Og ekki er víst, segja skýrslu­höf­und­ar, að seðl­arnir sem rak­ar­inn fær frá smiðnum hafi dag­inn áður verið teknir út úr bank­an­um, gætu þess vegna verið komnir frá­ bif­véla­virkj­anum og jafn­vel verið búnir að fara um enn fleiri veski.  

 

Rak­ar­inn, raf­virk­inn, bif­véla­virk­inn og ­smið­ur­inn

Í könn­unum Rockwool sjóðs­ins 2014 og 2010 tróndi hár­sker­inn á toppnum þegar spurt var hvað það væri sem svar­endur gætu helst hugsað sér að kaupa svart. Í könn­un­inni 2014 nefndu flest­ir, eða sjö pró­sent, hár­sker­ann en 2010 voru það ­tíu pró­sent sem nefndu hann. Næst­flest­ir, sex pró­sent, nefndu raf­virkj­ann en átta ­pró­sent nefndu hann árið 2010. Bif­véla­virkj­ann nefndu tæp fimm pró­sent 2014 en rétt tæp tíu pró­sent árið 2010. Þetta kann að skýr­ast af því að æ fleiri bíla­um­boð ­bjóða margra ára ábyrgð, sem er bundin við að þjón­usta fari fram hjá verk­stæð­i ­um­boðs­ins, þar sem ekki er unnið nótu­laust. Sjö pró­sent nefndu smið­inn 2010, nær helm­ingi færri í seinni könn­un­inni. Að gæta gælu­dýra og hrein­gern­ingar vor­u líka á list­an­um.

Flest­ir þeirra sem á annað borð lýstu sig fúsa til að kaupa svarta vinnu sögð­ust hel­st ­gera það þegar þeir þekktu þann sem fengi greiðsl­una.

 

Erfitt að meta tekju­tap rík­is­ins

Sér­fræð­ing­ar Rockwool sjóðs­ins telja að árleg velta í svarta hag­kerf­inu sé um það bil 40 millj­arðar króna (760 millj­arðar íslenskir). Erfitt sé hins vegar að meta hve ­miklum skatt­tekjum danska ríkið verði af. Þeir sem fái borgað svart leyfi sér­ lík­lega meira, kaupi til dæmis dýr­ari vör­ur, skipti oftar um bíl, end­ur­ný­i heim­il­is­tækin oftar o.s.frv. Aukin neysla þýði auknar skatt­tekj­ur. Þeir sem ­kaupa svarta vinnu, til dæmis við húsa­við­gerð­ir, láti líka gera meira (t.d.­skipta um þrjá glugga en ekki tvo). Það þýði meiri tekjur í formi sölu­skatts og hærri op­in­ber gjöld þeirra fyr­ir­tækja sem selja bygg­inga­vör­ur.   

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None