Trump um Trump frá Trump til Trumps

Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Auglýsing

Frétt banda­ríska dag­blaðs­ins The Wall Street Journal um áhuga Don­ald Trumps Banda­ríkja­for­seta á að kaupa Græn­land vakti heims­at­hygli þegar hún birt­ist 16. ágúst sl. For­set­inn stað­festi sama dag frétt blaðs­ins. Ýmsir héldu, í fyrstu, að Trump hefði verið að grín­ast en svo reynd­ist ekki vera. Hann var að tala í fúl­ustu alvöru og útskýrði á frétta­manna­fundi að í raun væri kaup og sala á Græn­landi í grunn­inn fast­eigna­við­skipti. Sér hefði verið bent á að Danir bæru árlega mik­inn kostnað vegna Græn­lands sem þeir myndu losna við með sölu á þess­ari land­ar­eign, eins og for­set­inn komst að orð­i. 

Undr­un  

Hug­myndin um kaup Banda­ríkj­anna á Græn­landi vakti, eins og áður var nefnt, mikla athygli. Danskir og græn­lenskir stjórn­mála­menn voru vart búnir að nudda stír­urnar úr aug­unum að morgni 16. ágúst þegar fjöl­miðlar byrj­uðu að hringja og leita álits. Við­brögð þeirra voru á einn veg: hug­myndin væri aldeilis frá­leit. Tímar slíkrar land­sölu sem Banda­ríkja­for­seti hefði í huga væri löngu liðnir og þar að auki hefðu dönsk stjórn­völd ekk­ert leyfi til að selja Græn­land, rétt si svona. Sumir gengu svo langt að segja þessi ummæli for­set­ans stað­festa það sem ýmsir hefðu talið sig vita: for­set­inn væri flón (fjols). „Apr­ílgabb á alröngum tíma“ sagði Lars Løkke Rasmus­sen fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. 

Í yfir­lýs­ingu græn­lensku land­stjórn­ar­innar sagði að Græn­lend­ingar hefðu áhuga á við­skiptum en ekki á sölu lands­ins. Hafi þessi við­brögð náð eyrum for­set­ans verður að telja lík­legt að hann hafi litið á þau eins og hvern annan golu­þyt og kært sig koll­ótt­an. En við­brögð danska for­sæt­is­ráð­herr­ans fóru hins­vegar ekki fram­hjá forsetanum.

Auglýsing

Aflýsti Dan­merk­ur­ferð­inni 

Frétta­maður danska sjón­varps­ins, DR, hitti Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra að kvöldi sunnu­dags 20. ágúst og leit­aði álits hennar á hug­mynd Banda­ríkja­for­seta. Spurn­ingin og svarið birt­ast hér orð­rétt, á dönsku:

- Trump vil gerne købe Grøn­land, siger han. Hvilke tanker gør du dig i den anledn­ing?

Statsmini­steren svarede:

- Jeg gør mig ikke nogen som helst tanker i den for­bindel­se. Det er jo en abs­urd diskussion, og Kim Kiel­sen (Grøn­lands lands­styreform­and) har sel­vfølgelig gjort det klart, at Grøn­land ikke er til salg, og så stopper snakken med det. 

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Mynd:EPADan­ir, eins og við Íslend­ing­ar, eru vanir að nota orðið abs­urd (absúrd) um það sem þykir frá­leitt, fjar­stæðu­kennt eða jafn­vel fárán­legt. For­sæt­is­ráð­herra Dana þótti hug­mynd Don­ald Trumps sem sé frá­leit. Og nefndi jafn­framt að for­maður græn­lensku land­stjórn­ar­innar hefði lýst því yfir að Græn­land væri ekki til sölu. Og meira væri ekki um það að segja. 

Þar skjátl­að­ist Mette Frederik­sen. Don­ald Trump hafði ýmis­legt um þetta að segja. Á Twitt­er, þar sem for­set­inn tjáir sig gjarna, hrós­aði hann Dönum og jafn­framt danska for­sæt­is­ráð­herr­anum fyrir að tala hreint út varð­andi Græn­land. Hann sagði enn­fremur að í ljósi þess að for­sæt­is­ráð­herr­ann vildi ekki ræða sölu á Græn­landi hefði hann ákveðið að fresta Dan­merk­ur­ferð sinni en hlakka til slíkrar heim­sókn­ar, síð­ar. Þetta var aðfara­nótt mið­viku­dags­ins 21. ágúst. Hafi ein­hverjir ímyndað sér að þar með væri þetta Græn­lands­mál úr sög­unni, í huga for­set­ans, skjátl­að­ist þeim.

Abs­urd

Að kvöldi mið­viku­dags­ins, sama dags og for­set­inn hafði aflýst, eða frestað, Dan­merk­ur­ferð­inni var skyndi­lega komið annað hljóð í strokk­inn. Þá hafði hrós í garð danska for­sæt­is­ráð­herr­ans skyndi­lega breyst í hneykslun vegna eins orðs í við­tali ráð­herr­ans við Danska sjón­varp­ið. Þetta var orðið abs­urd. For­set­inn lýsti því yfir að svona tali menn ekki við Banda­ríkin „að minnsta kosti ekki meðan ég er for­seti. Hún (Mette Frederiksen) hefði bara getað sagt nei“.

Stjórn­mála­skýrendur austan hafs og vestan segja þessa skyndi­legu kúvend­ingu eiga sér allt aðrar skýr­ing­ar. Að nota þetta orð til að ráð­ast á danska for­sæt­is­ráð­herr­ann sé tylli­á­stæða en jafn­framt dæmi­gert fyrir for­seta Banda­ríkj­anna. Hann hafi áttað sig á því að sú skyndi­á­kvörðun hans að hætta við Dan­merk­ur­heim­sókn­ina, og hugs­an­leg kaup á Græn­landi, mælt­ist ekki vel fyrir og reyni þá að beina athygl­inni ann­að. Nú var heim­sókn­inni ekki aflýst vegna þess að ekki yrði rætt um kaup og sölu á Græn­landi, heldur vegna þess að for­sæt­is­ráð­herra Dana var „na­sty“. Orð sem Banda­ríkja­for­seti virð­ist nota þegar hann talar niður til kvenna og er ekki bein­línis úr kurt­eis­is­orða­bók­inni.

Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra sagði í við­tali að hún ætl­aði sér ekki að eiga í orða­skaki við Don­ald Trump. Lars Løkke Rasmus­sen fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra sagði „að það væri ekk­ert að því að afþakka boð um heim­sókn en það væri ein­kenni­legt að afþakka boð sem maður hefði sjálfur beðið um“ og vís­aði til þess að það var upp­haf­lega for­set­inn sjálfur sem óskaði eftir að verða boðið til Dan­merk­ur. Margir danskir stjórn­mála­menn hafa sagt að það að aflýsa opin­berri heim­sókn, með svo skömmum fyr­ir­vara, væri eins­dæmi en varð­andi Don­ald Trump kæmi fátt á óvart. 

Klæði á vopnin

Eins og stundum áður kepp­ast nú banda­rískir stjórn­mála – og emb­ætt­is­menn við að milda áhrifin af ákvörð­unum og yfir­lýs­ingum for­set­ans. Banda­ríski utan­rík­is­ráð­herrann, Mike Pompeo, hringdi strax í Jeppe Kofod utan­rík­is­ráð­herra Dan­merkur til að full­vissa hann um að hið góða og nána sam­band ríkj­anna tveggja væri óbreytt. Dan­mörk er einn helsti banda­maður Banda­ríkj­anna á alþjóða­vett­vangi, þótt for­set­inn blási. Banda­ríkja­menn vilja „gott veð­ur“ í sam­skiptum sínum við Dani, og Græn­lend­inga. Þeir hags­munir eru gagn­kvæmir því Danir eru fáir og smáir og vilja gjarna sam­vinnu við Banda­rík­in, ekki síst þegar horft er til Norð­ur­slóða.

Skjótt skip­ast veður í lofti

Eins og margir vita segir for­seti Banda­ríkj­anna eitt í dag og annað á morg­un, er með öðrum orðum óút­reikn­an­leg­ur. Sl. mið­viku­dags­kvöld sagði Trump að danski for­sæt­is­ráð­herr­ann hefði verið ,,na­sty“ ummælum sínum um Græn­lands­hug­mynd­ina. Á fimmtu­dags­kvöld sagði for­set­inn hins­vegar að Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra væri frá­bær kona. Þau hefðu rætt saman í síma (hún hringdi sagði Trump) og þau hefðu ákveðið að ræða betur saman síð­ar. For­set­inn skýrði ekki nánar frá því um hvað var rætt. AP frétta­stofan greindi frá því í gær að banda­ríska utan­rík­is­ráðu­neytið hafi nýlega sent full­trúa­deild þings­ins bréf, þar sem fram komi að stjórn Trumps hygg­ist, ef sam­þykki þings­ins fæst, opna ræð­is­skrif­stofu í Nuuk. Það myndi styrkja tengsl Banda­ríkj­anna og Græn­lands segir í bréf­inu. Banda­ríkja­menn opn­uðu ræð­is­skrif­stofu í Nuuk árið 1940, eftir að Þjóð­verjar her­námu Dan­mörku en henni var lokað árið 1953. Danskir póli­tíkusar hrósa for­sæt­is­ráð­herr­anum

Danskir stjórn­mála­menn eru á einu máli um að Mette Frederik­sen eigi mikið hrós skilið fyrir hvernig hún tók á Græn­lands­mál­inu og hama­gang­inum í for­set­an­um. Hún komið mjög vel fram, gætt þess vel að forð­ast orða­skak, verið yfir­veguð í við­tölum við fjöl­miðla. Hún hafi líka lagt áherslu á að Danir líti á Banda­ríkin sem vina­þjóð, þau góðu tengsl eigi sér langa sögu og þannig verði það áfram. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra við kynningu fjárlagafrumvarpsins í dag.
Fjárlög gera ráð fyrir 264 milljarða króna halla árið 2021
Samanlagður halli á rekstri ríkissjóðs á árunum 2020 og 2021 mun nema yfir 530 milljörðum króna. Ríkisstjórnin segist ætla að beita ríkisfjármálunum af fullum þunga og safna skuldum, frekar en að grípa til niðurskurðar eða skattahækkana.
Kjarninn 1. október 2020
Útflutningur dregst verulega saman á milli ára. Þar skiptir mestu máli að ferðaþjónusta er nær lömuð sem stendur. Kórónuveiran gerir það að verkum að fáir heimsækja Ísland.
Hagstofan spáir mesta samdrætti í heila öld – 30 prósent samdráttur í útflutningi
Hagstofa Íslands spáir því að hagkerfið taki við sér á næsta ári og að þá verði hagvöxtur upp á 3,9 prósent. Verbólguhorfur hafa versnað og nú er gert ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali yfir markmiði út næsta ár.
Kjarninn 1. október 2020
Þriðja bylgjan: „Þetta verður há tala, það er alveg ljóst“
Fleiri liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 en á sama tímapunkti í fyrstu bylgju faraldursins. Thor Aspelund líftölfræðingur segir allt eins líklegt að þriðja bylgjan vari í fimm vikur til viðbótar og jafnvel að önnur taki svo við í desember.
Kjarninn 1. október 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn hafa verið mismunandi sýnilegir vegna COVID-19. Svandís Svavarsdóttir nýtur nú meira trausts en áður, Katrín Jakobsdóttir stendur í stað en traust til Lilju Alfreðsdóttur hefur helmingast á rúmu ári.
Katrín nýtur mest trausts en traust til Lilju helmingast milli ára
Þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins raða sér í þrjú efstu sætin yfir þá ráðherra sem landsmenn treysta síst. Þeim fækkar sem segjast treysta Lilju Alfreðsdóttur mest en fjölgar sem nefna Svandísi Svavarsdóttur eða Sigurð Inga Jóhannsson.
Kjarninn 1. október 2020
Brynjar sakar Pírata um popúlisma – Björn Leví segir Brynjar vera latan og gera ekkert
Tveir þingmenn, annar úr Sjálfstæðisflokki og hinn frá Pírötum, tókust hart á á samfélagsmiðli í gær. Sá fyrrnefndi ásakaði hinn um popúlisma. Sá síðarnefndi sagði hinn vera latan og reyna að gera sem minnst.
Kjarninn 30. september 2020
Ríkisbankarnir tveir á meðal stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar