Milljarðaklúður

Breytingar sem gerðar voru á fyrirkomulagi álagningar og innheimtu skatta í Danmörku fyrir 13 árum hefur kostað danska ríkið milljarða í töpuðum tekjum. Stofnun SKAT í Danmörku sögð mistök í nýrri skýrslu.

Danskar tíu krónur
Auglýsing

Los­ara­legt og illa und­ir­bú­ið. Klúð­ur. Þetta er nið­ur­staða rann­sóknar tveggja danskra ­pró­fess­ora á þeim breyt­ingum sem gerðar voru á fyr­ir­komu­lagi álagn­ingar og inn­heimtu skatta í Dan­mörku fyrir 13 árum og hefur kostað danska ríkið millj­arða í töp­uðum tekj­um. Skýrsla pró­fess­or­anna kom út á bók fyrir nokkrum dögum und­ir­ heit­inu ,,Overmod og afmagt – histor­ien om det nye Skat“.

Það er ekki nýlunda að ráð­herrar kynn­i ,,­tíma­móta­breyt­ing­ar“. Þeim er ætíð ætlað að breyta, gera hlut­ina ein­fald­ari og ó­dýr­ari, ,,já­kvæð breyt­ing fyrir borg­ar­ana“ er algengt orða­lag við slík­ tæki­færi. Oft eru slíkar breyt­ingar af hinu góða, en ekki þó alltaf. Ákvörðun sem d­anska rík­is­stjórnin tók árið 2004, og var leidd í lög ári síð­ar, er dæmi um breyt­ingu sem hvorki leiddi til ein­föld­unar né sparn­að­ar. Nú, þrettán árum ­síðar tala margir um þessa breyt­ingu sem mesta skandal í sögu Dan­merk­ur, á síð­ari tímum að minnsta kosti.

,,Stórt fram­fara­skref“ sagði And­ers Fogh Rasmus­sen ­for­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur þegar hann kynnti, í apríl árið 2004, ákvörð­un ­rík­is­stjórnar sinnar um breyt­ingar á inn­heimtu skatta og gjalda hins opin­ber­a, ­ríkis og sveit­ar­fé­laga. Skatt­tekjur eru ein helsta stoð sam­fé­lags­ins og því ekki að undra að mikið væri um þetta fjallað í dönskum fjöl­miðl­um. Breyt­ing­in ­sem um ræddi var að inn­heimta skyldi færð frá sveit­ar­fé­lögum í land­inu til­ nýrrar stofn­un­ar, SKAT, sem form­lega tók til starfa 1. nóv­em­ber 2005. Lars Løkk­e Rasmus­sen þáver­andi inn­an­rík­is- og heil­brigð­is­ráð­herra hafði fyrir hönd ­rík­is­stjórn­ar­innar stjórnað und­ir­bún­ings­vinn­unni.

Auglýsing

Ein­fald­ara og ódýr­ara

Lógó SKAT stofnunnarinnarÁ áð­ur­nefndum kynn­ing­ar­fundi sagði Lars Løkke Rasmus­sen að nýtt tölvu­kerfi sem SKAT myndi nota væri hið full­komn­asta sem völ væri á. Tölvu­kerfið sem kall­að var EFI væri í mótun og yrði, að sögn ráð­herr­ans, tekið í notkun árið 2007. Frétta­menn sem höfðu efa­semdir og töldu sig vita að lengra væri í land með­ þetta tölvu­kerfi, gengu á ráð­herr­ann en hann sagð­ist bjart­sýnn. Blaða­mað­ur­ Berl­ingske sagði á fund­inum að þótt bjart­sýni væri góður eig­in­leiki væri raun­sæi þó mik­il­væg­ara. Þegar kom fram á árið 2007 var til­kynnt að EFI yrð­i ekki til­búið fyrr en árið 2009. Það stóðst hins­vegar ekki og svo fór að tölvu­kerf­ið var ekki tekið í notkun fyrr en 2013. Danir höfðu þá gefið því nafnið 7-9-13. 

Kostn­að­ur­inn við kerfið reynd­ist sam­tals nema sem sam­svarar um það bil 22 millj­örðum íslenskra króna. Sá kostn­aður er þó smá­munir miðað við hvað tapast hefur í skatt­tekjum vegna galla í kerf­inu enda köll­uðu danskir fjöl­miðlar EFI ­dýrasta tölvu­leik sög­unn­ar. Árið 2016 var ákveðið að loka EFI kerf­inu. Einn ­kost­anna við nýja kerf­ið, sagði Lars Løkke Rasmus­sen, vera að með notkun þess yrð­i unnt að fækka starfs­fólki. Þegar SKAT varð til unnu sam­tals um 11 þús­und manns hjá skatt- og inn­heimtu­stofn­unum sveit­ar­fé­lag­anna.

Hlust­uðu ekki á við­var­anir

Þótt EFI ­tölvu­kerfið væri ekki komið í notkun þegar SKAT hóf starf­semi sína var ­starfs­fólki fækk­að. Frá árinu 2005 og fram til árs­ins 2017 fækk­aði starfs­fólki skatts­ins um rúm­lega 5000 manns og í árs­byrjun 2017 voru starfs­menn 6100. ­Starfs­menn og margir aðrir bentu marg­sinnis á að starf­semi SKAT væri í mol­um. Ein á­stæða þess væri sú að starfs­fólki fækk­aði mikið en EFI tölvu­kerfið sem átti að ­leysa manns­hönd­ina af hólmi komst aldrei almenni­lega í gagn­ið. ­Stjórn­mála­menn­irnir skelltu skolla­eyrum við þessum ábend­ing­um, gagn­rýnendur vor­u ­jafn­vel kall­aðir úrtölu­menn.

Níu skatta­ráð­herrar á fjórtán árum

Kristian Jensen, núverandi fjármálaráðherra.Frá árinu 2004 hafa sam­tals níu (allt karl­ar) gegnt emb­ætti skatta­mála­ráð­herra. Flestir þeirra hafa staðið stutt við en Krist­ian Jen­sen, núver­andi fjár­mála­ráð­herra og vara­for­maður Ven­stre, var ráð­herra skatta­mála í sex ár, frá 2004 – 2010. Ven­stre (sem þrátt fyrir nafnið skil­greinir sig sem hægri miðju­flokk) var í rík­is­stjórn­ar­for­ystu þegar ákvörðun um stofnun SKAT var tekin og fram til árs­ins 2011. Frá kosn­ing­unum það ár og til 2015 var flokkur sós­í­alde­mókrata í for­ystu rík­is­stjórn­ar­innar (Helle Thorn­ing-Schmidt) en frá kosn­ingum sum­arið 2015 hefur rík­is­stjórn Ven­stre undir for­ystu Lars Løkke Rasmus­sen ásamt Liberal Alli­ance (Frjáls­ræð­is­banda­lag­ið) og Det Konservative Fol­ke­parti (Íhalds­flokk­ur­inn) verið við völd. 

Eng­inn þeirra níu ráð­herra sem setið hafa í Skatta­ráðu­neyt­inu frá árinu 2004 sá ástæðu til að breyta um stefnu, upp­sagn­irnar hjá SKAT héldu áfram allt fram til árs­loka 2016.

Millj­arðar útistand­andi

24. a­príl 2017 birti dag­blaðið Politi­ken frétt um að í skýrslu sem end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækið PWC hefði unn­ið, fyrir Skatta­ráðu­neyt­ið, kæmi fram að sam­tals ætti SKAT útistand­andi um það bil 100 millj­arða króna (um það bil 1840 millj­arðar íslenskir) og að lík­indum yrði ekki hægt að inn­heimta ­nema í hæsta lagi fimmt­ung þess­arar upp­hæð­ar, um 20 millj­arða. Þremur dögum síð­ar­ birti dag­blaðið Berl­ingske við­töl við marga sér­fræð­inga sem allir lýstu eft­ir við­brögðum stjórn­valda. Frá ráð­herrum heyrð­ist ekk­ert. Nokkrum ­dögum síð­ar, eða 1. maí, gagn­rýndi Mette Frederiksen, for­maður Sós­í­alde­mókrata, hve illa hefði verið staðið að und­ir­bún­ingi SKAT á sínum tíma og beindi spjót­u­m sínum fyrst og fremst að Krist­ian Jen­sen, sem sat í Skatta­ráðu­neyt­inu frá 2004 til 2010. Enn þögðu ráð­herr­arn­ir, allir sem einn.

11. maí 2017 ­gerð­ist svo það að Carl Hol­st, þing­maður Ven­stre, lýsti því yfir í við­tali við Berl­ingske að ekki dygði að stinga höfð­inu í sand­inn, rann­sókn á klúðr­inu hjá SKAT væri nauð­syn­leg og yrði að fara fram. Tveimur dögum síðar til­kynntu tveir ­stjórn­ar­and­stöðu­flokkar á þing­inu, Enheds­listen (Ein­ing­ar­list­inn) og Alt­ernati­vet (Annar val­kost­ur) að þeir myndu krefj­ast rann­sóknar á SKAT, og undir þetta tóku svo Sós­í­alde­mókratar og tals­menn Danska Þjóð­ar­flokks­ins. Þar ­með var ljóst að rann­sóknin yrði sam­þykkt í danska þing­inu (Fol­ket­in­get).  Þá rank­aði skatta­ráð­herr­ann Karsten Lauritzen við sér og til­kynnti að hann myndi kalla full­trúa allra flokka til fundar við ­sig og að form­leg rann­sókn á SKAT færi fram. Ráð­herr­ann hafði í ágúst 2016 til­kynnt að SKAT fengi aukna fjár­muni og að starfs­fólki þar myndi fjölga um 1000 fram til árs­ins 2020.

Afhend­ing­ar­tregða

Frá­ ­upp­hafi var ljóst að nefnd­ar­innar sem skipuð var til að ,,fara í saumana“ á SKAT biði bæði umfangs­mikið og tíma­frekt verk­efni. Nefndin tók til starfa 1. nóv­em­ber í fyrra og óskaði fljót­lega eft­ir margs­konar gögnum frá Skatta­ráðu­neyt­inu og nokkrum stofn­unum þess. Það hefur þó ­reynst hægar sagt en gert. Mich­ael Ellehauge, for­maður rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar (­dóm­ari við Vestra -Lands­rétt) sagði fyrir nokkrum dög­um, í við­tali við Berl­ingske, að treg­lega gengi að fá gögn afhent. Nefndin hefði orðið að setj­a ráðu­neyt­inu sér­staka tíma­fresti til að afhenda gögn. Haldnir hefðu verið margir fundir og fjöldi bréfa send, til að reka á eftir afhend­ingu gagna. 

Ekki er ­ljóst hvenær rann­sókn­ar­nefndin lýkur störfum og skilar af sér en það verður í alfyrsta lagi í lok næsta árs, að sögn for­manns nefnd­ar­inn­ar. Til marks um umfang ­máls­ins má nefna að til þessa hefur rann­sókn­ar­nefndin fengið afhentar 1814 ­möppur með gögnum og  ,, það er bara byrj­un­in“ sagði Michael Ellehauge. Stjórn­ar­and­stæð­ingar á þingi saka Karsten Lauritzen skatta­ráð­herra um seina­gang og tregðu við afhend­ingu gagna. Ráð­herr­ann neitar slíkum ásök­un­um og seg­ist hafa gefið starfs­fólki ráðu­neyt­is­ins fyr­ir­skip­anir um að afhenda öll ­gögn sem rann­sókn­ar­nefndin óskar eftir en bendir á að þetta sé ,,ri­sa­mál“, eins og hann komst að orð­i. 

Stofn­unin SKAT lögð niður

Karsten Lauritzen, skattaráðherra Dana. Mynd: Wikimedia CommonsEins og nefnt var fyrr í þessum pistli var SKAT stofnað árið 2005 og þá lýst sem ,,stóru fram­fara­skref­i“. Þótt til­gang­ur­inn hafi verið góður varð reyndin önn­ur. SKAT varð eins­konar risi á brauð­fótum og  fram­fara­skrefið var aldrei stig­ið. Í júní í fyrra til­kynnti svo rík­is­stjórn Lars Løkke Rasmus­sen að ákveðið hefði verið að leggja stofn­un­ina SKAT niður og þess í stað yrðu stofn­aðar 7 skatt­stofur sem stað­settar yrðu víða um land.  Með þess­ari breyt­ingu sagði  Karsten Lauritzen skatta­ráð­herra von­ast til að þeim hremm­ingum sem lands­menn hefðu orðið vitni að á und­an­förnum árum væri lok­ið. Og þær eru vissu­lega margar hremm­ing­arn­ar. Hæst ber þá stað­reynd að skatt­ur­inn á nú útistand­andi jafn­virði 1840 millj­arða íslenskra króna og líkur eru á að aðeins tak­ist að inn­heimta lít­inn hluta þeirra fjár­muna.

Bókin Overmod og afmagt

Í ný­út­kominni bók pró­fess­or­anna tveggja, sem getið var í upp­hafi pistils­ins er það sem þeir nefna ,,rauna­sögu skatts­ins“ rak­in. Í stuttu máli er nið­ur­staða tví­menn­ing­anna að stofnun SKAT hafi verið mis­tök. Ákvörð­unin hafi verið tekin í skyndi, án þess að sýnt hefði verið fram á gagn­semi breyt­ing­ar­inn­ar, und­ir­bún­ing­ur­inn alltof lít­ill og illa ígrund­að­ur. Fjölda­upp­sögnum hafi ver­ið haldið áfram löngu eftir að ljóst var að tölvu­kerfið EFI væri hand­ó­nýtt , eins og pró­fess­or­arnir kom­ast að orði. Og loks hafi stjórn­mála­menn tregð­ast við að við­ur­kenna vand­ann. Pró­fess­or­arnir segja að í SKAT mál­inu hafi stjórn­mála­menn ­fallið á próf­inu, ekki einu sinni fengið 4.9!               

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiErlent