Skuggsælt í skjóli stórra ríkja

Eystrasaltslöndin eru enn að finna fyrir afleiðingum alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Ríkin þrjú höfðu ekki val um gengisfellingu og þurfti í stað þess að beita hörðum niðurskurð á kostnað almennings.

Eystrasaltslöndin
Eystrasaltslöndin
Auglýsing

Tíu ár eru liðin frá því að alþjóð­lega fjár­málakreppan skall á. Áhrif hennar voru gríð­ar­leg út um allan heim og sum lönd fóru mun verr út úr efna­hags­hrun­inu en önn­ur. Tals­verður munur er á því hvernig ríki tók­u­st á við afleið­ingar og áskor­anir efna­hags­hruns­ins. Eystra­salts­lönd­in, Eist­land, Lett­land og Lit­háen voru á meðal þeirra landa sem fengu veru­lega að finna fyrir afleið­ingum fjár­málakrepp­unn­ar. Þetta eru ekki stór eða fjöl­menn lönd en þau hafa sér­staka teng­ingu við Norð­ur­lönd­in. Ísland var fyrst allra landa í heim­inum til að við­ur­kenna sjálf­stæði þeirra eftir hrun Sov­ét­ríkj­anna, hin Norð­ur­löndin fylgdu svo í kjöl­far­ið. 

Í dag eru ríkin þrjú sjálf­stæð og öll orðin hluti af Evr­ópu­sam­band­inu. Þau gengu jafn­framt í Atl­ants­hafs­banda­lagið árið 2004. Í gegnum árin hefur verið nokkuð sam­ráð á milli Norð­ur­land­anna og Eystra­salts­land­anna. Þau sitja meðal ann­ars saman í Eystra­salts­ráð­inu og hafa sam­eig­in­lega skrif­stofu hjá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðnum og Alþjóða­bank­an­um. Norð­ur­löndin og Eystra­salts­löndin eru að mörgu leyti ólík ríki en áhuga­vert er að skoða hvernig þessar þjóðir tók­ust á við fjár­málakrepp­una nú tíu árum síð­ar.

Hvernig brugð­ust Norð­ur­löndin og Eystra­salts­löndin ólíkt við fjár­mála­hrun­inu?

Hilmar Þór Hilm­ars­son, pró­fessor við Háskól­ann á Akur­eyri, gaf nýverið út bók um þessi mál sem heitir „The Economic Crisis and its Aftermath in the Nor­dic and Baltic Countries: Do as We Sa­y and Not a­s We Do.“ Í bók­inni ber Hilmar saman hvernig Norð­ur­löndin og Eystra­salts­ríkin tók­ust á við afleið­ing­ar fjár­málakrepp­unn­ar.                                          

Auglýsing

Hilmar Þór HilmarssonÁ Norð­ur­lönd­un­um, að Íslandi und­an­skildu, var sam­kvæmt Hilm­ari varla hægt að tala um alvar­lega kreppu árið 2008 heldur frekar slæma og skamm­vinna nið­ur­sveiflu. Eystra­salts­ríkin glímdu við mun alvar­legri áföll. Hag­vöxtur í ríkj­unum árin fyrir hrun hafði einkum verið drif­inn áfram af erlendu fjár­magni, aðal­lega frá Norð­ur­lönd­un­um, sem streymdi inn í banka­geir­ann og ýtti undir banka- og fast­eigna­bólu. Efna­hags­stefna þeirra hafði á sama tíma byggst á lágum skött­um, litlu reglu­verki og tak­mörk­uðu félags­legu kerfi. Því höfðu ríkin litla burði til að bregð­ast við efna­hags­hrun­inu og afleið­ing­arnar urðu gríð­ar­legar á íbúa lands­ins. Ríkin búa við hag­vöxt í dag en at­vinnu­leysi er enn meira en fyrir fjár­málakrepp­una og tíðir búferla­flutn­ingar ungs fólks úr landi eru áhyggju­efni.

Ólík kerfi

Norð­ur­löndin eru lönd með sterkt vel­ferð­ar­kerfi, nokkuð stöðugan hag­vöxt, lítið atvinnu­leysi og nokkuð jafna tekju­skipt­ingu. Því voru Norð­ur­lönd­in, sam­kvæmt bók Hilm­ars, með mun meiri burði til að með  bregð­ast við krísum og voru fljót­ari að taka við sér­. Eystra­salts­löndin eru á hinn bóg­inn bæði fátæk­ari og í við­kvæm­ari stöðu vegna ójafnrar tekju- og auð­skipt­ingar innan þeirra landa. 

Eftir fall Sov­ét­ríkj­anna þá stóðu Eystra­salt­ríkin frammi fyrir stór­tækum breyt­ing­um. Í sam­tali við Kjarn­ann bendir Hilmar á hversu athygl­is­vert það sé að Eystra­salts­löndin ákveði á þessum tíma­mótum ekki að horfa til Norð­ur­land­anna og þeirra vel­ferð­ar­kerfa heldur taka þau upp nýfrjáls­hyggju­kerfi. Kerfi með tak­mörk­uðum rík­is­af­skipt­um, flötum skött­um, lágum eigna­sköttum og einka­væddum rík­is­fyr­ir­tæki. Hilmar bendir í bók sinni á að Eystra­salts­löndin hafi verið undir stjórn Sov­ét­ríkj­anna í tugi ári og að þau séu lítil lönd, frekar ein­angr­uð og óund­ir­búin fyrir þessar miklu breyt­ing­ar. Von­ast var til að frjáls­hyggjan myndi leiða af sér mik­inn hag­vöxt sem hún gerði í kjöl­far mik­illa erlendra lána. Árið 2004 gengu Eystra­salts­löndin síð­an í Evr­ópu­sam­band­ið.

Hilmar sagði í sam­tali við Kjarn­ann að lönd með sveigj­an­legri efna­hags­stefnu, sjálf­stæðan gjald­miðil og meira frelsi í rík­is­gjöldum séu lík­legri til ná sér hratt á strik eft­ir efna­hags­á­föll en lönd sem hafa tekið upp evr­una. Áður en lönd geta tekið upp evr­una þurfa þau að beita miklu aðhaldi í rík­is­fjár­málum sam­kvæmt for­skrift mynt­banda­lags­ins. Hilmir bætir við að fast­geng­is­stefna sam­hliða miklum nið­ur­skurði í rík­is­fjár­málum sé ekki lík­leg leið til að auka hag­vöxt, sér í lagi í hjá nýmark­aðs­ríkjum eins og Eystra­salts­ríkj­un­um. 

Fánar Eystrasaltsríkjanna.

Evr­ópu­sam­bandið og Svíar leyfðu ekki geng­is­fell­ingu

Í bók­inni segir frá því hvernig Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn lagði til 15 pró­sent geng­is­fell­ingu í Lett­landi en ­Evr­ópu­sam­band­ið og Sví­ar höfn­uð­u því. Svíar eiga nefni­lega að mestu banka­kerfi Eystra­salts­land­anna. Greint er frá því að þegar fjár­mála­hrunið átti sér stað þá hitti sænski fjár­mála­ráð­herrann ­for­sæt­is­ráð­herra ­Lett­lands á flug­vell­inum Arlanda í Sví­þjóð til að tala um hvernig best væri að bregð­ast við hrun­in­u. Í kjöl­farið voru gerðar kröfur um mik­inn nið­ur­skurður frá ESB og Sví­þjóð, þar sem m.a. skólar og sjúkra­hús vor­u lok­uð. Útkoma aðgerð­anna árið 2008 varð sú að efna­hagur Eystra­salts­ríkj­anna var lengur að jafna sig og lífs­kjör almenn­ings versnuðu mik­ið. Ástandið jók enn frekar á fólks­flótta frá lönd­unum þremur og er sú staða núna komin upp að Eystra­salts­ríkin eru lent í víta­hring þar sem unga og vel mennt­aða fólkið sem gæti eflt hag­kerfið leitar út í heim eftir betri tæki­færum og auknum lífs­gæð­u­m. 

Fram­tíð Eystra­salts­ríkj­anna 

Hilmar nefnir í bók sinni ýmsa ytri þætti sem skapa erfitt umhverfi fyrir Eystra­salts­lönd­in. Ákveðin óvissa ríkir um þessar mundir um skuld­bind­ingar Banda­ríkj­anna í NATO sem skapar óör­yggi fyrir Eystra­salts­ríkin þrjú þar sem þau eru hluti af Nato og með landa­mæri að Rúss­landi. Sam­kvæmt bók­inni telja Eist­land, Lett­land og Lit­háen sig betur varin gegn mögu­legum yfir­gangi Rúss­lands­ ­með því að ganga í Nato og eiga í nánu sam­starfi við Evr­ópu­sam­band­ið. Eystra­salts­löndin telja sig betur stödd í félags­skap stór­þjóða Evr­ópu en ein og afskipt.

Staða Eystra­salts­ríkj­anna er erf­ið. Fasta gengið hefur ekki gengið vel innan Evru­svæð­is­ins og mikið aðhald er á rík­is­sjóð­um. Líkt og greint var frá hér fyrir ofan þá ríkir enn meira atvinnu­leysi en fyrir hrun, tekju­ó­jöfn­uður er mjög mik­ill í öllum þremur löndn­unum og ungt fólk flytur í burtu. Aðspurður segir Hilmar leið­ina áfram ,fyrir Eystra­salts­lönd­in, vera að reyna breyta skatt­kerfum sínum til að búa til mögu­leika á að byggja upp­ ­mennta- og heil­brigð­is­kerf­ið. Hilmar segir enn fremur að það sé mik­il­vægt að muna að það er mögu­leiki að nálg­ast jöfnuð í sam­fé­lag­inu þótt lítið svig­rúm sé til að auka fjár­magn til vel­ferð­ar­kerf­is­ins. 

Skulda þeim aðstoð

Hilmar segir Sví­þjóð og ESB skulda Eystra­salts­lönd­un­um ­meiri aðstoð til að hjálpa við að leið­rétta nið­ur­skurð­inn sem varð á vel­ferð­ar­kerf­inu í lönd­un­um eftir hrun. Eystra­salts­löndin þurfa að vera harð­ari í sam­skiptum við stærri ríki og ríkja­sam­bönd eins og Evr­ópu­sam­bandið til að fá sínu fram. Hann segir jafn­framt stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins í rík­is­fjár­málum í raun of ­þrönga fyrir þessi til­tölu­lega nýju sjálf­stæðu ríki.

Hilmar segir jafn­framt að þessir miklu nið­ur­skurðir hefðu aldrei getað verið fram­kvæmdir á Norð­ur­lönd­unum án þess að mót­mæli hefðu brot­ist út. Eystra­salts­löndin hafi hins vegar í ljósi sög­unnar ekki mikla hefð fyrir mót­mæl­um. Svíar sögðu Eystra­salts­ríkj­unum að leggj­ast í harðar aðgerðir en gerðu ekki slíkt hið sama þegar þau lentu sjálf í kreppu á tíunda ára­tug­in­um. Tit­ill bók­ar­innar vísar í þetta: „Do a­s we say, not a­s we do.“ 

„Efna­hags­stefna Evr­ópu­sam­bands­ins er byggð á stöð­ug­leika, sem er mik­il­vægur einn og sér, en stefna Evr­ópu­sam­bands­ins mætti mið­ast meira við jöfn­uð. Að­gerð­ir ­Evr­ópu­sam­bands­ins eftir hrun sneru að miklu ­leyti að því bjarga bönkum frekar en fólki,“ segir hann en telur þó ljóst að Evr­ópu­sam­bandið hafi haft áhyggjur af því að ef sænsku bank­arnir myndu falla í Eystra­salts­ríkj­unum þá myndu áhrif þess teygj­ast til Norð­ur­land­anna og þá hefði það orðið ansi stór skellur fyrir Evr­ópu­sam­band­ið. „Þó að sam­bönd séu á milli land­anna þá hugsar hvert land aðeins um sig þegar efna­hags­leg áföll skella á,“ segir Hilm­ar.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiInnlent