Morðið á Nedim Yasar

Þann 19. nóvember síðastliðinn var Nedim Yasar skotinn til bana eftir útgáfuhóf sitt. Hann var þekktur í undirheimum Kaupmannahafnar en bókin hans Rødder fjallar um líf hans þar og þá ákvörðun að snúa baki við undirheimalífinu.

Nedim Yasar
Nedim Yasar
Auglýsing

Mánu­dags­kvöld­ið 19. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn var haldið hóf í Kaup­manna­höfn. Til­efnið var útkoma nýrr­ar ­bók­ar, Rødd­er. Tíu mín­útum eftir að hóf­inu lauk lá höf­undur bók­ar­innar örendur við bíl sinn. Skot­inn í höf­uð­ið.

Nedim Yasar, sem skot­inn var til bana þetta mánu­dags­kvöld, var ekki þekktur rit­höf­und­ur. Rødder – en gangsters udvej (Rætur – útleið ­glæpa­manns) var fyrsta og jafn­framt eina bók hans. Hann var hins vegar þekkt­ur í und­ir­heimum Kaup­manna­hafnar en bókin fjallar um líf hans þar og þá ákvörð­un að snúa baki við und­ir­heima­líf­inu.

Nedim Yaser fædd­ist í Tyrk­landi árið 1987 en flutt­ist með­ ­for­eldrum sínum til Dan­merkur árið 1991. Fjöl­skyldan sett­ist að í Ball­er­up, ­skammt norðan við Kaup­manna­höfn. Íbúðin var í blokk og nær allir íbú­arnir þar, og einnig í tveimur öðrum blokkum í næsta nágrenni,  tyrk­neskir inn­flytj­end­ur. Nedim umgekkst nær ein­göngu tyrk­neska stráka sem bjuggu í blokk­unum þrem­ur. Þeir voru, að sögn Nedims, ­uppi­vöðslu­samir og lentu fljótt upp á kant við kenn­ara og skóla­yf­ir­völd. Mörg­um þess­ara stráka var vísað úr skóla, þar á meðal Nedim, þá var hann fimmtán ára. Hann hafði skvett kakói yfir einn kennar­ann. Eitt helsta athvarf strák­anna eftir að ­skóla lauk á dag­inn var að fara í ung­linga­klúbb­inn í hverf­inu. Nedim segir frá­ því  í bók sinni að eftir að hann var rek­inn úr skól­anum hékk hann heima eða var úti með jafn­öldrum, sem líka hafð­i verið vísað úr skóla, þangað til ung­linga­klúbb­ur­inn var opn­aður síð­degis. Einn dag­inn þegar þeir félagar komu að dyr­unum á klúbbnum var þeim sagt að þeir ­fengju ekki að koma inn, hvorki í dag né fram­veg­is. Ástæðan var sú að aðr­ir krakkar væru hræddir við þá tyrk­nesku sem voru yfir­gangs­samir og stríddu þeim yngri.

Auglýsing

Voru ann­ars flokks borg­arar 

Í út­varps­við­tali mörgum árum seinna sagði Nedim að litið hefði verið niður á Tyrk­ina í hverf­inu, þeir hefðu verið kall­aðir ,,fuck­ing perkere“ og sagt að þeir ættu að hypja sig heim til Tyrk­lands. ,,Mamma þorði ekki ein út í búð, vild­i alltaf að ég færi með sér.“ En við Tyrkirnir héldum saman og hjálp­uðum hver öðr­um. Þetta var ekki skemmti­legt líf og dag­arnir hver öðrum lík­ir. Við ­skynj­uðum að við vorum ann­ars flokks borg­arar í Dan­mörku.“

Sog­að­ist inn í vafa­saman félags­skap

Dag nokk­urn, ­Nedim var ekki orð­inn sextán ára, gáfu nokkrir eldri piltar sig á tal við Nedim og félaga hans. Strák­arn­ir, sem alltaf voru skít­blankir kunnu vel að meta þessa ­at­hygli þeirra eldri sem virt­ust hafa næga pen­inga, áttu meira að segja bíla, ­svarta kagga eins og sáust í amer­ískum gang­ster­kvik­mynd­um. ,,Við vorum hissa á þessum vin­gjarn­leg­heitum en veltum því svo sem ekki mikið fyrir okk­ur. Einn dag­inn kom hins vegar að því að þeir eldri gerðu strák­unum grein fyrir því að þeir skuld­uðu þeim greiða. ,, Við þorðum ekki að mót­mæla, vorum hræddir um að missa félags­skap­inn og yrði hafnað eins og oft hafði gerst. Með þessum hætt­i sog­uð­umst við inn í afbrota­heim­inn.“

Los Guer­reros

Nedim elt­ist og þroskað­ist. Skyndi­lega hafði hann pen­inga milli hand­anna og ók um á svört­u­m kagga. Pen­ing­ana þén­aði hann á hass­sölu, mikla pen­inga. En hann sá að ­for­ingj­arn­ir, þeir sem stjórn­uðu söl­unni þén­uðu marg­falt meira. Átján ára hlaut hann tveggja ára fang­els­is­dóm fyrir lík­ams­árás.  ­Skömmu eftir að hann var lát­inn laus bauðst honum að verða félagi í glæpa­geng­inu Bandidos. En Nedim dreymdi um að verða for­ingi og í stað þess að ­ganga til liðs við Bandidos varð hann for­ingi  Los Guer­reros – Stríðs­mann­anna sem var eins ­konar stuðn­ings­hópur Bandidos. Nú var hann kom­inn í hóp þeirra sem lokk­uðu til­ sín unga drengi, með nákvæm­lega sömu aðferðum og not­aðar höfðu verið á hann ­sjálf­an. Yngri bróðir Nedim varð líka félagi í Los Guer­rer­os. Nedim sagði að ­móðir sín hefði verið mjög ósátt við þá bræður ,,en okkur var slétt sama um það og að lokum hætti hún alveg að skipta sér af okk­ur.“ 

Sneri við blað­inu

Útvarpsstöðin sem Nedim Yasar vann hjáVorið 2012, sat Nedim, þá orð­inn 25 ára, í fang­elsi i Køge. Dag einn sá hann í sjón­varp­inu sagt frá sér­stöku verk­efni á vegum danskra ­stjórn­valda. Verk­efnið var ætlað þeim sem vildu segja skilið við heim glæpa og af­brota. ,,Ég hafði oft velt því fyrir mér að segja skilið við glæpa­heim­inn og þarna sá ég skyndi­lega mögu­leik­ann“ sagði Nedim í við­tali við danskt dag­blað. Þegar afplán­un­inni lauk skráði hann sig í Exit programmet, eins og verk­efn­ið ­nefn­ist. Það var ekki auð­velt, gömlu félag­arnir vildu fá hann aftur í fé­lags­skap­inn og hót­uðu honum ,, ég svaf með hníf undir kodd­anum mán­uð­u­m ­sam­an“.

Exit- verk­efnið er sér­sniðið fyrir hvern og einn og áhugi Nedim beind­ist að kennslu og því að starfa með vand­ræðaung­ling­um, eins og hann orð­aði það sjálf­ur. Hann þurfti hins­vegar að ljúka grunn­skóla­námi áður en lengra yrði hald­ið. Eftir að hafa lokið grunn­skóla­próf­inu sett­ist hann í und­ir­bún­ings­deild kenn­ara­skól­ans Campus Carls­berg í Kaup­manna­höfn og  hóf ­síðan kenn­ara­nám við sama skóla. Með­fram nám­inu var Nedim þátta­stjórn­andi hjá út­varps­stöð­inni Radi­o24­syv, sá ásamt tveimur öðrum um þátt­inn Politiradio. Við þessa þátta­gerð naut Nedim þekk­ingar sinnar á und­ir­heimunum og því sem þar fer fram. 

Bókin

Marie Lou­ise Toksvig, sam­starfs­kona Nedim hjá Radi­o24­syv hvatti hann til að skrifa bók um líf sitt. Marie Lou­ise hefur ára­tuga reynslu í blaða­mennsku og hefur skrifað nokkrar bæk­ur, úr varð að hún skrif­aði bók­ina sem ber heitið Rødder – en gangsters udvej. Í bók­inni, sem kom út þriðju­dag­inn 20. nóv­em­ber, segir Nedim frá æsku sinni og upp­vexti, hvernig hann dróst inn í heim glæpa og afbrota og hvernig honum tókst að finna leið­ina til baka til sam­fé­lags­ins, eins og hann komst að orði. Í bók­inni nafn­greinir hann hvorki ein­stak­linga né sam­tök en segir hins­vegar ítar­lega frá ,,vinnu­að­ferð­um“ glæpa­gengj­anna eins og hann kynnt­ist þeim.

Rødder, bók Nedim Yasar. Mynd:EPA

Bjóst við hinu versta

Að sögn Mari­e Lou­ise  Toksvig vildi Nedim hvorki fara huldu höfði né njóta lög­reglu­vernd­ar. Í bók­inni kemur fram að for­ingjar danskra ­glæpa­gengja líti nán­ast á það sem dauða­sök að yfir­gefa félags­skap­inn. Mari­e Lou­ise Toksvig sagði í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske að Nedim hefði upp­á­ ­síðkastið oft talað um að ,,þeir“ kæmu á eftir sér og í við­tali við Ekstra ­Blaðið vegna útkomu bók­ar­innar sagð­ist hann vita að ekki væru allir fyrr­ver­and­i ­fé­lagar sínir hrifnir af því að hann segði frá aðferðum þeirra. Í síð­ustu viku ­sýndi DR, danska sjón­varp­ið, heim­ilda­þátt um Nedim Yas­ar. Þátt­ur­inn var að ­miklu leyti byggður á við­tali frétta­manns DR við Nedim en við­talið var tek­ið fjórum dögum áður en hann dó. Þar sagði hann frá því að fyrir rúmu ári hefð­i ­maður vopn­aður hnífi bankað á úti­hurð­ina en lagt á flótta þegar Nedim sner­ist til varn­ar.

Mað­ur­inn ­sem skaut Nedim Yasar var einn að verki, að sögn sjón­ar­votta. Eftir að hafa hleypt af tveimur skotum sem bæði hæfðu Nedim hvarf mað­ur­inn út í myrkrið og hefur ekki náðst. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar