Risaflóðið 1872

Þegar danska veðurstofan tilkynnti, í byrjun liðinnar viku, að víða í landinu mætti búast við talsvert hærri sjávarstöðu en venjulega, grunaði fæsta að þessi tilkynning væri undanfari mesta flóðs í Danmörku síðan 1872.

Láland 1872 í stormflóði. Teikningin birtist fyrst í Illustreret Tidende.
Auglýsing

Fyrstu dagar nóv­em­ber­mán­aðar árið 1872 voru vinda­samir í Norð­ur­-­Evr­ópu. Vind­ur­inn var norð­vest­an­stæður og þrýsti sjónum um Kattegat með­fram ströndum Dan­merk­ur, inn í Eystra­salt og alla leið inn í Hels­ingja­botn. Í gögnum dönsku veð­ur­stof­unnar (sem var stofnuð þetta sama ár, 1872) er að finna ítar­legar upp­lýs­ingar um veð­ur­farið þessa daga. Sunnu­dag­inn 10. nóv­em­ber lygndi skyndi­lega en það reynd­ist svika­logn í orðs­ins fyllstu merk­ingu. 11. nóv­em­ber tók að hvessa og dag­inn eftir var komið ofsa­veður á austan sem þrýsti sjónum úr Eystra­salti til baka að ströndum dönsku eyj­anna. Í gögnum skýrslum dönsku veð­ur­stof­unnar segir að því sé lík­ast að tappi hafi verið settur í Litla­belti, Stóra­belti og Eyr­ar­sund því þrýst­ing­ur­inn að norðan (frá Kattegat) var enn til stað­ar.

13. nóv­em­ber  

Eins og áður sagði var danska veð­ur­stofan sett á stofn árið 1872. Sú starf­semi sem þar var í upp­hafi á lítið skylt við það starf sem fram fer á slíkum stofn­unum í dag. Starfs­menn voru í byrjun fjórir og þeim var fyrst og fremst ætlað ýmis konar skrán­ing­ar­starf og upp­lýs­inga­söfn­un. Veð­ur­spár í þeim skiln­ingi sem tíðkast í dag voru ekki til. Sím­inn var ekki kom­inn til sög­unn­ar, ekki útvarp­ið, engin gervi­tungl á lofti til að senda upp­lýs­ing­ar, engin spálíkön né annað það sem nútím­anum þykir bæði eðli­legt og sjálf­sagt. Í fáum orðum sagt: nán­ast ekk­ert af því sem veð­ur­fræð­ing­ar, og aðrir sér­fræð­ingar nútím­ans, byggja sínar spár á var til stað­ar. Þess vegna vissi eng­inn hvað í vændum var þessa örlaga­ríku daga í nóv­em­ber 1872.

Frá­sögn pilts­ins Hans Lærke

Að morgni 13. nóv­em­ber fór Hans Lærke Lær­kes­en, níu ára gam­all piltur búsettur á bóndabæ í Vester Uls­lev á Lálandi gang­andi í skól­ann ásamt jafn­aldra sín­um, sem bjó á sama bæ.  Veðrið var vont, hvass­viðri og snjó­koma. Fáir nem­endur voru mættir í skól­ann og um hádegi var til­kynnt að ekki yrði kennt lengur og allir ættu að fara heim. Hans Lærke fór þá heim ásamt félaga sín­um. Heim­ferðin gekk vel, þrátt fyrir að veðrið væri slæmt. Þegar þeir félagar komu heim sáu þeir, sér til undr­un­ar, að á bæj­ar­hlað­inu voru tugir naut­gripa frá nokkrum bæjum í nágrenn­inu, ásamt vinnu­mönn­um. Þegar strák­arnir spurðu hverju þetta sætti var þeim sagt að flætt hefði að bæj­unum sem stæðu nær strönd­inni. Naut­grip­unum var svo komið í hús og þótt þar væri þröngt voru þeir hólpn­ir. ,,Það var ekki fyrr en eft­irá að ég átt­aði mig á hversu heppin við vorum að sleppa svona vel” sagði Hans Lærke en ítar­leg frásögn hans var árið 1936 skráð í Dansk Fol­kem­inde­sam­ling (deild innan Kon­ung­lega bóka­safns­ins) ásamt frá­sögnum margra ann­arra sem upp­lifðu ham­far­irn­ar. Fjöl­margar bækur hafa verið skrif­aðar um þessa atburði og margt af því sem þar kemur fram hreint ótrú­legt.

Auglýsing

Hér má sjá kort af svæðinu, sem til umfjöllunar er.

Sjáv­ar­borðið hækk­aði um hátt á fjórða metra

Þótt auð­vitað hefðu margir veitt því eft­ir­tekt að eitt­hvað var að ger­ast og ,,sjór­inn væri að blása upp” grun­aði engan hvað í vændum var. Talið er að yfir­borð sjávar hafi náð hátt á fjórða metra umfram það sem venju­legt var og rétt er að hafa í huga að á þessum tíma voru engir varn­ar­garðar til að hefta för hans. Afleið­ing­arnar voru ólýs­an­leg­ar. Fólk og fén­aður átti sér engrar und­an­komu auð­ið, flóðið hreif með sér allt sem á vegi þess varð og frá­sagnir þeirra sem af komust eru næsta ótrú­leg­ar. Á Lálandi, sem ásamt Falstri varð verst úti, gekk sjór­inn um það bil tíu kíló­metra inn á land á 40 kíló­metra kafla milli Nysted og Nakskov. Á þessum eyjum tveim, Lálandi og Falstri fór­ust tæp­lega eitt hund­rað manns, tugir bónda­bæja urðu flóð­inu að bráð og búfén­aður í hund­raða eða þús­unda­tali drukkn­aði.

All­víða á suð­ur­strönd Dan­merkur er að finna minjar um það sem gerð­ist, á all­mörgum stöðum hafa verið reist minn­is­merki um þá sem týndu lífi og nokkrum stöðum er einnig hægt að sjá, á súlum sem reistar hafa ver­ið, hversu hátt sjáv­ar­yf­ir­borðið var þegar ósköpin dundu yfir.

Mörg hund­ruð sjó­menn fór­ust

Þótt ekki séu til upp­lýs­ingar um fjölda þeirra  sjó­manna sem þarna misstu lífið er ljóst að þeir skiptu hund­ruð­um. Ekki eru heldur til nákvæmar tölur um hversu mörg skip og bátar fór­ust í þessum ham­förum 13. nóv­em­ber 1872 en talið er að talan fjögur hund­ruð sé nærri lagi. Það er mik­ill fjöldi en skýr­ingin er sú að óvenju mörg skip og bátar voru um þessar mundir á Eystra­salti vegna mik­illa timb­ur­flutn­inga frá sænskum höfnum við Hels­ingja­botn.

Tugir kíló­metra varn­ar­garða

Strax eftir að ham­för­unum linnti hófust umræður um leiðir til að koma í veg fyrir að þessi ósköp gætu end­ur­tekið sig. Ákveðið var að ráð­ast í gerð varn­ar­garða, sam­tals á annað hund­rað kíló­metra langa við strendur Lálands og Falst­urs. Það verk hófst árið 1873 og lauk fimm árum síð­ar. Þessir varn­ar­garðar hafa síðan marg­sinnis verið end­ur­bættir og auk þess margt annað verið gert til þess að koma í veg fyrir að það sem gerð­ist 1872 geti end­ur­tekið sig. Þótt flóðið í síð­ustu viku sé ekki sam­bæri­legt við ham­far­irnar þá full­yrða sér­fræð­ingar að öll sú vinna sem lögð hefur verið í gerð varn­ar­mann­virkja á und­an­förnum ára­tugum hafi ráðið miklu um að tjónið nú varð ekki meira en raun ber vitni. Hvort þau varn­ar­mann­virki sem nú eru til staðar hefðu haldið í stór­flóði sam­bæri­legu og varð árið 1872 er spurn­ing sem ekki er hægt að svara.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None