Kínverjar kaupa fótboltann

Langlaunahæstu fótboltamenn í heimi eru nú í Kína. Verður deildarkeppnin í Kína orðin sú sterkasta eftir tíu ár? Ekki gott að segja. En það er markmiðið.

Kristinn Haukur Guðnason
Kína
Auglýsing

Það hefur ekki farið fram­hjá neinum knatt­spyrnu­á­huga­mönnum hversu áber­andi Kín­verjar hafa verið á leik­manna­mark­að­inum und­an­far­ið. Nán­ast dag­lega ber­ast fregnir af svim­andi háum til­boðum í stjörnu­leik­menn frá nán­ast óþekktum liðum á borð við Shang­hai SIPG, Hebei Fortune og Jiangsu Sun­ing. En hvaðan koma þessir peng­ingar og af hverju eru Kín­verjar að reyna að kaupa allt sem tönn á fest­ir? Er þetta eitt­hvað tíma­bil líkt og árin 2003 og 2004 þegar fjöldi þekktra leik­manna fóru til Qat­ar? Eða er þetta kannski nýr veru­leiki í knatt­spyrnu­heim­in­um?

Fót­bolt­inn rís úr rústum Maó

Kín­verjar hafa skarað fram úr í ýmsum íþrótta­greinum s.s. fim­leik­um, borð­tennis, bad­minton og dýf­ing­um. Þær tvær hóp­í­þróttir sem njóta mestrar hylli í land­inu eru körfuknatt­leikur og knatt­spyrna. Kín­verjar eru lang­sterkasta körfuknatt­leiks­þjóð Asíu og ein af þeim sterk­ustu í heim­in­um. En í knatt­spyrn­unni eiga þeir tals­vert verk fyrir hönd­um. Karla­liðið þeirra hefur aldrei unnið asíska meist­ara­tit­il­inn og ein­ungis einu sinni kom­ist á heims­meist­ara­mót­ið, árið 2002. Skýr­ing­una á þessu má að miklu leyti finna í skorti á skipu­lagðri atvinnu­manna­deild um langa hríð. 

Til­raunir voru gerðar til að koma á fót áhuga­manna­deild í land­inu á sjötta ára­tug sein­ust ald­ar. Menn­ing­ar­bylt­ing Maó for­manns á sjö­unda ára­tugnum eyði­laggði hins vegar nán­ast allt knatt­spyrnu­starf lands­ins. Þegar Maó lést árið 1976 tók kín­verska lands­liðið aftur þátt í stór­mótum og ára­tug seinna var Jia-A deild­inni komið á lagg­irn­ar. Jia-A var aðeins hálfat­vinnu­manna­deild í upp­hafi en árið 1994 var hún end­ur­skipu­löggð og gerð að atvinnu­manna­deild. Deildin gekk vel í upp­hafi en í kringum 2000 ein­kennd­ist hún af skandölum og spill­ingu. Fjöl­mörgum úrslitum hafði verið hag­rætt vegna veð­mála­starf­semi og almenn­ingur missti áhug­ann. Á þessum tíma byrj­aði Yan Shi­duo, vara­for­seti kín­verska knatt­spyrnu­sam­bands­ins, að tala fyrir stofnun nýrrar atvinnu­manna­deildar á grunni Jia-A líkt og gert hafði verið í Englandi með stofnun Úrvals­deild­ar­innar árið 1992. 

Auglýsing

Auk þess að að ná tökum á spill­ing­unni var tak­markið að efla ung­linga­starf­ið, stjórnun lið­anna og ná betri tökum á fjár­mál­un­um. Það varð úr að Kín­verska Ofur­deildin (CSL) var stofnuð árið 2004. Fyrstu árin gengu brösu­lega. Spill­ing­ar­málin frá Jia-A tím­anum voru ennþá til staðar og áhugi almenn­ings á deild­inni lít­ill. Kín­verskur almenn­ingur hafði mik­inn áhuga á evr­ópskum stór­lið­um, sem voru nú farin að spila æfinga­leiki í Kína á sumr­in, en CSL tap­aði miklum fjár­hæðum og það bitn­aði á öllu knatt­spyrnu­starfi heima fyr­ir. Árið 2010 var viss vendi­punktur fyrir kín­verska knatt­spyrnu. Þá var ákveðið að taka hart á spill­ing­unni og nokkrir emb­ætt­is­menn úr knatt­spyrnu­hreyf­ing­unni og virt­asti knatt­spyrnu­dóm­ari lands­ins voru hand­tekn­ir. Alls voru 33 aðilar bann­aðir frá allir aðkomu að íþrótt­inni. Eftir aðgerð­irnar hefur almenn­ingur sýnt CSL tölu­vert meiri áhuga.

Annað elli­heim­ili?

For­svars­menn CSL hafa alltaf gert sér grein fyrir því að deildin verður aldrei byggð upp af Kín­verjum einum sam­an. Því er tak­mark þeirra að flytja inn hæfi­leik­a­ríka erlenda knatt­spyrnu­menn og þjálf­ara. En það er hæg­ara sagt en gert. Þetta hefur verið reynt í öðrum deildum , s.s. MLS í Banda­ríkj­un­um, J-League í Japan og nokkrum deildum Mið­aust­ur­landa en yfir­leitt hefur ein­ungis tek­ist að laða að knatt­spyrnu­menn sem eru á loka­skeiði fer­ils síns jafn­vel þó að góðar summur séu í boði. Sagt hefur verið í háði að þessar deildir séu elli­heim­ili knatt­spyrnu­manna. Árið 2012 virt­ist CSL ætla að bæt­ast í hóp öldr­un­ar­þjón­ust­unnar þegar leik­menn á borð við Frederic Kanoute, Yakubu, Nicolas Anelka og Didier Drogba skrif­uðu undir samn­inga hjá kín­verskum félags­lið­u­m. 

Liðin fengu þá ódýrt eða frítt en launin voru svim­andi há. Didier Drogba fékk t.a.m. 28 millj­ónir króna í viku­laun hjá lið­inu Shang­hai Shens­hua. Fyrir eldri knatt­spyrnu­menn er CSL til­val­inn staður til að spila í. Leikja­á­lag er til­tölu­lega lítið með ein­ungis 16 lið og eina bik­ar­keppni. Þó að leik­vang­arnir séu margir hverjir mjög stórir þá eru þeir yfir­leitt ekki nema hálf­fullir í það mesta og áreiti lít­ið. Mótherj­arnir eru einnig flestir ákaf­lega slakir miðað við þá evr­ópsku. En Kín­verjar vildu ekki reisa enn eitt elli­heim­il­ið, þeir vildu fá leik­menn og helst stjörnur á hápunkti fer­ils síns. Til þess að gera það urðu þeir að byggja upp deild að evr­ópskri fyr­ir­mynd og til þess að gera það þurftu þeir að fá bestu þjálf­ar­ana. 

For­svars­menn deild­ar­innar duttu því í lukku­pott þegar þeir kló­festu Marcelo Lippi, sem gerði Ítala að heims­meist­urum 2006 og Juventus að marg­földum Ítal­íu­meist­ur­um. Lippi gerð­ist þjálf­ari liðs­ins Guangzhou Evergrande árið 2012 og hann byggði upp veldi í kín­verskri knatt­spyrnu (Gu­angzhou hafa unnið tit­il­inn á hverju ári síð­an). Ráðn­ing Lippi lað­aði einnig að aðra heims­fræga þjálf­ara. Má þar nefna Sven Göran Eriks­son, Radomir Antic, Luiz Felipe Scol­ari, Andre Villa­s-­Boas og nú síð­ast Felix Mag­ath og Manuel Pellegrini. Allt eru þetta knatt­spyrnu­stjórar sem gætu hæg­lega verið að stýra stærstu klúbbum Evr­ópu og það sýnir hversu mikil alvara er á ferð hjá Kín­verj­un­um.

For­seti með drauma

Árið 2015 fór Xi Jing­p­ing, for­seti Kína, í heim­sókn til enska knatt­spyrnu­liðs­ins Manchester City. Í kjöl­farið keypti rík­is­rekna fyr­ir­tækið China Media Capi­tal 13 pró­sent hlut í  fé­lag­inu á 37 millj­arða króna

Þetta sama ár lýsti for­set­inn yfir þeim vilja sínum að gera Kína að alþjóð­legum íþrótt­ar­isa árið 2025 og CSL deildin átti að verða stór þáttur í því tak­marki. Ástæðan fyrir þessu er ekki af hégóm­legum toga heldur frekar til­raun til þess að efla neyt­enda­mark­að­inn heima fyrir í ríki sem hingað til hefur að mestu leyti verið fram­leiðslu­land. Efl­ing CSL á einnig að styrkja kín­verska knatt­spyrnu og kín­verska lands­lið­ið. Í deild­inni eru strangar reglur um erlenda leik­menn. Hvert lið má ein­ungis hafa 6 erlenda leik­menn á skrá og ein­ungis 4 inn á vell­inum í einu. Þar af verður einn leik­mað­ur­inn að koma frá öðru Asíu­landi (flestir frá Suður Kóreu). Þá verða allir mark­verðir deild­ar­innar að vera Kín­verj­ar. Með þessu fá inn­lendir leik­menn bæði að spila með og gegn sterkum erlendum mótherj­um. Einnig er stefnt á að efla inn­viði lið­anna og deild­ar­innar til muna, t.d. æfinga­að­stöðu, knatt­spyrnu­skóla, dóm­gæslu, tækni­mál og fleira. En hver borgar þetta allt sam­an? Heróp Xi for­seta berg­málar um deild­ina og eig­end­urnir lið­anna hlýða því. Í upp­hafi voru eig­endur lið­anna úr ýmsum geirum, t.a.m. nokkrir tóbaks­fram­leið­end­ur. En síðan þá hafa fast­eignarisar tekið við að mestu. Þessir fast­eigna­hringir eiga mikið undir góðum sam­skiptum við ríkið og komm­ún­ista­flokk­inn og að splæsa í nokkra knatt­spyrnu­menn er lítil fórn í því sam­hengi. For­set­inn og eig­end­urnir hafa því gengið alger­lega sam­stíga í þessu verk­efni.

Leift­ur­sókn

Kín­verjar létu til sín taka á árinu 2016. Þann 29. jan­úar keypti liðið Jiangsu Sun­ing brasil­íska miðju­mann­inn Ramires frá Chel­sea á 3,5 millj­arð króna sem var asískt met. Fimm dögum seinna keypti Guangzhou Evergrande kól­umbíska fram­herj­ann Jackson Martinez á tæpa 5 millj­arða frá Atlet­ico Madrid. Tveim dögum seinna keyptu Jiangsu Sun­ing svo brasil­íska miðju­mann­inn Alex Teix­eira frá Shakhtar Donetsk á tæpa 6 millj­arða, næstum tvö­fallt það sem enska liðið Liver­pool bauð í leik­mann­inn. 

Metið hafði því verið slegið þrisvar sinnum á ein­ungis viku og allir leik­menn­irnir voru innan við þrí­tugt og meðal eft­ir­sótt­ustu leik­manna á evr­ópska mark­að­in­um. Þetta voru ekki bara hefð­bundin fót­bolta­við­skipti heldur stefnu­yf­ir­lýs­ing um það sem koma skyldi. Hér eftir yrðu Kín­verjar stórt afl á mark­að­inum og myndu keppa við evr­ópsk lið um leik­menn á hátindi fer­ils síns. Árið var hins vegar aðeins rétt byrjað og Kín­verjar héldu áfram að láta til sín taka á mark­að­in­um. Þann 30. júní var metið slegið í fjórða sinn þegar Shang­hai SIPG keyptu brasil­íska fram­herj­ann Hulk frá Zenit í Pét­urs­borg á rúm­lega 6,5 millj­arða. Loks var það slegið í fimmta sinn á þor­láks­messu þegar til­kynnt var að sama lið hefði keypt brasil­íska miðju­mann­inn Oscar frá Chel­sea á 8,5 millj­arða. 

En það eru ekki bara kaup­samn­ing­arnir sem vekja athygli heldur einnig launa­greiðsl­urn­ar. Það sást best þegar argent­ínski fram­herj­inn Car­los Tevez var keyptur til Shang­hai Green­land Shens­hua frá Boca Juni­ors (þar sem hann ætl­aði að enda fer­il­inn) 29. des­em­ber. Tevez verður lang­launa­hæsti leik­maður heims með rúm­lega 85 millj­ónir í viku­laun. 

Af 20 launa­hæstu leik­mönnum heims í dag spila 6 í CSL deild­inni og þeim mun bara fjölga. Þeir eru nú (í evrum mælt, árs­tekj­ur):

16. Ezequiel Lavezzi Hebei Fortune 31 milljón

15. Asam­oah Gyan Shang­hai SIPG 31,5 milljón

8. Grazi­ano Pelle Shandong Luneng 40,5 milljón

6. Hulk Shang­hai SIPG 44,5 milljón

2. Oscar Shang­hai SIPG 55,5 milljón

1. Car­los Tevez Shang­hai Shensua 85,5 milljón

Evr­ópu brugðið

Arsene Wen­ger, knatt­spyrnu­stjóri Arsenal, segir að Eng­land og Evr­ópa ætti að hafa áhyggjur af Kína. Ekki ein­ungis vegna þess að hæfi­leika­miklir knatt­spyrnu­menn hverfi úr deild­inni heldur einnig vegna þess að þetta muni valda gríð­ar­legri verð­bólgu á evr­ópska mark­að­in­um. 

Sjálfur er hann að glíma við tvær af sínum eigin stjörn­um, Alexis Sanchez og Mesut Özil, sem báðir hafa fengið til­boð um laun frá kín­verskum liðum sem Arsenal geta engan veg­inn keppt við. Vanda­málið sé að hækk­andi kaup­verð og launa­greiðslur muni ein­ungis valda ójöfn­uði í knatt­spyrnu­heim­in­um. Önnur ensk lið hafa líka áhyggjur af sínum stjörn­um. Kín­versk lið hafa t.a.m. borið víurnar í fram­herj­ana Diego Costa hjá Chel­sea og Zlatan Ibra­himovic hjá Manchester United.Sagt er að kín­verskt lið hafi boðið hinum 35 ára gamla Ibra­himovic um 16,5 millj­arð til að flytja sig um set og að kín­verska ríkið væri vilj­ugt að fjár­magna það að hluta. Auð­vitað hafa tvær stærstu knatt­spyrnu­stjörnur sam­tím­ans einnig verið nefnd­ar, Lionel Messi og Crist­i­ano Ron­aldo. Umboðs­maður Ron­aldo full­yrti að ónefnt kín­verskt lið hefði boðið Real Madrid 35,5 millj­arð króna og leik­mann­inum um 12 millj­arða í árs­laun. Það eru heldur ekki ein­ungis leik­menn og þjálf­arar sem Evr­ópa þarf að hafa áhyggjur af að missa því að þekkt­asti dóm­ari ensku Úrvals­deild­ar­inn­ar, Mark Clatten­burg, hefur einnig fengið til­boð frá ris­anum í austri. 

Hvort sem Wen­ger eða öðrum líkar betur eða verr þá eru Kín­verjar komnir til að vera. CSL vex hratt og mun halda áfram að vaxa á næstu árum. Árið 2010 borg­uðu aðal­styrkt­ar­að­ilar deild­ar­innar um 4 millj­arða á ári en nú er upp­hæðin orðin 21,5 millj­arð­ur. Nýr sjón­varps­samn­ingur sem und­ir­rit­aður var árið 2016 hækk­aði árlegar greiðslur til deild­ar­innar úr 1 millj­arði í 27 millj­arða! 

Þá er talið að Kín­verjar stefni á að halda heims­meist­ara­mót árið 2030 og Xi Jing­p­ing vill ekki bara halda mót­ið, hann vill vinna það. Þetta er ein­fald­lega sá veru­leiki blasir við og evr­ópsk lið verða að takast á við hann. Þann 2. jan­úar 2017 hafn­aði belgíski miðju­mað­ur­inn Axel Wit­sel ítalska ris­anum Juventus fyrir Kína. Hann sagði:

Þetta var mjög erfið ákvörðun af því að ann­ars vegar var það risa­klúbb­ur­inn Juventus og hins vegar ómót­stæði­legt boð fyrir fram­tíð fjöl­skyldu minn­ar.

Þá er talið að einn eft­ir­sótt­asti fram­herji heims, Gabon-­mað­ur­inn Pier­re-Em­er­ick Auba­meyang hjá Bor­ussia Dort­mund muni halda til Kína fyrir tæp­lega 18 millj­arða króna. Það er rúmum 5 millj­örðum meira en Manchester United greiddu fyrir Paul Pogba. Uli Höness, for­seti Bayern Munchen, hafði þetta um það að segja:

Þetta er sjúkt. Þetta er ekk­ert nema sjúkt. Ég vona bara að þetta sé tíma­bundið eins og í Amer­íku fyrir nokkru síð­an.

Það er ljóst að ráða­mönnum evr­ópskrar knatt­spyrnu er brugð­ið. En þetta er hinn nýji veru­leiki og kannski verður Xi Jin­p­ing að ósk sinni. Kannski munu íslensk ung­menni þurfa að vaka langt fram á nætur til að sjá upp­á­halds knatt­spyrnu­stjörnur sínar spila. Kannski verður CSL orðin sterkasta deild heims árið 2025.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None