Sjö sekir um misferli vegna plastbarkamálsins

Karolinska stofnunin hefur sakfellt sjö rannsóknarmenn vegna aðkomu sína að plastbarkamálinu svokallaða.

Nýr barki græddur inn í manneskju árið 2010.
Nýr barki græddur inn í manneskju árið 2010.
Auglýsing

Sjö rannsóknarmenn Karolinska stofnunarinnar eru fundnir sekir vegna misferlis í starfi í greinarskrifum um plastbarkamálið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofnuninni fyrr í dag.

Greinarnar sem um ræðir voru sex talsins og birtust í tímaritunum The Lancet, Biomaterials, Journal of Biomedical Materials Research og Thoracic Surgery Clinics. Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini var meðal aðalhöfunda greinanna, en ríkissaksóknari felldi niður ákæru gegn honum fyrir manndráp af gáleysi síðasta haust. 

Í tilkynningunni segir að ákvörðunin hafi verið tekin vegna raðar alvarlegra rangfærslna og misvísandi upplýsinga í ritrýndu fræðigreinunum. Þá verða sjö höfundar fundnir sekir, en til viðbótar fái 31 höfundur ávítanir án þess að gerast sekir um misferli. Aðrir fimm meðhöfundar greinanna teljast ekki hafa brotið af sér á neinn hátt og fá því ekki ávítanir af neinu tagi. Samhliða þessu skipar Karolinska stofnunin að greinarnar sex verði allar teknar úr birtingu. 

Auglýsing

Uppljóstrari fundinn sekur

Meðal þeirra sem fundnir voru sekir var einn af uppljóstrurum málsins sem tilkynnti Macchiarini vegna gruns um misferlis í rannsóknum árið 2014. Ole Petter Ottersen, rektor Karolinska stofnunarinnar, segir í tilkynningunni að þrátt fyrir uppljóstrunina hafi rannsóknarmaðurinn átt virka aðkomu að málinu og geti ekki vikið sér undan þeirri ábyrgð.

Forstjóri Landspítala og rektor Háskóla Íslands skipuðu óháða rannsóknarnefnd sem rannsakaði aðkomu stofnananna og starfsmanna þeirra að málinu. Í skýrslu nefndarinnar eru fjallað um aðkomu Tómasar Guðbjartssonar, prófessors við læknadeild HÍ og yfirlæknis á Landspítalanum, en hann var meðal meðhöfunda greinarinnar sem birtist í The Lancet árið 2011, ásamt Óskari Einarssyni, sérfræðingi í lungnalækningum við Landspítala. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ,tók undir niðurstöður skýrslunnar og segir vinnubrögð Tómasar hafi verið aðfinnsluverð en muni ekki beita neinum viðurlögum. 

Kjarninn hefur áður fjallað um íslensku skýrsluna, en þar virðist mörgum þáttum í aðkomu íslenskra stofnanna að málinu hafa verið ábótavant. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Samfélagslegar áskoranir og lýðræðislegt hlutverk háskóla
Kjarninn 18. maí 2021
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent