Skjótar ákvarðanir teknar - Öryggi sjúklings vikið til hliðar

Rannsóknarnefnd sem forstjóri Landspítala og rektor Háskóla Íslands skipuðu í fyrra til að rannsaka svokallað plastbarkamál birti skýrslu sína í dag og kynnti á fundi í Norræna húsinu.

Nefnd - María Sigurjónsdóttir og Páll Hreinsson.
Nefnd - María Sigurjónsdóttir og Páll Hreinsson.
Auglýsing

Miklar væntingar voru um skjótan árangur og fljótfærnislegar ákvarðanir voru teknar varðandi barkaígræðslu ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini, sem gerðar voru á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð, meðal annars á sjúklingi frá Íslandi. Öryggi sjúklings var vikið til hliðar.  

Þetta kom fram í kynningu, sem haldin var síðdegis í Norræna húsinu, á nýrri skýrslu rannsóknarnefndar sem forseti Landspítala og rektor Háskóla Íslands skipuðu í fyrra til að rannsaka plastbarkamálið. Þrír óháðir utanaðkomandi sérfræðingar voru fengnir til að rannsaka aðkomu Háskólans, Landspítala og starfsmanna þeirra að plastbarkamálinu. Nefndin átti líka að meta hvort ákvarðanir íslensku læknanna á Landspítala sem komu að málinu hafi verið í samræmi við lög, reglur og verkferla.

Í niðurstöðum skýrslunnar segir m.a. að ekkert í gögnum plastbarkamálsins bendi til þess að Tómas Guðbjartsson hafi mátt vera ljóst að hin mögulega plastbarkaaðgerð skorti öll nauðsynleg opinber leyfi og yrði því í andstöðu við sænsk lög og viðteknar siðareglur á þessu sviði.

Auglýsing

Aðgæslusömum lækni hefði aftur á móti átt að vera ljóst, samkvæmt nefndarmönnum, af lestri bréfa sem Tómasi höfðu borist frá læknum á Karolinska háskólasjúkrahúsinu að verið var að ræða um óhefðbundna og óvenjulega aðgerð á barkanum. 

Af þeim sökum telur nefndin að eðlileg viðbrögð hefðu verið í framhaldinu að óska frekari upplýsinga sérstaklega varðandi það sem var illskiljanlegt í bréfunum. 

Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn, er formaður nefndarinnar. Hann kynnti niðurstöðurnar á fundi síðdegis í dag. Með honum í nefndinni sat María Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í geðlækningum við réttargeðdeildina í Dikemark í Noregi, en Georg Bjarnason, krabbameinslæknir og vísindamaður við Sunnybrook-stofnunina í Toronto í Kanada komst ekki á fundinn vegna anna. 

Skýrslan er viðamikil og mun Kjarninn fjalla um niðurstöður nefndarinnar í ýtarlegu máli næstu daga. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent