Stjórnarmyndunarviðræðum slitið – Framsókn sleit

Stjórnarmyndunarviðræðum fjögurra flokka er lokið.

Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum fjög­urra flokka hefur verið slit­ið. Flokk­­­arnir fjórir eru Vinstri græn, Sam­­­fylk­ing, Fram­­­sókn­­­ar­­­flokkur og Pírat­­­ar. 

Heim­ild­ar­menn Kjarn­ans segja að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi slitið við­ræð­unum vegna þess að hann teldi meiri­hluta flokk­anna vera of tæpan, en saman hafa þeir 32 af 63 þing­mönn­um. Sú ákvörðun var tekin í morg­un.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hafa for­svars­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins hins vegar ekki viljað taka Við­reisn inn í stjórn­ar­sam­starfið til að tryggja stærri meiri­hluta. 

Auglýsing

Áhyggjur Fram­sókn­ar­manna beindust fyrst og síð­ast að Píröt­um, sem þeir töldu að hefðu gefið of mikið eftir í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum og að það myndi skapa vanda gagn­vart bak­landi þeirra þegar liði á kjör­tíma­bil­ið. 

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna sem var með stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boðið frá for­seta Íslands, segir við RÚV að þessi nið­ur­staða hafi verið mikil von­brigði. Hún mun ekki skila stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­inu strax heldur halda áfram að líta í kringum sig.

Píratar sendu frá sér fréttatilkynningu klukkan 12:48 í dag. Þar segir:

„Þing­flokkur Pírata telur ekki full­reynt að ná jákvæðri nið­ur­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um. Sam­talið hefur gengið vel og telja Píratar alla hafa komið að borð­inu með það að mark­miði að ganga í þau stóru mál sem bíða okk­ar. Píratar skilja áhyggjur af naumum meiri­hluta og telja hinu aug­ljósu leið að bjóða fleirum að borð­inu. Milli flokk­anna fjög­urra ríkir mikið og gott traust.

Þol­in­mæði almenn­ings fyrir stjórn­málum spill­ing­ar, eig­in­hags­muna og sjálf­hverfu er á þrot­um. Það er von Pírata að aðrir stjórn­mála­leið­togar hafi heyrt þau skila­boð og gangi ekki til stjórn­ar­við­ræðna þar sem slík stjórn­mál fá áfram að við­gang­ast. Þing­flokkur Pírata hefur í þessum við­ræðum haft það að mark­miði að skila stjórn­ar­sátt­mála sem er almenn­ingi til heilla. Þar liggur hugur okkar enn.

Þær samn­inga­við­ræður sem fram fóru voru ánægju­legar og jákvæðar miðað við áherslur Pírata í nýaf­stöðnum kosn­ing­um. Mál sem ágrein­ingur hefur verið um hafa verið rædd í sátt.

Píratar eru flokkur mál­efna­legra vinnu­bragða og kerf­isum­bóta. Við erum hreyf­ing sem hefur það að mark­miði að stunda ábyrg stjórn­mál til ávinn­ings fyrir almenn­ing og til raun­veru­legra umbóta. Nið­ur­staða kosn­inga skil­aði engum aug­ljósum meiri­hluta.Píratar lýsa sig til­búna til að leita að breið­ari sam­stöðu og halda sam­tal­inu áfram. Píratar skilja að verk­efnið er stærra en við sjálf.“

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent