Skýrsla um plastbarkamálið áfellisdómur

Alvarlegar ávirðingar koma fram í niðurstöðum íslensku rannsóknarnefndarinnar sem Landspítali og Háskóli Íslands settu á stofn og kynntar voru í gær en við lestur skýrslunnar virðist sem mörgum þáttum hafi verið mjög ábótavant.

Gervibarki græddur í manneskju.
Gervibarki græddur í manneskju.
Auglýsing

Í nið­ur­stöð­um íslensku rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar sem Land­spít­ali og Háskóli Íslands settu á stofn og kynntar voru í gær kom fram að lífi þriggja ein­stak­linga hafi verið kerf­is­bundið stofnað í hættu vegna plast­barka­ígræðslu á Karol­inska-­sjúkra­hús­inu og að allir hafi þeir átt undir högg að sækja í sam­fé­lag­inu. Þetta hafi verið gert á grund­velli áforma stofn­un­ar­innar um upp­bygg­ingu mið­stöðvar fyrir háþró­aðar aðgerðir á önd­un­ar­vegi og er að mati nefnd­ar­innar ekki hægt að úti­loka að með þessu hafi 2. gr. mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu verið brot­inn.

Fram kom einnig að ekki verði annað séð en að Tómasi Guð­bjarts­syni, lækni Andemariam Beyene, sem fyrstur gekkst undir plast­barka­ígræðslu í júní 2011, hafi gengið gott til með plast­barka­ígræðsl­unni en að hann hafi látið blekkj­ast af Macchar­ini og breytt til­vísun en það varði lög um lækna, 11. gr., sem þá voru í gildi um vönduð vinnu­brögð og jafn­framt að ákvarð­ana­taka í aðdrag­anda aðgerð­ar­innar hafi verið ómark­vis­s.  

Rann­sókn­ar­nefnd­ina skipa dr. Páll Hreins­son dóm­ari við EFTA-­dóm­stól­inn, dr. María Sig­ur­jóns­dótt­ir, geð­læknir við rétt­ar­geð­deild­ina í Dike­mark í Nor­egi og Georg Bjarna­son, krabba­meins­læknir og vís­inda­maður við Sunn­y­brook-­stofn­un­ina í Toronto í Kanada. 

Auglýsing

Skýrslan varpar skýr­ara ljósi á málið og sýnir hversu brýnt var að rann­saka þátt íslenskra stofn­ana í mál­inu eins og fjallað var um í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans í mars 2016.

Andemariam BeyeneUpp­haf­lega var Anemarian Beyene, Eretr­íu­manni sem var við nám í Háskóla Íslands, vísað til Karol­inska-­sjúkra­húss­ins til að fá fag­legt mat á mögu­legu með­ferð­ar­úr­ræði vegna krabba­meins í barka en Beyene var með æxli sem sagt var næstum loka bark­anum sökum umfangs. Þá hafi Paolo Macchi­ar­ini, pró­fessor við Karol­inska-­stofn­un­ina, lagt hart að Beyene að gang­ast undir plast­barka­ígræðslu sem varð raun­in, aðgerð sem ekk­ert lá stað­fest fyrir um að myndi takast og engin til­skilin leyfi voru fyr­ir. 

Haft er eftir Beyene í rann­sókn­ar­skýrsl­unni að hann hafi verið við það að hætta við aðgerð­ina þegar hann vissi að hún hafði ekki verið fram­kvæmd á mann­eskju. „Þá tal­aði ég við Tómas, ætt­ingja, lækna  og skurð­lækna og sann­færð­ist um að fara í aðgerð­ina.”

Bréfa­skipti Macchi­ar­ini og Tómasar veita einnig vís­bend­ingu um að Tómas hefði mátt gruna að verið var að ræða um ígræðslu á barka úr gervi­efni. Þannig lýsir Macchi­ar­ini þessum með­ferð­ar­kosti í bréfi til Tómasar 15. apríl 2011 sem „a tis­sue engineered trans­plant using a new technique via nanomed­icine app­roach.“ Þessar upp­lýs­ingar koma því fram tæpum 2 mán­uðum fyrir aðgerð­ina og mætti því ætla að starfs­fólk Land­spít­ala hafi haft nægan tíma til að kanna þetta mögu­lega með­ferð­ar­úr­ræði nán­ar. Rétt er þó að taka fram að í við­tali við rann­sókn­ar­nefnd­ina síðar sagð­ist Tómas ekki hafa skilið þessi hug­tök.

Í bréfi Macchi­ar­ini til Tómasar frá 20. apríl 2011 segir m.a.: „A review of my mea­sures by your best radi­olog­ist so that we could generate a tis­sue engineered graft. In very simple words, we need to estimate what his normal trachea (inclu­ding width of the wall) would be wit­hout tumor, prox­imal above the tumor and distally at the origin of the main bronchi. With this mea­sures we could make a scaf­fold and eventu­ally use it if primary reconstruct­ion would not be feasi­ble". Hér er því enn verið að ræða um ein­hvers konar gervi­barka­ígræðslu. Áður hafði verið leitað til læknis á Massachu­setts General Hospi­tal í Boston, eins virtasta spít­ala í heimi, sem ráð­lagði laser-að­gerð á æxli í barka Beyene en það var ekki nefnt í til­vís­un­inni.

Í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar seg­ir: ,,Það er mat nefnd­ar­innar að Tómas Guð­bjarts­son yfir­læknir hafi gert sér grein fyrir því að Macchi­ar­ini og sam­starfs­menn hans væru í það minnsta að velta fyrir sér barka­ígræðslu sem með­ferð­ar­úr­ræði fyrir Andemariam áður en hann var inn­rit­aður á Karol­inska-háskólasjúkra­hús­ið. Fram­an­greint orða­lag umsóknar Tómasar til Sjúkra­trygg­inga Ís­lands stað­festir það, en þar segir m.a.: „or possi­bly curative res­ect­ion with or wit­hout a trachea-trans­plant.“ 

Ferlið í aðdrag­anda aðgerð­ar­innar virð­ist hafa verið nokkuð óljóst 

Nið­ur­stöður rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar eru á þá leið að Tómas hafi verið blekktur til að breyta texta í til­vísun Andemari­ams undir því yfir­skyni að skjölin væru ætluð til að fá leyfi siða­nefndar fyrir aðgerð­inni. Mark­miðið var að sýna fram á að plast­barka­að­gerðin væri eini val­kost­ur­inn en fram kemur í skýrsl­unni að slík aðgerð hafði aldrei verið gerð á mann­eskju. Siða­nefnd­inni sænsku bár­ust aldrei þau skjöl en sænska teymið, sem var undir for­ystu Macchi­ar­ini, tal­aði um til­vís­un­ina frá Tómasi sem hindr­un, sem ryðja þyrfti úr veg­i. 

Með bréfi, dag­settu 12. maí 2011, fór Macchar­ini fram á að Tómas breytti lýs­ingu sinni og mati á sjúkra­sögu Andemari­ams til þess að setja auk­inn þrýst­ing á siða­nefnd um að fall­ast á beiðni um plast­barka­ígræðslu. Hinn breytti texti fól í sér að ekki var lengur gert ráð fyrir mögu­leika á laser-að­gerð á krabba­mein­inu, heldur aðeins hefð­bund­inni skurð­að­gerð með eða án ígræðslu. Þessi breyt­ing sem Tómas gerði síðar á til­vís­un­inni, er litin alvar­legum aug­um, því hún sam­rým­ist ekki góðum starfs­háttum lækna og hafi tæp­lega verið í sam­ræmi við 11. gr. lækna­laga en þar sagði að lækni bæri að sýna varkárni og ná­kvæmni við út­gáfu vott­orða og ann­arra lækna­yf­ir­lýs­inga. 

Tómas bar því við að Macchi­ar­ini hafi blekkt sig. Í við­tali við nefnd­ina síðar taldi Tómas að hann hefði ekki átt að verða við þess­ari ósk Macchi­ar­ini. Hann hafi ætlað að greiða götu Andemari­ams að aðgerð sem gæti bjargað lífi hans. Tómas við­ur­kenndi að ekki hefðu verið for­sendur til þess að úti­loka laser-að­gerð á krabba­mein­inu á þessum tíma.

Tómas hafnar því að hafa vitað um áætl­an­ir Macchi­ar­ini

Tómas GuðbjartssonSpyrja má hvort ekki hefði verið eðli­legt að fram færi umræða um svo alvar­legt og sér­stakt mál þar sem læknar og yfir­menn á Land­spít­al­anum hefðu komið að mál­um. Rann­sókn­ar­nefndin telur í skýrsl­unni að í ljósi þess hversu óvana­legar hug­myndir komu fram í bréfum Macchi­ar­inis hafi það vakið athygli að Tómas virð­ist ekki hafa ráð­fært sig við aðra sér­fræð­inga á Land­spítala um þá með­ferð­ar­kosti sem hann hafði kynnt Tómasi. Í and­mæla­bréfi Tómasar vísar hann því á bug að ein­hver skylda hafi hvílt á honum að ræða málið við aðra lækna. Um þetta hefði þurft að fara fram víð­tæk umræða á Land­spít­al­anum og ekki verður annað séð en að tími hefði gef­ist til þess frá miðjum apríl þegar mögu­leiki á braut­ryðj­andi aðgerð kom fyrst upp. 

Þá er fjallað um þátt siða­nefnda í rann­sókn­ar­skýrsl­unni. Víð­ast gildir sú regla að ekki þarf leyfi siða­nefndar eða vís­inda­siða­nefndar fyrir aðgerðum sem gagn­reynd þekk­ing á sviði heil­brigð­is­þjón­ustu liggur fyrir um. Það verður að ætla að Tómasi hafi mátt vera ljóst af bréfa­skiptum við Macchi­ar­ini að um var að ræða til­rauna­að­gerð þar sem hann greindi Tómasi frá að hann þyrfti til­teknar upp­lýs­ingar frá honum til þess að geta sótt um leyfi siða­nefnd­ar. 

Í við­tölum við nefnd­ina hefur Tómas hafnað því að honum hafi í reynd verið ljóst að Macchi­ar­ini var að velta fyrir sér gervi­barka­að­gerð, þar sem hann hafi verið undir ein­stak­lega miklu starfsálagi á þessum tíma, próf hafi staðið yfir í lækna­deild auk ann­arra starfs­skyldna sem hvílt hafi á honum á Land­spítala eins og segir í rann­sókn­ar­skýrsl­unni.

Vís­inda­mis­ferli í Lancet-­grein­inni

Þá er einnig gerð alvar­leg athuga­semd við vís­inda­störf í rann­sókn­ar­skýrsl­unni sem snúa að Lancet-­grein­inni (Proof-of-Concept). Nefndin greindi frá því á fund­inum í gær að Tómas hafi reynt að draga úr hástemmdri lýs­ingu á bata Andemari­ams og vildi að meiri tíma yrði varið í ritun grein­ar­inn­ar. Tómas valdi þó ekki að segja sig frá grein­inni vegna ótta um að það gæti haft slæm áhrif á með­ferð Andemari­ams. Grein­inni hafði verið hafnað af öðru mjög virtu lækn­is­fræði­tíma­riti, The New Eng­land Journal of Med­icine, áður en hún var send til The Lancet. 

Óskar Ein­ars­son, sér­fræð­ingur í lungna­lækn­ingum við Land­spít­ala, er einnig með­höf­undur Lancet-­grein­ar­innar ásamt Tómasi, en hann fram­kvæmdi berkju­spegl­anir á Andemariam sem voru hluti af eft­ir­með­ferð hans. Óskar, sem hefur ekki stöðu við Háskóla Íslands, hefur sent frá sér yfir­lý­ingu þar sem hann harmar þátt sinn í Lancet-­grein­inni.

Þá skorti leyfi til að nota blóð­sýni úr Andemari­am, berkju­spegl­anir og sneið­myndir en Tómas bar fyrir sig að hann taldi að um eðli­lega þætti í klínískri með­ferð hans hafi verið að ræða. Nið­ur­stöður þess­arar þátta skil­uðu sér hins vegar í Lancet-­grein­inni. Leyfi til að safna og nýta þessar upp­lýs­ingar skorti og heldur Páll Hreins­son því fram að gera þurfi skýran grein­ar­mun á vís­inda­starfi og klínísku starfi lækna á Land­spít­ala. Þetta eru stór orð sem gefa til kynna að vís­inda­menn Land­spít­ala og Háskóla Íslands séu ekki með réttan skiln­ing á eða skorti þekk­ingu á hvað heyri undir vís­inda­rann­sókn. 

Vís­inda­mis­ferli í Lancet-­grein­inni og að aðgæslu hafi verið ábóta­vant hjá Tómasi í sam­skiptum við Macchi­ar­ini um plast­barka­ígræðslu Andemari­ams Beyene eru meðal helstu nið­ur­stöður rann­sókn­ar­nefndar sem rann­sak­aði plast­barka­mál­ið. Einnig kom fram að plast­barka­ígræðslan hafi ekki verið besti kostur fyrir sjúk­ling­inn, heldur laser-­með­ferð sem ráð­lögð var af lækni á Massachu­setts General Hospi­tal í Boston. Ekki virð­ist hafa verið leitað eftir áliti fleiri sér­fræð­inga, til dæmis á Land­spít­ala, um hvor með­ferðin væri væn­legri.

Ekki nægar upp­lýs­ingar um mál­þingið HÍ

Mál­þingið sem haldið var í Háskóla Íslands var lítið til umræðu á kynn­ing­ar­fundi rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar. Mál­þingið var haldið í til­efni að eitt ár var liðið frá plast­barka­ígræðsl­unni í Andemariam Beyene. Ef marka má frétta­fluttn­ing af þing­inu þá má ætla að þessi braut­ryðj­andi aðgerð hefði heppn­ast mjög vel. Ástæða þess að mál­þingið var ekki tekið fyrir sér­stak­lega er að það hafi ekki verið tekið upp og því engar áreið­an­legar upp­lýs­ingar til um hvað þar fór fram. 

Ráðstefna í HÍ 2012. Anemarian Beyene spjallar við Paolo Macchiarini. Mynd: Háskóli Íslands

Þó var nefnt að það hefði verið óæski­legt að Andemariam skyldi sjálfur tala á þing­inu því staða hans hafi verið erfið og hann hafi átt mikið undir læknum sín­um. Þess má þó geta að Andemariam var þá þegar kom­inn með stoð­net til að halda bark­anum opnum og hefur mál­þingið verið gagn­rýnt, m.a. af Kjell Asplund, for­manni siða­ráðs lækn­inga í Sví­þjóð og fyrr­ver­andi land­lækni Sví­þjóðar en hann var gestur á mál­þingi í H.Í. síð­ast­lið­inn vet­ur. 

Kostn­aður Sjúkra­trygg­inga Íslands óupp­gef­inn

Sjúkra­trygg­ingar Íslands tóku þátt í kostn­að­inum sem ekki hefur feng­ist upp­gef­inn. Sjúkra­trygg­ingar Íslands greiddu ekki fyrir aðgerð­ina sjálfa en annar kostn­aður hefur að öllum lík­indum fallið á Íslend­inga. Afar skýrar reglur eru um aðgerðir sem ekki eru við­ur­kenndar eins og plast­barka­ígræðsl­una. Í reglu­gerð um brýna lækn­is­með­ferð erlendis frá árinu 2010 segir að með­ferðin skuli vera alþjóð­lega við­ur­kennd og byggj­ast á gagn­reyndri þekk­ingu á sviði lækn­is­fræði og að ekki sé heim­ilt að taka þátt í kostn­aði við til­rauna­með­ferð

Sam­kvæmt frétt frá land­lækni í maí 2015 segir að hér hafi klár­lega verið um til­rauna­með­ferð að ræða. Hér hlýtur að hafa komið ákvörðun frá fleirum en sigl­inga­nefnd í máli sem hlýtur mjög að þurfa sér­þekk­ingu eins og til dæmis er á Land­spít­ala.

Eft­ir­lits­stofnun heilsu- og félags­mála í Sví­þjóð taldi aðgerðir Macchar­ini ólög­legar og að bæri að líta á þær sem til­raunir á mönn­um. Sænska vís­inda­siða­nefndin taldi aðgerð­irnar hneyksli og að ekki hefði verið sýnt fram á að aðgerð­irnar hefðu verið gerðar í lækn­inga­skyni. Á þeim tíma taldi Karol­inska-­stofn­unin að Macchar­ini væri ekki sekur um vís­inda­legt mis­ferli. 

Læknum sjúkra­trygg­inga stillt upp við vegg

„Í við­tali við nefnd­ina 25. jan­úar 2017 kvaðst Magn­ús Páll Alberts­son, læknir Sjúkra­trygg­inga Ís­lands, hafa rætt við Birgi Jak­obs­son, þá for­stjóra Karol­inska háskólasjúkra­húss­ins, hinn 31. maí 2011. Eftir nokkrar umræður hefði Birgir ákveðið að fá Johan Permert til þess að koma með til­lögu að því hvernig hægt væri að leysa vanda­málið. Sjúkling­ur­inn var þá inn­rit­aður á sjúkra­húsið og jafn­ljóst að Sjúkra­trygg­ingum Ís­lands var óheim­ilt að greiða fyrir til­rauna­með­ferð. Þeim hefði hins vegar verið stillt upp við vegg. Sjúkling­ur­inn var þegar inn­rit­aður og var að deyja en í boði hafi verið þessi með­ferð sem sögð var geta bjargað lífi hans. Johan Permert hefði síðan rætt við sig í síma sama dag og tvisvar dag­inn eftir og hefði hann samið drög að samn­ingi sem á end­anum hefði leyst málið. 

Mark­mið lækn­is­fræði­legu rannsókn­ar­innar og með­ferð­ar­innar sem var í gangi á K var að kanna for­sendur fyr­ir, og væru þær fyrir hendi, ígræðslu nýrrar teg­undar gervi­barka sem PM hafði þróað og sagt var þá að virk­aði. Sagt var að eng­inn annar með­ferð­ar­kostur en aðferð PM væri fyrir hendi hvorki á K né ann­ars staðar í heim­in­um. Að sögn voru PM, ís­lenskir sér­fræð­ingar og sér­fræð­ingar á HNE-­deild K sam­mála um að ígræðslu­með­ferð­in, sem lögð var til, væri eina mögu­lega með­ferðin sem til væri til að hjálpa sjúklingn­um. Ástand hans var sagt mjög alvar­legt og myndi leiða til dauða án með­ferð­ar. 

Greini­legt var að rannsókn, und­ir­bún­ingur með­ferðar og flutn­ing­ur­inn á K var gerður að frum­kvæði og sam­kvæmt sam­komu­lagi milli lækna á Ís­landi og á K. Sjúkling­ur­inn og allir aðrir máls­að­ilar bjugg­ust við að aðgerðin yrði umfangs­mikil væri hún lækn­is­fræði­lega mögu­leg. Greini­legt var að umsvifin á K höfðu gerst án þess að nauð­syn­leg stjórn­un­ar­leg sam­skipti hefðu átt sér stað hvorki á Ís­landi né á K. Engir samn­ingar voru til um greiðslu kostn­aðar vegna gerðra og yfir­stand­andi rannsókna og með­ferðar á K. Loks var ekki til sam­komu­lag um end­ur­gjald fyrir hugs­an­lega ígræðslu,” segir í skýrsl­unn­i. 

Bóta­skyldur gagn­vart ekkju Andemariam og úrbóta­til­lögur

Í nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­skýrsl­unnar kemur fram að ekkja Andemariam Beyene geti kraf­ist bóta frá Karol­inska-­stofn­un­inni vegna plast­barka­ígræðsl­unnar og að ahuga beri hvort Land­spít­ali sé bóta­skyldur vegna þess hvernig staðið var að vís­inda­rannsókn á Andemariam þar og með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga um hann í vís­inda­grein­inni í Lancet.

Telur nefndin ástæðu til að Land­spítali taki til athug­unar hvort ekki sé rétt að veita ekkju Andemari­ams fjár­hags­að­stoð svo hún geti ráðið sér lög­mann til að fara yfir það hvort um bóta­skyld atvik sé um að ræða. Ástæðan er ekki síst sú að mál þetta á sér vart neina hlið­stæðu á Ís­landi og því er ástæða til að Land­spítali sýni sér­stakt frum­kvæði við að leysa úr mál­inu. Þá beri að athuga hvort Land­spít­ali sé bóta­skyldur vegna þess hvernig var staðið að vís­inda­rann­sókn á Andemariam og með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga um hann í Lancet-­grein­inni. Ekkja Andemari­ams hefur komið þeim upp­lýs­ingum á fram­færi við for­mann nefnd­ar­innar að Karol­inska-háskólasjúkra­húsið hafi ekki haft sam­band við hana til þess að fara yfir mögu­lega bóta­skyldu fyrir þau mistök sem gerð voru í máli Andemari­ams.

Ljóst er að þessi umfangs­mikla skýrsla gefur til kynna fjöl­mörg atriði sem betur máttu fara í þessu ferli hér á landi og fróð­legt að sjá hvernig hlut­að­eig­andi stofn­anir munu bregð­ast við.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spennan magnast fyrir 70 ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar sem fagnað verður með ýmsum hætti 2. - 5. júní.
Konungssinnar eyða mörgum milljörðum í varning vegna krýningarafmælis drottningar
Áætlað er að Bretar muni eyða yfir 60 milljörðum króna í konunglegan varning vegna krýningarafmælis drottningar sem haldið verður upp á með fjögurra daga hátíðarhöldum. Tebollar, diskar með gyllingu og spiladósir eru meðal konunglegra muna sem rjúka út.
Kjarninn 29. maí 2022
Claus Hjort Frederiksen verður ekki ákærður, að minnsta kosti ekki meðan hann er þingmaður.
Fyrrverandi ráðherra slapp fyrir horn
Claus Hjort Frederiksen þingmaður og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Danmerkur slapp fyrir horn þegar danska þingið felldi tillögu um að afnema þinghelgi hans. Ríkisstjórn og ríkislögmaður vildu ákæra Claus Hjort fyrir landráð.
Kjarninn 29. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson funda stíft þessa dagana.
Nýr meirihluti verði klár í slaginn áður en fyrsti borgarstjórnarfundur hefst
Viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa staðið yfir í fjóra daga en Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Píratar og Viðreisn stefna að því að ljúka þeim áður en fyrsti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins verður settur þann 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 28. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Um Pútín, fáveldi og fasisma
Kjarninn 28. maí 2022
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 28. maí 2022
Icelandair beri að framfylgja ákvörðunum stjórnvalda bóki þau flug fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Icelandair svarar því ekki hvort flugfélagið muni flytja þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem til stendur að vísa úr landi á næstunni. Því sé ekki heimilt að svara fyrir hönd viðskiptavina sinna um möguleg eða fyrirhuguð flug.
Kjarninn 28. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
Kjarninn 28. maí 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar