Yfirlýsing Óskars vegna plastbarkamálsins

Skýrslu rannsóknarnefnda Landspítalans og Háskóla Íslands var skilað í dag.

kvennadeild landspítali
Auglýsing

Óskar Einarsson, læknir, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna „plastbarkamálsins“ svokallaða. Hann segist engan þátt hafa tekið í undirbúningi eða framkvæmd aðgerðar, sem um er fjallað í skýrslu rannsóknarnefndar Landspítalans og Háskóla Íslands sem kynnt var í dag

Yfirlýsing Óskars fer hér að neðan í heild:

„Í kjölfar þess að skýrsla nefndar Landspítala (LSH) og Háskóla Íslands (HÍ) um „plastbarkamálið” svonefnda hefur verið gerð opinber, og þar sem borið hefur á því í fréttum að ekki hafi verið greint rétt frá varðandi öll atvik hvað mig varðar, vil ég koma á framfæri nokkrum atriðum til að skýra minn þátt:

Auglýsing

1. Ég kom ekki að þeirri ákvörðun að leitað var til Karolinska Sjúkrahúsins (KS) um annað álit (second opinion) á meðferðarúrræðum fyrir viðkomandi sjúkling.  

2. Ég tók ekki þátt í undirbúningi eða framkvæmd aðgerðarinnar. Mér var ekki kunnugt um að læknar KS væru að íhuga plastbarkaígræðslu. Ég heyrði hennar fyrst getið eftir á þegar sjúklingur var fluttur á LSH til eftirmeðferðar.

3. Mér var þá falið að sinna læknismeðferð sjúklings við innlögn á lungnadeild LSH.  Ég kom hvergi að þeirri ákvörðun en sá enga ástæðu til þess að víkjast undan þeim starfsskyldum.  Ég nálgaðist það verkefni sem læknisverk og leit ekki á mig sem þátttakanda í vísindatilraun, enda er ráðning mín við LSH af læknisfræðilegum en ekki vísindalegum toga.  Ég hafði á þessum tíma enga ástæðu til þess að draga í efa óskir skurðteymis KS um upplýsingar varðandi ástand sjúklings, þar með talið óskir um sýni frá sjúkling.

4. Ég harma að hafa ekki borið gæfu til að neita að gerast meðhöfundur að grein í læknatímaritun Lancet þegar ekki var orðið við ábendingum um breytt orðalag greinarinnar.  Á þessum tíma hafði ég engar forsendur til þess að efast um heilindi greinarhöfunda og annarra sem stóðu að aðgerðinni og því ekki kunnugt um þær vísvitandi blekkingar og falsanir sem komið hafa í ljós m.a. varðandi leyfi þar til bærra aðila í Svíþjóð.  Í ársbyrjun 2017 sendi ég ritstjóra Lancet erindi um að ég yrði fjarlægður sem meðhöfundur greinarinnar.

5. Ég hef aldrei haldið erindi eða verið höfundur á öðrum greinum sem fjalla um þetta efni.  Ég var hvorki upplýstur um né viðstaddur málþing Háskóla Íslands vorið 2012 um stofnfrumur í skurðlækningum, í tilefni þess að ár var liðið frá umræddri plastbarkaígræðslu.

6. Ég hef aldrei hitt eða rætt við hinn umdeilda skurðlækni Macchiarini,  né nokkurn úr hans rannsóknar/aðgerðarteymi annan en Tómas Guðbjartsson.

Ég mun nú gefa mér tíma til að lesa skýrslu nefndarinnar og í framhaldinu ráðfæra mig við yfirmenn mína á LSH um efni hennar.

Virðingarfyllst, Óskar Einarsson.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent