Yfirlýsing Óskars vegna plastbarkamálsins

Skýrslu rannsóknarnefnda Landspítalans og Háskóla Íslands var skilað í dag.

kvennadeild landspítali
Auglýsing

Óskar Einarsson, læknir, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna „plastbarkamálsins“ svokallaða. Hann segist engan þátt hafa tekið í undirbúningi eða framkvæmd aðgerðar, sem um er fjallað í skýrslu rannsóknarnefndar Landspítalans og Háskóla Íslands sem kynnt var í dag

Yfirlýsing Óskars fer hér að neðan í heild:

„Í kjölfar þess að skýrsla nefndar Landspítala (LSH) og Háskóla Íslands (HÍ) um „plastbarkamálið” svonefnda hefur verið gerð opinber, og þar sem borið hefur á því í fréttum að ekki hafi verið greint rétt frá varðandi öll atvik hvað mig varðar, vil ég koma á framfæri nokkrum atriðum til að skýra minn þátt:

Auglýsing

1. Ég kom ekki að þeirri ákvörðun að leitað var til Karolinska Sjúkrahúsins (KS) um annað álit (second opinion) á meðferðarúrræðum fyrir viðkomandi sjúkling.  

2. Ég tók ekki þátt í undirbúningi eða framkvæmd aðgerðarinnar. Mér var ekki kunnugt um að læknar KS væru að íhuga plastbarkaígræðslu. Ég heyrði hennar fyrst getið eftir á þegar sjúklingur var fluttur á LSH til eftirmeðferðar.

3. Mér var þá falið að sinna læknismeðferð sjúklings við innlögn á lungnadeild LSH.  Ég kom hvergi að þeirri ákvörðun en sá enga ástæðu til þess að víkjast undan þeim starfsskyldum.  Ég nálgaðist það verkefni sem læknisverk og leit ekki á mig sem þátttakanda í vísindatilraun, enda er ráðning mín við LSH af læknisfræðilegum en ekki vísindalegum toga.  Ég hafði á þessum tíma enga ástæðu til þess að draga í efa óskir skurðteymis KS um upplýsingar varðandi ástand sjúklings, þar með talið óskir um sýni frá sjúkling.

4. Ég harma að hafa ekki borið gæfu til að neita að gerast meðhöfundur að grein í læknatímaritun Lancet þegar ekki var orðið við ábendingum um breytt orðalag greinarinnar.  Á þessum tíma hafði ég engar forsendur til þess að efast um heilindi greinarhöfunda og annarra sem stóðu að aðgerðinni og því ekki kunnugt um þær vísvitandi blekkingar og falsanir sem komið hafa í ljós m.a. varðandi leyfi þar til bærra aðila í Svíþjóð.  Í ársbyrjun 2017 sendi ég ritstjóra Lancet erindi um að ég yrði fjarlægður sem meðhöfundur greinarinnar.

5. Ég hef aldrei haldið erindi eða verið höfundur á öðrum greinum sem fjalla um þetta efni.  Ég var hvorki upplýstur um né viðstaddur málþing Háskóla Íslands vorið 2012 um stofnfrumur í skurðlækningum, í tilefni þess að ár var liðið frá umræddri plastbarkaígræðslu.

6. Ég hef aldrei hitt eða rætt við hinn umdeilda skurðlækni Macchiarini,  né nokkurn úr hans rannsóknar/aðgerðarteymi annan en Tómas Guðbjartsson.

Ég mun nú gefa mér tíma til að lesa skýrslu nefndarinnar og í framhaldinu ráðfæra mig við yfirmenn mína á LSH um efni hennar.

Virðingarfyllst, Óskar Einarsson.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent