Macchiarini og meðhöfundar fölsuðu vísindaniðurstöður

Paolo Macchiarini og samstarfsmenn hans gerðust sekir um misferli í tengslum við birtingu vísindagreina um plastbarkaaðgerðir. Málið teygir sig til Íslands en tveir meðhöfundar einnar greinarinnar eru íslenskir læknar.

Paolo Macchiarini.
Paolo Macchiarini.
Auglýsing

Hópur sérfræðinga á sviði vísindamisferlis innan sænsku siðanefndarinnar (Centrala etikprövningsnämnden) hefur að lokinni rannsókn á vísindamisferli ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarinis, sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að Macchiarini og samstarfsmenn hafi gerst sekir um misferli í tengslum við birtingu vísindagreina um plastbarkaaðgerðir sínar. Veigamesta greinin birtist í hinu virta læknisfræðitímariti Lancet og eru tveir íslenskir læknar meðhöfundar að henni. Rannsóknin var framkvæmd að beiðni Karolinska-stofnunarinnar.

Hópurinn tilnefndi tvo utanaðkomandi sérfræðinga sér til ráðuneytis, vísindamennina Martin Björck, prófessor við Uppsala-háskóla og Detlev Ganten, prófessor í Berlín. 

Niðurstaða hópsins var kynnt í gær en um er að ræða sex vísindagreinar sem allar fjalla um ígræðslu plastbarka í fólk. 

Árið 2015 rannsakaði Bengt Gerdin prófessor þessar vísindagreinar og komst að þeirri niðurstöðu að um vísindalegt misferli væri að ræða í öllum sex greinunum. Engu að síður hreinsaði Karolinska-stofnunin Paolo Macchiarini og meðhöfunda hans af öllum ásökunum. 

Karolinska-stofnunin lét hefja rannsókn á málinu á ný eftir að þættir Bosse Lindquist og samstarfsmanna í sænska sjónvarpinu (SVT) höfðu varpað nýju ljósi á málið. Var Karolinska-stofnunin sökuð um að þagga málið niður. 

Tveir íslenskir læknar eru meðhöfundar að fyrstu greininni (Proof-of-Concept) sem birtist í hinu virta læknisfræðitímariti Lancet, þeir Tómas Guðbjartsson prófessor og Óskar Einarsson læknir. Greinin fjallar um fyrstu plastbarkaígræðsluna á heimsvísu sem Macchiarini gerði en sjúklingurinn var Erítreumaðurinn Andemariam Beyene, sem stundaði í meistaranám í jarðfræði við Háskóla Íslands. Andemariam stríddi við krabbamein í barka og var Tómas Guðbjartsson læknir hans.

Sænski sérfræðingahópurinn segir að í vísindagreinunum sé lýst góðum árangri af plastbarkaígræðslunum en að staðreyndirnar tali öðru máli. Enn fremur að upplýsingarnar í greinunum séu villandi og gefi til kynna betra ástand sjúklinga en raunin var. Þá hafi upplýsingum verið leynt í þessu skyni. 

Auglýsing
Þannig sé um fölsun að ræða sem telst vera vísindaleg misferli. Loks séu í greinunum rangar upplýsingar um samþykki vísindasiðanefndar, sem einnig felur í sér vísindalegt misferli.

Sérfræðingahópurinn kemst að því að allir meðhöfundar greinanna sex séu sekir um vísindaleg misferli. Ábyrgð einstakra höfunda sé þó mismunandi. Meginábyrgðin liggi hjá Paolo Macchiarini sem aðalhöfundi og leiðtoga rannsóknarteymisins og öðrum sem gegndu mikilvægu hlutverki í rannsóknunum og ritun greinanna. Nánari ákvörðun varðandi ábyrgð og afleiðingar fyrir hlutaðeigandi höfunda sé í höndum stofnana sem þeir starfa hjá. 

Sérfræðingahópurinn óskar eftir útgefendur afturkalli allar greinarnar sex. Í tilviki íslensku læknanna eru það væntanlega Háskóli Íslands og Landspítali.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent