Þórhildur Sunna verður formaður í laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðs

Þingmaður Pírata hefur verið kjörin formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur fulltrúi mun stýra nefndinni.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, hefur verið kjörin for­maður laga- og mann­rétt­inda­nefndar Evr­ópu­ráðs­þings­ins. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur full­trúi mun stýra nefnd­inni.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Píröt­um.

Þór­hildur Sunna var til­nefnd til for­mennsk­unnar af flokka­hópi sínum Sós­í­alist­um, demókrötum og græn­um. Kjör­tíma­bil nefnd­ar­for­manns er til loka árs­ins 2019.

Auglýsing

Hlut­verk Þór­hildar Sunnu sem for­maður laga- og mann­rétt­inda­nefndar eru að stýra fundum nefnd­ar­innar í Stras­borg og fundum nefnd­ar­innar utan þing­funda. For­maður er full­trúi nefnd­ar­innar á opin­berum vett­vangi og sam­þykkir dag­skrá henn­ar. Þá situr for­maður nefnd­ar­innar í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­ráðs­þings­ins.

Hún hefur setið á þingi Evr­ópu­ráðs­ins síðan í mars árið 2017. Á þeim tíma hefur hún eins og áður segir setið í laga- og mann­rétt­inda­nefnd­ar­innar og ein­beitt sér að mann­rétt­inda­málum og bar­áttu gegn spill­ingu.

Sem full­trúi á þingi Evr­ópu­ráðs­ins skrif­aði hún álit um ábyrgð Isis/Da­esh á þjóð­ar­morði og stríðs­glæp­um. Þá vann hún að skýrslu um Kaup­manna­hafn­ar­yf­ir­lýs­ing­una - stefnu­yf­ir­lýs­ingu ráð­herra­ráðs Evr­ópu­ráðs­ins undir for­mennsku Dana þar sem áherslur þeirra á að draga úr sjálf­stæði mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins eru harð­lega gagn­rýndar auk þess að hafa unnið að áliti um stöðu blaða­manna í Evr­ópu.

Þór­hildur Sunna hefur setið á þingi fyrir flokk Pírata frá árinu 2016. For­maður þing­flokks hefur hún verið síðan seinni­hluta árs 2017. Hún lauk LL.B-­próf (al­þjóða- og Evr­ópu­lög) frá Háskól­anum í Gron­ingen, Hollandi, 2012. LL.M-­próf (mann­rétt­indi og alþjóð­legur refsi­rétt­ur) frá Háskól­anum í Utrecht, Hollandi, 2013. Að námi loknu var hún starfs­nemi hjá Alþjóð­lega stríðs­glæpa­dóm­stólnum fyrir fyrrum Júgóslavíu 2014.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent