Háskóli Íslands biðst afsökunar á málþingi um plastbarkamálið

Af hálfu Háskóla Íslands er beðist velvirðingar á ágöllum við málþing um plastbarkamálið árið 2012.

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Auglýsing

Af hálfu Háskóla Íslands er beðist vel­virð­ingar á ágöllum við mál­þing um plast­barka­málið árið 2012 sem hefur gefið til­efni til end­ur­skoð­aðs verk­lags við und­ir­bún­ing og kynn­ingu við­burða sem haldnir eru í nafni Háskóla Íslands. 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Jóni Atla Bene­dikts­syni, rektor Háskóla Íslands, um lyktir könn­unar á þætti pró­fess­ors í plast­barka­mál­in­u. 

Í nið­­ur­­stöð­um íslensku rann­­sókn­­ar­­nefnd­­ar­innar sem Land­­spít­­ali og Háskóli Íslands settu á stofn og kynntar voru þann 6. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn kom fram að lífi þriggja ein­stak­l­inga hafi verið kerf­is­bundið stofnað í hættu vegna plast­­barka­ígræðslu á Karol­in­ska-­­sjúkra­hús­inu og að allir hafi þeir átt undir högg að sækja í sam­­fé­lag­inu.

Auglýsing

Fram kom einnig að ekki verði annað séð en að Tómasi Guð­­bjarts­­syni, lækni Andemariam Beyene, sem fyrstur gekkst undir plast­­barka­ígræðslu í júní 2011, hafi gengið gott til með plast­­barka­ígræðsl­unni en að hann hafi látið blekkj­­ast af Macchar­ini og breytt til­­vísun en það varði lög um lækna, 11. gr., sem þá voru í gildi um vönduð vinn­u­brögð og jafn­­framt að ákvarð­ana­­taka í aðdrag­anda aðgerð­­ar­innar hafi verið ómark­vis­s.

Í skýrsl­unni var nefnt að það hefði verið óæski­­legt að Andemariam skyldi sjálfur tala á mál­þingi HÍ því staða hans hafi verið erfið og hann hafi átt mikið undir læknum sín­­um. Þess má þó geta að Andemariam var þá þegar kom­inn með stoð­­net til að halda bark­­anum opnum og hefur mál­­þingið verið gagn­rýnt, m.a. af Kjell Asplund, for­­manni siða­ráðs lækn­inga í Sví­­þjóð og fyrr­ver­andi land­lækni Sví­­þjóðar en hann var gestur á mál­­þingi í H.Í. síð­­ast­lið­inn vet­­ur.

Ráðstefna í HÍ 2012. Anemarian Beyene spjallar við Paolo Macchiarini. Mynd: Háskóli Íslands

Vinnu­brögð Tómasar aðfinnslu­verð

Segir í yfir­lýs­ingu rekt­ors að í kjöl­far skýrsl­unnar um plast­barka­málið hafi Háskóli Íslands leit­ast við að greina ábyrgð stofn­un­ar­innar og starfs­manna, skoða hvað fór úrskeiðis í mál­inu, læra af því og ákveða við­brögð.

„Það er afstaða rekt­ors að fall­ast beri á þá nið­ur­stöðu í skýrslu óháðu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar að vinnu­brögð pró­fess­ors­ins sem tengj­ast birt­ingu nefndrar vís­inda­greinar hafi verið aðfinnslu­verð,“ segir í yfir­lýs­ing­unni. Pró­fess­or­inn sem um ræðir er Tómas Guð­bjarts­son. Sé þá einkum litið til þess að hann skyldi ekki hafna þátt­töku í frek­ari skrifum grein­ar­innar og draga nafn sitt til baka af lista með­höf­unda um leið og honum urðu ljósir ann­markar á efni henn­ar. 

Það sé jafn­framt afstaða rekt­ors á grund­velli skýrslu óháðu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar að aðkoma pró­fess­ors­ins við und­ir­bún­ing mál­þings­ins sem haldið var við Háskóla Íslands árið 2012 sé aðfinnslu­verð. „Upp­lýs­ingar um aðgerð­ina og ástand sjúk­lings­ins, er Háskóla Íslands voru látnar í té fyrir mál­þing­ið, komu frá pró­fess­orn­um. Á móti koma ýmsir þættir sem eru pró­fess­ornum til máls­bóta. Hann reyndi árang­urs­laust að koma lýs­ingum í vís­inda­grein­inni á bata sjúk­lings í ásætt­an­legt horf, hann hefur óskað eftir því að fá nafn sitt dregið til baka af lista höf­unda umræddrar vís­inda­greinar og hann átti umtals­verðan þátt í því að varpa ljósi á plast­barka­málið með fram­lagn­ingu umfangs­mik­illa gagna og útskýr­inga.

Þrátt fyrir að það sé nið­ur­staða rekt­ors að hátt­semi pró­fess­ors­ins, eins og greint er að fram­an, telj­ist aðfinnslu­verð verður með hlið­sjón af heild­ar­mati á mála­vöxtum og í ljósi fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­inga ekki talið að laga­skil­yrði séu fyrir hendi til að beita form­legum við­ur­lögum vegna brota í starfi á grund­velli laga nr. 70/1996, um rétt­indi og skyldur starfs­manna rík­is­ins. Til þess er þá einnig lit­ið, þegar horft er fram á veg­inn, að þær aðfinnslur og athuga­semdir sem gerðar eru við störf pró­fess­ors­ins í rann­sókn­ar­skýrsl­unni hafa verið birtar opin­ber­lega.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Matthildur Björnsdóttir
Of mikil rómantík í kringum barneignir
Kjarninn 7. desember 2019
Mótmælendur á Möltu í lok nóvember 2019
„Við megum ekki hægja á okkur“
Íslensk kona búsett á Möltu til margra ára segir að ekki megi hægja á mótmælum þar í landi en margir krefjast þess að forsætisráherrann segi af sér nú þegar vegna spillingar.
Kjarninn 7. desember 2019
Þrír flokkar leggja til þrjár leiðir sem brjóta upp tangarhald á sjávarútvegi
Verði nýtt frumvarp að lögum verður tangarhald nokkurra hópa á íslenskum sjávarútvegi brotið upp. Allar útgerðir sem halda á meira en eitt prósent kvóta verða að skrá sig á markað og skilyrði um hvað teljist tengdir aðilar þrengd mjög.
Kjarninn 7. desember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það hagnast enginn á ógagnsæi nema sá sem hefur eitthvað að fela
Kjarninn 7. desember 2019
Zúistar til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
Fjárreiður Zuism, trúfélags sem ríkið telur að sé málamyndafélagsskapur með þann tilgang að komast yfir skattfé, eru til rannsóknar hjá embætti sem rannsakar efnahagsbrot. Félagsmenn eru nú um helmingi færri en þeir voru 2016.
Kjarninn 7. desember 2019
Mikill samdráttur í innflutningi milli ára
Vöruviðskipti þjóðarbússins við útlönd eru hagstæðari nú en fyrir ári. Sé rýnt í tölurnar, sést að ástæðan er einfaldlega minni neysla heima fyrir.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent