Háskóli Íslands biðst afsökunar á málþingi um plastbarkamálið

Af hálfu Háskóla Íslands er beðist velvirðingar á ágöllum við málþing um plastbarkamálið árið 2012.

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Auglýsing

Af hálfu Háskóla Íslands er beðist vel­virð­ingar á ágöllum við mál­þing um plast­barka­málið árið 2012 sem hefur gefið til­efni til end­ur­skoð­aðs verk­lags við und­ir­bún­ing og kynn­ingu við­burða sem haldnir eru í nafni Háskóla Íslands. 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Jóni Atla Bene­dikts­syni, rektor Háskóla Íslands, um lyktir könn­unar á þætti pró­fess­ors í plast­barka­mál­in­u. 

Í nið­­ur­­stöð­um íslensku rann­­sókn­­ar­­nefnd­­ar­innar sem Land­­spít­­ali og Háskóli Íslands settu á stofn og kynntar voru þann 6. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn kom fram að lífi þriggja ein­stak­l­inga hafi verið kerf­is­bundið stofnað í hættu vegna plast­­barka­ígræðslu á Karol­in­ska-­­sjúkra­hús­inu og að allir hafi þeir átt undir högg að sækja í sam­­fé­lag­inu.

Auglýsing

Fram kom einnig að ekki verði annað séð en að Tómasi Guð­­bjarts­­syni, lækni Andemariam Beyene, sem fyrstur gekkst undir plast­­barka­ígræðslu í júní 2011, hafi gengið gott til með plast­­barka­ígræðsl­unni en að hann hafi látið blekkj­­ast af Macchar­ini og breytt til­­vísun en það varði lög um lækna, 11. gr., sem þá voru í gildi um vönduð vinn­u­brögð og jafn­­framt að ákvarð­ana­­taka í aðdrag­anda aðgerð­­ar­innar hafi verið ómark­vis­s.

Í skýrsl­unni var nefnt að það hefði verið óæski­­legt að Andemariam skyldi sjálfur tala á mál­þingi HÍ því staða hans hafi verið erfið og hann hafi átt mikið undir læknum sín­­um. Þess má þó geta að Andemariam var þá þegar kom­inn með stoð­­net til að halda bark­­anum opnum og hefur mál­­þingið verið gagn­rýnt, m.a. af Kjell Asplund, for­­manni siða­ráðs lækn­inga í Sví­­þjóð og fyrr­ver­andi land­lækni Sví­­þjóðar en hann var gestur á mál­­þingi í H.Í. síð­­ast­lið­inn vet­­ur.

Ráðstefna í HÍ 2012. Anemarian Beyene spjallar við Paolo Macchiarini. Mynd: Háskóli Íslands

Vinnu­brögð Tómasar aðfinnslu­verð

Segir í yfir­lýs­ingu rekt­ors að í kjöl­far skýrsl­unnar um plast­barka­málið hafi Háskóli Íslands leit­ast við að greina ábyrgð stofn­un­ar­innar og starfs­manna, skoða hvað fór úrskeiðis í mál­inu, læra af því og ákveða við­brögð.

„Það er afstaða rekt­ors að fall­ast beri á þá nið­ur­stöðu í skýrslu óháðu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar að vinnu­brögð pró­fess­ors­ins sem tengj­ast birt­ingu nefndrar vís­inda­greinar hafi verið aðfinnslu­verð,“ segir í yfir­lýs­ing­unni. Pró­fess­or­inn sem um ræðir er Tómas Guð­bjarts­son. Sé þá einkum litið til þess að hann skyldi ekki hafna þátt­töku í frek­ari skrifum grein­ar­innar og draga nafn sitt til baka af lista með­höf­unda um leið og honum urðu ljósir ann­markar á efni henn­ar. 

Það sé jafn­framt afstaða rekt­ors á grund­velli skýrslu óháðu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar að aðkoma pró­fess­ors­ins við und­ir­bún­ing mál­þings­ins sem haldið var við Háskóla Íslands árið 2012 sé aðfinnslu­verð. „Upp­lýs­ingar um aðgerð­ina og ástand sjúk­lings­ins, er Háskóla Íslands voru látnar í té fyrir mál­þing­ið, komu frá pró­fess­orn­um. Á móti koma ýmsir þættir sem eru pró­fess­ornum til máls­bóta. Hann reyndi árang­urs­laust að koma lýs­ingum í vís­inda­grein­inni á bata sjúk­lings í ásætt­an­legt horf, hann hefur óskað eftir því að fá nafn sitt dregið til baka af lista höf­unda umræddrar vís­inda­greinar og hann átti umtals­verðan þátt í því að varpa ljósi á plast­barka­málið með fram­lagn­ingu umfangs­mik­illa gagna og útskýr­inga.

Þrátt fyrir að það sé nið­ur­staða rekt­ors að hátt­semi pró­fess­ors­ins, eins og greint er að fram­an, telj­ist aðfinnslu­verð verður með hlið­sjón af heild­ar­mati á mála­vöxtum og í ljósi fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­inga ekki talið að laga­skil­yrði séu fyrir hendi til að beita form­legum við­ur­lögum vegna brota í starfi á grund­velli laga nr. 70/1996, um rétt­indi og skyldur starfs­manna rík­is­ins. Til þess er þá einnig lit­ið, þegar horft er fram á veg­inn, að þær aðfinnslur og athuga­semdir sem gerðar eru við störf pró­fess­ors­ins í rann­sókn­ar­skýrsl­unni hafa verið birtar opin­ber­lega.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent