Háskóli Íslands biðst afsökunar á málþingi um plastbarkamálið

Af hálfu Háskóla Íslands er beðist velvirðingar á ágöllum við málþing um plastbarkamálið árið 2012.

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Auglýsing

Af hálfu Háskóla Íslands er beðist vel­virð­ingar á ágöllum við mál­þing um plast­barka­málið árið 2012 sem hefur gefið til­efni til end­ur­skoð­aðs verk­lags við und­ir­bún­ing og kynn­ingu við­burða sem haldnir eru í nafni Háskóla Íslands. 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Jóni Atla Bene­dikts­syni, rektor Háskóla Íslands, um lyktir könn­unar á þætti pró­fess­ors í plast­barka­mál­in­u. 

Í nið­­ur­­stöð­um íslensku rann­­sókn­­ar­­nefnd­­ar­innar sem Land­­spít­­ali og Háskóli Íslands settu á stofn og kynntar voru þann 6. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn kom fram að lífi þriggja ein­stak­l­inga hafi verið kerf­is­bundið stofnað í hættu vegna plast­­barka­ígræðslu á Karol­in­ska-­­sjúkra­hús­inu og að allir hafi þeir átt undir högg að sækja í sam­­fé­lag­inu.

Auglýsing

Fram kom einnig að ekki verði annað séð en að Tómasi Guð­­bjarts­­syni, lækni Andemariam Beyene, sem fyrstur gekkst undir plast­­barka­ígræðslu í júní 2011, hafi gengið gott til með plast­­barka­ígræðsl­unni en að hann hafi látið blekkj­­ast af Macchar­ini og breytt til­­vísun en það varði lög um lækna, 11. gr., sem þá voru í gildi um vönduð vinn­u­brögð og jafn­­framt að ákvarð­ana­­taka í aðdrag­anda aðgerð­­ar­innar hafi verið ómark­vis­s.

Í skýrsl­unni var nefnt að það hefði verið óæski­­legt að Andemariam skyldi sjálfur tala á mál­þingi HÍ því staða hans hafi verið erfið og hann hafi átt mikið undir læknum sín­­um. Þess má þó geta að Andemariam var þá þegar kom­inn með stoð­­net til að halda bark­­anum opnum og hefur mál­­þingið verið gagn­rýnt, m.a. af Kjell Asplund, for­­manni siða­ráðs lækn­inga í Sví­­þjóð og fyrr­ver­andi land­lækni Sví­­þjóðar en hann var gestur á mál­­þingi í H.Í. síð­­ast­lið­inn vet­­ur.

Ráðstefna í HÍ 2012. Anemarian Beyene spjallar við Paolo Macchiarini. Mynd: Háskóli Íslands

Vinnu­brögð Tómasar aðfinnslu­verð

Segir í yfir­lýs­ingu rekt­ors að í kjöl­far skýrsl­unnar um plast­barka­málið hafi Háskóli Íslands leit­ast við að greina ábyrgð stofn­un­ar­innar og starfs­manna, skoða hvað fór úrskeiðis í mál­inu, læra af því og ákveða við­brögð.

„Það er afstaða rekt­ors að fall­ast beri á þá nið­ur­stöðu í skýrslu óháðu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar að vinnu­brögð pró­fess­ors­ins sem tengj­ast birt­ingu nefndrar vís­inda­greinar hafi verið aðfinnslu­verð,“ segir í yfir­lýs­ing­unni. Pró­fess­or­inn sem um ræðir er Tómas Guð­bjarts­son. Sé þá einkum litið til þess að hann skyldi ekki hafna þátt­töku í frek­ari skrifum grein­ar­innar og draga nafn sitt til baka af lista með­höf­unda um leið og honum urðu ljósir ann­markar á efni henn­ar. 

Það sé jafn­framt afstaða rekt­ors á grund­velli skýrslu óháðu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar að aðkoma pró­fess­ors­ins við und­ir­bún­ing mál­þings­ins sem haldið var við Háskóla Íslands árið 2012 sé aðfinnslu­verð. „Upp­lýs­ingar um aðgerð­ina og ástand sjúk­lings­ins, er Háskóla Íslands voru látnar í té fyrir mál­þing­ið, komu frá pró­fess­orn­um. Á móti koma ýmsir þættir sem eru pró­fess­ornum til máls­bóta. Hann reyndi árang­urs­laust að koma lýs­ingum í vís­inda­grein­inni á bata sjúk­lings í ásætt­an­legt horf, hann hefur óskað eftir því að fá nafn sitt dregið til baka af lista höf­unda umræddrar vís­inda­greinar og hann átti umtals­verðan þátt í því að varpa ljósi á plast­barka­málið með fram­lagn­ingu umfangs­mik­illa gagna og útskýr­inga.

Þrátt fyrir að það sé nið­ur­staða rekt­ors að hátt­semi pró­fess­ors­ins, eins og greint er að fram­an, telj­ist aðfinnslu­verð verður með hlið­sjón af heild­ar­mati á mála­vöxtum og í ljósi fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­inga ekki talið að laga­skil­yrði séu fyrir hendi til að beita form­legum við­ur­lögum vegna brota í starfi á grund­velli laga nr. 70/1996, um rétt­indi og skyldur starfs­manna rík­is­ins. Til þess er þá einnig lit­ið, þegar horft er fram á veg­inn, að þær aðfinnslur og athuga­semdir sem gerðar eru við störf pró­fess­ors­ins í rann­sókn­ar­skýrsl­unni hafa verið birtar opin­ber­lega.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent