Tekist á um meinta spillingu embættismanna - aðalmeðferð í miskabótamáli Hreiðars Más

Sérstakur saksóknari notaði Héraðsdóm Vesturlands til að fá rannsóknarheimildir gegn Kaupþingsmönnum, vegna tengsla starfsmanna dómstólsins í Reykjavík við Kaupþing. Þetta kom fram í aðalmeðferð í máli Hreiðars Már Sigurðssonar gegn íslenska ríkinu í dag

Hreiðar Már
Auglýsing

Aðal­með­ferð fer fram í máli Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaup­þings, gegn íslenska rík­inu í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í dag. Hreiðar Már stefndi rík­inu til greiðslu miska­bóta vegna þess sem hann telur vera spill­ing emb­ætt­is­manna.

Telur Hreiðar að emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hafi brotið á sér í tengslum við hler­anir á síma hans á árinu 2010. Í aðsendri grein í Frétta­blað­inu þegar málið var þing­fest í des­em­ber 2016 sagði Hreið­ar: „Á árinu 2010 braut Emb­ætti sér­­staks sak­­sókn­­ara lög þegar far­sími m­inn var hler­aður þrátt fyrir að ég hafi verið ný kom­inn úr yfir­­heyrsl­u­m þar sem ég hafði rétt til­ að svara ekki spurn­ingum sem bein­t var til mín. Til að bíta höf­uðið af ­skömminni þá hler­uðu starfs­­menn Emb­ættis sér­­staks sak­­sókn­­ara einnig ­sam­­töl mín við lög­­­mann minn þar sem við ræddum mál þar sem ­rann­­sókn beind­ist gegn mér. Það er heil­agur réttur sak­aðs manns að ­geta leitað sér ráð­gjafar lög­­­manns í trún­­að­i.“

Hreiðar heldur því fram að Ólafur Þór Hauks­son sér­stakur sak­sókn­ari hafi á sínum tíma valið að leita til Hér­aðs­dóms Vest­ur­lands til að fá heim­ildir til hler­un­ar, sér­stak­lega vegna teng­inga hans við eina dóm­ara rétt­ar­ins, Bene­dikt Boga­son sem nú er Hæsta­rétt­ar­dóm­ari. Ólafur var sýslu­maður á Vest­ur­landi áður en hann varð sér­stakur sak­sókn­ari, þannig að gera má ráð fyrir að leiðir þeirra Bene­dikts hafi ægi oft legið sam­an.

Auglýsing

Undir rekstri dóms­­mála sem hafa verið höfðuð á hendur mér hef­ur komið fram í vitn­is­­burði fyrrum lög­­­reglu­­manns hjá Emb­ætti sér­­staks sak­­sókn­­ara að Bene­dikt Boga­­son ­dóm­­ari skáld­aði upp þing­hald og fals­aði skjal þess efnis þeg­ar hann útveg­aði lög­­­reglu­­mönn­um Emb­ættis sér­­staks sak­­sókn­­ara hler­un­ar­úr­­skurð­inn. Ekk­ert þing­hald var hald­ið, engin gögn voru lögð fram, dóm­­ar­inn lagði ekk­ert sjálf­­stætt ­mat á hvort nauð­­syn væri að hlera sím­­töl mín og ekk­ert vitni var að þing­hald­inu eins og lög kveða á um,“ sagði Hreiðar Már í grein­inni í Frétta­blað­inu.

Sýnd­ar­þing­hald

Lög­reglu­maður þessi bar vitni fyrir dóm­stólnum í dag. Jón Óttar Ólafs­son er fyrr­ver­andi lög­reglu­maður við emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara. Jón hefur lýst því yfir í fjöl­miðlum og fyrir rétti áður að lög­reglan hafi hlerað sam­töl sak­born­inga við verj­endur sína og ítrek­aði það í fram­burði sínum í dag. Hann sagð­ist hafa hlustað á Sig­urð Ein­ars­son fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­mann Kaup­þings ræða við verj­anda sinn en sagð­ist ekki hafa hlustað á Hreiðar sjálfan ræða við sinn verj­anda.

Jón Óttar sagði frá því þegar hann fór heim til Bene­dikts að sækja hler­unar­úr­skurð sem heim­il­aði lög­regl­unni að hlera síma Hreið­ars eftir að hann losn­aði úr gæslu­varð­haldi á árinu 2010. Jón, sem er aðal vitni til stuðn­ings kröfu Hreið­ars í þessu máli, vill meina að þar hafi í raun sýnd­ar­þing­hald verið hald­ið. Hann hafi ásamt öðrum lög­reglu­manni sótt skjalið á heim­ili dóm­ar­ans, sem hafi skrifað fyrir þá úrskurð­ar­orð á staðn­um, prentað út og stimpl­að. Hler­unin á síma Hreið­ars hófst stuttu seinna.

„Það er verið að loka gat­inu. Þetta þarf að vera til, þessi gögn. Það þarf að setja úrskurð inn í máls­gögn­in,“ sagði Jón Ótt­ar.

Starfs­menn dóm­stóls­ins tengd­ust Kaup­þingi

Bene­dikt Boga­son Hæsta­rétt­ar­dóm­ari kom sjálfur og bar vitni í dag. Dóm­ar­inn stendur í stór­ræðum fyrir dóm­stólum um þess­ari mundir en auk þess að vera einn af helstu per­sónum og leik­endum í þessu máli hefur hann stefnt fyrr­ver­andi kollega sín­um, Jóni Stein­ari Gunn­laugs­syni, fyrir meið­yrði.

Bene­dikt sagði að Ólafur hafi haft sam­band við hann árið 2010 til að fara fram á umrædda rann­sóknar­úr­skurði. Hann sagði ástæð­una fyrir því að leitað hafi verið til hans sem dóm­ara hjá Hér­aðs­dómi Vest­ur­lands vera þá að mála­skráa­kerfi dóm­stóls­ins í Reykja­vík væri með þeim hætti að það sé opið öllum starfs­mönn­um. Í þessu máli hafi verið mjög mik­il­vægt að ekk­ert spyrð­ist út um þessar rann­sókn­ar­að­gerð­ir. Bene­dikt sagði að nær­vera til­tek­inna starfs­manna við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, sem tengd­ust Kaup­þingi, hefðu orðið þess vald­andi að ákveðið hafi verið að leita til dóm­stóls­ins fyrir vestan og hann taldi þessar skýr­ingar mál­efna­leg­ar.

Hann rifj­aði upp að hafa hitt Ólaf Þór sak­sókn­ara í óform­legu þing­haldi vegna máls­ins. Ólafur hafi ekki getað beðið eftir úrskurð­inum og því hafi lög­reglan sótt hann síðar um dag­inn. Bene­dikt mundi aðeins eftir öðrum lög­reglu­mann­inum á heim­ili sínu, ekki Jóni Ótt­ari. Hann sagði þó það langt um liðið að hann gæti alls ekki úti­lokað að þeir hafi verið tveir. Heim­sóknin hafi verið örstutt, bara örfáar mín­út­ur.

Bene­dikt vís­aði að öðru leyti öllum vitn­is­burði Jóns Ótt­ars, og þannig kröfum Hreið­ars, á bug og sagði frá­sögn­ina eins og hún birt­ist í stefn­unni vera til­hæfu­lausa.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent