Tekist á um meinta spillingu embættismanna - aðalmeðferð í miskabótamáli Hreiðars Más

Sérstakur saksóknari notaði Héraðsdóm Vesturlands til að fá rannsóknarheimildir gegn Kaupþingsmönnum, vegna tengsla starfsmanna dómstólsins í Reykjavík við Kaupþing. Þetta kom fram í aðalmeðferð í máli Hreiðars Már Sigurðssonar gegn íslenska ríkinu í dag

Hreiðar Már
Auglýsing

Aðalmeðferð fer fram í máli Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hreiðar Már stefndi ríkinu til greiðslu miskabóta vegna þess sem hann telur vera spilling embættismanna.

Telur Hreiðar að embætti sérstaks saksóknara hafi brotið á sér í tengslum við hleranir á síma hans á árinu 2010. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu þegar málið var þingfest í desember 2016 sagði Hreiðar: „Á árinu 2010 braut Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara lög þegar far­sími m­inn var hler­aður þrátt fyrir að ég hafi verið ný kom­inn úr yfir­heyrsl­u­m þar sem ég hafði rétt til­ að svara ekki spurn­ingum sem bein­t var til mín. Til að bíta höf­uðið af ­skömminni þá hler­uðu starfs­menn Emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara einnig ­sam­töl mín við lög­mann minn þar sem við ræddum mál þar sem ­rann­sókn beind­ist gegn mér. Það er heil­agur réttur sak­aðs manns að ­geta leitað sér ráð­gjafar lög­manns í trún­aði.“

Hreiðar heldur því fram að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafi á sínum tíma valið að leita til Héraðsdóms Vesturlands til að fá heimildir til hlerunar, sérstaklega vegna tenginga hans við eina dómara réttarins, Benedikt Bogason sem nú er Hæstaréttardómari. Ólafur var sýslumaður á Vesturlandi áður en hann varð sérstakur saksóknari, þannig að gera má ráð fyrir að leiðir þeirra Benedikts hafi ægi oft legið saman.

Auglýsing

Undir rekstri dóms­mála sem hafa verið höfðuð á hendur mér hef­ur komið fram í vitn­is­burði fyrrum lög­reglu­manns hjá Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara að Bene­dikt Boga­son ­dóm­ari skáld­aði upp þing­hald og fals­aði skjal þess efnis þeg­ar hann útveg­aði lög­reglu­mönn­um Emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara hler­unar­úr­skurð­inn. Ekk­ert þing­hald var hald­ið, engin gögn voru lögð fram, dóm­ar­inn lagði ekk­ert sjálf­stætt ­mat á hvort nauð­syn væri að hlera sím­töl mín og ekk­ert vitni var að þing­hald­inu eins og lög kveða á um,“ sagði Hreiðar Már í greininni í Fréttablaðinu.

Sýndarþinghald

Lögreglumaður þessi bar vitni fyrir dómstólnum í dag. Jón Óttar Ólafsson er fyrrverandi lögreglumaður við embætti sérstaks saksóknara. Jón hefur lýst því yfir í fjölmiðlum og fyrir rétti áður að lögreglan hafi hlerað samtöl sakborninga við verjendur sína og ítrekaði það í framburði sínum í dag. Hann sagðist hafa hlustað á Sigurð Einarsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings ræða við verjanda sinn en sagðist ekki hafa hlustað á Hreiðar sjálfan ræða við sinn verjanda.

Jón Óttar sagði frá því þegar hann fór heim til Benedikts að sækja hlerunarúrskurð sem heimilaði lögreglunni að hlera síma Hreiðars eftir að hann losnaði úr gæsluvarðhaldi á árinu 2010. Jón, sem er aðal vitni til stuðnings kröfu Hreiðars í þessu máli, vill meina að þar hafi í raun sýndarþinghald verið haldið. Hann hafi ásamt öðrum lögreglumanni sótt skjalið á heimili dómarans, sem hafi skrifað fyrir þá úrskurðarorð á staðnum, prentað út og stimplað. Hlerunin á síma Hreiðars hófst stuttu seinna.

„Það er verið að loka gatinu. Þetta þarf að vera til, þessi gögn. Það þarf að setja úrskurð inn í málsgögnin,“ sagði Jón Óttar.

Starfsmenn dómstólsins tengdust Kaupþingi

Benedikt Bogason Hæstaréttardómari kom sjálfur og bar vitni í dag. Dómarinn stendur í stórræðum fyrir dómstólum um þessari mundir en auk þess að vera einn af helstu persónum og leikendum í þessu máli hefur hann stefnt fyrrverandi kollega sínum, Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrir meiðyrði.

Benedikt sagði að Ólafur hafi haft samband við hann árið 2010 til að fara fram á umrædda rannsóknarúrskurði. Hann sagði ástæðuna fyrir því að leitað hafi verið til hans sem dómara hjá Héraðsdómi Vesturlands vera þá að málaskráakerfi dómstólsins í Reykjavík væri með þeim hætti að það sé opið öllum starfsmönnum. Í þessu máli hafi verið mjög mikilvægt að ekkert spyrðist út um þessar rannsóknaraðgerðir. Benedikt sagði að nærvera tiltekinna starfsmanna við Héraðsdóm Reykjavíkur, sem tengdust Kaupþingi, hefðu orðið þess valdandi að ákveðið hafi verið að leita til dómstólsins fyrir vestan og hann taldi þessar skýringar málefnalegar.

Hann rifjaði upp að hafa hitt Ólaf Þór saksóknara í óformlegu þinghaldi vegna málsins. Ólafur hafi ekki getað beðið eftir úrskurðinum og því hafi lögreglan sótt hann síðar um daginn. Benedikt mundi aðeins eftir öðrum lögreglumanninum á heimili sínu, ekki Jóni Óttari. Hann sagði þó það langt um liðið að hann gæti alls ekki útilokað að þeir hafi verið tveir. Heimsóknin hafi verið örstutt, bara örfáar mínútur.

Benedikt vísaði að öðru leyti öllum vitnisburði Jóns Óttars, og þannig kröfum Hreiðars, á bug og sagði frásögnina eins og hún birtist í stefnunni vera tilhæfulausa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent