Tekist á um meinta spillingu embættismanna - aðalmeðferð í miskabótamáli Hreiðars Más

Sérstakur saksóknari notaði Héraðsdóm Vesturlands til að fá rannsóknarheimildir gegn Kaupþingsmönnum, vegna tengsla starfsmanna dómstólsins í Reykjavík við Kaupþing. Þetta kom fram í aðalmeðferð í máli Hreiðars Már Sigurðssonar gegn íslenska ríkinu í dag

Hreiðar Már
Auglýsing

Aðal­með­ferð fer fram í máli Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaup­þings, gegn íslenska rík­inu í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í dag. Hreiðar Már stefndi rík­inu til greiðslu miska­bóta vegna þess sem hann telur vera spill­ing emb­ætt­is­manna.

Telur Hreiðar að emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hafi brotið á sér í tengslum við hler­anir á síma hans á árinu 2010. Í aðsendri grein í Frétta­blað­inu þegar málið var þing­fest í des­em­ber 2016 sagði Hreið­ar: „Á árinu 2010 braut Emb­ætti sér­­staks sak­­sókn­­ara lög þegar far­sími m­inn var hler­aður þrátt fyrir að ég hafi verið ný kom­inn úr yfir­­heyrsl­u­m þar sem ég hafði rétt til­ að svara ekki spurn­ingum sem bein­t var til mín. Til að bíta höf­uðið af ­skömminni þá hler­uðu starfs­­menn Emb­ættis sér­­staks sak­­sókn­­ara einnig ­sam­­töl mín við lög­­­mann minn þar sem við ræddum mál þar sem ­rann­­sókn beind­ist gegn mér. Það er heil­agur réttur sak­aðs manns að ­geta leitað sér ráð­gjafar lög­­­manns í trún­­að­i.“

Hreiðar heldur því fram að Ólafur Þór Hauks­son sér­stakur sak­sókn­ari hafi á sínum tíma valið að leita til Hér­aðs­dóms Vest­ur­lands til að fá heim­ildir til hler­un­ar, sér­stak­lega vegna teng­inga hans við eina dóm­ara rétt­ar­ins, Bene­dikt Boga­son sem nú er Hæsta­rétt­ar­dóm­ari. Ólafur var sýslu­maður á Vest­ur­landi áður en hann varð sér­stakur sak­sókn­ari, þannig að gera má ráð fyrir að leiðir þeirra Bene­dikts hafi ægi oft legið sam­an.

Auglýsing

Undir rekstri dóms­­mála sem hafa verið höfðuð á hendur mér hef­ur komið fram í vitn­is­­burði fyrrum lög­­­reglu­­manns hjá Emb­ætti sér­­staks sak­­sókn­­ara að Bene­dikt Boga­­son ­dóm­­ari skáld­aði upp þing­hald og fals­aði skjal þess efnis þeg­ar hann útveg­aði lög­­­reglu­­mönn­um Emb­ættis sér­­staks sak­­sókn­­ara hler­un­ar­úr­­skurð­inn. Ekk­ert þing­hald var hald­ið, engin gögn voru lögð fram, dóm­­ar­inn lagði ekk­ert sjálf­­stætt ­mat á hvort nauð­­syn væri að hlera sím­­töl mín og ekk­ert vitni var að þing­hald­inu eins og lög kveða á um,“ sagði Hreiðar Már í grein­inni í Frétta­blað­inu.

Sýnd­ar­þing­hald

Lög­reglu­maður þessi bar vitni fyrir dóm­stólnum í dag. Jón Óttar Ólafs­son er fyrr­ver­andi lög­reglu­maður við emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara. Jón hefur lýst því yfir í fjöl­miðlum og fyrir rétti áður að lög­reglan hafi hlerað sam­töl sak­born­inga við verj­endur sína og ítrek­aði það í fram­burði sínum í dag. Hann sagð­ist hafa hlustað á Sig­urð Ein­ars­son fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­mann Kaup­þings ræða við verj­anda sinn en sagð­ist ekki hafa hlustað á Hreiðar sjálfan ræða við sinn verj­anda.

Jón Óttar sagði frá því þegar hann fór heim til Bene­dikts að sækja hler­unar­úr­skurð sem heim­il­aði lög­regl­unni að hlera síma Hreið­ars eftir að hann losn­aði úr gæslu­varð­haldi á árinu 2010. Jón, sem er aðal vitni til stuðn­ings kröfu Hreið­ars í þessu máli, vill meina að þar hafi í raun sýnd­ar­þing­hald verið hald­ið. Hann hafi ásamt öðrum lög­reglu­manni sótt skjalið á heim­ili dóm­ar­ans, sem hafi skrifað fyrir þá úrskurð­ar­orð á staðn­um, prentað út og stimpl­að. Hler­unin á síma Hreið­ars hófst stuttu seinna.

„Það er verið að loka gat­inu. Þetta þarf að vera til, þessi gögn. Það þarf að setja úrskurð inn í máls­gögn­in,“ sagði Jón Ótt­ar.

Starfs­menn dóm­stóls­ins tengd­ust Kaup­þingi

Bene­dikt Boga­son Hæsta­rétt­ar­dóm­ari kom sjálfur og bar vitni í dag. Dóm­ar­inn stendur í stór­ræðum fyrir dóm­stólum um þess­ari mundir en auk þess að vera einn af helstu per­sónum og leik­endum í þessu máli hefur hann stefnt fyrr­ver­andi kollega sín­um, Jóni Stein­ari Gunn­laugs­syni, fyrir meið­yrði.

Bene­dikt sagði að Ólafur hafi haft sam­band við hann árið 2010 til að fara fram á umrædda rann­sóknar­úr­skurði. Hann sagði ástæð­una fyrir því að leitað hafi verið til hans sem dóm­ara hjá Hér­aðs­dómi Vest­ur­lands vera þá að mála­skráa­kerfi dóm­stóls­ins í Reykja­vík væri með þeim hætti að það sé opið öllum starfs­mönn­um. Í þessu máli hafi verið mjög mik­il­vægt að ekk­ert spyrð­ist út um þessar rann­sókn­ar­að­gerð­ir. Bene­dikt sagði að nær­vera til­tek­inna starfs­manna við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, sem tengd­ust Kaup­þingi, hefðu orðið þess vald­andi að ákveðið hafi verið að leita til dóm­stóls­ins fyrir vestan og hann taldi þessar skýr­ingar mál­efna­leg­ar.

Hann rifj­aði upp að hafa hitt Ólaf Þór sak­sókn­ara í óform­legu þing­haldi vegna máls­ins. Ólafur hafi ekki getað beðið eftir úrskurð­inum og því hafi lög­reglan sótt hann síðar um dag­inn. Bene­dikt mundi aðeins eftir öðrum lög­reglu­mann­inum á heim­ili sínu, ekki Jóni Ótt­ari. Hann sagði þó það langt um liðið að hann gæti alls ekki úti­lokað að þeir hafi verið tveir. Heim­sóknin hafi verið örstutt, bara örfáar mín­út­ur.

Bene­dikt vís­aði að öðru leyti öllum vitn­is­burði Jóns Ótt­ars, og þannig kröfum Hreið­ars, á bug og sagði frá­sögn­ina eins og hún birt­ist í stefn­unni vera til­hæfu­lausa.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent