Hreiðar Már stefnir ríkinu vegna „spillingar embættismanna“

Fyrrverandi forstjóri Kaupþings telur íslenska ríkið hafa brotið gegn sér.

Hreiðar Már
Auglýsing

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, hefur stefnt íslenska rík­inu en málið var þing­fest í síð­asta mán­uði og hefur rík­is­lög­maður frest til að skila grein­ar­gerð í mál­inu til 17. jan­úar á næsta ári. Þetta kemur fram í grein Hreið­ars Más í Frétta­blað­inu í dagÍ blað­inu segir hann að emb­ætti sér­stakst sak­sókn­ara hafa brotið á sér með lög­brotum í tengslum við hler­anir á árinu 2010. „
Á árinu 2010 braut Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara lög þegar far­sími m­inn var hler­aður þrátt fyrir að ég hafi verið ný kom­inn úr yfir­heyrsl­u­m þar sem ég hafði rétt til­ að svara ekki spurn­ingum sem bein­t var til mín. Til að bíta höf­uðið af ­skömminni þá hler­uðu starfs­menn Emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara einnig ­sam­töl mín við lög­mann minn þar sem við ræddum mál þar sem ­rann­sókn beind­ist gegn mér. Það er heil­agur réttur sak­aðs manns að ­geta leitað sér ráð­gjafar lög­manns í trún­aði en Mann­rétt­inda­dóm­stóll ­Evr­ópu hefur nú ákveðið að taka kæru vegna þess­ara brota til skoð­un­ar,“ segir Hreiðar Már í grein sinni.

Þá segir hann að Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hafi ákveðið að leita til Hér­aðs­dóms Vest­ur­lands til að fá heim­ildir til hler­un­ar. Þetta hafi emb­ættið gert, þrátt fyrir að Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hefð­i að­setur í Reykja­vík og þeir sem átti að hlera hefðu dvalið í Reykja­vík og verið með lög­heim­ili erlend­is. „Hér­aðs­dómur Vest­ur­lands er að einu leyti veru­lega frá­brugð­inn Hér­aðs­dómi Reykja­víkur og Hér­aðs­dómi Reykja­ness. Við Hér­aðs­dóm Vest­ur­lands er ein­ungis einn ­dóm­ari. Árið 2010 var dóm­ar­inn þar Bene­dikt Boga­son, núver­and­i hæsta­rétt­ar­dóm­ari. ­Með því að velja Hér­aðs­dóm Vest­ur­lands var Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara ekki ein­ungis að velja ­sér dóm­stól heldur í raun einnig að velja sér dóm­ara. Ef Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hefði leitað til Hér­aðs­dóms Reykja­víkur hefðu starfs­menn emb­ætt­is­ins ekki vitað hvaða ­dóm­ari fengi mál­inu úthlut­að. Ólafur Þór Hauks­son, sér­stakur sak­sókn­ari, hafði áður en hann tók við því emb­ætti verið Sýslu­mað­ur­inn á Vest­ur­landi. Þá var hann með aðset­ur á Akra­nesi, sem er í umdæm­i Hér­aðs­dóms Vest­ur­lands [...] Það var því ákaf­lega hent­ugt fyrir Ólaf Þór að beina hler­un­ar­beiðnum sín­um til Bene­dikts Boga­sonar dóm­ara, en þeir höfðu á sama tíma til fjölda ára gegnt emb­ætt­is­störfum rétt­ar­kerf­is­ins á Vest­ur­landi. Þar áður­ höfðu þeir stundað nám á sama ­tíma í laga­deild Háskól­ans og unn­ið um tíma saman hjá Sýslu­mann­in­um í Hafn­ar­firð­i. Undir rekstri dóms­mála sem hafa verið höfðuð á hendur mér hef­ur komið fram í vitn­is­burði fyrrum lög­reglu­manns hjá Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara að Bene­dikt Boga­son ­dóm­ari skáld­aði upp þing­hald og fals­aði skjal þess efnis þeg­ar hann útveg­aði lög­reglu­mönn­um Emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara hler­unar­úr­skurð­inn. Ekk­ert þing­hald var hald­ið, engin gögn voru lögð fram, dóm­ar­inn lagði ekk­ert sjálf­stætt ­mat á hvort nauð­syn væri að hlera sím­töl mín og ekk­ert vitni var að þing­hald­inu eins og lög kveða á um,“ segir Hreiðar Már.

Hreiðar Már var í Hæsta­rétti dæmd­ur í sex mán­aða refsi­auka við dóm hér­aðs­dóms í mark­aðs­mis­­­not­k­un­­ar­­máli bank­ans sem kveð­inn var upp í fyrra, en dómur í mál­inu féll í októ­ber á þessu ári. Með því er heild­­ar­refs­ing Hreið­ars Más kom­in upp í sex ár, en það er há­­marks­refs­ing í svo­köll­uðum hrun­­mál­­um.

Auglýsing

Hann hafði áður fengið fimm ára og sex mán­aða dóm í Al-t­han­i-­mál­inu svo­­kall­aða og í hér­aði í mark­aðs­mis­­­not­k­un­­ar­­mál­inu var Hreiðar fund­inn sek­ur en ekki gerð auk­in refs­ing. Hæstirétt­ur ákvað aft­ur á móti að þyngja refs­ingu hans um sex mán­uði og fór heild­­ar­­dóm­ur hans því upp í sex ár.

Fleiri mál eru til umfjöll­unar í dóms­kerf­inu sem snúa að Hreið­ari Má, meðal ann­ars vegna meinstra inn­herja­svika og umboðs­svika.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None