Hreiðar Már stefnir ríkinu vegna „spillingar embættismanna“

Fyrrverandi forstjóri Kaupþings telur íslenska ríkið hafa brotið gegn sér.

Hreiðar Már
Auglýsing

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, hefur stefnt íslenska rík­inu en málið var þing­fest í síð­asta mán­uði og hefur rík­is­lög­maður frest til að skila grein­ar­gerð í mál­inu til 17. jan­úar á næsta ári. Þetta kemur fram í grein Hreið­ars Más í Frétta­blað­inu í dagÍ blað­inu segir hann að emb­ætti sér­stakst sak­sókn­ara hafa brotið á sér með lög­brotum í tengslum við hler­anir á árinu 2010. „
Á árinu 2010 braut Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara lög þegar far­sími m­inn var hler­aður þrátt fyrir að ég hafi verið ný kom­inn úr yfir­heyrsl­u­m þar sem ég hafði rétt til­ að svara ekki spurn­ingum sem bein­t var til mín. Til að bíta höf­uðið af ­skömminni þá hler­uðu starfs­menn Emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara einnig ­sam­töl mín við lög­mann minn þar sem við ræddum mál þar sem ­rann­sókn beind­ist gegn mér. Það er heil­agur réttur sak­aðs manns að ­geta leitað sér ráð­gjafar lög­manns í trún­aði en Mann­rétt­inda­dóm­stóll ­Evr­ópu hefur nú ákveðið að taka kæru vegna þess­ara brota til skoð­un­ar,“ segir Hreiðar Már í grein sinni.

Þá segir hann að Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hafi ákveðið að leita til Hér­aðs­dóms Vest­ur­lands til að fá heim­ildir til hler­un­ar. Þetta hafi emb­ættið gert, þrátt fyrir að Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hefð­i að­setur í Reykja­vík og þeir sem átti að hlera hefðu dvalið í Reykja­vík og verið með lög­heim­ili erlend­is. „Hér­aðs­dómur Vest­ur­lands er að einu leyti veru­lega frá­brugð­inn Hér­aðs­dómi Reykja­víkur og Hér­aðs­dómi Reykja­ness. Við Hér­aðs­dóm Vest­ur­lands er ein­ungis einn ­dóm­ari. Árið 2010 var dóm­ar­inn þar Bene­dikt Boga­son, núver­and­i hæsta­rétt­ar­dóm­ari. ­Með því að velja Hér­aðs­dóm Vest­ur­lands var Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara ekki ein­ungis að velja ­sér dóm­stól heldur í raun einnig að velja sér dóm­ara. Ef Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara hefði leitað til Hér­aðs­dóms Reykja­víkur hefðu starfs­menn emb­ætt­is­ins ekki vitað hvaða ­dóm­ari fengi mál­inu úthlut­að. Ólafur Þór Hauks­son, sér­stakur sak­sókn­ari, hafði áður en hann tók við því emb­ætti verið Sýslu­mað­ur­inn á Vest­ur­landi. Þá var hann með aðset­ur á Akra­nesi, sem er í umdæm­i Hér­aðs­dóms Vest­ur­lands [...] Það var því ákaf­lega hent­ugt fyrir Ólaf Þór að beina hler­un­ar­beiðnum sín­um til Bene­dikts Boga­sonar dóm­ara, en þeir höfðu á sama tíma til fjölda ára gegnt emb­ætt­is­störfum rétt­ar­kerf­is­ins á Vest­ur­landi. Þar áður­ höfðu þeir stundað nám á sama ­tíma í laga­deild Háskól­ans og unn­ið um tíma saman hjá Sýslu­mann­in­um í Hafn­ar­firð­i. Undir rekstri dóms­mála sem hafa verið höfðuð á hendur mér hef­ur komið fram í vitn­is­burði fyrrum lög­reglu­manns hjá Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara að Bene­dikt Boga­son ­dóm­ari skáld­aði upp þing­hald og fals­aði skjal þess efnis þeg­ar hann útveg­aði lög­reglu­mönn­um Emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara hler­unar­úr­skurð­inn. Ekk­ert þing­hald var hald­ið, engin gögn voru lögð fram, dóm­ar­inn lagði ekk­ert sjálf­stætt ­mat á hvort nauð­syn væri að hlera sím­töl mín og ekk­ert vitni var að þing­hald­inu eins og lög kveða á um,“ segir Hreiðar Már.

Hreiðar Már var í Hæsta­rétti dæmd­ur í sex mán­aða refsi­auka við dóm hér­aðs­dóms í mark­aðs­mis­­­not­k­un­­ar­­máli bank­ans sem kveð­inn var upp í fyrra, en dómur í mál­inu féll í októ­ber á þessu ári. Með því er heild­­ar­refs­ing Hreið­ars Más kom­in upp í sex ár, en það er há­­marks­refs­ing í svo­köll­uðum hrun­­mál­­um.

Auglýsing

Hann hafði áður fengið fimm ára og sex mán­aða dóm í Al-t­han­i-­mál­inu svo­­kall­aða og í hér­aði í mark­aðs­mis­­­not­k­un­­ar­­mál­inu var Hreiðar fund­inn sek­ur en ekki gerð auk­in refs­ing. Hæstirétt­ur ákvað aft­ur á móti að þyngja refs­ingu hans um sex mán­uði og fór heild­­ar­­dóm­ur hans því upp í sex ár.

Fleiri mál eru til umfjöll­unar í dóms­kerf­inu sem snúa að Hreið­ari Má, meðal ann­ars vegna meinstra inn­herja­svika og umboðs­svika.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None