Lögmaður Hreiðars Más: Refsiákvörðunin „hreint út sagt óskiljanleg“

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðunni í Marple-málinu til Hæstaréttar.

Hreiðar Már
Auglýsing

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Marple-málinu svokallaða til Hæstaréttar. 

Þetta staðfesti Hörður Felix Harðarson hrl., lögmaður Hreiðars Más, við mbl.is. „Það er al­veg ljóst að þess­um dómi verður áfrýjað enda telj­um við efn­is­lega niður­stöðu dóms­ins í öll­um atriðum ranga,“ seg­ir Hörður í viðtali við mbl.is.

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­­ur kvað upp dóm í Marp­le-­mál­inu svo­­kall­aða í annað sinn í gær, og voru þrír af ákærðu dæmdir sek­ir. Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Kaup­þings, var sýkn­uð.

Auglýsing

Hæstirétt­ur ómerkti fyrri dóm, þar sem dr. Ásgeir Brynj­ar Torfa­­son, sem var með­dóm­andi í mál­inu og hluti af fjöl­skip­uðum dómi, var úr­sk­­urð­aður van­hæf­ur vegna um­­mæla hans og at­hafna á sam­­fé­lags­miðl­um.

Hreiðar Már Sig­­urðs­son, fyrr­ver­andi banka­­stjóri Kaup­þings, var dæmd­ur í eins árs fang­elsi en í dómn­um sem var ómerkt­ur var hann dæmd­ur  í hálfs árs fang­elsi. Refs­ingin var því þyngd frá fyrri dómi. „Refsi­ákvörðunin er síðan hreint út sagt óskilj­an­leg. Við fyrri meðferð máls­ins fyr­ir rétt um tveim­ur árum síðan taldi dóm­ur­inn hæfi­legt að dæma um­bjóðanda minn til sex mánaða fang­els­is­refs­ing­ar en með því var refs­ing­in færð í sex ár sem er há­markið sam­kvæmt um­rædd­um laga­ákvæðum. Við þá ákvörðun var tekið til­lit til tveggja annarra dóma sem þá höfðu fallið,“ seg­ir Hörður Fel­ix í samtali við mbl.is.

Magnús Guð­munds­­son, fyrr­um banka­­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­­borg, var dæmd­ur í 18 mán­aða fang­elsi líkt og í fyrri dómi. Skúli Þor­­valds­­son var dæmd­ur í sex mán­aða fang­elsi líkt og í fyrri dómi Hér­aðs­dóms Reykja­vík­­­ur. Skúli var sýkn­aður af ákæru­at­riðum sem snéru að hylm­ingu af ásetn­ingu og pen­inga­þvætti af ásetn­ingi.

Hreiðar Már og Guðný Arna voru ákærð fyrir fjár­­­drátt og umboðs­­svik. Magnús var ákærður fyrir hlut­­deild í fjár­­drætti og umboðs­svikum og Skúli var ákærður fyrir hylm­ing­u. ­­

Mál­ið, eins og emb­ætti sér­­staks sak­­sókn­­ara lagði það upp, snýst um til­­­færslu á um átta millj­­örðum króna úr sjóðum Kaup­­þings til félags­­ins Marple Hold­ing, í eigu Skúla, án þess að lög­­­mætar við­­skipta­­legar ákvarð­­anir lægju þar að baki.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent