Konur standa frammi fyrir ýmsum hindrunum í íslensku atvinnulífi

Kvenkyns millistjórnendur í íslenskum fyrirtækjum standa frammi fyrir ýmsum óáþreifanlegum hindrunum, samkvæmt nýrri grein þriggja fræðimannna við HÍ.

Margar hindranir bíða konum í stjórnendastöðum íslenskra fyrirtækja.
Margar hindranir bíða konum í stjórnendastöðum íslenskra fyrirtækja.
Auglýsing

Karllæg menn­ing og lang­lífar staðalí­myndir eru meðal hind­r­ana sem kven­kyns milli­stjórn­endur íslenskra fyr­ir­tækja standa frammi fyr­ir. Þetta er ein af nið­ur­stöðum greinar Unnar Dóru Ein­ars­dótt­ur, Erlu S. Krist­jáns­dóttur og Þóru H. Christ­i­an­sen um upp­lifun kven­milli­stjórn­enda íslenskra fyr­ir­tækja. Greinin kom út í nýjasta tölu­blaði Tíma­rits um við­skipti og efna­hags­mál.  

Greina má kynja­halla í íslensku við­skipta­lífi, en hlut­fall kvenna í efsta stjórn­un­ar­stigi fyr­ir­tækja var ein­ungis 21,9% árið 2015. Meðal milli­stjórn­enda var hlut­fall þeirra nokkru hærri, en í 30% fyr­ir­tækja var jafnt kynja­hlut­fall meðal þeirra. 

Sam­kvæmt grein­ar­höf­undum sýna umræddar tölur að enn skorti tölu­vert á að kynja­hlut­föllum í efsta stjórn­un­ar­lagi fyr­ir­tækja hér­lendis verði jafnt, þrátt fyrir að Ísland komi mjög vel út í alþjóð­legum sam­an­burði. Hér á landi sé kynja­bilið minnst og landið ítrekað talið „það besta til að vera kona“. 

Auglýsing

Algengt við­horf meðal íslenskra stjórn­enda  sé að kynja­jafn­rétti muni nást með eðli­legum hætti í stað inn­gripa sem flýta þróun mála. Við­horfið ber heitið lagna­kenn­ingin (pipeline the­ory), en í henni er vægi kynja­kvóta og ann­arra aðgerða er dregið í efa þar sem kynja­halli er aðeins tíma­bundið ástand og staða kvenna í atvinnu­líf­inu muni styrkj­ast að sjálfu sér.

Hins vegar virð­ist þró­unin í átt að jafn­rétti ganga óeðli­lega hægt, en kynja­halli eykst eftir því sem nær dregur toppn­um. 

Í grein­inni var tekið við­tal við 11 konur í milli­stjórn­enda­stöðum og þeirra upp­lifun dregin sam­an. Kon­urnar upp­lifa efsta stjórn­un­ar­lagið sem lok­aða karlaklíku, yfir­stjórn­enda­störfin sem sniðin að þörfum og aðstæðum karl­manna og að þær geti ekki bætt á sig frek­ari ábyrgð. 

Flók­inn vefur óáþreif­an­legra hind­r­ana sé til stað­ar, meðal ann­ars í formi karllægrar menn­ingar og lang­lífra staðalí­mynda. Einnig finnst þeim vinnu­semi og vand­virkni þeirra ekki vera metna að verð­leikum og finn­ast þær ekki falla að staðalí­mynd yfir­stjórn­anda.

Í sam­ein­ingu draga þessir þættir úr sjálfs­trausti kvenn­anna til að sækj­ast eftir hærri stöðum ásamt því að valda þeim álagi og um leið við­halda raun­veru­legum vanda ójafn­réttis kynj­anna í  æðstu stjórn­enda­stöðum fyr­ir­tækj­anna.

Greinin birt­ist í nýjasta tölu­blaði Tíma­rits um við­skipti og efna­hags­mál. Tíma­ritið er gefið út í sam­vinnu við­skipta- og hag­fræði­deilda Háskóla Íslands, en því er ætlað að vera vett­vangur fyrir fræði­legar rit­gerðir í við­skipta- og hag­fræð­i. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent