Lagt til að frestur til að skila Hauck&Aufhäuser-skýrslu verði lengdur

Finnur Ingólfsson og Ólafur Ólafsson leiddu S-hópinn svokallaða. Mikil áhersla var lögð á aðkomu erlends banka að kaupunum og reyndist sá á endanum vera Hauck & Aufhäuser. Það hefur lengi verið tortryggt hvort sú aðkoma hafi verið raunveruleg.
Finnur Ingólfsson og Ólafur Ólafsson leiddu S-hópinn svokallaða. Mikil áhersla var lögð á aðkomu erlends banka að kaupunum og reyndist sá á endanum vera Hauck & Aufhäuser. Það hefur lengi verið tortryggt hvort sú aðkoma hafi verið raunveruleg.
Auglýsing

Lagt er til í þingsályktunartillögu, sem komin er fram á Alþingi, að frestur rannsóknarnefndar um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA í kaupum á 45,8% eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf., verði framlengdur. 

Í skýrslu nefndarinnar um framgang rannsóknarinnar til þingsins, sem skilað var 8. desember, er lagt til frestur til að skila skýrslu verði ekki fyrir 31. desember næstkomandi heldur frekar eins fljótt og verða má.

Alþingi ályktaði 2. júní 2016, í samræmi við ákvæði laga um rannsóknarnefndir, að fram skyldi fara rannsókn á þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA í kaupum á 45,8% eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. Samkvæmt ályktuninni skyldi rannsókninni ljúka svo fljótt sem verða mátti og eigi síðar en 31. desember 2016. Til þess að annast rannsóknina skipaði forseti Alþingis, að höfðu samráði við forsætisnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, Kjartan Bjarna Björgvinsson héraðsdómara. 

Auglýsing

Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar til forseta Alþingis, dags. 8. desember 2016 er gerð grein fyrir framgangi rannsóknarinnar, að því er segir í greinargerð með þingsálykuntartillögunni. 

Kemur þar fram að nefndin hafði ráðgert, sem lokaþátt í rannsókn sinni, að boða tilgreind vitni til skýrslutöku 11. nóvember 2016. Þegar kom í ljós að þau höfnuðu slíku, eins og áður hefur verið greint frá,  óskaði nefndin eftir því, sbr. 2. mgr. 8. gr. laga um rannsóknarnefndir, að þau yrðu kvödd fyrir héraðsdóm sem vitni til þess að svara spurningum um rannsóknina. 

Viðbrögð vitnanna við óskum rannsóknarnefndarinnar um upplýsingar hafa leitt til þess að tafir hafa orðið á störfum rannsóknarnefndarinnar og fyrirsjáanlegt er að nefndinni mun ekki takast að ljúka rannsókninni innan þeirra tímamarka sem ákveðin eru í ályktun Alþingis, segir í greinargerðinni. 

Í skýrslu rann­sóknarnefndarinnar um framgang rannsóknarinnar er talið æskilegt að fresturinn, sem nefnd­inni var veittur til að skila skýrslu sinni, verði framlengdur, enda yrði að öðrum kosti viðbúið að látið yrði reyna enn frekar á umboð og heimildir nefndarinnar fyrir dómstólum ef skýrslu verður ekki skilað fyrir 31. desember nk. 

Bún­­að­­ar­­bank­inn var seldur til svonefnds S-hóps­ 16. j­an­úar 2003. Einka­væð­ing­­ar­­nefnd fékk fyrst að vita nafn erlenda bank­ans ­sem tók þátt í kaup­unum viku áður. Sá banki var þýski sveita­­bank­inn Hauck & Auf­hauser. Hann var aldrei nefndur á nafn í fund­­ar­­gerðum einka­væð­ing­­ar­­nefnd­­ar.

Rúmum tveimur árum eftir að Hauck & Auf­hauser keypti hlut í Eglu, og þar af leið­andi í Bún­­­ar­­banka, var bank­inn búinn að ­selja hann allan til ann­­arra aðila innan S-hóps­ins.

Um tveimur mán­uðum eftir að S-hóp­­ur­inn keypti Bún­­að­­ar­­bank­ann hófust við­ræður um að sam­eina hann og Kaup­­þing. Eftir að sú sam­ein­ing gekk í gegn varð sam­ein­aður banki stærsti banki lands­ins og hóp­­ur­inn sem stýrð­i honum gerði það þangað til að hann féll í októ­ber 2008, og skráði sig á spjöld ­sög­unnar sem eitt stærsta gjald­­þrot sem orðið hef­­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None