Kennarar samþykkja nýjan kjarasamning

Eftir harðar deilur hefur meirihluti kennara samþykkt kjarasamning við sveitarfélög.

kennarar mótmæli
Auglýsing

Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í atkvæðagreiðslu sem hófst mánudaginn 5. desember og lauk klukkan 16:00 í dag. Þetta kemur fram á vef Kennarasambands Íslands.

Samningurinn gildir til eins árs og felur í sér hækkun á launum um 11 prósent í tveimur skrefum.

Ekki var þó afgerandi meirihluti með samþykkt samningsins en 55 prósent sögðu já en tæplega 43 prósent nei. Kennarar hafa í tvígang fellt samninga sem náðst höfðu fram í viðræðum milli grunnskólakennara og sveitarfélaga. 

Auglýsing

Á kjörskrá voru 4.521 og var þátttaka ríflega 90 prósent. Samtals sögðu 2.260 já en 1.759 nei. 

Samkvæmt útreikningum Félags grunnskólakennara, sem fjallað var um í Speglinum, hækka heildarlaun kennara nokkuð með samningnum. „Meðalheildarlaun eru nú 525 þúsund en verða um 583 þúsund krónur á mánuði samkvæmt útreikningum Félags Grunnskólakennara. Laun almenns grunnskólakennara með tíu ára kennsluferil hækka um tæpar 49 þúsund krónur á mánuði, úr 441 þúsund krónum í 490 þúsund í mars 2017. Byrjunarlaun almenns grunnskólakennara hækka úr 418 þúsundum í 465 þúsund á mánuði, um 46 þúsund. Kennarar sem voru í fullu starfi í desember fá eingreiðslu upp á 204 þúsund, hún á að bæta upp fyrir samningsleysið síðastliðna fimm mánuði. Þeir fá yfirvinnukaup fyrir að sinna gæslu í frímínútum, annaruppbót hækkar lítillega,“ segir í umfjöllun á vef RÚV

Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir samninginn nú ákveðinn áfanga en mikilvægt sé þó að halda áfram vinnu við endurskoðun menntakerfisins og launakerfis kennara. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None