Kennarar samþykkja nýjan kjarasamning

Eftir harðar deilur hefur meirihluti kennara samþykkt kjarasamning við sveitarfélög.

kennarar mótmæli
Auglýsing

Meiri­hluti félags­manna í Félagi grunn­skóla­kenn­ara sam­þykkti nýgerðan kjara­samn­ing við Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga í atkvæða­greiðslu sem hófst mánu­dag­inn 5. des­em­ber og lauk klukkan 16:00 í dag. Þetta kemur fram á vef Kenn­ara­sam­bands Íslands.

Samn­ing­ur­inn gildir til eins árs og felur í sér hækkun á launum um 11 pró­sent í tveimur skref­um.

Ekki var þó afger­andi meiri­hluti með sam­þykkt samn­ings­ins en 55 pró­sent sögðu já en tæp­lega 43 pró­sent nei. Kenn­arar hafa í tvígang fellt samn­inga sem náðst höfðu fram í við­ræðum milli grunn­skóla­kenn­ara og sveit­ar­fé­laga. 

Auglýsing

Á kjör­skrá voru 4.521 og var þátt­taka ríf­lega 90 pró­sent. Sam­tals sögðu 2.260 já en 1.759 nei. 

Sam­kvæmt útreikn­ingum Félags grunn­skóla­kenn­ara, sem fjallað var um í Spegl­in­um, hækka heild­ar­laun kenn­ara nokkuð með samn­ingn­um. „Með­al­heild­ar­laun eru nú 525 þús­und en verða um 583 þús­und krónur á mán­uði sam­kvæmt útreikn­ingum Félags Grunn­skóla­kenn­ara. Laun almenns grunn­skóla­kenn­ara með tíu ára kennslu­feril hækka um tæpar 49 þús­und krónur á mán­uði, úr 441 þús­und krónum í 490 þús­und í mars 2017. Byrj­un­ar­laun almenns grunn­skóla­kenn­ara hækka úr 418 þús­undum í 465 þús­und á mán­uði, um 46 þús­und. Kenn­arar sem voru í fullu starfi í des­em­ber fá ein­greiðslu upp á 204 þús­und, hún á að bæta upp fyrir samn­ings­leysið síð­ast­liðna fimm mán­uði. Þeir fá yfir­vinnu­kaup fyrir að sinna gæslu í frí­mín­út­um, ann­ar­upp­bót hækkar lít­il­lega,“ segir í umfjöllun á vef RÚV

Ólafur Lofts­son, for­maður Félags grunn­skóla­kenn­ara, segir samn­ing­inn nú ákveð­inn áfanga en mik­il­vægt sé þó að halda áfram vinnu við end­ur­skoðun mennta­kerf­is­ins og launa­kerfis kenn­ara. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund næsti orkumálastjóri
Hæfisnefnd mat fimm umsækjendur um starf orkumálastjóra hæfa. Eftir viðtöl við þá taldi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir að Halla Hrund Logadóttir væri hæfust þeirra til að gegna starfinu næstu fimm árin.
Kjarninn 19. apríl 2021
Róbert Farestveit, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Vilhjálmur Hilmarsson
Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi
Kjarninn 19. apríl 2021
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None