Meintu vanhæfi dómara til að annast skýrslutöku hafnað

Hæstiréttur
Auglýsing

Hæstirétt­ur stað­festi í gær úr­sk­­urð Hér­aðs­dóms Reykja­vík­­ur þar sem hafnað var kröf­um um að Ásmund­ur Helga­­son hér­aðs­dóm­­ari viki sæti í tengsl­um við rann­­sókn rann­­sókn­­ar­­nefnd­ar Alþing­is á kaup­um þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser Pri­vat­­banki­ers á 45,8 pró­­sent eign­­ar­hlut rík­­is­ins í Bún­að­ar­banka Íslands árið 2003. 

Rann­­sókn­­ar­­nefnd­in var skipuð í sum­­ar eftir að Umboðs­maður Alþing­is, Tryggvi Gunn­ars­son, sagði að nýjar upp­lýs­ingar væru komnar fram um við­skipt­in. Þessar upp­lýs­ingar varpa skýr­ari ljósi á það að aðkoma fyrr­nefnda bank­a að kaup­un­um hafi ekki verið sú sem full­yrt var þegar gengið var frá sölu rík­is­ins á eign­ar­hlutn­um.

Tryggvi send­i  ­­stjórn­­­­­skip­un­­­ar- og eft­ir­lits­­­nefnd Alþing­is bréf þar sem hann lagði til að skipuð yrði rann­­­sókn­­­ar­­­nefnd um mál­ið. Snýst málið meðal ann­ars um að upp­lýsa hvort Kaup­þingi hafi í raun fjár­magnað kaup­in, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Auglýsing

Þrír varn­­ar­að­ilar í mál­inu neit­uðu að koma fyr­ir rann­­sókn­­ar­­nefnd­ina nema Ásmund­ur viki fyrst úr henni þar sem meint van­hæfi hans var sagt lút að því, að hann væri dóm­­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­­ur líkt og Kjart­an Bjarni Björg­vins­­son sem Ein­ar K. Guð­finns­­son, for­­seti Alþing­is, skip­aði í sum­­ar til þess að stýra rann­­sókn­­ar­­nefnd­inn­i. 

Ólafur Ólafsson, fjárfestir og stærsti eigandi Samskipa.

Hlut­­ur­inn í Bún­að­ar­bank­an­um var seld­ur til fjár­­­fest­inga­hóps sem kall­aði sig S-hóp­inn en einn af for­yst­u­­mönn­um hans var Ólaf­ur Ólafs­­son kaup­­sýslu­mað­ur, sem var eig­andi 10 pró­sent eign­ar­hlutar í Kaup­þingi þegar hann féll haustið 2008. Ólafur hlaut fjög­urra og hálfs árs fang­els­is­dóm vegna Al-T­hani máls­ins.

Rann­­­sóknin bein­ist sér­­­stak­­­lega að hlut þýska einka­­­bank­ans Hauck & Auf­häuser, eins og áður sagði, að kaupum S-hóps­ins á Bún­­­að­­­ar­­­bank­­­anum í byrjun árs 2003. 

Ólaf­­ur, sem er fyrr­ver­andi stjórn­­­ar­­for­maður Eglu sem var hluti S-hóps­ins svo­kall­aða, ásamt Guð­mundi Hjalta­­syni, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóra fé­lags­ins, eru tveir af þremur sem fóru fram á að Ásmundur myndi víkja til hliðar í mál­inu.

Í dómi Hæsta­réttar segir að ekki verði fall­ist á van­hæf­is­á­stæður þeirra sem halda þeim uppi, og var nið­ur­staða hér­aðs­dóms því stað­fest. „Mál þetta er rekið á grund­velli sér­laga nr. 68/2011, um rann­sókn­ar­nefnd­ir. Ein­ungis er óskað atbeina dóm­ara til að vitnið gefi skýrslu fyrir dómi um þau atvik sem rann­sóknin sem Alþingi hefur ályktað að fram skuli fara, þar sem sókn­ar­að­ili telur að skil­yrðum 2. mgr. 8. gr. fyrr­greindra laga sé full­nægt. Dóm­ara er ein­ungis ætlað að stýra þeirri skýrslu­töku en kemur ekki að rann­sókn­inni að öðru leyti. Kjartan Bjarni Björg­vins­son er skip­aður hér­aðs­dóm­ari við sama dóm­stól og und­ir­rit­aður hér­aðs­dóm­ari. Honum hefur verið falið af for­seta Alþingis á grund­velli laga nr. 68/2011 að stýra umræddri rann­sókn. Hann á hins vegar enga hags­muni tengda nið­ur­stöðu þeirrar rann­sókn­ar. Að teknu til­liti til þess sem hér hefur verið rakið er það nið­ur­staða dóm­ara að ekki séu fyrir hendi atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlut­drægni und­ir­rit­aðs dóm­ara með réttu í efa, sbr. g-lið 1. mgr. 6. gr. laga nr. 88/2008. Kröfu vitn­is­ins um að dóm­ar­inn víki sæti er því hafn­að,“ segir í nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None