Meintu vanhæfi dómara til að annast skýrslutöku hafnað

Hæstiréttur
Auglýsing

Hæstirétt­ur stað­festi í gær úr­sk­­urð Hér­aðs­dóms Reykja­vík­­ur þar sem hafnað var kröf­um um að Ásmund­ur Helga­­son hér­aðs­dóm­­ari viki sæti í tengsl­um við rann­­sókn rann­­sókn­­ar­­nefnd­ar Alþing­is á kaup­um þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser Pri­vat­­banki­ers á 45,8 pró­­sent eign­­ar­hlut rík­­is­ins í Bún­að­ar­banka Íslands árið 2003. 

Rann­­sókn­­ar­­nefnd­in var skipuð í sum­­ar eftir að Umboðs­maður Alþing­is, Tryggvi Gunn­ars­son, sagði að nýjar upp­lýs­ingar væru komnar fram um við­skipt­in. Þessar upp­lýs­ingar varpa skýr­ari ljósi á það að aðkoma fyrr­nefnda bank­a að kaup­un­um hafi ekki verið sú sem full­yrt var þegar gengið var frá sölu rík­is­ins á eign­ar­hlutn­um.

Tryggvi send­i  ­­stjórn­­­­­skip­un­­­ar- og eft­ir­lits­­­nefnd Alþing­is bréf þar sem hann lagði til að skipuð yrði rann­­­sókn­­­ar­­­nefnd um mál­ið. Snýst málið meðal ann­ars um að upp­lýsa hvort Kaup­þingi hafi í raun fjár­magnað kaup­in, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Auglýsing

Þrír varn­­ar­að­ilar í mál­inu neit­uðu að koma fyr­ir rann­­sókn­­ar­­nefnd­ina nema Ásmund­ur viki fyrst úr henni þar sem meint van­hæfi hans var sagt lút að því, að hann væri dóm­­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­­ur líkt og Kjart­an Bjarni Björg­vins­­son sem Ein­ar K. Guð­finns­­son, for­­seti Alþing­is, skip­aði í sum­­ar til þess að stýra rann­­sókn­­ar­­nefnd­inn­i. 

Ólafur Ólafsson, fjárfestir og stærsti eigandi Samskipa.

Hlut­­ur­inn í Bún­að­ar­bank­an­um var seld­ur til fjár­­­fest­inga­hóps sem kall­aði sig S-hóp­inn en einn af for­yst­u­­mönn­um hans var Ólaf­ur Ólafs­­son kaup­­sýslu­mað­ur, sem var eig­andi 10 pró­sent eign­ar­hlutar í Kaup­þingi þegar hann féll haustið 2008. Ólafur hlaut fjög­urra og hálfs árs fang­els­is­dóm vegna Al-T­hani máls­ins.

Rann­­­sóknin bein­ist sér­­­stak­­­lega að hlut þýska einka­­­bank­ans Hauck & Auf­häuser, eins og áður sagði, að kaupum S-hóps­ins á Bún­­­að­­­ar­­­bank­­­anum í byrjun árs 2003. 

Ólaf­­ur, sem er fyrr­ver­andi stjórn­­­ar­­for­maður Eglu sem var hluti S-hóps­ins svo­kall­aða, ásamt Guð­mundi Hjalta­­syni, fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóra fé­lags­ins, eru tveir af þremur sem fóru fram á að Ásmundur myndi víkja til hliðar í mál­inu.

Í dómi Hæsta­réttar segir að ekki verði fall­ist á van­hæf­is­á­stæður þeirra sem halda þeim uppi, og var nið­ur­staða hér­aðs­dóms því stað­fest. „Mál þetta er rekið á grund­velli sér­laga nr. 68/2011, um rann­sókn­ar­nefnd­ir. Ein­ungis er óskað atbeina dóm­ara til að vitnið gefi skýrslu fyrir dómi um þau atvik sem rann­sóknin sem Alþingi hefur ályktað að fram skuli fara, þar sem sókn­ar­að­ili telur að skil­yrðum 2. mgr. 8. gr. fyrr­greindra laga sé full­nægt. Dóm­ara er ein­ungis ætlað að stýra þeirri skýrslu­töku en kemur ekki að rann­sókn­inni að öðru leyti. Kjartan Bjarni Björg­vins­son er skip­aður hér­aðs­dóm­ari við sama dóm­stól og und­ir­rit­aður hér­aðs­dóm­ari. Honum hefur verið falið af for­seta Alþingis á grund­velli laga nr. 68/2011 að stýra umræddri rann­sókn. Hann á hins vegar enga hags­muni tengda nið­ur­stöðu þeirrar rann­sókn­ar. Að teknu til­liti til þess sem hér hefur verið rakið er það nið­ur­staða dóm­ara að ekki séu fyrir hendi atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlut­drægni und­ir­rit­aðs dóm­ara með réttu í efa, sbr. g-lið 1. mgr. 6. gr. laga nr. 88/2008. Kröfu vitn­is­ins um að dóm­ar­inn víki sæti er því hafn­að,“ segir í nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None