FME búið að kæra gagnaleka til embættis Héraðssaksóknara

Fjármálaumsvif dómara voru til umfjöllunar í fjölmiðlum í desember síðastliðnum.

Ólafur Þór Hauksson
Auglýsing

Embætti Héraðssaksóknara hefur hafið rannsókn á því eftir hvaða leiðum gögn um fjármálaumsvif dómara láku til fjölmiðla. Málið varðar brot á lögum um bankaleynd.

Frá þessu var greint á vef RÚV í gær.

Nokkrir dómarar við Hæstarétt áttu í viðskiptum með hlutabréf í Glitni fyrir hrun. Ítarlega var fjallað um málið í fjölmiðlum, í byrjun desember, meðal annars í Kastljósi og í fréttum Stöðvar 2.

Auglýsing

Greint var frá því í frétt­um Stöðvar 2 og í Kast­­ljósi 5. des­em­ber að Markús Sig­ur­björns­son, for­seti Hæsta­rétt­ar, hefði átt hluta­bréf í Glitni fyrir hrun og síðar fjár­­­fest um 60 millj­­ónum króna í verð­bréfa­­sjóði í rekstri Glitn­­is. Í Kast­­ljósi var enn fremur greint frá því að Ólafur Börkur Þor­­­valds­­­son, sem gegnt hefur emb­ætti hæsta­rétt­­­ar­­­dóm­­­ara frá árinu 2003, hafi einnig átt hluta­bréf í Glitni um tíma á árinu 2007. Hann seldi bréf sín í lok þess árs og fjár­­­­­festi í verð­bréfa­­­sjóði innan Glitn­­­is. Í Frétta­­blað­inu í morgun var svo sagt frá því að hæsta­rétt­­ar­­dóm­­ar­­arnir Eiríkur Tóm­a­s­­son, Ing­veldur Ein­­ar­s­dóttir og Árni Kol­beins­­son, sem nú er hættur störf­um, hafi einnig öll átt hluta­bréf í Glitni á árunum 2007 og 2008. Allir dóm­­ar­­arnir fimm hafa dæmt í málum sem tengj­­ast Glitni, bæði fyrir og eftir hrun. Þar á meðal eru saka­­­mál gegn starfs­­­mönnum eigna­­­stýr­ingar Glitn­­­is. Dóm­­­ar­­­arnir lýstu ekki yfir van­hæfi í neinu þeirra mála. 

Gögnin sem birt voru sýndu sam­­skipti Mark­úsar við eigna­­stýr­ingu Glitn­­is. Á meðal þeirra voru tölvu­­póstar og skjöl sem hann und­ir­­rit­aði til að veita heim­ild til fjár­­­fest­ing­­ar. Gögnin eru bundin banka­­leynd og alls ekki aðgeng­i­­leg mörg­­um. Starfs­­menn slita­­stjórnar Glitnis eftir hrun hafa þó mög­u­­lega getað flett þeim upp í kerfum bank­ans auk þess sem starfs­­menn eigna­­stýr­ingar Glitnis fyrir hrun gátu nálg­­ast þau. 

Markús sendi frá sér yfir­­lýs­ingu dag­inn eft­ir þar sem hann seg­ist hafa til­­­kynnt nefnd um dóm­­­ara­­­störf um sölu á hluta­bréfum í sinni eigu þegar við­­­skiptin áttu sér stað, og hann hafi fengið leyfi nefnd­­­ar­innar þegar honum áskotn­uð­ust þau. Hann hafi hins vegar ekki þurft að til­­­kynna um hvernig hann ráð­staf­aði pen­ing­unum eftir söl­una.

Gögnin tengjast meðal annars einkabankaþjónustu Glitnis fyrir hrunið, en bæði Íslandsbanki og slitastjórn Glitnis hafa fullyrt að gögnin hafi ekki komið frá þeim.

Fjármálaeftirlitið tók málið til meðferðar og fyrir um mánuði síðan sendi eftirlitið kæru til embættis Héraðssaksóknara. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti þetta við RÚV í gær. 

Meint brot sem eru til rannsóknar nú, á grundvelli fyrrnefndrar kæru, snúast um brot á þagnarskyldu samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None