h_52684699.jpg
Auglýsing

Heims­mark­aðs­verð á olíu hækk­aði hratt þegar opnað var fyrir við­skipti á mark­aði í morg­un. Fram­virkt verð á hrá­ol­íu­t­unn­inni á mark­aði í Banda­ríkj­un­um, hækk­aði um tæp­lega 5 pró­sent, og kostar tunnan nú tæp­lega 54 Banda­ríkja­dali. 

Sam­kvæmt fréttum Bloomberg er margir fjár­festar nú ráð fyrir að tunnan fari í 60 Banda­ríkja­dali áður en langt um líð­ur. Ástæðan er sú að olíu­fram­leiðslu­ríki hafa náð saman um að draga úr fram­leiðslu, sem svo leiðir til minna fram­boðs á mark­að­i. 

Olíu­verð hefur farið hækk­andi að und­an­förnu, en það náði lág­punkti í febr­úar þegar tunnan kost­aði 26 Banda­ríkja­dali. Rúm­lega ári fyrr kost­aði tunnan 110 Banda­ríkjdali, og hefur olíu­verð því sveifl­ast mik­ið.

Auglýsing

Ell­efu olíu­­fram­­leiðslu­­ríki, sem eru ekki aðilar að OPEC, sam­tök­um olíu­­fram­­leiðslu­­ríkja, hafa sam­þykkt að feta í fót­­spor OPEC ríkja og minnka olíu­­fram­­leiðslu sína til þess að ýta und­ir olíu­­verð.Rík­­in greindu frá því í gær að þau myndu minnka fram­­leiðsl­una um 558 þús­und tunn­ur á dag.

Opec greindi frá því í síð­asta mán­uði að aðild­­ar­­rík­­in myndu minnka olíu­­fram­­leiðslu og er þetta í fyrsta skiptið í fimmtán ár sem sam­komu­lag næst milli ríkj­anna um fram­­leiðslu.

Opec-­rík­­in segj­­ast ætla að minnka fram­­leiðsl­una um 1,2 millj­­ón­ir tunna á dag og hefst það fyr­ir­komu­lag í janú­­ar.

Meðal þeirra ríkja sem eru eru ekki í Opec eru Rús­s­land, Azer­bai­j­an, Oman, Mexí­kó, Malasía, Súd­­an, Suð­ur­-Súd­­an og Bar­ein.

Áhrifa­­­­mesta ríkið innan OPEC er Sá­dí-­­­­Ar­a­b­ía, en til sam­tak­anna til­­­­heyra fjórtán olíu­­­­fram­­­­leiðslu­­­­rík­­­i. Auk Sádí-­­­­Ar­a­bíu eru það Alsír, Angóla, Ekvador, Gabon, Indónesía, Íran, Írak, Kúveit, Líbía, Katar, Níger­ía, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­­­­dæm­in, og Venes­ú­ela. ­Saman standa ríkin undir meira en 33 pró­­­­sent af heims­fram­­­­leiðsl­unni.

Ísland hefur notið góðs af lágu olíu­verði þar sem það hefur haldið niðri verð­bólgu­þrýst­ingi erlendis frá. Verð­bólga mælist nú 2,1 pró­sent en hún hefur hald­ist fyrir neðan 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­mið í næstum þrjú ár.

140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.
Kjarninn 17. júní 2019
Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None