h_52684699.jpg
Auglýsing

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði hratt þegar opnað var fyrir viðskipti á markaði í morgun. Framvirkt verð á hráolíutunninni á markaði í Bandaríkjunum, hækkaði um tæplega 5 prósent, og kostar tunnan nú tæplega 54 Bandaríkjadali. 

Samkvæmt fréttum Bloomberg er margir fjárfestar nú ráð fyrir að tunnan fari í 60 Bandaríkjadali áður en langt um líður. Ástæðan er sú að olíuframleiðsluríki hafa náð saman um að draga úr framleiðslu, sem svo leiðir til minna framboðs á markaði. 

Olíuverð hefur farið hækkandi að undanförnu, en það náði lágpunkti í febrúar þegar tunnan kostaði 26 Bandaríkjadali. Rúmlega ári fyrr kostaði tunnan 110 Bandaríkjdali, og hefur olíuverð því sveiflast mikið.

Auglýsing

Ell­efu olíu­fram­leiðslu­ríki, sem eru ekki aðilar að OPEC, sam­tök­um olíu­fram­leiðslu­ríkja, hafa samþykkt að feta í fót­spor OPEC ríkja og minnka olíu­fram­leiðslu sína til þess að ýta und­ir olíu­verð.


Rík­in greindu frá því í gær að þau myndu minnka fram­leiðsluna um 558 þúsund tunn­ur á dag.

Opec greindi frá því í síðasta mánuði að aðild­ar­rík­in myndu minnka olíu­fram­leiðslu og er þetta í fyrsta skiptið í fimmtán ár sem sam­komu­lag næst milli ríkj­anna um fram­leiðslu.

Opec-rík­in segj­ast ætla að minnka fram­leiðsluna um 1,2 millj­ón­ir tunna á dag og hefst það fyr­ir­komu­lag í janú­ar.

Meðal þeirra ríkja sem eru eru ekki í Opec eru Rúss­land, Azer­baij­an, Oman, Mexí­kó, Malasía, Súd­an, Suður-Súd­an og Barein.

Áhrifa­­­mesta ríkið innan OPEC er Sá­dí-­­­Ar­a­b­ía, en til sam­tak­anna til­­­heyra fjórtán olíu­­­fram­­­leiðslu­­­rík­­i. Auk Sádí-­­­Ar­a­bíu eru það Alsír, Angóla, Ekvador, Gabon, Indónesía, Íran, Írak, Kúveit, Líbía, Katar, Níger­ía, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­­­dæm­in, og Venes­ú­ela. ­Saman standa ríkin undir meira en 33 pró­­­sent af heims­fram­­­leiðsl­unni.

Ísland hefur notið góðs af lágu olíuverði þar sem það hefur haldið niðri verðbólguþrýstingi erlendis frá. Verðbólga mælist nú 2,1 prósent en hún hefur haldist fyrir neðan 2,5 prósent verðbólgumarkmið í næstum þrjú ár.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None