h_52684699.jpg
Auglýsing

Heims­mark­aðs­verð á olíu hækk­aði hratt þegar opnað var fyrir við­skipti á mark­aði í morg­un. Fram­virkt verð á hrá­ol­íu­t­unn­inni á mark­aði í Banda­ríkj­un­um, hækk­aði um tæp­lega 5 pró­sent, og kostar tunnan nú tæp­lega 54 Banda­ríkja­dali. 

Sam­kvæmt fréttum Bloomberg er margir fjár­festar nú ráð fyrir að tunnan fari í 60 Banda­ríkja­dali áður en langt um líð­ur. Ástæðan er sú að olíu­fram­leiðslu­ríki hafa náð saman um að draga úr fram­leiðslu, sem svo leiðir til minna fram­boðs á mark­að­i. 

Olíu­verð hefur farið hækk­andi að und­an­förnu, en það náði lág­punkti í febr­úar þegar tunnan kost­aði 26 Banda­ríkja­dali. Rúm­lega ári fyrr kost­aði tunnan 110 Banda­ríkjdali, og hefur olíu­verð því sveifl­ast mik­ið.

Auglýsing

Ell­efu olíu­­fram­­leiðslu­­ríki, sem eru ekki aðilar að OPEC, sam­tök­um olíu­­fram­­leiðslu­­ríkja, hafa sam­þykkt að feta í fót­­spor OPEC ríkja og minnka olíu­­fram­­leiðslu sína til þess að ýta und­ir olíu­­verð.Rík­­in greindu frá því í gær að þau myndu minnka fram­­leiðsl­una um 558 þús­und tunn­ur á dag.

Opec greindi frá því í síð­asta mán­uði að aðild­­ar­­rík­­in myndu minnka olíu­­fram­­leiðslu og er þetta í fyrsta skiptið í fimmtán ár sem sam­komu­lag næst milli ríkj­anna um fram­­leiðslu.

Opec-­rík­­in segj­­ast ætla að minnka fram­­leiðsl­una um 1,2 millj­­ón­ir tunna á dag og hefst það fyr­ir­komu­lag í janú­­ar.

Meðal þeirra ríkja sem eru eru ekki í Opec eru Rús­s­land, Azer­bai­j­an, Oman, Mexí­kó, Malasía, Súd­­an, Suð­ur­-Súd­­an og Bar­ein.

Áhrifa­­­­mesta ríkið innan OPEC er Sá­dí-­­­­Ar­a­b­ía, en til sam­tak­anna til­­­­heyra fjórtán olíu­­­­fram­­­­leiðslu­­­­rík­­­i. Auk Sádí-­­­­Ar­a­bíu eru það Alsír, Angóla, Ekvador, Gabon, Indónesía, Íran, Írak, Kúveit, Líbía, Katar, Níger­ía, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­­­­dæm­in, og Venes­ú­ela. ­Saman standa ríkin undir meira en 33 pró­­­­sent af heims­fram­­­­leiðsl­unni.

Ísland hefur notið góðs af lágu olíu­verði þar sem það hefur haldið niðri verð­bólgu­þrýst­ingi erlendis frá. Verð­bólga mælist nú 2,1 pró­sent en hún hefur hald­ist fyrir neðan 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­mið í næstum þrjú ár.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Tvö andlát vegna COVID-19
Fjórir hafa nú látist hér á landi vegna sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur.
Kjarninn 2. apríl 2020
Mannlausar götur eru fylgifiskur COVID-19.
COVID-19 hefur áhrif á hreyfingar jarðar
Athafnir manna skapa alla jafna titring í jarðskorpunni. Nú þegar verulega hefur dregið úr ferðalögum og starfsemi verksmiðja hefur dregið úr hreyfingum jarðar.
Kjarninn 2. apríl 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Mál í takt við tímann
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None