Framhald stjórnarmyndunarviðræðna ákveðið í kvöld

ráðherrastólar
Auglýsing

Nú klukkan 19:30 hófst fundur for­ystu­manna Vinstri grænna, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Bjartrar fram­tíð­ar, Við­reisnar og Pírata á Alþingi. Þegar fundi þeirra lýkur verða haldnir þing­flokks­fundir í öllum þessum flokkum þar sem farið verður yfir stöðu mála eftir óform­legar við­ræður flokk­anna fimm und­an­farna daga. 

Það skýrist vænt­an­lega í kvöld eða fyrra­málið hvort haldið verður áfram og farið í form­legar við­ræð­ur. Í dag hefur verið unnið að lausn í sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­málum og er það meðal ann­ars til umræðu á fund­unum í kvöld. 

Full­trúar þess­ara flokka hafa verið mis­bjart­sýnir á fram­haldið um helg­ina. Þannig hafa Píratar verið mjög jákvæð­ir, og Birgitta Jóns­dóttir þing­flokks­for­maður sagði í Vik­unni á föstu­dag að það væru 90% líkur á að stjórn þess­ara flokka yrði að veru­leika. Full­trúar VG hafa ekki verið eins bjart­sýn­ir. 

Auglýsing

Birgitta segir við RÚV í dag að það muni liggja fyrir í kvöld eða í síð­asta lagi á morgun hvort af form­legum við­ræðum verður eða hvort hún skilar umboð­inu til að mynda rík­is­stjórn til for­seta Íslands. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None