Hnýta í fjölmiðla vegna afmælis Framsóknarflokksins

alingi_setning-83_10054267463_o.jpg
Auglýsing

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi formaður hans, hefur boðið Framsóknarmönnum í kjördæmi hans til veislu á Akureyri í tilefni af 100 ára afmæli flokksins. Veislan fer fram á sama tíma og 100 ára afmælishátíð flokksins fer fram í Þjóðleikhúsinu, næstkomandi föstudagskvöld. 

Fjölmiðlar hafa sagt frá þessari veislu Sigmundar Davíðs, og hafa greint frá því að óánægja sé með þetta útspil Sigmundar Davíðs og því velt upp hvort þetta jafngildi úrsögn hans úr flokknum. Hann vísar þessu á bug í færslu á Facebook-síðu sinni. 

Sigmundur Davíð talar um fréttaflutning Vísis af málinu sérstaklega og segir að þar hafi birst „dæmalaust vitlaus „frétt“ eða ritgerð á Vísi sem virðist fyrst og fremst snúast um hugrenningar eða skoðanir blaðamannsins. 100 ára stjórnmálaflokkur ætti að sjá í gegnum slíkt.“ Sigmundur Davíð listar einnig upp ýmsa viðburði sem haldnir verði vegna afmælisins, meðal annars þann sem hann hefur boðið til á Akureyri. 

Auglýsing

Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gagnrýnir einnig fréttaflutning af málinu, og segir að vefsíðan kaffid.is, sem sagði fyrst frá veisluhöldum Sigmundar Davíðs, sé „kjaftasíða.“ Því sé stillt upp sem stríðsyfirlýsingu Sigmundar að halda veisluna, en „þá er væntanlega skollin á heimsstyrjöld því framsóknarmenn í Skagafirði halda uppá þetta merka afmæli sama dag.“ Hann og Elsa Lára, þingmenn flokksins í Norðvesturkjördæmi, hafi boðað komu sína norður „og ekki erum við á leið úr flokknum. Lengi var óljóst hvernig hátíðarhöldum flokksins yrði háttað og skilaboðin sem komu frá formanni flokksins voru þau að gera sem mest úr deginum sem víðast! Það er í raun ótrúlegt að fjölmiðlar skuli hlaupa á eftir kjaftagangi og bulli,“ skrifar Gunnar Bragi. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None