FBI var á Íslandi á fölskum forsendum

Ögmundur Jónasson vísaði lögreglumönnum FBI úr landi sem sögðust ætla að hjálpa Íslendingum með netárásir. Verkefni þeirra var hins vegar af öðrum toga.

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson
Auglýsing

Ögmundur Jón­as­son, þá inn­an­rík­is­ráð­herra, vís­aði hópi lög­reglu­manna á vegum banda­rísku alrík­is­lög­regl­unn­ar, FBI, úr landi í ágúst 2011. Lög­reglu­menn­irnir ætl­uðu að reyna að lokka Julian Assange, stofn­anda og stjórn­anda Wiki­leaks, úr vari í sendi­ráði Ekvador í London en höfðu komið hingað undir fölsku flaggi.

Ögmundur lýsir þessu í við­tali við evr­ópska vef­mið­il­inn Katoi­kos.eu sem birt­ist í síð­ustu viku. RÚV.is greindi fyrst frá á íslensku.

Sem inn­an­rík­is­ráð­herra vís­aði Ögmundur lög­reglu­mönn­unum úr landi sum­arið 2011. Krist­inn Hrafns­son, tals­maður Wiki­leaks, greindi frá þessu í Kast­ljós­við­tali árið 2013. Þeir hafi komið hingað undir því yfir­skini að ráð­leggja ætti íslenskum stjórn­völdum um yfir­vof­andi árásir á tölvu­kerfi rík­is­ins. The New York Times greindi síðar frá því að FBI hafi verið á hött­unum eftir Wiki­leaks-liðum hér á landi.

Auglýsing

Ætl­unin hafi verið að nota Sig­urð Inga Þórð­ar­son, sem er betur þekktur undir nafn­inu Siggi hakk­ari, sem tál­beitu. Sig­urður Ingi stað­festi þetta á fundi með alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþingis árið 2013.

Spurður hvort hann hafi vísað FBI-­mönnum úr landi vegna þess að hann grun­aði að verk­efni þeirra hér á landi var að koma Julian Assange fyrir katt­ar­nef, stað­festir Ögmundur að svo hafi ver­ið.

„Það sem gerð­ist í júní 2011 var að banda­rísk yfir­völd komu að máli við okkur og gerðu okkur við­vart um að sam­kvæmt þeirra upp­lýs­ingum væru hakk­arar að reyna að eyði­leggja íslensk hug­bún­að­ar­kerf­i,“ segir Ögmundur í við­tal­inu. „Þeir buðu hjálp. Ég var var um mig því ég átta mig á að hjálp­ar­hönd getur auð­veld­lega farið að tosa í streng­i.“

„Síðar um sum­ar­ið, í ágúst, sendu þeir flug­vél fulla af full­trúum FBI til Íslands og vildu vera í sam­starfi við okkur í aðgerðum sem ég skildi að hafi verið aðgerð til að koma Julian Assange og Wiki­Leaks fyrir katt­ar­nef,“ segir Ögmund­ur. „Vegna þess að þeir höfðu ekki leyfi íslenskra stjórn­valda til að starfa á Íslandi og vegna þess að aðgerðir gegn Wiki­Leaks voru ekki á verk­efna­list­anum mín­um, nema svo síður sé, þá skip­aði ég svo fyrir að öllu sam­starfi með þeim yrði hætt og ég gerði það einnig ljóst að FBI skyldi hætta öllum aðgerðum hér á landi strax.“

Ögmundur seg­ist einnig hafa gert full­trúum FBI ljóst að þeir ættu að yfir­gefa Ísland. „Ég held að þeir hafi farið til ann­ara landa, alla­vega til Dan­merk­ur,“ segir hann.

Ögmundur Jón­as­son var þing­maður Reyk­vík­inga og í Suð­vest­ur­kjör­dæmi á árunum 1995 til 2016. Hann varð ráð­herra í ráðu­neytum Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur á árunum 2009 til 2013. Hann gaf ekki kost á sér til áfram­hald­andi þing­setu í Alþing­is­kosn­ing­unum í haust. Ögmundur talar í lengra máli um upp­ljóstr­ara og ver­ald­ar­sýn sína í við­tal­inu sem lesa má hér.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Friðrik Rafnsson
Lestur er leikfimi hugans
Kjarninn 21. janúar 2020
„Lúalegt bragð“ að ala á samviskubiti foreldra
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent borgarráði opið bréf vegna fyrirhugaðrar styttingar opnunartíma leikskóla í Reykjavíkurborg.
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður spyr Katrínu um hverjar skaðabótakröfur stórútgerðarinnar séu
Búið er að leggja fram skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra um hversu háa upphæð stórútgerðir eru að krefja íslenska ríkið vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kjarninn óskaði fyrst eftir þeim upplýsingum í fyrrasumar en ríkið vill ekki afhenda þær.
Kjarninn 21. janúar 2020
Rúmur hálfur milljarður í utanlandsferðir þingmanna og forseta þingsins á tíu árum
Rúmar 60 milljónir fóru í utanlandsferðir embættis forseta Alþingis og þingmanna árið 2018. Kostnaðurinn var minnstur árið 2009 – rétt eftir hrun.
Kjarninn 21. janúar 2020
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None