FBI var á Íslandi á fölskum forsendum

Ögmundur Jónasson vísaði lögreglumönnum FBI úr landi sem sögðust ætla að hjálpa Íslendingum með netárásir. Verkefni þeirra var hins vegar af öðrum toga.

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson
Auglýsing

Ögmundur Jón­as­son, þá inn­an­rík­is­ráð­herra, vís­aði hópi lög­reglu­manna á vegum banda­rísku alrík­is­lög­regl­unn­ar, FBI, úr landi í ágúst 2011. Lög­reglu­menn­irnir ætl­uðu að reyna að lokka Julian Assange, stofn­anda og stjórn­anda Wiki­leaks, úr vari í sendi­ráði Ekvador í London en höfðu komið hingað undir fölsku flaggi.

Ögmundur lýsir þessu í við­tali við evr­ópska vef­mið­il­inn Katoi­kos.eu sem birt­ist í síð­ustu viku. RÚV.is greindi fyrst frá á íslensku.

Sem inn­an­rík­is­ráð­herra vís­aði Ögmundur lög­reglu­mönn­unum úr landi sum­arið 2011. Krist­inn Hrafns­son, tals­maður Wiki­leaks, greindi frá þessu í Kast­ljós­við­tali árið 2013. Þeir hafi komið hingað undir því yfir­skini að ráð­leggja ætti íslenskum stjórn­völdum um yfir­vof­andi árásir á tölvu­kerfi rík­is­ins. The New York Times greindi síðar frá því að FBI hafi verið á hött­unum eftir Wiki­leaks-liðum hér á landi.

Auglýsing

Ætl­unin hafi verið að nota Sig­urð Inga Þórð­ar­son, sem er betur þekktur undir nafn­inu Siggi hakk­ari, sem tál­beitu. Sig­urður Ingi stað­festi þetta á fundi með alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþingis árið 2013.

Spurður hvort hann hafi vísað FBI-­mönnum úr landi vegna þess að hann grun­aði að verk­efni þeirra hér á landi var að koma Julian Assange fyrir katt­ar­nef, stað­festir Ögmundur að svo hafi ver­ið.

„Það sem gerð­ist í júní 2011 var að banda­rísk yfir­völd komu að máli við okkur og gerðu okkur við­vart um að sam­kvæmt þeirra upp­lýs­ingum væru hakk­arar að reyna að eyði­leggja íslensk hug­bún­að­ar­kerf­i,“ segir Ögmundur í við­tal­inu. „Þeir buðu hjálp. Ég var var um mig því ég átta mig á að hjálp­ar­hönd getur auð­veld­lega farið að tosa í streng­i.“

„Síðar um sum­ar­ið, í ágúst, sendu þeir flug­vél fulla af full­trúum FBI til Íslands og vildu vera í sam­starfi við okkur í aðgerðum sem ég skildi að hafi verið aðgerð til að koma Julian Assange og Wiki­Leaks fyrir katt­ar­nef,“ segir Ögmund­ur. „Vegna þess að þeir höfðu ekki leyfi íslenskra stjórn­valda til að starfa á Íslandi og vegna þess að aðgerðir gegn Wiki­Leaks voru ekki á verk­efna­list­anum mín­um, nema svo síður sé, þá skip­aði ég svo fyrir að öllu sam­starfi með þeim yrði hætt og ég gerði það einnig ljóst að FBI skyldi hætta öllum aðgerðum hér á landi strax.“

Ögmundur seg­ist einnig hafa gert full­trúum FBI ljóst að þeir ættu að yfir­gefa Ísland. „Ég held að þeir hafi farið til ann­ara landa, alla­vega til Dan­merk­ur,“ segir hann.

Ögmundur Jón­as­son var þing­maður Reyk­vík­inga og í Suð­vest­ur­kjör­dæmi á árunum 1995 til 2016. Hann varð ráð­herra í ráðu­neytum Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur á árunum 2009 til 2013. Hann gaf ekki kost á sér til áfram­hald­andi þing­setu í Alþing­is­kosn­ing­unum í haust. Ögmundur talar í lengra máli um upp­ljóstr­ara og ver­ald­ar­sýn sína í við­tal­inu sem lesa má hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None