FBI var á Íslandi á fölskum forsendum

Ögmundur Jónasson vísaði lögreglumönnum FBI úr landi sem sögðust ætla að hjálpa Íslendingum með netárásir. Verkefni þeirra var hins vegar af öðrum toga.

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson
Auglýsing

Ögmundur Jón­as­son, þá inn­an­rík­is­ráð­herra, vís­aði hópi lög­reglu­manna á vegum banda­rísku alrík­is­lög­regl­unn­ar, FBI, úr landi í ágúst 2011. Lög­reglu­menn­irnir ætl­uðu að reyna að lokka Julian Assange, stofn­anda og stjórn­anda Wiki­leaks, úr vari í sendi­ráði Ekvador í London en höfðu komið hingað undir fölsku flaggi.

Ögmundur lýsir þessu í við­tali við evr­ópska vef­mið­il­inn Katoi­kos.eu sem birt­ist í síð­ustu viku. RÚV.is greindi fyrst frá á íslensku.

Sem inn­an­rík­is­ráð­herra vís­aði Ögmundur lög­reglu­mönn­unum úr landi sum­arið 2011. Krist­inn Hrafns­son, tals­maður Wiki­leaks, greindi frá þessu í Kast­ljós­við­tali árið 2013. Þeir hafi komið hingað undir því yfir­skini að ráð­leggja ætti íslenskum stjórn­völdum um yfir­vof­andi árásir á tölvu­kerfi rík­is­ins. The New York Times greindi síðar frá því að FBI hafi verið á hött­unum eftir Wiki­leaks-liðum hér á landi.

Auglýsing

Ætl­unin hafi verið að nota Sig­urð Inga Þórð­ar­son, sem er betur þekktur undir nafn­inu Siggi hakk­ari, sem tál­beitu. Sig­urður Ingi stað­festi þetta á fundi með alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþingis árið 2013.

Spurður hvort hann hafi vísað FBI-­mönnum úr landi vegna þess að hann grun­aði að verk­efni þeirra hér á landi var að koma Julian Assange fyrir katt­ar­nef, stað­festir Ögmundur að svo hafi ver­ið.

„Það sem gerð­ist í júní 2011 var að banda­rísk yfir­völd komu að máli við okkur og gerðu okkur við­vart um að sam­kvæmt þeirra upp­lýs­ingum væru hakk­arar að reyna að eyði­leggja íslensk hug­bún­að­ar­kerf­i,“ segir Ögmundur í við­tal­inu. „Þeir buðu hjálp. Ég var var um mig því ég átta mig á að hjálp­ar­hönd getur auð­veld­lega farið að tosa í streng­i.“

„Síðar um sum­ar­ið, í ágúst, sendu þeir flug­vél fulla af full­trúum FBI til Íslands og vildu vera í sam­starfi við okkur í aðgerðum sem ég skildi að hafi verið aðgerð til að koma Julian Assange og Wiki­Leaks fyrir katt­ar­nef,“ segir Ögmund­ur. „Vegna þess að þeir höfðu ekki leyfi íslenskra stjórn­valda til að starfa á Íslandi og vegna þess að aðgerðir gegn Wiki­Leaks voru ekki á verk­efna­list­anum mín­um, nema svo síður sé, þá skip­aði ég svo fyrir að öllu sam­starfi með þeim yrði hætt og ég gerði það einnig ljóst að FBI skyldi hætta öllum aðgerðum hér á landi strax.“

Ögmundur seg­ist einnig hafa gert full­trúum FBI ljóst að þeir ættu að yfir­gefa Ísland. „Ég held að þeir hafi farið til ann­ara landa, alla­vega til Dan­merk­ur,“ segir hann.

Ögmundur Jón­as­son var þing­maður Reyk­vík­inga og í Suð­vest­ur­kjör­dæmi á árunum 1995 til 2016. Hann varð ráð­herra í ráðu­neytum Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur á árunum 2009 til 2013. Hann gaf ekki kost á sér til áfram­hald­andi þing­setu í Alþing­is­kosn­ing­unum í haust. Ögmundur talar í lengra máli um upp­ljóstr­ara og ver­ald­ar­sýn sína í við­tal­inu sem lesa má hér.

Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
Kjarninn 21. júlí 2019
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None