FBI var á Íslandi á fölskum forsendum

Ögmundur Jónasson vísaði lögreglumönnum FBI úr landi sem sögðust ætla að hjálpa Íslendingum með netárásir. Verkefni þeirra var hins vegar af öðrum toga.

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson
Auglýsing

Ögmundur Jón­as­son, þá inn­an­rík­is­ráð­herra, vís­aði hópi lög­reglu­manna á vegum banda­rísku alrík­is­lög­regl­unn­ar, FBI, úr landi í ágúst 2011. Lög­reglu­menn­irnir ætl­uðu að reyna að lokka Julian Assange, stofn­anda og stjórn­anda Wiki­leaks, úr vari í sendi­ráði Ekvador í London en höfðu komið hingað undir fölsku flaggi.

Ögmundur lýsir þessu í við­tali við evr­ópska vef­mið­il­inn Katoi­kos.eu sem birt­ist í síð­ustu viku. RÚV.is greindi fyrst frá á íslensku.

Sem inn­an­rík­is­ráð­herra vís­aði Ögmundur lög­reglu­mönn­unum úr landi sum­arið 2011. Krist­inn Hrafns­son, tals­maður Wiki­leaks, greindi frá þessu í Kast­ljós­við­tali árið 2013. Þeir hafi komið hingað undir því yfir­skini að ráð­leggja ætti íslenskum stjórn­völdum um yfir­vof­andi árásir á tölvu­kerfi rík­is­ins. The New York Times greindi síðar frá því að FBI hafi verið á hött­unum eftir Wiki­leaks-liðum hér á landi.

Auglýsing

Ætl­unin hafi verið að nota Sig­urð Inga Þórð­ar­son, sem er betur þekktur undir nafn­inu Siggi hakk­ari, sem tál­beitu. Sig­urður Ingi stað­festi þetta á fundi með alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþingis árið 2013.

Spurður hvort hann hafi vísað FBI-­mönnum úr landi vegna þess að hann grun­aði að verk­efni þeirra hér á landi var að koma Julian Assange fyrir katt­ar­nef, stað­festir Ögmundur að svo hafi ver­ið.

„Það sem gerð­ist í júní 2011 var að banda­rísk yfir­völd komu að máli við okkur og gerðu okkur við­vart um að sam­kvæmt þeirra upp­lýs­ingum væru hakk­arar að reyna að eyði­leggja íslensk hug­bún­að­ar­kerf­i,“ segir Ögmundur í við­tal­inu. „Þeir buðu hjálp. Ég var var um mig því ég átta mig á að hjálp­ar­hönd getur auð­veld­lega farið að tosa í streng­i.“

„Síðar um sum­ar­ið, í ágúst, sendu þeir flug­vél fulla af full­trúum FBI til Íslands og vildu vera í sam­starfi við okkur í aðgerðum sem ég skildi að hafi verið aðgerð til að koma Julian Assange og Wiki­Leaks fyrir katt­ar­nef,“ segir Ögmund­ur. „Vegna þess að þeir höfðu ekki leyfi íslenskra stjórn­valda til að starfa á Íslandi og vegna þess að aðgerðir gegn Wiki­Leaks voru ekki á verk­efna­list­anum mín­um, nema svo síður sé, þá skip­aði ég svo fyrir að öllu sam­starfi með þeim yrði hætt og ég gerði það einnig ljóst að FBI skyldi hætta öllum aðgerðum hér á landi strax.“

Ögmundur seg­ist einnig hafa gert full­trúum FBI ljóst að þeir ættu að yfir­gefa Ísland. „Ég held að þeir hafi farið til ann­ara landa, alla­vega til Dan­merk­ur,“ segir hann.

Ögmundur Jón­as­son var þing­maður Reyk­vík­inga og í Suð­vest­ur­kjör­dæmi á árunum 1995 til 2016. Hann varð ráð­herra í ráðu­neytum Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur á árunum 2009 til 2013. Hann gaf ekki kost á sér til áfram­hald­andi þing­setu í Alþing­is­kosn­ing­unum í haust. Ögmundur talar í lengra máli um upp­ljóstr­ara og ver­ald­ar­sýn sína í við­tal­inu sem lesa má hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None