Hér verða leikirnir sýndir á risaskjám

Útsendingar verða frá Argentínuleiknum bæði í Hljómskálagarðinum og á Ingólfstorgi. Við Vesturbæjarlaug og í Gilinu á Akureyri. Að auki líklegast á hverjum einasta skjá sem fyrirfinnst á landinu, sem á að vera nokkuð þurrt á morgun með undantekningum þó.

Stuðningsmenn á Ingólfstorgi.
Auglýsing

Útsendingar verða frá heimsmeistaramótinu bæði í Hljómskálagarðinum og á Ingólfstorgi. Leikir íslenska landsliðsins verða sýndir í Hljómskálagarðinum, sem eðli málsins samkvæmt rúmar fleiri en Ingólfstorg, en þar verða allir leikir mótsins sýndir.

Mynd: AðsendSkemmtileg stemning myndaðist á Arnarhóli fyrir tveimur árum þegar landsliðskapparnir kepptu á Evrópumótinu en til þess að geta tekið á móti þessum fjölda fólks var talið heppilegra að vera í Hljómskálagarðinum með tilliti til stærðar og umhverfis, aðkomu og aðgengismála.

Landsbankinn, ásamt öðrum styrktaraðilum knattspyrnulandsliða Íslands, Reykjavíkurborg og KSÍ standa að HM torgunum á Ingólfstorgi og Hljómskálagarðinum. Þá mun RÚV verða með útsendingar frá Hljómskálagarðinum og gert er ráð fyrir leiktækjum fyrir börn og veitingaaðstöðu meðan á útsendingum stendur.

Auglýsing

Hvetja til huggulegrar stundar við Vesturbæjarlaugina

Að auki verður hægt að horfa á leiki Íslands, þar á meðal leikinn gegn Argentínu á morgun, við Vesturbæjarlaug í boði Brauð&co, Hagavagnsins, Kaffihúss Vesturbæjar og Melabúðarinnar. Í tilkynningu segir að verið sé að standa fyrir skemmtilegu „Vesturbæjar-áhorfi“ á leiki íslenska liðsins.

Gísli Marteinn Baldursson einn eigenda kaffihússins segist hvetja alla Vesturbæinga til að koma þangað og horfa saman á leikina og hvetja landsliðið til dáða. Hann hvetur einnig fólk til að koma með teppi og jafnvel tjaldstóla með sér til að hafa það huggulegt. „Við sjáum þetta sem kjörið tækifæri fyrir hverfið og fjölskyldur til að gera eitthvað skemmtilegt saman og skapa góðan hverfisanda. Nú er bara að hugsa hlýlega til veðurguðanna og fá smá hlé á rigningunni og þá getum við átt frábæra og eftirminnilega upplifun í hverfinu okkar.“


Allir alls staðar að horfa saman á HM

Sýnt verður frá leikj­um ís­lenska liðsins á risa­skjá neðst í Gil­inu á Ak­ur­eyri. Settur verður upp 15 fer­metra risa­skjár neðst í gil­inu, rétt eins og þegar Ak­ur­eyr­ar­vaka er. Þar geta Ak­ur­eyr­ing­ar safn­ast sam­an og horft á leiki Íslands. Í norðlenska blaðinu Vikudagur var greint frá því að á leikdögum yrði mikið um dýrðir bæði fyrir og eftir leiki liðsins, sem og í hálfleik.

Mynd: Birgir Þór Harðarson.Hótel Laugar hyggst sýna alla leiki frá mótinu á risaskjá, en sýningin er innandyra.

Í raun má gera ráð fyrir að hringinn í kringum landið muni Íslendingar hópast við skjái hvar sem þeir eru fyrir eða verða settir upp! Inni í stofu, á öldurhúsum, úti á fjöldasamkomum eða í taugaáfalli í fósturstellingunni í einrúmi uppi í rúmi.

Getur brugðið til beggja vona með veðrið

Veðurspáin fyrir morgundaginn, þegar sýnt verður utandyra á fyrrgreindum stöðum frá leik landsliðs okkar við Argentínu rétt upp úr hádegi, er misjöfn.

Spáin fyrir morgundaginn. Mynd: vedur.isEins og sjá má er víða spáð rigningu á morgun, mismikilli þó. Spáin á höfuðborgarsvæðinu er ekkert stórkostleg, en Veðurstofan spáir nokkuð mikilli úrkomu. Þess skal þó getið að frændur okkar Norðmenn spá minni úrkomu á leiktíma á vefsíðunni yr.no. Spáð er einhverri rigningu fyrir norðan á Akureyri svo þeir sem ætla út að horfa þar, rétt eins og fólkið á höfuðborgarsvæðinu, ætti að vera í pollagallanum líkt og þeir bræður Jón og Friðrik Dór Jónssynir.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent