Auglýsing

Ég hef aldrei tengt við íþrótt­ir. Mér þykir samt vænt um margt fólk sem gerir það. Yfir­leitt er það afar vandað og gott fólk, alið upp í ákveð­inni hug­mynda­fræði sem er frekar ein­föld og fal­leg í sjálfri sér. Hún snýst í grunn­inn um það að gera sitt besta, gef­ast ekki upp og ná settu marki. Þessu fylgir jafnan viss áhersla á lík­am­legt hreysti og heil­brigðan lífs­stíl.

Af ein­hverjum ástæðum hef ég alltaf fundið hjá mér þörf til að dissa þetta. Kannski vegna þess að ég var aldrei góð í íþrótt­um, né hef sér­legan áhuga á heil­brigðum lífs­stíl. Með aldri, auknum orða­forða og menntun fann ég mér svo allskyns ný vopn í bar­áttu minni gegn íþrótt­um. Þær ýta undir ójöfn­uð, eru karllægar og ofbeld­is­fullar í eðli sínu, sefjun múgsins og vopn kap­ít­al­ism­ans. Mér finnst alls­konar um íþrótt­ir. En svo byrjar HM. Það flæðir stjórn­laust yfir alla miðla, því rignir jafnt yfir rétt­láta sem rang­láta.

Ég spila mig auð­vitað umsvifa­laust úr leik. Kvarta og kveina, hví þurfa almennir borg­arar að sitja undir þessu og svo er þetta í Rúss­landi, wtf? Er Pútín bara í lagi þá, og hvað um þetta með efna­vopna­árás­ina á gaur­inn á bekknum í Bret­landi? Eng­inn nennir að hlusta, dóttir mín sönglar Ég er komin heim í síbylju og mamma bakar kökur í fána­lit­un­um. Vin­kona mín sem aldrei hefur sýnt minnsta áhuga á fót­bolta í minni við­ur­vist veit skyndi­lega allt um byrj­un­ar­liðið og kon­urnar þeirra og ég gefst upp.

Auglýsing

Laug­ar­dag­ur­inn rennur upp, ég klæði mig þæg í regn­galla og sest fýld á bekk í Hjarta­garð­in­um, umkringd æstum útlend­ingum sem segja að ég sé fyrir þeim. Ég hvæsi kurt­eis á móti, sýp á regn­bland­aða bjórnum mínum og dey inn í mér. Versti laug­ar­dagur ever. Við erum í hvítu, stað­festir svikula vin­konan á kant­in­um, og Messi er þessi litli númer 10.

Freku útlend­ing­arnir eru að bil­ast úr peppi, ég smit­ast óviljug með. Finn mig skyndi­lega í til­finn­inga­legu upp­námi yfir ein­hverju sem ég alls ekki skil, sé sjaldn­ast hver er hvað á vell­inum og týni oftar en ekki sjónum af bolt­an­um. Smit­ast samt af til­finn­ingu, finn mig bráðna að inn­an, hug­mynda­fræði­leg gildi leka niður kinn­arnar á mér með rign­ing­unni. Mig langar rosa mikið að þeir vinni. Gretti mig þó fýlu­lega framan í glað­legt and­lit vin­kon­unn­ar, held kúli. Brosi sjálfs­á­nægð þegar Argent­ína skor­ar, eru þeir ekki miklu betri? Vin­konan jánkar sorg­mædd, ég kaupi mér annan bjór.

Þegar ég kem til baka hefur Ísland skor­að, vin­konan er skríkj­andi. Hver er hún eig­in­lega? Ég sest og reyni að hunsa fiðr­ing­inn í mag­an­um. Íþróttir eru vopn kap­ít­al­ism­ans. Svo ger­ist það. Eða þið vit­ið, ég veit ekki alveg hvað það var sem gerð­ist en eitt­hvað var það og Messi fær víti. Þrátt fyrir ein­lægan and­spyrnu­á­setn­ing hefur mér ekki tek­ist að vita ekki hver Messi er og hvert mik­il­vægi hans er fyrir þá sem finnst þetta allt saman á annað borð merki­legt.

Ég færi mig út á brún bekkj­ar­ins, næ augn­sam­bandi við Messi þar sem hann mundar sig við að taka vít­ið. Í ein­hverjum hlið­ar­veru­leika finnur hann fyrir mér, ég skynja það skýrt og greini­lega. Sendi honum trufl­andi strauma, sann­færi hann móð­ur­lega um að þetta muni alls ekki takast hjá hon­um. Messi starir óör­uggur til baka, ég kinka sann­fær­andi kolli til hans og svo ger­ist það. Hann skýtur og Hannes ver. Vin­konan ærist, útlend­ing­arnir frussa á háls­inn á mér í brjál­æðiskasti og ég klappa kurt­eis­is­lega. Fer svo inn á kló­sett og græt. Það tók­st, ég trufl­aði Messi og hann hitti ekki. Hannes varði víti frá Messi, og ég þekki strák sem er vinur Hann­es­ar. Allt þetta með kap­ít­al­ismann og karllægu gildin verður að bíða betri tíma. Mér finnst svo gaman að þetta hafi gerst. Áfram Ísland, sorrý með mig Messi.

Föstu­dag­ur. Tölu­vert miklu pepp­aðri en nokkru sinni fyrr er ég til­búin um hádegi, búin að mála mig í fram­an, kaupa snakk og æfa húh-ið með fremur skelk­uðum afkvæmum í einn og hálfan tíma fyrir leik. Svo sökkar hann, satt að segja. Kenn­ing mín um fót­bolta, sem hljóðar svo að það ger­ist bara eitt­hvað, óháð hæfi­leikum og getu­stigi, fær byr undir báða vængi. Stundum gengur vel, stundum ekki og menn sem fá hálfan millj­arð á ári fyrir það verk­efni eitt að hitta bolta á mark gera það alls ekki. Fyrir því er engin sér­stök ástæða, þannig er bara lífið og allt sem er í því. Algjör óþarfi að greina það klukku­tímum saman í HM stof­um. Ég jafna mig því frekar fljótt, hristi nýtil­komna fót­bolta­maníu af mér og þvæ mér í fram­an.

Svo rennur upp tíð­inda­laus mánu­dag­ur. Ég er að brjóta saman þvott, ung­lings­sonur minn situr í sóf­an­um, í sím­an­um. Sjón­varpið er óvart á, hvítur hávaði HM suðar í bak­grunni hins dag­lega lífs okk­ar. Hverjum er ekki sama. Þetta HM má satt að segja fokka sér. Portú­galar og Íranir hefja svo viður­eign, ég vissi ekki að Íranir spil­uðu fót­bolta. Áhuga­laus sonur móður sinnar gjóar öðru aug­anu á sjón­varp­ið, ég brýt saman sokka. Svo án nokk­urs fyr­ir­vara erum við bæði farin að garga í kór við æsta Írani sem virð­ast á tíma ætla að slást inn­byrð­is, þeir meina þetta allt saman eitt­hvað svo inni­lega og Ron­aldo er þarna líka, hann meinar alltaf allt. Við höfum skyndi­lega alls­konar skoð­anir á mynd­banda­dóm­gæslu, fyll­umst þórð­ar­gleði yfir mis­heppn­uðu víti Ron­aldo og tárumst að leikslokum með gaurnum sem klúðr­aði dauða­fær­inu og grætur stjórn­laust í kortér þar til liðs­fé­lagar hans drösla honum af velli.

Um þriðju­dag­inn ætla ég ekk­ert sér­stakt að segja. Svo fór sem fór, en ást­vinir mínir geta stað­fest að ég gekk um gólf allan leik­inn og fastaði fram yfir kvöld­mat. Reyndi jafn­framt að tel­epa­tía þetta í gegn eins og í fyrsta leiknum en B-lið Króata er alls ekki jafn tengt alheimsorkunni og Messi.

Okkur getur fund­ist alls­konar um ýmis­legt. Það er einkar vand­lif­að, þetta líf. Það er hins­vegar hund­leið­in­legt að lifa því alfarið í afgirtu prinsipp­fang­elsi eigin sjálfsí­myndar þar sem aldrei sést til sól­ar. Því til­finn­ingar má ekki van­meta. Við erum, þegar upp er stað­ið, ein stór til­finn­ing. Mómentið þegar við eign­umst barn, þegar afi deyr, þegar við verðum ást­fang­in. Þegar Hannes ver vít­ið, þegar Þor­grímur Þrá­ins birtir mynd af Rúrik Gísla og sjúkra­þjálf­ar­anum hans á Vísi. Það eru þessi stóru til­finn­inga­legu móment í líf­inu sem sitja í okk­ur, það sem við munum þegar allt er á end­anum upp­gert. Inn á milli löllum við veg­inn og þraukum hvers­dag­inn, flest gleym­ist. Eng­inn skyldi því tala niður til­finn­ing­ar, þær eru drif­kraft­ur­inn að baki öllu sem við áorkum og öllu sem við gerum af okk­ur. Eng­inn er yfir þær haf­inn, hversu vel les­inn eða rétt­hugs­andi sem hann þyk­ist vera. Lifum bara, finnum og njót­um.

Takk fyrir mig HM, húh.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði