Auglýsing

Ég hef aldrei tengt við íþróttir. Mér þykir samt vænt um margt fólk sem gerir það. Yfirleitt er það afar vandað og gott fólk, alið upp í ákveðinni hugmyndafræði sem er frekar einföld og falleg í sjálfri sér. Hún snýst í grunninn um það að gera sitt besta, gefast ekki upp og ná settu marki. Þessu fylgir jafnan viss áhersla á líkamlegt hreysti og heilbrigðan lífsstíl.

Af einhverjum ástæðum hef ég alltaf fundið hjá mér þörf til að dissa þetta. Kannski vegna þess að ég var aldrei góð í íþróttum, né hef sérlegan áhuga á heilbrigðum lífsstíl. Með aldri, auknum orðaforða og menntun fann ég mér svo allskyns ný vopn í baráttu minni gegn íþróttum. Þær ýta undir ójöfnuð, eru karllægar og ofbeldisfullar í eðli sínu, sefjun múgsins og vopn kapítalismans. Mér finnst allskonar um íþróttir. En svo byrjar HM. Það flæðir stjórnlaust yfir alla miðla, því rignir jafnt yfir réttláta sem rangláta.

Ég spila mig auðvitað umsvifalaust úr leik. Kvarta og kveina, hví þurfa almennir borgarar að sitja undir þessu og svo er þetta í Rússlandi, wtf? Er Pútín bara í lagi þá, og hvað um þetta með efnavopnaárásina á gaurinn á bekknum í Bretlandi? Enginn nennir að hlusta, dóttir mín sönglar Ég er komin heim í síbylju og mamma bakar kökur í fánalitunum. Vinkona mín sem aldrei hefur sýnt minnsta áhuga á fótbolta í minni viðurvist veit skyndilega allt um byrjunarliðið og konurnar þeirra og ég gefst upp.

Auglýsing

Laugardagurinn rennur upp, ég klæði mig þæg í regngalla og sest fýld á bekk í Hjartagarðinum, umkringd æstum útlendingum sem segja að ég sé fyrir þeim. Ég hvæsi kurteis á móti, sýp á regnblandaða bjórnum mínum og dey inn í mér. Versti laugardagur ever. Við erum í hvítu, staðfestir svikula vinkonan á kantinum, og Messi er þessi litli númer 10.

Freku útlendingarnir eru að bilast úr peppi, ég smitast óviljug með. Finn mig skyndilega í tilfinningalegu uppnámi yfir einhverju sem ég alls ekki skil, sé sjaldnast hver er hvað á vellinum og týni oftar en ekki sjónum af boltanum. Smitast samt af tilfinningu, finn mig bráðna að innan, hugmyndafræðileg gildi leka niður kinnarnar á mér með rigningunni. Mig langar rosa mikið að þeir vinni. Gretti mig þó fýlulega framan í glaðlegt andlit vinkonunnar, held kúli. Brosi sjálfsánægð þegar Argentína skorar, eru þeir ekki miklu betri? Vinkonan jánkar sorgmædd, ég kaupi mér annan bjór.

Þegar ég kem til baka hefur Ísland skorað, vinkonan er skríkjandi. Hver er hún eiginlega? Ég sest og reyni að hunsa fiðringinn í maganum. Íþróttir eru vopn kapítalismans. Svo gerist það. Eða þið vitið, ég veit ekki alveg hvað það var sem gerðist en eitthvað var það og Messi fær víti. Þrátt fyrir einlægan andspyrnuásetning hefur mér ekki tekist að vita ekki hver Messi er og hvert mikilvægi hans er fyrir þá sem finnst þetta allt saman á annað borð merkilegt.

Ég færi mig út á brún bekkjarins, næ augnsambandi við Messi þar sem hann mundar sig við að taka vítið. Í einhverjum hliðarveruleika finnur hann fyrir mér, ég skynja það skýrt og greinilega. Sendi honum truflandi strauma, sannfæri hann móðurlega um að þetta muni alls ekki takast hjá honum. Messi starir óöruggur til baka, ég kinka sannfærandi kolli til hans og svo gerist það. Hann skýtur og Hannes ver. Vinkonan ærist, útlendingarnir frussa á hálsinn á mér í brjálæðiskasti og ég klappa kurteisislega. Fer svo inn á klósett og græt. Það tókst, ég truflaði Messi og hann hitti ekki. Hannes varði víti frá Messi, og ég þekki strák sem er vinur Hannesar. Allt þetta með kapítalismann og karllægu gildin verður að bíða betri tíma. Mér finnst svo gaman að þetta hafi gerst. Áfram Ísland, sorrý með mig Messi.

Föstudagur. Töluvert miklu peppaðri en nokkru sinni fyrr er ég tilbúin um hádegi, búin að mála mig í framan, kaupa snakk og æfa húh-ið með fremur skelkuðum afkvæmum í einn og hálfan tíma fyrir leik. Svo sökkar hann, satt að segja. Kenning mín um fótbolta, sem hljóðar svo að það gerist bara eitthvað, óháð hæfileikum og getustigi, fær byr undir báða vængi. Stundum gengur vel, stundum ekki og menn sem fá hálfan milljarð á ári fyrir það verkefni eitt að hitta bolta á mark gera það alls ekki. Fyrir því er engin sérstök ástæða, þannig er bara lífið og allt sem er í því. Algjör óþarfi að greina það klukkutímum saman í HM stofum. Ég jafna mig því frekar fljótt, hristi nýtilkomna fótboltamaníu af mér og þvæ mér í framan.

Svo rennur upp tíðindalaus mánudagur. Ég er að brjóta saman þvott, unglingssonur minn situr í sófanum, í símanum. Sjónvarpið er óvart á, hvítur hávaði HM suðar í bakgrunni hins daglega lífs okkar. Hverjum er ekki sama. Þetta HM má satt að segja fokka sér. Portúgalar og Íranir hefja svo viðureign, ég vissi ekki að Íranir spiluðu fótbolta. Áhugalaus sonur móður sinnar gjóar öðru auganu á sjónvarpið, ég brýt saman sokka. Svo án nokkurs fyrirvara erum við bæði farin að garga í kór við æsta Írani sem virðast á tíma ætla að slást innbyrðis, þeir meina þetta allt saman eitthvað svo innilega og Ronaldo er þarna líka, hann meinar alltaf allt. Við höfum skyndilega allskonar skoðanir á myndbandadómgæslu, fyllumst þórðargleði yfir misheppnuðu víti Ronaldo og tárumst að leikslokum með gaurnum sem klúðraði dauðafærinu og grætur stjórnlaust í kortér þar til liðsfélagar hans drösla honum af velli.

Um þriðjudaginn ætla ég ekkert sérstakt að segja. Svo fór sem fór, en ástvinir mínir geta staðfest að ég gekk um gólf allan leikinn og fastaði fram yfir kvöldmat. Reyndi jafnframt að telepatía þetta í gegn eins og í fyrsta leiknum en B-lið Króata er alls ekki jafn tengt alheimsorkunni og Messi.

Okkur getur fundist allskonar um ýmislegt. Það er einkar vandlifað, þetta líf. Það er hinsvegar hundleiðinlegt að lifa því alfarið í afgirtu prinsippfangelsi eigin sjálfsímyndar þar sem aldrei sést til sólar. Því tilfinningar má ekki vanmeta. Við erum, þegar upp er staðið, ein stór tilfinning. Mómentið þegar við eignumst barn, þegar afi deyr, þegar við verðum ástfangin. Þegar Hannes ver vítið, þegar Þorgrímur Þráins birtir mynd af Rúrik Gísla og sjúkraþjálfaranum hans á Vísi. Það eru þessi stóru tilfinningalegu móment í lífinu sem sitja í okkur, það sem við munum þegar allt er á endanum uppgert. Inn á milli löllum við veginn og þraukum hversdaginn, flest gleymist. Enginn skyldi því tala niður tilfinningar, þær eru drifkrafturinn að baki öllu sem við áorkum og öllu sem við gerum af okkur. Enginn er yfir þær hafinn, hversu vel lesinn eða rétthugsandi sem hann þykist vera. Lifum bara, finnum og njótum.

Takk fyrir mig HM, húh.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiKjaftæði