Auglýsing

Þegar ég var sjö ára vann móðir mín á ferða­skrif­stofu á sumr­in. Ein­hverju sinni kom hún heim með VHS-­spólu merkta Úrvali Útsýn. Þar sem þetta var í gamla daga og ekki til nein YouTu­be-­mynd­bönd af full­orðnu fólki í Spider-Man bún­ingum eða upp­tökur af sænskum nas­istum að spila Minecraft varð maður bara að horfa á það sem að höndum bar hverju sinni. Þessi spóla var sirka 7 mín­útna langt kynn­ing­ar­mynd fyrir ein­hver íbúða­hótel á Mall­orca; skot af fjöl­skyldum að busla í sund­laug­um, renna sér í vatns­renni­braut­ar­görð­um, háma í sig heil­steikta kjúklinga í grísa­veislum og skopp­andi um á sæbön­unum sem spítt­bátur dró með­fram glitr­andi strönd­inni. Undir þessu ómaði instrú­m­ental útgáfa af La Isla Bon­ita með Madonnu á lúppu, aftur og aft­ur. 

Þessa spólu horfði ég á kannski 500 sinn­um. Spóla til baka, La Isla Bon­ita. Stop. Spóla til baka. Play. Þarna þráði ég að vera, þar sem samba var spilað og sólin hátt á lofti. La Isla Bon­ita.

Nú tæpum þremur ára­tugum síð­ar, eftir rúma tvo mán­uði sam­komu­banni, líður mér nákvæm­lega svona. 

Aldrei hef ég þráð eins heitt að afhenda kredit­kortið mitt bara til ein­hverrar sölu­mann­eskju hjá Úrvali Útsýn og biðja hana bara að finna út úr þessu fyrir mig; ranka svo við mér við sund­laug­ar­bakk­ann á ein­hverju ódýru íbúða­hót­eli á Magaluf með vondan lókal all you can drink bjór í hönd­inni, sveittur leikja­nám­skeiðs­kenn­ari að elta barnið mitt í hringi og far­ar­stjóri með hvíta der­húfu og mittistösku að sækja okkur í lít­illi loft­kældri sendiskutlu til þess að fara með okkur í grísa­veislu þar sem við getum drukkið þunnt bland­aða kok­teila með öðrum Íslend­ingum sem þú mundir aldrei ann­ars yrða á og ein­hver spænskur starfs­maður eltir börnin í hringi. Engin menn­ing, engar skoð­un­ar­ferð­ir. Bara horfa á dauða­drukkna Breta kjaga niður strand­göt­una, öskur­syngj­andi Sweet Caroline. Para­dís. Hljómar eins og paradísin sem ég vissi aldrei að ég þráði svona heitt.

En hér erum við bara. Eng­inn heitur vind­ur, eng­inn ódýr bjór. Maður kemst ekki einu sinni í sund. Magaluf er jafn­fjar­lægt og líf­væn­legar plánetur í allt öðru sól­kerfi; bara fölnað póst­kort á ísskápn­um. 

En það er samt eitt­hvað í loft­inu. Það er verið að hleypa okkur út í vor­ið. Og ekki bara eitt­hvað vor, heldur vor allra vora. Að kom­ast út í sól­ina hefur verið eins að drekka heila tveggja lítra Pepsi eftir að hafa verið á ströngu lág­kol­vetna­fæði í 2 mán­uði; litir eru skær­ari, lykt sterk­ari, fólk snoppu­fríð­ara, sólin hlýrri. 

Það er líka önnur til­finn­ing í loft­inu; að þetta eigi að vera nýtt upp­haf fyrir okkur sem þjóð, jafn­vel fyrir okkur sem dýra­teg­und. Eftir að göt­urnar og himn­arnir þögn­uðu, skemmti­ferða­skipin slökktu á svartol­íu­ljósa­vél­unum og verk­smiðj­urnar lok­uðu hefur loftið ekki verið tær­ara í manna minn­um. Minni neysla, minni fram­leiðsla, meiri sjálf­bærni. Racer-reið­hjólin sem voru keypt í ein­hverri tísku­maníu árið 2016 eru dregin aftur fram í dags­ljósið, hver ein­asta íbúð með garð er komin með mat­jurtar­beð og það er svo mikil orka í súr­deigs­grúpp­unni að fólk er byrjað að sækja um kenni­tölu og alþjóð­lega vernd fyrir súr­inn sinn.

Þetta er eins og þegar maður tekur þriggja daga safa­föstu og verður fyrir and­legri upp­vakn­ingu og heitir sjálfum sér því að fara aldrei aftur á KFC í hádeg­inu á þriðju­degi, eða drekka heila tveggja lítra Pepsi. En eins og við þekkjum öll dofnar þessi slag­kraftur og áður en maður veit af rennur maður eins og draugur inn á bílaplanið í Skeif­unni og horfir á KFC nálg­ast eins og loft­stein. Neyslan er okkur nefni­lega svo nærri, svo djúp­stæð; svo stór partur af henni er bein­tengd við okkar dýpstu þrá að lifa góðu, skemmti­legu lífi. Þannig að það er eðli­legt að við komum ekki undan þessu eins og ein­hverjir kal­vinískir ofsa­trú­arklerkar; en við lærðum kannski eitt­hvað sem gæti gert heim­inn örlítið betri, svona eins og maður lærir að maður getur til dæmis sleppt frönsk­unum á KFC, því þær eru ógeðs­leg­ar. 

En það eru ekki allir sem þrá þetta nýja líf.

Auglýsing
Djúpt í myrk­ustu hvelf­ingum Ráð­húss­ins, inni á skrif­stofu minni­hluta borg­ar­stjórnar hafa björtu geislar vors­ins ekki náð. Þar er nákvæm­lega ekki nein stemn­ingin fyrir því að breyta neinu. Sem ágætis dæmi um það var hald­inn fundur í skipu­lags- og sam­göngu­ráði í síð­ustu viku. Þangað mættu full­trúar minni­hlut­ans í leð­ur­jökk­um, grifflum og blésu tyggjó­kúl­ur, og ætl­uðu sko alls ekki að leyfa Holu-Hjálm­ari og hinu pakk­inu að rústa Reykja­vík fyrir fullt og allt. Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, for­maður ráðs­ins, birti á Twitter nokkur brot af til­lögum meiri­hlut­ans og bók­anir minni­hlut­ans gegn þeim. Við skulum drepa niður á nokkrum dæm­um.

Lagt fram erindi Skrif­stofu sam­göngu­stjóra og borg­ar­hönn­unar dags. 20. apríl 2020 sem varðar bann við því að stöðva og leggja næst sjúkra­hót­eli og barna- og kvenna­deild ásamt merk­ingu stæðis fyrir sjúkra­bif­reiðar … Til­lagan er unnin að ósk Land­spít­al­ans og í sam­vinnu við Lög­reglu Höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Henni er ætlað að greiða fyrir aðkomu sjúkra­bíla.

Um þessa vak­andi martröð hafði full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks meðal ann­ars þetta að segja:

Full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins harma frek­ari hömlur á aðkomu að Land­spít­al­ans við Hring­braut. Aðkoman að aðal­inn­gangi, kvenna­deildar og fæð­ing­ar­deildar hafa verðið þrengdar veru­lega, m.a. með bygg­ingu sjúkra­hót­els þar sem aðal­bíla­stæði norðan spít­al­ans voru áður. Nú er verið að banna að stöðva og leggja öku­tækjum á þessu svæði, sem gerir mjög erfitt fyrir fólk sem á erfitt með gang að koma inn í spít­al­ann á þessu svæði. Algjör skortur er á skamm­tíma­stæðum til að koma fólki að og frá aðal­inn­gangi spít­al­ans á sama hátt og áður var.

Lands­spít­al­inn sjálfur og lög­reglan biðl­uðu sem sagt til borg­ar­innar að það aðgengi sjúkra­bíla að spít­al­anum yrði tryggt. Djöf­uls­ins fas­ist­ar. 

„Við verðum að koma þessum sjúkra­bíl hérna í gegn, við megum engan tíma missa!“

„EN HVAR Á ÉG ÞÁ AÐ LEGGJA BÍLNUM MÍN­UM?“

„Við erum með sjúk­ling sem er í hjarta­stoppi, hann er byrj­aður að blána og fyrir öllu að við komum honum i…“

„EN ÞAÐ ER SVO LAAAANGT AÐ LAAAABBA!“

Svo var þessi mann­fjand­sam­lega til­laga lögð fram:

Lagt fram erindi Skrif­stofu sam­göngu­stjóra og borg­ar­hönn­unar dags. 24. apríl 2020 þar sem óskað er heim­ildar til verk­hönn­unar og gerðar útboðs­gagna fyrir gatna­mót Snorra­brautar og Borg­ar­túns í sam­ræmi við deiliskipu­lag Hlemmur og nágrenni … Verk­efni þetta er hluti af metn­að­ar­fullu deiliskipu­lagi fyrir Hlemm­svæðið þar sem götur og inn­viðir borg­ar­innar eru end­ur­hann­aðir til að setja gang­andi og hjólandi veg­far­endur í for­gang. Um er að ræða fyrsta áfanga fyr­ir­hug­aðra breyt­inga.Þarna voru full­trúar minni­hlut­ans gjör­sam­lega búnir að fá upp kok af þess­ari full­kom­lega hömlu­lausu reið­hjóla­fýsn borg­ar­stjóra og hans blæti fyrir því að eyði­leggja sunnu­dags­bíl­ferðir fólks­ins í land­inu.

Þó að meiri­hlut­inn hafi ekki á neinu stigi tekið til­lit til athuga­semda almenn­ings eða hags­muna­að­ila t.d. á Lauga­veg­inum í ákvörð­unum sín­um, þá er það skylda þeirra að hlusta á athuga­semdir lög­regl­unnar hvað varðar örygg­is­sjón­ar­mið í breyt­ingu deiliskipu­lags. Í umsögn frá Lög­reglu­stjór­anum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu kemur fram að lög­reglu­starf­semin geti ekki nýtt borg­ar­línu – þarna er um mikla kald­hæðni að ræða – til­lagan skapar í núver­andi mynd vand­kvæði fyrir þjón­ustu lög­reglu og fyrir neyð­arakstur til og frá lög­reglu­stöð. Nú er verið að fara í fyrsta áfanga í þreng­ing­unum og eru gang­andi og hjólandi settir í for­gang umfram akandi umferð. Það er mark­visst verið að eyði­leggja mið­bæ­inn þvert á vilja flestra lands­manna og sýnir þrá­hyggju borg­ar­stjóra og meiri­hlut­ans í þreng­ing­ar- og eyði­leggj­andi stefnu sinni. Hver á að nota mið­bæ­inn þegar eng­inn kemst þangað leng­ur?

Áhuga­vert hvernig minni­hlut­inn fær skyndi­lega áhyggjur af neyð­arakstri nú þegar hann snýst um að leggja ein­hvern hjóla- og göngu­stíg á bók­staf­lega dauð­ustu gatna­mótum mið­borg­ar­inn­ar. Þessi þreng­ing­ar-­þrá­hyggja borg­ar­stjóra mun að lokum kæfa okkur öll, verst að sjúkra­bíll­inn sem flytur okkur getur hvergi kom­ist að spít­al­an­um.

Eftir að hafa mót­mælt bók­staf­lega öllum nýjum hjóla­stígum borg­ar­innar kom að lokum versta til­lagan af þeim öll­um, sú allra mann­fjand­sam­leg­asta og sið­laustasta:

Lagt fram erindi Skrif­stofu sam­göngu­stjóra og borg­ar­hönn­unar dags. 24. apríl 2020 þar sem borin er fram til­laga að göngu­götum Lauga­veg frá Klapp­ar­stíg að Ing­ólfs­stræti, Vega­móta­stíg frá Lauga­vegi að Grett­is­götu, Skóla­vörðu­stíg frá Berg­staða­stræti að Lauga­vegi.

Um þessa sódóm­sku synda­götu hafði áheyrn­ar­full­trúi Mið­flokks­ins (Vig­dís Hauks­dótt­ir) þetta að segja:

Það er öllum nóg boðið í lok­un­ar­áráttu borg­ar­stjóra og meiri­hlut­ans. Allar til­lögur um að hafa mið­bæ­inn opinn fyrir bíla­um­ferð er hafn­að. Til að bíta haus­inn af skömminni var akst­urs­stefnu breytt á Laug­ar­veg­in­um. Mikið ákall er frá rekstr­ar­að­ilum og íbúa að falla frá þeirri ákvörð­un. Ekk­ert er hlust­að. Meira að segja er ákall vegna COVID-19 að aðgengið sé gott fyrir fjöl­skyldu­bíl­inn að þessu svæði. Borg­ar­stjóri varð sér algjör­lega til skammar þegar hann tók upp á því að fara að blanda sér í ákvarð­anir sótt­varna­læknis og land­læknis sem sýnir firr­ing­una sem sá maður er að kljást við. Gler­húsið sem borg­ar­stjóri og meiri­hlut­inn býr í er orðið mjög stórt og berg­málið þar inni algjört.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn felldi einnig nokkur tár:

Sú ein­streng­ings­lega ákvörðun að loka Lauga­veg­inum fyrir allri bíla­um­ferð allan árs­ins hring og sú hringa­vit­leysa að breyta akst­urs­stefnu hluta Lauga­veg­ar­ins hafa kallað á enn meiri flótta rekstr­ar­að­ila. Í stað þess að styðja rekstr­ar­að­ila í mið­bænum við erf­iðar aðstæður sem nú eru í sam­fé­lag­inu vegna Covid-19 hefur borg­ar­stjóri nýtt sér þessa skæðu far­sótt með að koma í gegn fyr­ir­ætl­unum sínum um að fara í enn víð­tæk­ari lok­anir í mið­bænum.

Eftir að hafa lesið mig í gegnum þetta er ég almennt skil­inn eftir með ein­falda spurn­ingu: hvers konar borg vill þetta fólk eig­in­lega? Hvers konar lífi vill það lifa? Er til­gang­ur­inn að vernda þau mann­rétt­indi fólks að þurfa helst aldrei að fara undir bert loft? Sefur Eyþór Arn­alds í kappakst­urs­bíla­rúmi með Mich­ael Schumacher sæng­ur­föt og dreymir allar nætur um að stinga priki inn í gjarð­irnar á öllum reið­hjól­unum sem eru stöðugt að svína fyrir Tesl­una hans? Er mark­hóp­ur­inn oflaun­aðir milli­stjórn­endur sem vilja helst geta rúllað fram úr rúm­inu beint inn í bíl­inn sinn og keyrt svo bók­staf­lega inn á skrif­stof­una sína og beint ofan í 400.000 króna ergónó­míska skrif­borðs­stól­inn svo þau gæti byrjað strax að bóka fundi sem eng­inn þarf á að halda.

Eftir sinn eina póli­tíska sigur sem var hið vand­ræða­lega klúð­urs­lega bragga­mál virð­ist minni­hlut­inn hafa gjör­sam­lega fest sig í þess­ari ósympat­ísku kross­ferð gegn því að Reykja­vík geti orðið sæmi­lega nútíma­leg, umhverf­is­væn og nett höf­uð­borg.

Auglýsing
Á sam­fé­lags­miðlum benti verð­andi borg­ar­fræð­ing­ur­inn Björn Teits­son á að sam­kvæmt sjálf­virkum telj­urum hefur verið tvö- og jafn­vel þre­földun á umferð gang­andi og hjólandi á mörgum svæðum í Reykja­vík. Þetta eru gögn sem allir geta nálg­ast á vef­síðu Borg­ar­vefsjár. Þannig að hvort er það borgin eða minni­hlut­inn sem er virki­lega úr takti við það sem íbú­arnir vilja?

Þetta eru skrítnir tím­ar. Við vorum neydd til að stöðva allt hefð­bundið líf okkar um stund og það er fórn. Það er sárt. En upp úr því virð­ist að ein­hverju leyti fæð­ast nýtt gild­is­mat. Hvort sem það er bara um stund eða ekki verður tím­inn að fá að leiða í ljós, en hitt verður aug­ljóst að á slíkum tímum verður gjáin á milli þess sem við viljum og þess sem ráða­menn vilja enn dýpri. Við erum beðin um að hafa samúð með risa­vöxnum stór­fyr­ir­tækjum sem hafa greitt út tugi millj­arða í arð síð­ustu ár á meðan samn­ingar við hjúkr­un­ar­fræð­inga eru enn lausir og verka­fólk í fjölda sveit­ar­fé­laga er á leið í verk­fall. Orð­ræðan er sú að verka­lýðs­hreyf­ingin sé óvin­ur­inn á svona tímum þegar það stefnir allt í eina dýpstu fjár­mála­lægð okkar tíma, en á sama tíma hækka laun þing­manna og það virð­ist vera hægt að prenta pen­inga fyrir Icelanda­ir. Hug­myndin virð­ist vera sú að fyr­ir­tæki séu fólk og ef við björgum þeim rúlli það niður til fólks­ins eins og litlir brauð­mol­ar. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er samt í svo mik­illi hug­mynda­krísu í svona aðstæð­um. Hann getur ekki hugsað sér að ríkið eigi að eiga neitt eða reka neitt. Raunar ekki gera neitt annað en að greiða þing­mönnum laun virð­ist vera. Það má moka tugum millj­arða í Icelandair og ábyrgj­ast risa­vaxin lán þeirra algjör­lega án þess að ríkið eign­ist neitt á móti. Ha? Ríkið eiga í flug­fé­lagi? Er þetta Venes­ú­ela eða? Þau eru svo á móti því að fjölga opin­berum störfum að Bjarni vill frekar láta fólk hanga í vinnu hjá full­kom­lega dauðum vinnu­stöðum í engum rekstri, en samt á launum hjá rík­inu, frekar en að skapa störf og byggja eitt­hvað nýtt og spenn­andi upp. Opin­ber störf geta nefni­lega ekki skapað nein verð­mæti; draugur Milton Fried­man sagði mér það.

Ef við ætlum að reyna eitt­hvað nýtt. Ein­hvers konar nýrri hugsun verða ráða­menn að fylgja. Ann­ars er þetta bara sama gamla kjaftæð­ið. Allir aftur á KFC á meðan við sökkvum öll í 95 okt­ana blý­lausa eld­haf­ið. Og í þeirri fram­tíð þar sem að eina líf­ríkið eru tóbaks­plöntur og kóka­lauf verður Eyþór Arn­alds enn lif­andi sem ein­hvers konar ódauð­legt höfuð í krukku, send­andi hverri þeirri sjálfs­með­vit­uðu gervi­greind sem hefur hneppt það sem eftir lifir mann­kyns í þræl­dóm minn­is­blöð og bók­anir um hversu erfitt sé að fá stæði nálægt höf­uð­kúpukast­al­anum ef maður er að reyna að heim­sækja gíg­inn þar sem þjón­ustu­mið­stöð Tesla stóð eitt sinn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiKjaftæði