EPA

Hvernig getur Ísland unnið Argentínu?

Ég hef verið forhertur stuðningsmaður Argentínu á HM alla tíð. Þar til nú. Okkar menn mæta Argentínu 16. júní, eins og þjóðin veit öll og bíður eftir í ofvæni. Hvernig er hægt að vinna þessa sögufrægu fótboltaþjóð?

Sófasér­fræð­ing­ur­inn sem ég er, þegar kemur að fót­bolta, hef fylgst með sigrum og töpum Argent­ínu í gegnum tíð­ina og séð liðið þjást oftar enn einu sinni og oftar en tvisvar. Sér­stak­lega hafa Þjóð­verjar verið lið­inu erf­iðir und­an­farnar keppn­ir, og slegið þá út í þremur keppnum í röð, 2006 í átta liða úrslit­um, 2010 í átta liða úrslitum og 2014 í úrslit­um.

Argent­ína hefur ekki orðið heims­meist­ari frá því árið 1986 í Mexíkó.

Þá var Diego Arm­ando Mara­dona pott­ur­inn og pannan í stór­kost­legu liði, sem var í senn sókn­djarft og fullt af ástríðu.

Aðeins sjö leik­menn í leik­manna­hópi Argent­ínu á þeim tíma spil­uðu í Evr­ópu, en aðrir spil­uðu flestir í Suð­ur­-Am­er­íku. Þarna tókst að finna hina full­komnu blöndu; lið sem varð­ist af ákveðni með sam­stöð­una að vopni, og nýtti snilli­gáfu Mara­dona í sókn­ar­leikn­um.

Argent­ína hefur ekki náð að búa til jafn sterkt lands­lið síð­an, þrátt fyrir ógn­ar­sterka leik­manna­hópa í svo til öllum keppn­um. Í tvígang hefur liðið tapað úrslita­leik á HM fyrir Þýska­landi á þessu 32 ára tíma­bili, árið 1990 og síðan 2014.

Alltaf gam­al­dags tía

Eitt ein­kennir alltaf lið Argent­ínu. Það er alltaf spilað með „tíu“, sókn­ar­leik­stjórn­anda af gamla skól­an­um, sem lætur hlut­ina rúlla og stjórnar ferð­inni. Oft­ast tekur tían auka­spyrnur og horn. Þetta kann að hljóma und­ar­legt fyrir ein­hverj­um, en svona gerir Argent­ína þetta. Sá sem er með núm­erið 10 á bak­inu er sá sér­staki í lið­inu. Tían hefur stöðu eins og lista­mað­ur; hefur frelsi til að gera hlut­ina eftir eigin höfði og það vita aðrir leik­menn í lið­inu.

Und­an­farin 40 ár hefur þetta verið svona. Árið 1978 var Mario Kempes tían, Diego Mara­dona var það í fjórum keppnum í röð (1982, 1986, 1990 og 1994, fram að falli á lyfja­prófi), Ariel Ortega í tveimur keppnum (1998 og 2002), Juan Roman Riquelme einu sinni (2006) og und­an­farnar tvær keppnir er það Lionel Messi sem hefur verið með tíuna á bak­inu, og verið í aðal­hlut­verki (2010 og 2014).

Á und­an­förnum tveimur árum hefur Messi verið nán­ast hin full­komna tía í liði Argent­ínu, en það vantar upp á ástríðu og frum­kvæði ann­arra leik­manna. Eitt­hvað sem stundum hefur verið nefnt stór­stjörnu­vanda­mál Argent­ínu.

Margir leik­manna liðs­ins ná ein­fald­lega ekki að fóta sig í því hluta­verki, að vera liðs­menn í kringum Messi.

Í hópi Argent­ínu hefur líka oft verið mikil innri bar­átta, bæði leik­manna og þjálf­ara. Und­an­farin ár hefur þessi staða oft leitt til deilna innan hóps­ins, þar sem þjálf­ar­inn hefur átt í stök­ustu vand­ræðum með að stilla saman strengi og fá leik­menn til að vinna sam­an. Þetta bitnar á lið­inu, eðli­lega. En argentíska liðið hefur líka verið óhepp­ið. Það hefur spilað ágæt­lega í þremur úrslita­leikjum en tapað þeim öll­um. Tveimur í Suð­ur­-Am­er­íku bik­arn­um, og síðan á HM.

Árið 2010, þegar Argent­ína átti stór­kost­lega leik­menn í öllum stöð­um, var Mara­dona við stjórn­völ­inn. Hann ákvað að skilja tvo af bestu liðs­mönnum sem Argent­ína átti á þeim tíma, Javier Zanetti og Estaban Cambi­asso, sem þá voru nýbúnir að verða þre­faldir meist­arar með ógn­ar­sterku liði José Mour­inho hjá Inter, eftir heima. Ein­hverjar innri deilur voru ástæð­an. Þetta bitn­aði á lið­inu, það sást langar leið­ir. Einnig má nefna dæmi um Icar­di, fyr­ir­liða Inter og einn helsta marka­skor­ara Evr­ópu, en hann er ekki í hópi Argent­ínu.

Jorge Sampa­oli, núver­andi lands­liðs­þjálf­ari Argent­ínu, hefur átt erfitt með að finna rétta blöndu leik­manna, og hefur við­ur­kennt það sjálf­ur.

Argent­ína hefur átt í vand­ræðum með ýmis­legt á und­an­förnum árum, en lík­lega þó ekk­ert meira en fram­herja­stöð­una. Higu­ain (Ju­ventu­s), Agu­ero (Man. City) og Dybala (Ju­ventus) - stór­stjörnur í liðum sínum - hafa ekki náð að sýna sitt besta með Argent­ínu. Sér­stak­lega hefur Higu­ain verið klaufskur í stórum leikj­um, þar á meðal í úrslita­leiknum gegn Þjóð­verjum 2014 þegar hann brenndi af tveimur dauða­fær­um.

Geta dottið í varn­ar­stuð

Þrátt fyrir að mikið sé talað um sókn­ar­her Argent­ínu þá má ekki gleyma sög­unni.

Argent­ína hefur nefni­lega oft komið á óvart í úrslita­keppni HM með góðum varn­ar­leik, og sókn­ar­leik sem byggir á „tí­unn­i“. Þetta átti til dæmis við um árið 2014 þar sem and­stæð­ingar Argent­ínu lögðu allt sitt kapp á að loka á Lionel Messi - eðli­lega - og því reyndi á að liðs­fé­lagar hans héldu góðu leik­skipu­lagi og gerðu ekki mis­tök.

Í úrslita­skeppn­inni - það er eftir riðla­keppn­ina - var liðið var­færið í flestum leikjum og hélt hreinu í venju­legum leik­tíma gegn öllum and­stæð­ing­um. Það er tölu­vert afrek. Þetta var svipað árið 1990, þegar liðið fór í alla leið í úrslit, með frekar þung­lam­an­legt lið sem byggð­ist á sterkri vörn og síðan auð­vitað tíunni, Mara­dona sjálf­um.

Javier Mascherano hefur oftar en ekki, verið í því að vinna skítverkin í liði Argentínu, með seiglu og dugnaði.

Argent­ína hefur oft átt varn­ar­menn sem eru „stemmn­ings­menn“ á góðum degi. Mascherano er til dæmis þannig mað­ur. Hann hefur oft bjargað Argent­ínu og gefur alltaf allt sem hann á í lands­leikj­um. Onta­m­endi, varn­ar­maður Manchester City, er einnig varn­ar­maður í heimsklassa.

Í fót­bolta er allt hægt og Argent­ína hefur oft lent í vand­ræðum gegn litlum þjóð­um. Til dæmis rétt marði liðið Íran, 1-0, með sig­ur­marki í upp­bót­ar­tíma, árið 2014.

Ísland þarf að sýna vopnið sitt: sam­stöð­una

Í leiknum gegn Íran sótti Argent­ína án afláts, án þess að skapa sér mörg færi. Íran spil­aði kunn­ug­legan leik fyrir mörg­um, sem hafa fylgst með Messi hjá Barcelona. Litlu liðin - sem stundum hafa unnið Barcelona, gleymum því ekki - reyna oft að búa til þéttan varn­ar­múr og minnka þannig plássið sem Messi fær til að athafna sig. Þegar það er vitað fyr­ir­fram, að það er tían sem á að láta hlut­ina ger­ast, þá er þetta hin rök­rétta leið til að halda Argent­ínu í skefj­um.

Ítrekað hefur Argent­ína lent í vand­ræðum gegn liðum sem eru þétt fyrir varn­ar­lega, og freista þess síðan að sækja hratt þegar færi gefst.

Það er hins vegar ein­fald­ara að segja þetta og skrifa, heldur en að fram­kvæma. Lið sem hafa mætt Messi hjá Barcelona og Argent­ínu hafa æft varn­ar­leik­inn dögum sam­an, en svo þegar á hólm­inn er komið þá gengur ekki að halda honum í skefj­um.

Stutt­gart og Mara­dona, Ísland og Messi

Ásgeir Sig­ur­vins­son var meðal allra bestu miðju­manna Evr­ópu þegar hann lék með Stutt­gart. Árið 1989 stilltu fjöl­miðlar tveimur úrslita­leikjum Napoli og Stutt­gart, í UEFA Cup, upp sem ein­vígi hans og Mara­dona. Það segir sitt um hversu frá­bær leik­maður Ásgeir var.

Ásgeir Sigurvinsson segir að það sé eins með Messi og Maradona: það þýði ekkert að mæta þeim stíft, maður á mann. Liðin þurfi að mæta þeim sem ein heild, og reyna að hugsa fyrst og fremst um að spila sinn fótbolta.Í við­tali við Frétta­blaðið árið 2011 rifj­aði Ásgeir upp hvernig það hefði ver­ið, að spila á móti Mara­dona. Í við­tal­inu sagði hann meðal ann­ars þetta: „Það er þannig með svona snill­inga eins og Mara­dona, og Messi nú á dög­um, að það þýðir ekk­ert að ætla sér að stöðva leik­menn­ina með því að dekka þá stíft. Þeir ráða alltaf við það að fá leik­menn í sig á fullri ferð og nær­ast raunar svo­lítið á því. Í minn­ing­unni reyndum við að spila okkar leik og hugsa sem minnst um að einn besti leik­maður sög­unnar væri inn á. Það gekk að mörgu leyti vel. En það var kannski lýsandi að það gekk ekki betur en svo að við töp­uðum að lok­um, ekki síst vegna úrslita­send­inga frá Mara­dona, þó að hann hafi ekki skorað sjálf­ur.“

Ísland þarf að mæta Messi eins og Stutt­gart gerði gegn Mara­dona, þó það hafi ekki gengið full­kom­lega upp. Liðið okkar - þetta stór­kost­lega lands­lið sem við eigum - þarf að standa saman sem einn mað­ur, og það má eng­inn „svind­la“ í varn­ar­vinn­unni, ef við eigum að geta unn­ið. Það er vel hægt, enda hefur okkar helsti styrkur verið sam­staða og mikil vinna sem allir leik­menn hafa lagt á sig í leikj­um. Ísland hefur áður mætt stór­stjörnum og staðið sig vel. Crist­i­ano Ron­aldo skor­aði ekki þegar við gerðum jafn­tefli við Evr­ópu­meist­ara Portú­gal. Sig­ur­inn gegn Króa­tíu kemur einnig upp í hug­ann, og auð­vitað Eng­lands­leik­ur­inn. Honum gleymir eng­inn. Þar vant­aði ekki stór nöfn með mikla hæfi­leika, eins og Harry Kane. 

En það er þetta aðals­merki okk­ar, sem gæti einmitt verið það sem Argent­ína ótt­ast mest og er við­kvæm­ast fyr­ir. Sam­staða, sjálfs­traust og ákveðni í föstum leikatrið­um.

Það mun vafa­lítið mæða mikið á miðju­mönnum okk­ar, því Messi er hættu­leg­astur með Argent­ínu þegar hann nær að finna sér stöðu milli varn­ar­innar og miðj­unnar hjá and­stæð­ingn­um. Öll mörkin þrjú hjá Argent­ínu í leiknum fræga gegna Ekvador - þar sem Messi skaut Argent­ínu á HM með ótrú­legri þrennu - komu eftir það að hann fékk snögga send­ingu frá miðj­unni og nokkrum sek­úndum síðar var bolt­inn í net­inu. Þetta ger­ist hratt og plássið þarf ekki að vera mik­ið. Það má nefna fjöl­mörg dæmi um svip­aða hluti.

Til dæmis þegar Messi skor­aði gegn Man. Utd. í úrslitum Meist­ara­deild­ar­innar árið 2011, með skoti fyrir utan teig. Þá sváfu leik­menn Man. Utd. á verð­inum í tvær til þrjár sek­únd­ur, þar sem Messi kom sér fyrir milli varnar og miðju, og það var nóg.

Það má ein­fald­lega ekki líta af honum og helsta leiðin til stoppa hann, er að tak­marka send­ing­arnar til hans. Þar mun reyna á að fram­herjar okkar - eða fram­herji, eftir því hvernig Heimir ákveður að leggja leik okkar manna upp - séu dug­legir í að loka send­inga­leiðum ásamt miðju­mönn­un­um.

Sampa­oli var frægur fyrir að ná að verj­ast Messi vel þegar hann var lands­liðs­þjálf­ari Chile, meðal ann­ars með frum­legri 2-3-3-2 upp­still­ingu, en því var velt upp í umfjöllun Sports Ill­u­strated á dög­unum, að hann væri vís með að koma með hana inn í leik Argent­ínu á HM.

Hjá Chile var það fyrst og fremst gríð­ar­legur dugn­aður miðju­manna og fram­herja í varn­ar­leikn­um, sem skóp sigur gegn Argent­ínu (sem kom þó ekki fyrr en í víta­keppni) og lág­mark­aði skað­ann af snilld Messi.

Af hverju ekki að fara í vopna­búrið hjá lands­liðs­þjálf­ara Argent­ínu til að leggja Argent­ínu af velli? 

Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfari Argentínu.

Messi er samt ekki sá eini…

Argent­ína hefur búið við þann veik­leika lengi að það skortir frum­kvæði í leikjum liðs­ins, frá öðrum en Messi. Ef aðrir leik­menn fara að taka af skar­ið, skora mörk og ógna veru­lega, þá er liðið ein­fald­lega orðið miklu hættu­legra. Von­andi fer Argent­ína ekki að taka upp á því núna, að stór­bæta leik liðs­ins, frá því sem verið hefur und­an­farin tvö ár, en það er ekki hægt að úti­loka að það ger­ist.

Árangur Argent­ínu á HM er þrátt fyrir allt, einn sá besti af öllum þjóð­um. Liðið er alltaf með frá­bæran mann­skap, og heldur tryggð við tíu­ana, sem mörgum finnst skemmti­legt (ég er þar á með­al). En Ísland á mögu­leika gegn lið­inu, eins og það hefur leikið und­an­farin ár. Það brotnar undan sam­stilltum lið­um, og treystir um of á Messi. Hann er þrátt fyrir allt mann­legur og getur átt sína slæmu daga. Vonum að leik­ur­inn gegn Íslandi verði einn af þeim.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar