Rússagrýlan skýtur Svíum skelk í bringu

Flestir Íslendingar þekkja þjóðvísuna um hana Grýlu gömlu sem dó eftir að hafa gefist upp á rólunum. Og enginn syrgði. En þær eru fleiri grýlurnar og að minnsta kosti ein þeirra hefur hreint ekki gefist upp á rólunum, nefnilega rússagrýlan.

Rússar héldu sýningu á herföngum sínum í St. Pétursborg í síðustu viku, í aðdraganda heræfingarinnar.
Auglýsing

Sænska veð­ur­stofan spáði sól og blíðu sl. mið­viku­dag (6.júní) og margir Svíar hugðu gott til grill­glóðar eða ferðar í skóg­inn, eins og venja margra er á þessum degi. En að morgni 5. júní fengu 22 þús­und Svíar orð­send­ingu sem koll­vörp­uðu öllum hug­myndum um grill­aðar pylsur og huggu­leg­heit með fjöl­skyld­unni. Orð­send­ingin var frá yfir­stjórn hers­ins og hljóð­aði á þá leið að öllum sem skráðir eru í heima­varn­ar­liðið bæri að mæta á stóra æfingu, með hern­um, að morgni þjóð­há­tíð­ar­dags­ins. Margir hafa ugg­laust lesið orð­send­ing­una tvisvar til að full­vissa sig um að ekk­ert færi milli mála. Það eru nefni­lega 43 ár síðan allt heima­varn­ar­liðið hefur verið kallað til æfinga, gerð­ist síð­ast árið 1975. Í til­kynn­ingu sem Mic­ael Bydén yfir­maður hers­ins sendi fjöl­miðlum sagði hann heima­varn­ar­liðið skipta afar miklu máli, væri ómet­an­legur stuðn­ingur við her­inn þegar á þyrfti á að halda.

Ekk­ert að óttast    

Í áður­nefndri til­kynn­ingu lagði yfir­maður hers­ins áherslu á að hér væri um að ræða æfingu og þess vegna hefði almenn­ingur ekk­ert að ótt­ast. Alls tóku 40 deildir heima­varn­ar­liðs­ins þátt í æfing­unni en yfir­maður hers­ins bjóst við að með svo skömmum fyr­ir­vara myndi um það bil helm­ingur þeirra sem skráðir eru í heima­varn­ar­liðið mæta á æfing­una.

Fyrir tveimur vikum fengu öll heim­ili í Sví­þjóð bæk­ling inn um bréfalúg­una. Inni­haldið var óvenju­legt, semsé að kynna lands­mönnum hvernig þeir skyldu bregð­ast við ef á skylli stríð, eða meiri­háttar nátt­úru­ham­far­ir. Fólki var ráð­lagt að geyma bæk­ling­inn á vísum stað.

Auglýsing

Sumum Svíum brá í brún en aðrir brostu út í ann­að.

Ótt­inn við Rússa

Ástæðan fyrir þess­ari fjöl­mennu og viða­miklu æfingu er aug­ljós. Svíum, eins og fleirum, stendur stuggur af atferli Rússa. Í sept­em­ber í fyrra efndu Rússar til fjöl­menn­ustu her­æf­inga í sögu lands­ins, talið er að um það bil 100 þús­und her­menn hafi tekið þátt í æfing­unum en Rússar sögðu þátt­tak­endur hafa verið um 13 þús­und en nokkrum vikum fyrr tóku þrjú kín­versk her­skip þátt í her­æf­ingum rúss­neska flot­ans á Eystra­salti.  Á leið­inni þurftu kín­versku her­skipin að fara um danskt haf­svæði sem þau höfðu fullt leyfi til sam­kvæmt alþjóða­samn­ing­um. Stjórn­völd í Eystra­salts­ríkj­unum hafa miklar áhyggjur af hern­að­ar­brölti Rússa, minnug þess að inn­limun Rússa á Aust­ur-Úkra­ínu hófst með ,,her­æf­ing­u“. Um svipað leyti og æfingar Rússa stóðu yfir í sept­em­ber efndu Svíar til fjöl­mennrar her­æf­ing­ar, með þátt­töku her­manna nokk­urra NATO ríkja. Sænski varn­ar­mála­ráð­herr­ann sagði þá aðspurð­ur, að sam­vinna sænska hers­ins og NATO væri ekki tákn um hugs­an­lega aðild Svía að banda­lag­inu. Í ljósi breyttra aðstæðna hefðu Svíar leitað auk­innar sam­vinnu við vina­þjóð­irnar í NATO, eins og ráð­herr­ann komst að orði.

Svíar hafa ekki átt í stríði frá árinu 1814, þá börð­ust þeir við Norð­menn.

Her­skylda og aukin útgjöld

Um síð­ast­liðin ára­mót tóku Svíar upp her­skyldu á nýjan leik, eftir að hafa lagt hana af árið 2010. Eftir að sú breyt­ing tók gildi skráðu mun færri sig í her­inn en reiknað hafði verið með og því var, að mati varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins nauð­syn­legt að inn­leiða her­skyld­una á ný. 

Pútín Rússlandsforseti.

Á þessu ári og því næsta munu sam­tals að minnsta kosti átta þús­und manns fá þjálfun í her­mennsku. Fjár­veit­ingar til hers­ins hafa einnig verið stór­auknar og munu á þessu ári og tveimur næstu sam­tals aukast um sem sam­svarar 110 millj­örðum íslenskra króna. Sú upp­hæð hrekkur þó skammt að mati yfir­stjórnar hers­ins sem margoft hefur vakið athygli á nauð­syn þess að end­ur­nýja tækja­kost hers­ins, en hann er að stærstum hluta kom­inn til ára sinna.

Aukin sam­vinna Svía við Dani og Finna

Þótt Svíar og Danir hafi fyrr á öldum eldað grátt silfur eru nú aðrir tím­ar. Síð­ast­liðið haust skrif­uðu varn­ar­mála­ráð­herrar land­anna, þeir Peter Hultqvist og Claus Hjort Frederik­sen undir sam­komu­lag um stór­aukið sam­starf sænska og danska hers­ins. Þeir hitt­ust svo aftur fyrir nokkrum dög­um, í Kaup­manna­höfn og eftir þann fund sagði danski varn­ar­mála­ráð­herr­ann við frétta­menn að nú væri verið að leggja lín­urnar varð­andi sam­starfið sem tæki til margra þátta. Ekki síst varð­andi miðlun upp­lýs­inga og nefndi ráð­herr­ann í því sam­hengi sér­stak­lega rad­ar­stöðv­ar. Yfir­stjórn hers­ins ákvað í fyrra að byggt skyldi nýtt 85 metra hátt rad­armastur á Borg­und­ar­hólmi. 

Það gerir Dönum kleift að fylgj­ast með fjar­skiptum Rússa á Eystra­salti, rad­armastur sem var á Borg­und­ar­hólmi var tekið niður fyrir fjórum árum. Claus Hjort Frederik­sen sagði að áhyggjur Svía vegna hugs­an­legra aðgerða, eða jafn­vel árása Rússa væru síður en svo ástæðu­lausar og Danir deildu þeim áhyggj­um. Ráð­herr­ann sagði dönsku stjórn­ar­flokk­ana hafa fullan skiln­ing á því að styrkja þyrfti varnir og búnað danska hers­ins. ,,Við verðum að snúa vörn í sókn varð­andi her­inn sem hefur verið fjársveltur árum sam­an“ sagði ráð­herr­ann.  Fyrir þremur árum und­ir­rit­uðu Svíar og Finnar sam­komu­lag um nán­ara hern­að­ar­sam­starf land­anna. Þetta sam­komu­lag olli mik­illi reiði í Kreml en stjórn­völd þar töldu það til merkis um að Svíar hygð­ust ger­ast aðilar að NATO.

Sænska stjórnin sam­þykkti umdeilda gasleiðslu

Fyrir tveimur dögum sam­þykkti sænska rík­is­stjórnin beiðni Rússa um að ný gasleiðsla, Nord Str­eam2 fái að liggja um sænska efna­hags­lög­sögu á botni Eystra­salts. Þetta gerði stjórnin þótt hún hafi áður margoft lýst miklum efa­semdum um lagn­ingu leiðsl­unn­ar, en hún liggur frá Rúss­landi, um Eystra­salt, til Þýska­lands við hlið eldri lagn­ar, Nord Str­eam1 og er 1200 kíló­metra löng. Mik­ael Dam­ber, atvinnu­mála­ráð­herra Svía sagði í frétta­við­tali að Svíar gætu í raun ekki synjað beiðn­inni en hefðu hins­vegar sett fram ýmis skil­yrði varð­andi fram­kvæmd­ina. Þegar ráð­herr­ann var spurður hvort Svíar væru með þessu að ,,hafa Rússa góða“ svar­aði hann því til að Svíar vildu lifa í sátt og sam­lyndi við allar þjóð­ir. Danir hafa ekki sam­þykkt að leiðslan liggi um danskt haf­svæði, við Borg­und­ar­hólm. Ef Danir neita Rússum um slíkt leyfi verða Rússar að fara króka­leið á þessu haf­svæði, með til­heyr­andi kostn­aði.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Matthildur Björnsdóttir
Að vera útlendingur – Víðara hugtak en við höldum
Kjarninn 22. febrúar 2020
Sönnun þess að hægt er að skrifa um myndlist á lifandi og áhrifaríkan hátt
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Vetrargulrætur.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra
Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Algjörlega tilbúinn í hið pólitíska at sem fylgir því að stýra RÚV
Stefán Eiríksson segist að sjálfsögðu hafa sínar pólitísku skoðanir og lífsviðhorf, en sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokkum og með góða reynslu af því að takast á við stjórnmálamenn.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Svandís Svavarsdóttir
Sjúklingar borga minna
Kjarninn 22. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður segir Samtök iðnaðarins í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum
Forstjóri Landsvirkjunar spyr hvort meirihluta aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins sé samþykkur því að íslenska þjóðin gefi 20-30 milljarða króna til nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja með því að hætta að selja upprunaábyrgðir.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar