Spekingar spá í opnunarleikinn á HM - Olíuleikur tveggja landa ójafnaðar

Opnunarleikur heimsmeistaramótsins í knattspyrnu fer fram nú á eftir þar sem mætast gestgjafaþjóðin Rússar og lið Sádi-Arabíu. Kjarninn fékk tvo fótbolta- , fjármála- og geopólitíska sérfræðinga til að spá í spilin fyrir þennan fyrsta leik mótsins.

Stefán Björn
Auglýsing

Opn­un­ar­leikur heims­meist­ara­móts­ins í knatt­spyrnu fer fram nú á eftir þar sem mæt­ast gest­gjafa­þjóðin Rússar og lið Sádi-­Ar­ab­íu. Kjarn­inn fékk tvo fót­bolta- og geopóli­tíska sér­fræð­inga til að spá í spilin fyrir þennan fyrsta leik móts­ins, sem er kannski ekki sá mest spenn­andi knatt­spyrnu­lega séð, en út frá alþjóða­stjórn­mála­fræð­inni er hann hins vegar mjög áhuga­verð­ur. Báðir spá síðan fyrir um úrslit­in.

Miklir pen­ingar í deild­unum

Stefán Páls­son sagn­fræð­ingur segir löndin tvö koma úr tölu­vert ólíkum átt­um. Rúss­land sé með langa og mikla fót­bolta­hefð á meðan Sádi-­Ar­abía sé í því til­liti ein­hvers konar nýríki. Hann segir Sádana hafa notað pen­inga sína grimmt og keypt mikið af gömlum evr­ópskum stjörnum í þjálf­un. „Án þess að hafa skoðað það sér­stak­lega þá reikna ég með að tölu­verður hluti af lands­lið­inu sé ekki fæddur í Sádi-­Ar­abíu heldur verið fluttir þangað inn ungir frá norður Afr­íku til að spila og fengið rík­is­fang.“

Mynd: FifaStefán segir liðin bæði eiga það sam­eig­in­legt að vera í þeirri stöðu að deild­irnar í heima­land­inu greiði það há laun, þvert á gæði deild­anna, sem gerir það að verkum að obb­inn af leik­mönn­unum spili í við­kom­andi landi. Rúss­arnir spili í Rúss­landi og Sádi-­Ara­bara í Saudi-­Ar­ab­íu. „Það er ekki endi­lega gott fyrir fót­bolt­ann á við­kom­andi stöð­um. Leik­menn­irnir eru ekki að fara í sterk­ari deildir og verða þar með betri. Það þarf alla­vega hel­víti fín til­boð til að lokka þá í burt­u.“

Auglýsing

Lítið gert úr þætti Sádi-­Ar­abíu í stríðs­rekstr­inum í Jemen

Bæði þessi lönd hafa verið í eld­lín­unni á alþjóða­vett­vangi. Stefán segir Sádana fara miklu meira undir rad­ar­inn, „á meðan að heim­ur­inn var alveg á inn­sog­inu fyrir fáeinum vikum yfir því hvort Rúss­arnir hafi drepið ein­hvern njósn­ara, sem nú er allur orð­inn hress­ari og gæti jafn­vel bara skellt sér á leik­inn.“ Hann segir að á móti sé furðu lítið gert úr stríð­inu sem Sádarnir herji nú á Jemen. „Bara í gær gerðu þeir árás eða til­raun til að taka hafn­ar­borg í Jemen sem hefur verið aðal dreif­ing­ar­mið­stöðin fyrir mat og lyf til stórs hluta lands­ins. Sam­ein­uðu þjóð­irnar hafa lýst áhyggjum af því að þetta geti þýtt massífa hung­ursneyð og leit til dauða tug­þús­unda manna. Við gætum verið að horfa upp á svim­andi mann­fall í tengslum við þetta. Þetta hefur verið að mestu talið óáreitt af Vest­ur­lönd­um. Kannski af því að fólkið í Jemen flýr ekki til Evr­ópu, það kemst ekki svo lang­t.“

Stefán Segir Sádi-­Ar­abíu eyða meiru í vopn heldur en Rúss­land. „Sem er alveg galin stað­reynd. Þeir eru eitt allra stærsta vopna­kaupa­land í heimi og er land sem að er alveg stór­kost­lega ábyrgt fyrir stöðu mála í Mið-Aust­ur­lönd­um, þá fyrst og fremst sem fjár­magn­andi og upp­runa­land fyrir vopn. Þeir eru ekki bara að safna þessum gríð­ar­legu vopna­búrum í geymslur sínar heldur hafa þeir miðlað þeim áfram í þessum borg­ara­stríðum í grann­ríkj­un­um,“ segir Stef­án.

Auð­velt póli­tískt val

Þeir sem hafi til­hneig­ingu til þess að velja sér lið út frá ein­hverjum póli­tískum for­sendum í HM eiga þægi­legt val fyrir höndum í þessum leik að mati Stef­áns.

En hvernig fer þetta? Stefán segir að þegar horft sé á sög­una hafi það lengi verið þannig að opn­un­ar­leikur á HM var ávísun upp á annað hvort marka­laust jafn­tefli eða óvænt úrslit. Í seinni tíð hafi kúr­s­inn breyst örlítið og heima­menn náð að landa sigri. „Ég held að svo verði, Rúss­arnir vinni 2-1 en verð ekki hissa ef þeir verða orðnir smá stress­aðir þegar fyrsta markið kemur loks­ins.“

Sádar tvö­falt rík­ari á mann en Rússar

Ríkin tvö eru stærstu olíuútflutningsríki heims.Björn Berg Gunn­ars­son fræðslu­stjóri Íslands­banka og fót­boltaunn­andi segir þennan leik Rússa gegn Sádi-Aröbum mjög áhuga­verðan út frá efna­hags­mál­um. „Þetta er olíu­leik­ur. Löndin tvö eru tveir stærstu olíu­út­flytj­endur í heimi. Heild­ar­út­flutn­ingur Sádi-­Ar­abíu á hrá­olíu er 16 pró­sent af heild­inni og 11 pró­sent hjá Rúss­um. Og þetta eru alvöru upp­hæð­ir. Útflutn­ingur Sádanna var að and­virði 13.400 millj­arða króna á síð­asta ári og Rússar fluttu út hrá­olíu fyrir 9.300 millj­arða króna. Þetta eru tveir lang­sam­lega stærstu aðil­arnir á mark­aðn­um.

Björn segir að sé horft til ann­arra helstu hag­stærða þá sé mun­ur­inn milli ríkj­anna tölu­verð­ur.

„Ef við skoðum lands­fram­leiðslu á hvern íbúða í þessum lönd­um, sem er reyndar frekar lítið að marka þar sem ójöfn­uð­ur­inn er svo mik­il, þá er hún tvisvar sinnum hærri í Sádi-­Ar­abíu en Rúss­landi. Sádar er því tvö­falt rík­ari á mann en Rúss­ar. Þeir eru bara miklu færri og þar er miklu meiri vel­meg­un. Í Sádi-­Ar­abíu er miklu meiri olía á hvern íbúa en í Rúss­landi. Og Rússar standa alveg hræði­lega í efna­hags­legu til­liti. Þar hefur verið ofboðs­legur sam­dráttur í lands­fram­leiðslu í síð­asta ára­tug­inn. Til dæmis hefur rúblan fallið um helm­ing frá 2014. Myntin ríal­inn í Sádi-­Ar­abíu er hins vegar fastur við dollar þannig að hann er hvað það varðar til­tölu­lega stöð­ug­ur.

Eng­inn inn­flutn­ingur á fólki í Rúss­landi

Björn segir einnig áhuga­vert að athuga að fólks­fjöld­inn hefur síð­asta ára­tug­inn staðið í stað í Rúss­landi. „Þeim hefur fjölgað um 1 pró­sent síð­asta ára­tug­inn en Sádi-Aröbum um 31 pró­sent á sama tíma. Þetta er rosa­legur mun­ur. Sádarnir dirfnir áfram af erlendu vinnu­afli en það er nátt­úru­lega eng­inn inn­flutn­ingur á fólki í Rúss­land­i.“

Ef löndin eru borin saman við Ísland í efna­hags­legu til­liti þá er hér á landi sjö sinnum meiri lands­fram­leiðsla á mann heldur en í Rúss­landi. „En ef við leið­réttum fyrir kaup­mætti sem að segir í raun­inni þá hversu langt nær hver króna, það er ódýrt að búa í Rúss­landi enda lífs­gæðin minni, þá er Ísland með tvö­falt hærri lands­fram­leiðslu á mann, í stað sjö sinnum hærri og eig­in­lega alveg á pari við Sádana. Mun­ur­inn er að hér er miklu meiri jöfn­uður heldur en á báðum stöðum sem skekkir þennan sam­an­burð.

Allt muni ganga með heimalið­inu

Björn spáir Rússum sigri líkt og Stef­án. „Vegna þess að þeir eru á heima­velli. Opn­un­ar­leik­ur­inn hefur oft verið „ant­iclimax“, valdið von­brigð­um. Ég held að Rúss­arnir muni vera á þessu móti eins og Suð­ur­-Kórea var árið 2002 - að allt gangi með þeim.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar