Liverpool-aðdáendur eiga erfiðan HM-dag í vændum

Aðdáendur enska knattspyrnuliðsins Liverpool á Íslandi, sem eru miðað við höfðatölu, líklega flestir í heimi, eiga tilfinningalega erfiðan HM dag fyrir höndum. Leikmennirnir Luis Suarez og Mo Salah mætast nú í hádeginu og síðar í dag Ronaldo og Ramos.

Liverpool HM
Auglýsing

Aðdáendur enska knattspyrnuliðsins Liverpool á Íslandi, sem eru miðað við höfðatölu, líklega flestir í heimi, eiga tilfinningalega erfiðan HM dag fyrir höndum.

Í hádeginu mætast liðin Úrúgvæ og Egyptaland en þar fara fyrir sínum liðum leikmennirnir Luis Suarez, fyrrverandi framherji Liverpool frá Úrúgvæ og Egyptinn og núverandi framherji liðsins Mohamed (eða Mo) Salah sem skoraði 32 mörk fyrir Liverpool á síðasta tímabili.

Suarez, sem nú er leikmaður Barcelona á Spáni spilaði með Liverpool á árunum 2011 til 2014 og skoraði 69 mörk fyrir liðið. Hann var sérlega litríkur sóknarmaður og leikmaður almennt og naut mikillar hylli aðdáenda þar til hann yfirgaf lið Bítlaborgarinnar. Suarez, sem er frábær knattspyrnumaður, hefur í að minnsta kosti þrígang bitið mótherja sína á vellinum, sem honum hefur ítrekað verið refsað fyrir, enda ekki gert ráð fyrir því í reglum knattspyrnunnar að fólk bíti frá sér.

Auglýsing

Að auki mætast síðan í síðasta leik dagsins stórliðin Spánn og Portúgal. Þar er augljóslega stjarnan í liði Portúgal, Cristiano Ronaldo, sem er Íslendingum vel kunnur frá Evrópumeistaramótinu, frá því að honum var „pakkað saman“ af Kára Árnasyni varnarmanni íslenska liðsins í sögulegu jafntefli liðanna. Ronaldo hefur upp frá því verið í litlu uppáhaldi hjá íslenskum fótboltaunnendum. Í liði Spánar fer hins vegar fyrir sínum mönnum í varnarmúrnum leikmaður Real Madrid, Sergio Ramos. Flestir heitir stuðningsmenn Liverpool eru Ramos enn mjög reiðir eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar frá því í maí þar sem Salah meiddist illa á öxlinni eftir að hafa lent harkalega á henni þegar Ramos togaði hann niður. Egyptinn fór grátandi af velli eftir að hafa farið úr axlarlið og hefur þurft að hafa sig allan við til að koma sér í stand fyrir mótið nú.

Kjarninn ræddi við nokkra eldheita stuðningsmenn Liverpool um leikina í dag og með hverjum þau ætla að halda og hvernig þau sjá leikina fara.

Dýfur næst verstar í boltanum, á eftir mannáti

Lára Björg Björnsdóttir er upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og Liverpool-kona. Heima hjá henni hefur nýlega verið reist fánastöng í garðinum, í þeim eina tilgangi að hægt sé að draga Liverpoolfána að húni þegar liðið spilar, þó íslenska fánanum verði reyndar flaggað nú næstu vikur. Valið er auðvelt fyrir Láru.

Öll fjölskylda Láru styður sína menn í Liverpool.„Ég var aldrei Suarez manneskja, var aldrei að tengja mikið við hann. Suarez, ofan á tilhneigingu til mannáts, á hann það til að dýfa sér sem er það næst ljótasta sem maður sér í fótbolta, þá er mannát í fyrsta sæti. Annað með hinn vin okkar, Salah. Þar hrærast tilfinningar og það eru heitar tilfinningar. Salah þarf ekki að bíta og láta sig detta, nú eða beinbrjóta menn, hann er bara nógu góður. Punktur,“ segir Lára sem spári Egyptum því sigri í leiknum.

Valið er ekki alveg jafn augljóst í tilfelli Láru þegar kemur að leik Spánar gegn Portúgal. „Hvort hatar maður meira Ronaldo eða Ramos?“ En svarið er þó ekki lengi að koma hjá henni. „Það er þetta grimmdar ofbeldi hjá Ramos sem að gerir útslagið. Það toppar einhvern gelskúlptúrahaus-hatur á Ronaldo,“ segir Lára að lokum og spáir Portúgölunum því sigri í síðasta leik dagsins.

Ramos „brutal“ leikmaður

Hallgrímur Indriðason fréttamaður á Ríkissjónvarpinu er einnig formaður Liverpoolklúbbsins á Íslandi. Hann segir það tilhneigingu að styðja þá menn sem séu leikmenn Liverpool þá stundina. „Plús það að maður hefur alltaf gaman að því þegar „litlu“ liðin gera einhverja góða hluti þá hugsa ég að ég haldin nú meira með Egyptum.

Hallgrímur segir úrslit leiksins muni algjörlega ráðast af því í hvaða standi Mo Salah er. „Hann er svo mikill lykilmaður í þessu liði. Ég hef pínu áhyggjur af því að öxlin sé viðkvæm. Viðkvæm öxl er ekkert grín. Ef ég á að vera raunsær þá finnst mér nú séns Egypta vera lítill en ég vona að þeir geri eitthvað.“

Hallgrímur er hins vegar í svolítið meiri tilfinningaflækju vegna viðureignar Spánverja og Portúgal. „Þessi leikur verður pínu erfiður út af Ramos. Ég hef alltaf haldið með Spánverjum á stórmótum, alltaf verið „svag“ fyrir þeim og fyrir utan það hef ég aldrei getað haldið með Ronaldo. Þó að mér finnist Ramos óþolandi, leiðinlegur og allt að því „brutal“ leikmaður þá held ég að ég muni nú halda með Spánverjum í kvöld. Þessi leikur verður líka ofsalega forvitnilegur út af þeirri dramatík sem hefur verið í kringum spænska liðið. Ef þeim gengur vel í kvöld þá á þeim held ég bara eftir að ganga vel á þesu móti. Í því ljósi verður mjög athyglisvert að sjá hvernig spánverjar mæta í þennan leik.“

Áhyggjur af öxlinni á Salah fyrir næstu leiktíð

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er svo heitur stuðningsmaður Liverpool grínast með það við blaðamann að hann langi til að færa íslenska sendiráðið í Englandi frá London til Liverpool. En þó að það sé engin alvara á bak við það er Guðlaugi ekki skemmt þegar kemur að Sergio Ramos. „Ég mun halda með öllum á móti Ramos. Öllum. Þó hvorugur þeirra, Ramos og Ronaldo, sé í einhverju uppáhaldi þá er þetta engin spurning.“ Guðlaugur spáir þeim leik jafntefli, markalausu jafnvel eða 1-1.

Guðlaugur segir heldur engan vafa uppi um það með hverjum hann heldur í leik Úrúgvæ og Egyptalands. „Salah allan daginn. Mér er alveg hlýtt til Suarez en hann fór bara eitthvað annað og þá er bara þakkað fyrir vel unnin störf. Nú er Salah okkar maður.“ Hann hefur þó svolitlar áhyggjur af öxlinni á Salah í þessu móti. „Hann má alls ekki skaddast eitthvað í þessari keppni. Hann verður að koma til leiks í ágúst eins og hann var síðasta vetur,“ segir ráðherra sem spáir Úrúgvæ sigri í leiknum.

Leikur Úrúgvæ og Egyptalands hefst klukkan 12.00 en leikur Spánverja og Portúgal klukkan 18.00 og báðir leikirnir, eins og allt mótið, sýnt á RÚV.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar