Íslenskir stúdentar eru lengur að klára háskólanám en stúdentar í Evrópu

Í nýrri skýrslu EUROSTUDENT kemur fram að háskólanemar á Íslandi vinna hvað mest með námi og námstími háskólanema er lengri. Elísa Björg Grímsdóttir lánasjóðsfulltrúti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir LÍN ekki styðja nógu vel við háskólanema.

haskolatorg_14317577067_o.jpg
Auglýsing

Með­al­aldur háskóla­nema á Íslandi er hæstur á í Evr­ópu og íslenskir háskóla­nemar eru lengur að klára háskóla­nám en háskóla­nemar í Evr­ópu. Þetta kemur fram í skýrslu EUROSTU­DENT sem kom út í apr­íl.

Stúd­entar hafa ítrekað bent á að kjör þeirra eru ekki nógu góð og að sam­an­borið við Norð­ur­löndin standi íslenskir stúd­entar höllum fæti. Fram­færslu­lán til stúd­enta frá Lána­stofnun íslenskra inn­lendra náms­manna er um 92 pró­sent af grunn­fram­færslu­við­mið­um, en kemur til með að hækka upp í 96 pró­sent fyrir skóla­árið 2018-2019.

Frí­tekju­markið er 930 þús­und krónur en það hefur staðið í stað frá árinu 2014 en á þessum árum hafa laun í land­inu hækkað um 38% að með­al­tali. Engir afslætti standa stúd­entum til boða ef þeir klára nám á til­skyldum tíma með við­un­andi ein­kunn. Til þess að fá það lán sem stúd­ent sótti um þarf hún að ná þeim ein­ingum sem hún sótti um, og að lág­marki 22 ein­ingar ef hún ætlar að fá eitt­hvað greitt út.

Auglýsing

60 pró­sent telja sig búa við mjög alvar­legan fjár­hags­vanda

„LÍN styður ekki nógu vel við háskóla­stúd­enta í dag þar sem fram­færslan dugar ekki stúd­entum til að fram­fleyta sér út mán­uð­inn, en hún er undir grunn­fram­færslu­við­miði vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins. Þetta veldur því að stúd­entar neyð­ast oftar en ekki til að vinna sam­hliða skóla til þess að ná endum sam­an,“ segir Elísa Björg Gríms­dótt­ir, nýkjör­inn lána­sjóðs­full­trúi Stúd­enta­ráðs Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í nýút­gef­inni skýrslu EUROSTU­DENT ásamt því að Íslend­ingar vinni mest allra Evr­ópu­þjóða sam­hliða námi og eru lengur að klára nám­ið. Elísa Björg Grímsdóttir Mynd: Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir

Einnig kemur fram í skýrsl­unni að Íslandi er hæsti með­al­aldur meðal háskóla­nema. „Þar segir enn fremur að meira en 60% þeirra sem styðj­ast við rík­is­bund­inn náms­stuðn­ing, telja sig búa við mjög alvar­leg fjár­hags­leg vanda­mál. Það er lang hæst af öllum þátt­tök­u­lönd­um.“ segir Elísa.

„Það má segja að það sé til staðar ákveðið hvata­kerfi í núver­andi lána­sjóðs­kerfi við láns­hæfar ein­ingar en núna lánar LÍN aðeins fyrir 480 ETCS, þ.e.a.s. þú getur ekki fengið lánað fyrir enda­lausu námi - sem hægt er að túlka sem ákveð­inn hvata til að klára nám­ið, en væri einnig hægt að túlka sem hvata til að vera sem lengst í námi. Fram­kvæmd­ar­stjóri LÍN hefur talað um að það sé hvati í kerf­inu til að vera sem lengst í námi og taka sem mest lán því þegar fólk er á annað borð komið með hátt lán, yfir tíu til fimmtán millj­ón­ir, þá borg­arðu ekki meira þó þú skuldir mikið og hluti láns­ins verður að styrk sem fólk borgar aldrei til bak­a.“

Tak­markað magn af rann­sóknum eru til­tækar til að skýra hvers vegna brott­fall verð­ur. Hrefna Hjart­ar­dóttir skoð­aði í loka­verk­efni sínu til meistara­gráðu í hag­nýtri töl­fræði brott­fall úr nám­skeið­inu hag­nýt stærð­fræði­grein­ing. Nám­skeiðið var inn­gangs­nám­skeið í tölv­un­ar­fræði, lyfja­fræði og líf­efna­fræði. Hún skoð­aði brott­fall úr nám­skeið­inu haustið 2012. Þá voru 484 skráðir í nám­skeið­ið, en aðeins helm­ingur lauk áfang­an­um. Fjórð­ungur hóf ekki nám þrátt fyrir að vera skráður og fjórð­ungur hætti í áfang­an­um. Brott­fallið var nokkuð jafnt og þétt yfir önn­ina en flestir hættu þó á fyrstu fimm vikum ann­ar­inn­ar. Nem­endur á fyrsta ári hættu frekar í áfang­anum og nem­endur í tölv­un­ar­fræði og líf­efna­fræði voru lík­legri til að hætta.

Margir áfangar á fyrsta ári eru gríð­ar­lega erf­iðir og leggja miklar kröfur á nem­end­ur. Hag­nýt stærð­fræði­grein­ing er einn af þeim áföngum og eins og rann­sókn Hrefnu gefur til kynna, eru nem­endur á fyrsta ári lík­legri til að hætta í áfang­an­um.

Ekki eru til tölur um hversu margir af þeim sem hætta í áfang­anum hætta í skól­an­um. Ef aðeins 50% ljúka áfang­anum má gera ráð fyrir að ein­hver hluti, á bil­inu 10-20% hafi fall­ið. Þeir nem­endur skrá sig svo haustið eftir í áfang­ann og eru þá lík­legri til að ná honum þegar þeir eru komnir á annað ár.

Í lög­fræð­inni er bæði inn­töku­próf og síu áfan­gang­ar, almenn lög­fræði og inn­gangur að lög­fræði. Ein­stak­lingur kemst ekki inn í námið nema ná lág­marks ein­kunn á A-prófi. Á fyrsta ári eru tveir áfangar sem nem­andi þarf að ljúka til að mega halda áfram á annað ár.

Núver­andi kerfi hvetur nem­endur til að vinna með skóla

„Betra hvata­kerfi gæti mögu­lega spornað við brott­falli en við höfum engin gögn sem segja til um fylgni milli LÍN og brott­falls, en það myndi lík­lega hafa jákvæð áhrif að breyta núver­andi kerfi með því að setja á fót ein­hvers­konar hvata­kerfi. Núver­andi lána­sjóðs­kerfi ,,hvet­ur” fólk frekar til þess að vinna með skóla og taka færri ein­ingar í senn, fremur en að sinna ein­ungis nám­inu sem lengir því náms­tím­ann. Til­gangur hvata­kerfis er að styðja við stúd­enta og ætti að vera til þess fall­inn að stúd­entar ná að klára námið á til­settum tíma.“ segir Elísa.

Elísa segir að hvata­kerfið þyrfti að bjóða upp á ákveðið svig­rúm og tekur dæmi um norska lána­kerf­ið. Í Nor­egi þarf náms­maður að klára ákveð­ins tímara­mma til að fá nið­ur­fell­ingu á hluta láns­ins sem getur verið allt að 40 pró­sent. 

Um 7300 manns sóttu um skóla­vist í Háskóla Íslands fyrir skóla­árið 2017-2018, en um fjögur þús­und útskrif­uð­ust með stúd­ent­próf um ára­mótin 2016-2017 og vorið 2017. Í vor eru fram­halds­skólar í fyrsta skipti að útskrifa þá nem­endur sem ljúka námi á þremur árum. Sam­hliða því munu nem­endur sem ljúka námi á fjórum árum útskrif­ast. Það er því ljóst að háskól­arnir munu þurfa að taka við auknum fjölda nem­enda á næstu tveimur árum. Algengt er að nem­endur taki sér eitt ár í pásu og ferð­ist um heim­inn eða safni pen­ingum fyrir námi. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSonja Sif Þórólfsdóttir
Meira úr sama flokkiInnlent