12 þúsund færri fá barnabætur

Þeim fjölskyldum sem fá barnabætur hefur fækkað um tæplega tólf þúsund milli áranna 2013 og 2016 og mun halda áfram að fækka samkvæmt útreikningum ASÍ.

23-april-2014_13980520132_o.jpg
Auglýsing

Fjölskyldum sem fá barnabætur hér á landi fækkaði um tæplega tólf þúsund milli áranna 2013 og 2016, samkvæmt nýrri frétt frá ASÍ. Þeim mun halda áfram að fækka á næstu árum. 

 Markmið stjórnvalda hefur um nokkurt skeið verið að „einfalda“ barnabótakerfið, með því að þrengja þann hóp sem kerfið nær til og beina barnabótum einkum til heimila með allra lægstu tekjurnar. Minni fjármunir hefur verið settir í málaflokkinn og barnabætur hafa lækkað að raungildi,“ segir í tilkynningunni frá ASÍ. 

Tekjuskerðingarmörk hafi verið óbreytt í nokkur ár en þau hækkuð fyrir þetta ár um 12,5 prósent. Hins vegar hafi launavísitalan hækkað um þriðjung á undanförnum fjórum árum og niðurstaðan því minni útgjöld til barnabóta að raungildi. „Og ekki annað að sjá en að stefnan sé að draga enn frekar úr stuðningi við barnafjölskyldur. ASÍ mótmælir þeim áformum harðlega.“ 

Auglýsing

Þá segir ASÍ að stjórnvöld vísi oft til tillagna frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um endurskoðun á barnabótakerfinu og einföldun á því. „Þetta er afar villandi þar sem tillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins byggðu á því að markmið stjórnvalda væri stuðningur til fátækra en ekki til að styðja almennt við barnafjölskyldur eða hvetja til barneigna.“

Mikil sátt hafi ríkt um gildi stuðnings til barnafjölskyldna á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu. „Barnabætur á Norðurlöndum eru föst upphæð á barn á meðan stuðningur er á Íslandi er háður fjölda og aldurs barna, tekjum foreldra og hjúskaparstöðu. ASÍ vill að þróuninni verði snúið við og barnabætur lagaðar að norræna kerfinu þar sem barnabætur hafa það hlutverk að jafna lífskjör fólks með svipaðar tekjur en mismunandi framfærslubyrði.“

Þá bendir ASÍ á að fæðingartíðni hafi dregist hratt saman og aldrei verið lægri en um þessar mundir. Þrengri fjárhagsstaða ungs fólks og veikara stuðningskerfi barnafjölskyldna hafi vafalaust hraðað þessari þróun. „Minnkandi stuðningur stjórnvalda til barnafjölskyldna er því risastórt skref aftur á bak. Staða ungs fólks, vaxandi kostnaður við nám, kostnaður við barneignir, daggæslu og lækkandi fæðingartíðni er sá veruleiki sem nota má til að rökstyðja aukin stuðnings til barnafjölskyldna.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent