Perform borgaði 45 milljónir fyrir vefsjónvarpsaðgang að íslenskri knattspyrnu

Fyrirtæki sem selur vefsjónvarpsaðgang að leikjum að knattspyrnuleikjum til veðmálahúsa keypti réttinn til að sýna frá íslenskum deildum af 365 á 400 þúsund evrur.

pepsídeild
Auglýsing

365 miðlar seldu rétt til sýn­inga á íslenskri knatt­spyrnu til fyr­ir­tæk­is­ins Per­fom á 400 þús­und evr­ur. Per­form selur vef­sjón­varps­að­gang að leikjum í efstu deild og bik­ar­keppni til veð­mála­húsa út um allan heim. Þetta kemur fram í sam­runa­­skrá vegna sam­runa Fjar­­skipta og 365 miðla sem birt var á vef Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins 10. maí síð­­ast­lið­inn. Um er að ræða þá útgáfu sem birt var upp­runa­lega og inni­hélt trún­að­ar­upp­lýs­ing­ar. Þar á meðal voru upp­lýs­ingar um erlenda veltu 365 miðla, sem ein­skorð­ast að mestu við ofan­greindan samn­ing við Per­form.

365 miðlar hafa um nokkuð langt skeið verið með samn­ing við KSÍ um sýn­ingu á íslenskri knatt­spyrnu. Samn­ing­ur­inn var síð­ast end­ur­nýj­aður árið 2015 til sex ára. Hann felur bæði nafna­rétt (samn­ingur við Ölgerð­ina um að efstu deildir heiti Pepsí-­deild­in) og veð­mála­rétt, sem er umræddur samn­ingur við Per­form.

Í sam­runa­skránni segir að veð­mála­rétt­ur­inn sé nú í fyrsta skipti seldur áfram, til Per­form. Í sam­runa­skránni seg­ir: „Per­form fær rétt á útsend­ingum og veð­mála­rétt úr íslenska bolt­anum um allan heim á gild­is­tíma samn­ings 365 og KSÍ. Skipta þessir samn­ingar veru­legu máli við fjár­mögnun samn­ings­ins við KSÍ. Það er yfir­lýst mark­mið 365 að stefna að því að sýna alla 132 leik­ina í efstu deild karla í beinni útsend­ingu í sjón­varpi og á vef. Myndefni nýt­ist sömu­leiðis í sjón­varps­fréttir og vef­fréttir og marg­vís­legt dag­skrár­efni jafnt í sjón­varpi sem útvarpi byggir á íslensku knatt­spyrn­unni s.s. Mark­a­regn. Sýn­ing­ar­rétt­ur­inn nær til Íslands­móts karla og kvenna, bik­ar­keppni karla og kvenna, Meist­ara­keppni KSÍ í karla og kvenna­flokki sem og Deild­ar­bik­ar­keppni KSÍ í karla- og kvenna­flokki.“

Auglýsing

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómeter á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Tölvuteikning Landsvirkjunar af Hvammsvirkjun. Stíflan er efst á myndinni, þá Viðey, frárennslisskurður til hægri og Ölmóðsey. Landsvirkjun á að tryggja 10 m3/s rennsli neðan stíflu.
Orkustofnun gefur Hvammsvirkjun grænt ljós
Hvammsvirkjun verður sjöunda virkjun Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu en sú fyrsta sem reist verður í byggð. Orkustofnun setur skilyrði um vatnsmagn neðan stíflu og seiðafleytur fyrir laxfiska í nýútgefnu virkjunarleyfi.
Kjarninn 8. desember 2022
Framlög til RÚV hækka enn – Verða milljarði hærri á næsta ári en árið 2021
Alls er búist við að RÚV fái um 5,7 milljarða króna úr ríkissjóði á næsta ári. Það er 625 milljónum krónum meira en í ár og rúmum milljarði króna meira en 2021. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði til styrkjakerfis einkarekinna fjölmiðla lækkað.
Kjarninn 8. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Vilja hækka veiðigjöld, leggja kolefnisskatt á stóriðju, selja banka og fækka ráðherrum
Viðreisn vill greiða lækka opinberar skuldir og auka stuðning við barnafjölskyldur. Þá vill flokkurinn auka framlög til heilbrigðismála. Þetta vill hann fjármagna með hærri álögum á útgerðir og 13,5 milljarða króna kolefnisgjaldi á stóriðju.
Kjarninn 8. desember 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Það fer ekk­ert á milli mála að ábyrgðin er hjá rík­is­sjóð­i“
„Hvert er planið?“ spyr þingmaður Samfylkingarinnar fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra. Tilefnið er málefni ÍL-sjóðs, nú þegar fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir ríkið bótaskylt fari ÍL-sjóður í þrot.
Kjarninn 8. desember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór: „Ég tel seðlabankastjóra algjörlega ómarktækan“
Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans „refsa stórum hópi fólks sem er ekki að fara til Tenerife og eyða um efni fram heldur er bara að reyna að komast af milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent