Perform borgaði 45 milljónir fyrir vefsjónvarpsaðgang að íslenskri knattspyrnu

Fyrirtæki sem selur vefsjónvarpsaðgang að leikjum að knattspyrnuleikjum til veðmálahúsa keypti réttinn til að sýna frá íslenskum deildum af 365 á 400 þúsund evrur.

pepsídeild
Auglýsing

365 miðlar seldu rétt til sýn­inga á íslenskri knatt­spyrnu til fyr­ir­tæk­is­ins Per­fom á 400 þús­und evr­ur. Per­form selur vef­sjón­varps­að­gang að leikjum í efstu deild og bik­ar­keppni til veð­mála­húsa út um allan heim. Þetta kemur fram í sam­runa­­skrá vegna sam­runa Fjar­­skipta og 365 miðla sem birt var á vef Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins 10. maí síð­­ast­lið­inn. Um er að ræða þá útgáfu sem birt var upp­runa­lega og inni­hélt trún­að­ar­upp­lýs­ing­ar. Þar á meðal voru upp­lýs­ingar um erlenda veltu 365 miðla, sem ein­skorð­ast að mestu við ofan­greindan samn­ing við Per­form.

365 miðlar hafa um nokkuð langt skeið verið með samn­ing við KSÍ um sýn­ingu á íslenskri knatt­spyrnu. Samn­ing­ur­inn var síð­ast end­ur­nýj­aður árið 2015 til sex ára. Hann felur bæði nafna­rétt (samn­ingur við Ölgerð­ina um að efstu deildir heiti Pepsí-­deild­in) og veð­mála­rétt, sem er umræddur samn­ingur við Per­form.

Í sam­runa­skránni segir að veð­mála­rétt­ur­inn sé nú í fyrsta skipti seldur áfram, til Per­form. Í sam­runa­skránni seg­ir: „Per­form fær rétt á útsend­ingum og veð­mála­rétt úr íslenska bolt­anum um allan heim á gild­is­tíma samn­ings 365 og KSÍ. Skipta þessir samn­ingar veru­legu máli við fjár­mögnun samn­ings­ins við KSÍ. Það er yfir­lýst mark­mið 365 að stefna að því að sýna alla 132 leik­ina í efstu deild karla í beinni útsend­ingu í sjón­varpi og á vef. Myndefni nýt­ist sömu­leiðis í sjón­varps­fréttir og vef­fréttir og marg­vís­legt dag­skrár­efni jafnt í sjón­varpi sem útvarpi byggir á íslensku knatt­spyrn­unni s.s. Mark­a­regn. Sýn­ing­ar­rétt­ur­inn nær til Íslands­móts karla og kvenna, bik­ar­keppni karla og kvenna, Meist­ara­keppni KSÍ í karla og kvenna­flokki sem og Deild­ar­bik­ar­keppni KSÍ í karla- og kvenna­flokki.“

Auglýsing

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent